Björgunarsveitir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Sigurður Árni Reynisson, fyrrverandi lögreglumaður, kallar eftir því að viðbragðsaðilar fái rými til að vinna úr áföllum í starfi. Hann rifjar upp að hafa komið að sjálfsvígi ungs drengs í starfi fyrir mörgum árum. Hann segir handleiðslu og sálgæslu ekki eiga að vera forréttindi fyrir þessar starfsstéttir, heldur eigi hún að vera reglulegur hluti af starfsháttum þessara starfsstétta. Innlent 18.10.2025 22:36 Smávægileg útköll vegna óveðursins Björgunarsveitir hafa sinnt smávægilegum útköllum vegna veðursins sem nú gengur yfir á suður- og vesturhluta landsins. Dagurinn hefur að öðru leyti verið rólegur hjá björgunarsveitum. Veður 8.10.2025 20:43 Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Tveir farþegar í rútu sem valt í Seljafirði á norðanverðu Snæfellsnesi á sjötta tímanum í dag voru fluttir með þyrlu á Landspítalann í Reykjavík. Átta voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Enginn er talinn alvarlega slasaður. Innlent 6.10.2025 17:44 Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Umfangsmikil flugslysaæfing verður haldin á Reykjavíkurflugvelli í dag. Helstu viðbragðsaðilar koma að æfingunni en gera má ráð fyrir að þátttakendurnir verði yfir þrjú hundruð. Innlent 4.10.2025 09:33 Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Áhöfn björgunarskipsins Hafbjargar í Neskaupstað var í gær kölluð út vegna aflvana báts sem staddur var um fimmtíu kílómetra norðaustur af Norðfirði. Fjórir voru um borð í fiskibátnum en engin yfirvofandi hætta var á ferð. Innlent 28.9.2025 09:00 Drógu vélarvana togara í land Björgunarskipið Björg á Rifi á Snæfellsnesi var kallað út í morgun vegna togara sem staddur var rétt norður af Snæfellsnesi en hafði misst vélarafl. Fór svo að togarinn var dreginn til hafnar í Grundarfirði og voru skipin komin þangað um þrjúleitið síðdegis. Innlent 19.9.2025 23:16 Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Björgunarsveitir af Suðurlandi leituðu að tveimur ferðamönnum sem villtust á göngu á milli Landmannalauga og Hrafntinnuskers í gærkvöldi. Mennirnir fundust heilir á húfi ekki fjarri skálanum í Landmannalaugum að ganga ellefu í gærkvöldi. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út. Innlent 8.9.2025 10:18 Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Skipverjum á fiskibát tókst að slökkva eld sem kviknaði í brú hans noður af Tjörnesi snemma í morgun. Björgunarsveitir voru kallaðar út á hæsta forgangi eftir að tilkynning um eldinn barst. Innlent 4.9.2025 09:31 Leit vegna neyðarsendis frestað Leit björgunarsveita og Landhelgisgæslunnar að neyðarsendi var frestað síðdegis eftir að hafa ekki borið árangur. Gæslunni barst tilkynning í hádeginu um að heyrst hefði í neyðarsendi og ræsti út þyrlu og björgunarsveitir til leitar. Innlent 1.9.2025 16:47 Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Landhelgisgæslunni barst fyrir hádegi tilkynningu frá flugvél sem var að fljúga yfir Akranes á leið á Keflavíkurflugvöll um að það hafi heyrst í neyðarsendi. Engrar flugvélar eða báts er saknað en Landhelgisgæslan hefur þó kallað út sjóbjörgunarsveitir á vegum Landsbjargar sem eru nú við leit við Akranes. Líklega er um neyðarsendi í eldri bát að ræða. Innlent 1.9.2025 14:32 Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Áhöfn björgunarskipsins Gísla Jóns frá Ísafirði hafði í nógu að snúast í gær. Fara þurfti í tvö útköll þar sem fiskiskip höfðu fengið veiðarfæri í skrúfuna. Innlent 31.8.2025 07:37 Drengurinn fannst heill á húfi Drengur sem leitað var í Ölfusborgum síðan síðdegist í gær fannst heill á húfi. Í kjölfarið var hann fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi til aðhlynningar og er nú kominn í faðm fjölskyldu sinnar. Innlent 30.8.2025 07:12 Þyrla ræst úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Um 150 björgunarsveitarmenn leita tólf ára pilts sem týndist í Ölfusborgum síðdegis í dag. Drengurinn er erlendur ferðamaður og því ekki kunnugur staðháttum. Innlent 29.8.2025 23:30 Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Björgunarsveitir á Skaftársvæðinu voru kallaðar út rétt eftir miðnætti vegna göngumanns sem var á göngu við Úlfárdalssker og hafði villst á leið sinni. Innlent 28.8.2025 07:39 Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Í morgun voru björgunarsveitirnar Dagrenning á Hvolsvelli og Flugbjörgunarsveitin á Hellu kallaðar út á mesta forgangi vegna tilkynningar um bíl með fimm manns um borð sem var fastur í Markarfljóti rétt við Gilsá á Emstruleið. Innlent 27.8.2025 17:26 „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Björgunarsveitin Þorbjörn hefur staðið í ströngu frá því snemma í morgun við að aðstoða ferðamenn að Fjallabaki og þar um kring. Gríðarlegir vatnavextir eru á svæðinu og aðstæður leiðinlegar. Innlent 26.8.2025 16:19 Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Mikið hefur rignt að Fjallabaki síðastliðinn sólarhring og ár og vötn bólgnað í miklum vatnavöxtum í kjölfar rigningarinnar. Innlent 26.8.2025 09:41 Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Björgunarsveitir í uppsveitum Árnessýslu voru boðaðar út vegna ferðamanns sem talinn var í vændræðum í nágrenni við Hagavatn upp úr klukkan 20 í gærkvöldi. Innlent 21.8.2025 10:44 Ekki allt sem sýnist varðandi launin Slysavarnafélagið Landsbjörg segir framkvæmdastjóra félagsins fá sanngjörn laun en langt í frá að hann sé einn launahæsti starfsmaður á landinu. Innlent 19.8.2025 16:19 Sóttu mann sem féll niður bratta Björgunarsveitir voru boðaðar út á mesta forgangi á tólfta tímanum í dag vegna ferðamanns sem hafði fallið niður nokkurn bratta á leið að Merkurkeri við Þórsmerkurleið. Innlent 16.8.2025 14:47 Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Björgunarsveitin Húnar Hvammstanga hafði í nógu að snúast í dag á Holtavörðuheiðinni. Vonskuveður var þar sem olli truflunum og erfiðleikum á meðal ferðalanga. Innlent 15.8.2025 22:39 Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Björgunarsveitarfólk af Austurlandi aðstoðuðu ferðamenn sem lentu í sjálfheldu á Búlandstindi til aðstoðar í gærkvöldi. Töluverður viðbúnaður var í fyrstu þegar þörf var talin á sérhæfðu fjallabjörgunarfólki en ekki reyndist þörf á því á endanum. Innlent 11.8.2025 14:11 Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gærdagurinn var annasamur fyrir björgunarsveitir á landinu, sem sinntu samtals fimm útköllum víðs vegar um landið. Í einu þeirra hafði jeppi með þremur innanborðs fests í Jökulsá í Lóni, sem björgunarsveitarmenn toguðu upp úr ánni. Innlent 7.8.2025 15:51 Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út auk um tuttugu björgunarsveitarmanna um tvöleytið í dag eftir að tilkynnt var um veikan göngumann á Fimmvörðuhálsi. Innlent 6.8.2025 14:39 Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sérfræðingur á sviði öryggismála hjá Ferðamálastofu hefur mikla trú á að þær aðgerðir sem landeigendur Reynisfjöru ákváðu að grípa til í gær muni koma til með að bæta öryggi töluvert á svæðinu. Hann segir að kjarninn í góðum gæða -og öryggiskerfum sé að rýna hvað betur megi gera þegar slys verða. Innlent 6.8.2025 12:44 Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Björgunarfélag Hornafjarðar kom ferðamönnum til aðstoðar við Hoffelsslón suður af Vatnajökli í dag, mánudag, þar sem einn hafði lenti í sjálfheldu í brattri fjallshlíð. Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum. Innlent 4.8.2025 22:57 Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Barnung stúlka sem féll í sjóinn við Reynisfjöru í dag er fundin og hefur verið flutt á sjúkrahús í Reykjavík en lögreglan segir að ekki sé „vitað um ástand“ hennar. Um erlenda ferðamenn er að ræða. Innlent 2.8.2025 17:12 Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Þyrla Landhelgisgæslunnar, björgunarskipið Þór og björgunarsveitir voru kallaðar út skömmu fyrir þrjú eftir að einstaklingur fór í sjóinn við Reynisfjöru í Mýrdalnum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um barnunga stúlku að ræða. Innlent 2.8.2025 15:42 „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Björgunarsveitir hjálpuðu þremur ferðamönnum á Fimmvörðuhálsi í nótt. Fólkið var orðið blautt, skalf af kulda og var varla gangfært. Einnig þurfti að aðstoða ferðamenn sem festu bíl í Stóru-Laxá í nótt og hafa björgunarsveitir sinnt tveimur útköllum á Snæfellsnesi í dag. Innlent 2.8.2025 14:58 Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Björgunarsveitir í Eyjafirði og á Siglufirði voru kallaðar út fyrr í kvöld vegna fjögurra göngumanna í sjálfheldu. Innlent 30.7.2025 21:57 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 50 ›
Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Sigurður Árni Reynisson, fyrrverandi lögreglumaður, kallar eftir því að viðbragðsaðilar fái rými til að vinna úr áföllum í starfi. Hann rifjar upp að hafa komið að sjálfsvígi ungs drengs í starfi fyrir mörgum árum. Hann segir handleiðslu og sálgæslu ekki eiga að vera forréttindi fyrir þessar starfsstéttir, heldur eigi hún að vera reglulegur hluti af starfsháttum þessara starfsstétta. Innlent 18.10.2025 22:36
Smávægileg útköll vegna óveðursins Björgunarsveitir hafa sinnt smávægilegum útköllum vegna veðursins sem nú gengur yfir á suður- og vesturhluta landsins. Dagurinn hefur að öðru leyti verið rólegur hjá björgunarsveitum. Veður 8.10.2025 20:43
Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Tveir farþegar í rútu sem valt í Seljafirði á norðanverðu Snæfellsnesi á sjötta tímanum í dag voru fluttir með þyrlu á Landspítalann í Reykjavík. Átta voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Enginn er talinn alvarlega slasaður. Innlent 6.10.2025 17:44
Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Umfangsmikil flugslysaæfing verður haldin á Reykjavíkurflugvelli í dag. Helstu viðbragðsaðilar koma að æfingunni en gera má ráð fyrir að þátttakendurnir verði yfir þrjú hundruð. Innlent 4.10.2025 09:33
Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Áhöfn björgunarskipsins Hafbjargar í Neskaupstað var í gær kölluð út vegna aflvana báts sem staddur var um fimmtíu kílómetra norðaustur af Norðfirði. Fjórir voru um borð í fiskibátnum en engin yfirvofandi hætta var á ferð. Innlent 28.9.2025 09:00
Drógu vélarvana togara í land Björgunarskipið Björg á Rifi á Snæfellsnesi var kallað út í morgun vegna togara sem staddur var rétt norður af Snæfellsnesi en hafði misst vélarafl. Fór svo að togarinn var dreginn til hafnar í Grundarfirði og voru skipin komin þangað um þrjúleitið síðdegis. Innlent 19.9.2025 23:16
Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Björgunarsveitir af Suðurlandi leituðu að tveimur ferðamönnum sem villtust á göngu á milli Landmannalauga og Hrafntinnuskers í gærkvöldi. Mennirnir fundust heilir á húfi ekki fjarri skálanum í Landmannalaugum að ganga ellefu í gærkvöldi. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út. Innlent 8.9.2025 10:18
Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Skipverjum á fiskibát tókst að slökkva eld sem kviknaði í brú hans noður af Tjörnesi snemma í morgun. Björgunarsveitir voru kallaðar út á hæsta forgangi eftir að tilkynning um eldinn barst. Innlent 4.9.2025 09:31
Leit vegna neyðarsendis frestað Leit björgunarsveita og Landhelgisgæslunnar að neyðarsendi var frestað síðdegis eftir að hafa ekki borið árangur. Gæslunni barst tilkynning í hádeginu um að heyrst hefði í neyðarsendi og ræsti út þyrlu og björgunarsveitir til leitar. Innlent 1.9.2025 16:47
Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Landhelgisgæslunni barst fyrir hádegi tilkynningu frá flugvél sem var að fljúga yfir Akranes á leið á Keflavíkurflugvöll um að það hafi heyrst í neyðarsendi. Engrar flugvélar eða báts er saknað en Landhelgisgæslan hefur þó kallað út sjóbjörgunarsveitir á vegum Landsbjargar sem eru nú við leit við Akranes. Líklega er um neyðarsendi í eldri bát að ræða. Innlent 1.9.2025 14:32
Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Áhöfn björgunarskipsins Gísla Jóns frá Ísafirði hafði í nógu að snúast í gær. Fara þurfti í tvö útköll þar sem fiskiskip höfðu fengið veiðarfæri í skrúfuna. Innlent 31.8.2025 07:37
Drengurinn fannst heill á húfi Drengur sem leitað var í Ölfusborgum síðan síðdegist í gær fannst heill á húfi. Í kjölfarið var hann fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi til aðhlynningar og er nú kominn í faðm fjölskyldu sinnar. Innlent 30.8.2025 07:12
Þyrla ræst úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Um 150 björgunarsveitarmenn leita tólf ára pilts sem týndist í Ölfusborgum síðdegis í dag. Drengurinn er erlendur ferðamaður og því ekki kunnugur staðháttum. Innlent 29.8.2025 23:30
Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Björgunarsveitir á Skaftársvæðinu voru kallaðar út rétt eftir miðnætti vegna göngumanns sem var á göngu við Úlfárdalssker og hafði villst á leið sinni. Innlent 28.8.2025 07:39
Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Í morgun voru björgunarsveitirnar Dagrenning á Hvolsvelli og Flugbjörgunarsveitin á Hellu kallaðar út á mesta forgangi vegna tilkynningar um bíl með fimm manns um borð sem var fastur í Markarfljóti rétt við Gilsá á Emstruleið. Innlent 27.8.2025 17:26
„Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Björgunarsveitin Þorbjörn hefur staðið í ströngu frá því snemma í morgun við að aðstoða ferðamenn að Fjallabaki og þar um kring. Gríðarlegir vatnavextir eru á svæðinu og aðstæður leiðinlegar. Innlent 26.8.2025 16:19
Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Mikið hefur rignt að Fjallabaki síðastliðinn sólarhring og ár og vötn bólgnað í miklum vatnavöxtum í kjölfar rigningarinnar. Innlent 26.8.2025 09:41
Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Björgunarsveitir í uppsveitum Árnessýslu voru boðaðar út vegna ferðamanns sem talinn var í vændræðum í nágrenni við Hagavatn upp úr klukkan 20 í gærkvöldi. Innlent 21.8.2025 10:44
Ekki allt sem sýnist varðandi launin Slysavarnafélagið Landsbjörg segir framkvæmdastjóra félagsins fá sanngjörn laun en langt í frá að hann sé einn launahæsti starfsmaður á landinu. Innlent 19.8.2025 16:19
Sóttu mann sem féll niður bratta Björgunarsveitir voru boðaðar út á mesta forgangi á tólfta tímanum í dag vegna ferðamanns sem hafði fallið niður nokkurn bratta á leið að Merkurkeri við Þórsmerkurleið. Innlent 16.8.2025 14:47
Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Björgunarsveitin Húnar Hvammstanga hafði í nógu að snúast í dag á Holtavörðuheiðinni. Vonskuveður var þar sem olli truflunum og erfiðleikum á meðal ferðalanga. Innlent 15.8.2025 22:39
Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Björgunarsveitarfólk af Austurlandi aðstoðuðu ferðamenn sem lentu í sjálfheldu á Búlandstindi til aðstoðar í gærkvöldi. Töluverður viðbúnaður var í fyrstu þegar þörf var talin á sérhæfðu fjallabjörgunarfólki en ekki reyndist þörf á því á endanum. Innlent 11.8.2025 14:11
Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gærdagurinn var annasamur fyrir björgunarsveitir á landinu, sem sinntu samtals fimm útköllum víðs vegar um landið. Í einu þeirra hafði jeppi með þremur innanborðs fests í Jökulsá í Lóni, sem björgunarsveitarmenn toguðu upp úr ánni. Innlent 7.8.2025 15:51
Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út auk um tuttugu björgunarsveitarmanna um tvöleytið í dag eftir að tilkynnt var um veikan göngumann á Fimmvörðuhálsi. Innlent 6.8.2025 14:39
Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sérfræðingur á sviði öryggismála hjá Ferðamálastofu hefur mikla trú á að þær aðgerðir sem landeigendur Reynisfjöru ákváðu að grípa til í gær muni koma til með að bæta öryggi töluvert á svæðinu. Hann segir að kjarninn í góðum gæða -og öryggiskerfum sé að rýna hvað betur megi gera þegar slys verða. Innlent 6.8.2025 12:44
Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Björgunarfélag Hornafjarðar kom ferðamönnum til aðstoðar við Hoffelsslón suður af Vatnajökli í dag, mánudag, þar sem einn hafði lenti í sjálfheldu í brattri fjallshlíð. Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum. Innlent 4.8.2025 22:57
Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Barnung stúlka sem féll í sjóinn við Reynisfjöru í dag er fundin og hefur verið flutt á sjúkrahús í Reykjavík en lögreglan segir að ekki sé „vitað um ástand“ hennar. Um erlenda ferðamenn er að ræða. Innlent 2.8.2025 17:12
Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Þyrla Landhelgisgæslunnar, björgunarskipið Þór og björgunarsveitir voru kallaðar út skömmu fyrir þrjú eftir að einstaklingur fór í sjóinn við Reynisfjöru í Mýrdalnum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um barnunga stúlku að ræða. Innlent 2.8.2025 15:42
„Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Björgunarsveitir hjálpuðu þremur ferðamönnum á Fimmvörðuhálsi í nótt. Fólkið var orðið blautt, skalf af kulda og var varla gangfært. Einnig þurfti að aðstoða ferðamenn sem festu bíl í Stóru-Laxá í nótt og hafa björgunarsveitir sinnt tveimur útköllum á Snæfellsnesi í dag. Innlent 2.8.2025 14:58
Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Björgunarsveitir í Eyjafirði og á Siglufirði voru kallaðar út fyrr í kvöld vegna fjögurra göngumanna í sjálfheldu. Innlent 30.7.2025 21:57