
Kóngafólk

Nógu heilsuhraustur fyrir símtal
Breska forsætisráðuneytið tilkynnti fjölmiðlum sérstaklega að Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hyggist ræða við Karl Bretakonung símleiðis í dag. Eins og greint var frá því á dögunum er Karl með krabbamein.

Hefur margbrotið sig en annars verið við ágæta heilsu
Harry Bretaprins mun ferðast frá heimili sínu í Los Angeles á næstu dögum til þess að heimsækja föður sinn, Karl III Bretakonung, sem hefur greinst með krabbamein.

Karl Bretakonungur með krabbamein
Karl III Bretakonungur hefur greinst með krabbamein.

Þolinmæði Netflix sögð við það að þrjóta
Harry Bretaprins og Meghan Markle eru sögð eyða tíma sínum í það þessa dagana að koma í veg fyrir að forsvarsmenn Netflix streymisveitunnar rifti ríflegum samningi sínum við hjónin.

Bretakonungur berst við bólginn blöðruhálskirtil
Karl III Bretakonungur leggst undir hnífinn í næstu viku vegna góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli.

Prinsessan af Wales lagðist undir hnífinn
Kate Middleton, prinsessa af Wales, fór í aðgerð á maga í einkasjúkrahúsi í London og verður á spítala næstu tíu til fjórtán daga.

Gefur óvænt út bók á fjórða degi á konungsstól
Á fjórða degi sínum sem Danakonungur hefur Friðrik tíundi óvænt gefið út bók þar sem hann deilir með sér hugleiðingum um líf sitt og tilveru auk þess að líta í baksýnisspegilinn.

„Guð geymi kónginn“
Friðrik tíundi er konungur Danmerkur. Formleg krýning hans átti sér stað klukkan eitt á íslenskum tíma þegar Margrét Þórhildur lýsti skrifaði undir afsagnaryfirlýsingu.

Friðrik tíundi verður Danakonungur í dag
Friðrik krónprins verður í dag krýndur Friðrik tíundi Danakonungur við hátíðlega athöfn í Kristjánsborgarhöll. Íslendingar fylgjast kannski ekki grannt með þessum merka atburði í ljósi hrauntungnanna sem mjakast nær Grindavík með hverjum tímanum sem líður.

Karlmannleg kóngakaka í tilefni af krúnuskiptunum
Í tilefni af krúnuskiptunum næstkomandi sunnudag hefur danska konditoríið La Glace bakað sérstaka Friðriksköku sem verður til sölu á meðan valdatíð Friðriks stendur yfir.

Forsetinn sendir skeyti en mæting afþökkuð
Ekki er gert ráð fyrir aðkomu fulltrúa erlendra ríkja til Danmerkur á sunnudag þegar Margrét Þórhildur Danadrottning lætur krúnuna í hendur Friðriks sonar síns. Forseti Íslands mun þó senda heillaskeyti til Danaveldis.

Prinsinn heima hjá Epstein vikum saman
Andrés Bretaprins hékk á heimili athafna-og kynferðisbrotamannsins Jeffrey Epsteins í Flórída vikum saman, samkvæmt vitnisburði sem birtist í nýjum dómsskjölum.

Partýprinsinn sem verður Danakonungur
„Ég mun afhenda syni mínum, Friðriki prins, krúnuna,“ sagði Margrét Þórhildur Danadrottning í áramótaávarpi sínu þar sem hún tilkynnti að hún ætlaði sér að stíga til hliðar.

Nýnasistar dæmdir fyrir yfirlýsingar um að „lóga“ ætti Archie prins
Tveir nýnasistar sem hótuðu Archie, syni Harry Bretaprins og Meghan Markle, ofbeldi í hlaðvarpi fyrir þremur árum hlutu í dag tíu og ellefu ára fangelsisdóm fyrir brot á hryðjuverkalögum. Mennirnir lýstu Archie sem veru sem ætti að „lóga“ og vildu að Harry yrði tekin af lífi fyrir landráð.

Drottningin áhugasöm um Grindavík í síðasta nýárspartýinu
Margrét Þórhildur Danadrottning var forvitin um stöðu mála í Grindavík og jarðhræringar á Reykjanesskaga þegar hún ræddi við sendiherra Íslands í Danmörku í nýársmóttöku í Kristjánsborgarhöll í gær.

„Líkt og tíminn hefði staðið í stað“
„Ég fæddist ekki konungssinni. Ég varð konungssinni þökk sé drottningunni okkar.“

Drottningin hafi varpað sprengju í danskt samfélag
Sendiherra Íslands í Danmörku segir Margréti Þórhildi Danadrottningu hafa varpað sprengju í danskt samfélag með ákvörðun sinni að afsala sér krúnunni. Danir hafi verið algjörlega óviðbúnir þessum tíðindum og mörgum sé verulega brugðið.

Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið
Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi.

Margrét Þórhildur stígur til hliðar
Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag.

Hafði áhyggjur af því að það myndi flækja málin að deyja í Balmoral
Elísabet II Bretadrottning hafði áhyggjur af því skömmu fyrir andlát sitt að það myndi valda skipuleggjendum útfarar hennar vandræðum ef hún félli frá í Skotlandi.

Harry lagði Mirror í hakkaramáli
Harry Bretaprins hefur lagt eigendur breska götublaðsins Daily Mirror í máli sem hann höfðaði á hendur þeim fyrir að hafa brotist inn í síma hans. Þeim hefur verið gert að greiða prinsinum bætur sem nema 140 þúsund pundum eða rúmum 25 milljónum króna.

Loðvík löngutangarlaus á jólakorti konungsfjölskyldunnar
Hjónin Vilhjálmur og Katrín, krónprins og prinsessa af Wales, hafa sent frá sér árlegt jólakort fjölskyldunnar. Það sem hefur vakið sérstaka athygli er að það vantar löngutöng á Loðvík prins. Kenningar eru uppi um að hún hafi verið klippt af í myndvinnslunni.

Karl kóngur taldi sig kannast við Portman úr gömlu Star Wars
Karl Bretakonungur spurði leikkonuna Natalie Portman hvort hún hafi verið í gömlu Star Wars-myndunum þegar The Phantom Menace var frumsýnd. Portman var átján ára þarna og er fjórum árum yngri en fyrsta Star Wars-myndin sem kom út árið 1977.

Karl og Katrín sögð hafa verið þau sem ræddu húðlit Archie
Omid Scobie, höfundur bókarinnar Endgame: Inside the Royal Family, segir rannsókn hafna á því hvernig Karl Bretakonungur og Katrín, prinsessan af Wales, voru nefnd í tengslum við umræðu um húðlit sonar Harry Bretaprins og Meghan, eiginkonu hans, í hollenskri útgáfu bókarinnar.

Fjölskyldumeðlimirnir nefndir á nafn í Hollandi
Ný bók breska rithöfundarins Omid Scobie um konungsfjölskylduna hefur verið fjarlægð úr hillum bókaverslanna í Hollandi vegna fregna af því að í bókinni leynist nafn tveggja manneskja sem sagðar eru hafa lýst áhyggjum af húðlit sonar þeirra Meghan og Harry.

Vilhjálmur „sínaði“ Harry nokkrum tímum fyrir andlát drottningar
Vilhjálmur krónprins Bretlands „seenaði“ skilaboð frá yngri bróður sínum Harry nokkrum klukkutímum áður en amma þeirra Elísabet drottning lést. Harry hafði verið að reyna að skipuleggja ferð sína til Skotlands þar sem Vilhjálmur dvaldi ásamt ömmu þeirra.

Myndir af Friðriki með Genovevu á Spáni vekja athygli
Erlendir slúðurmiðlar hafa birt myndir þar sem fullyrt er að megi sjá Friðrik krónprins af Danmörku ganga götur Madríd borgar í för með mexíkönsku athafnakonunni Genovevu Casanova. Þá virðist hann einnig sjást yfirgefa hús hennar eftir fataskipti.

Orðrómur um framhjáhald skekur dönsku konungsfjölskylduna
Meint framhjáhald Friðriks Danaprins með mexíkósku athafnakonunni Genovevu Casanova hefur verið milli tannanna á fólki og til umfjöllunar í fjölmiðlum í Danmerku og á Spáni.

Telja Karl þurfa að segja hluti sem hann vilji ekki segja
Breska þingið hefst í dag og af því tilefni mun Karl Bretakonungur halda ræðu líkt og hefð er fyrir. Um er ræða fyrstu opnunarræðu konungsins sem var krýndur í maí á þessu ári. Þar kynnir hann stefnu ríkisstjórnarinnar, en talið er að hún fari þvert gegn skoðunum Karls í ákveðnum málaflokkum. Hann muni því þurfa að segja hluti sem hann vilji ekki segja.

Vonuðust til þess að drottningin myndi tala um fyrir Johnson
Háttsettir embættismenn í Bretlandi áttu samtöl við fulltrúa Buckingham-hallar um framgöngu Boris Johnson þegar hann var forsætisráðherra og ræddu meðal annars möguleikann á því að málið yrði tekið upp á reglulegum fundum Johnson og Elísabetar drottningar.