Norður-Kórea

Fréttamynd

Allur máttur í smíði kjarnavopna

Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa brugðist illa við heræfingum Bandaríkjanna og Suður-Kóreu og viðskiptaþvingunum Sameinuðu þjóðanna. Hótanir um beitingu kjarnavopna gegn sunnanmönnum og Bandaríkjunum heyrast nú nánast daglega að norðan.

Erlent
Fréttamynd

Völd leiðtogans treyst

"Hinn virti félagi Kim Jong-un er æðsti leiðtogi flokks okkar, hers og lands og hefur hlotið í arf hugmyndafræði, forystu, skapgerð, dyggðir, kjark og hugrekki hins mikla félaga, Kim Jong-il,“ sagði Kim Yong-nam, formaður forsætisnefnar norður-kóreska þjóðþingsins, í ræðu sem hann flutti á minningarathöfn um Kim Jong-il í gær.

Erlent
Fréttamynd

Enn tekur sonur við af föður sínum

Í september í fyrra lýsti Kim Jong-il því yfir að sonur hans, Kim Jong-un, yrði eftirmaður hans sem leiðtogi Norður-Kóreu. Jong-un er á þrítugsaldri og tók þegar við valdamiklum embættum í Norður-Kóreu.

Erlent
Fréttamynd

Kim Jong-il leiðtogi Norður-Kóreu látinn

Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, er látinn 69 ára að aldri. Tilkynnt var um lát hans í ríkissjónvarpi landsins í morgun og gat þulurinn ekki haldið aftur af tárum sínum þegar hann las tilkynninguna.

Erlent
Fréttamynd

Vill að sonur sinn taki við

Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur ákveðið að yngsti sonur sinn taki við af sér, að því er fréttastofa í Suður-Kóreu heldur fram. Hins vegar bárust einnig fréttir af því að elsti sonur hans sé tilbúinn að taka við af föður sínum.

Erlent
Fréttamynd

El Baradei farinn frá Pyongyang

Mohammed El Baradei yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofunarinnar er farinn frá Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu eftir tveggja daga viðræður við stjórnvöld þar um kjarnorkumál og áætlanir um að slökkva á eina kjarnaofni landsins. El Baradei gat ekki hitt aðal kjarnorkusamningamann landsins, sem sagðist of önnum kafinn til að hitta hann.

Erlent
Fréttamynd

Flugskeyti með kjarnavopnum

Í nýlegri skýrslu frá Bandaríkjunum er sagt líklegt að Norður-Kóreumenn hafi komist yfir flugskeytabúnað sem getur sent flugskeyti með kjarnavopnum alla leið til Bandaríkjanna. Tæknin virðist vera sambærileg þeirri sem finnst á rússneskum kafbátum sem bendir til þess að norðurkóresk stjórnvöld hafi fengið utanaðkomandi hjálp við þróun búnaðarins.

Erlent