Tímamót

Fréttamynd

Hætt að vera Glowie í bili

Tónlistarkonan Glowie ætlar að segja skilið við tónlistina í bili og einbeita sér að því að vera bara Sara Pétursdóttir. Hún segir mikið álag hafa fylgt því að vera í sviðsljósinu frá ungum aldri og nú ætli hún að taka sér tíma í það að vera fullorðin. 

Lífið
Fréttamynd

Sonur Dóru Bjartar og Sæ­vars nefndur Brimir Jaki

Sonur Dóru Bjartar Guðjónsdóttur borgarfulltrúa og Sævar Ólafssonar íþróttafræðings fékk nafnið Brimir Jaki í gær. Að sögn Dóru Bjartar er fyrra nafnið innblásið af bókmenntum en hið síðara verkalýðsbaráttu.

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: Fréttastofan kvaddi Eddu

Fjölmiðladrottningin Edda Guðrún Andrésdóttir á fimmtíu ára feril að baki og hefur lesið kvöldfréttir á Stöð 2 í þrjátíu ár. Í gærkvöldi las hún fréttirnar í síðasta skipti og mætti fréttastofan að fagna þessum stóru tímamótum í hennar lífi með konfetti og kampavín við hönd. 

Lífið
Fréttamynd

Sex­an hengd upp í rjáfur til heiðurs Bill Rus­sell | Hvað gerir LeBron James?

NBA deildin í körfubolta hefur ákveðið að hengja treyju númer 6 upp í rjáfur til heiðurs goðsögninni Bill Russell. Það þýðir að aldrei aftur mun neinn spila í treyju númer 6 í NBA deildinni. LeBron James, ein skærasta stjarna deildarinnar lék í treyju númer 6 á síðustu leiktíð og því spurning hvaða númer hann mun bera á bakinu er deildin hefst á nýjan leik í haust.

Körfubolti
Fréttamynd

Edda fór yfir fimm­tíu ára feril í frétta­mennsku

Edda Andrésdóttir á fimmtíu ára feril að baki í fjölmiðlum og hefur lesið kvöldfréttir á Stöð 2 í þrjátíu ár. Í kvöld las hún kvöldfréttir Stöðvar 2 í síðasta sinn og fór yfir feril sinn í Íslandi í dag hjá Sindra Sindrasyni í kjölfarið.

Innlent
Fréttamynd

Edda les sinn síðasta fréttatíma í kvöld

Edda Andrésdóttir hefur lesið kvöldfréttir á Stöð 2 í næstum þrjátíu ár en á fimmtíu ára feril að baki í fjölmiðlum. Á þeim tímapunkti hefur hún ákveðið að hætta að lesa fréttir en hún er ekki endilega hætt í fjölmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

„Bless í bili“

Tónlistarmennirnir Kristinn Óli Haraldsson og Jóhannes Damian Patreksson, einnig þekktir sem Króli og JóiPé ætla að gera upp síðustu sex árin á lokatónleikum sínum saman, í bili. Þeir verða þó ekki einir á sviðinu en Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ætlar einnig að spila með þeim.

Lífið
Fréttamynd

Tinna­bk og Gói Sportrönd eignuðust dóttur

Tinna Björk Kristinsdóttir og Ingólfur Grétarsson, betur þekkt sem Tinna­bk og Gói Sportrönd, eru orðin fimm manna fjölskylda eftir að hafa tekið á móti dóttur sinni. „Þarf alltaf að vera grín?“ gaf út þátt daginn áður en daman mætti í heiminn.

Lífið
Fréttamynd

Linda Blöndal hætt á Hringbraut

Linda Blöndal sjónvarpsmaður á Hringbraut hefur sagt upp hjá fjölmiðlafyrirtækinu Torgi sem auk Hringbrautar rekur fjölmiðlana Fréttablaðið og frettabladid.is.

Innlent
Fréttamynd

Sóley Embla er íbúi númer ellefu þúsund í Árborg

11 þúsundasti íbúi Sveitarfélagsins Árborgar var heiðraður nú síðdegis en það var lítil stúlka, sem fæddist 21. júní og hefur hún verið nefnd Sóley Embla. Foreldrar hennar eru Sindri Freyr Ágústsson úr Þorlákshöfn og Helena Guðmundsdóttir frá Selfossi en fjölskyldan býr á Selfossi.

Innlent
Fréttamynd

Sigrún Lilja og Reynir eiga von á lítilli gyðju

Sigrún Lilja Guðjóns­dótt­ir og unnusti henn­ar Reyn­ir Daði Hall­gríms­son eiga von á sínu fyrsta barni saman. Sigrún er oft kennd við hönn­un­ar­merkið Gyðja Col­lecti­on en einnig rekur hún líkamsmeðferðar­stof­una The Hou­se of Beauty.

Lífið
Fréttamynd

Guð­ríður Haralds­dóttir kveður Birtíng

Guðríður Haraldsdóttir blaðamaður og prófarkalesari lauk sínum síðasta vinnudegi hjá Birtíngi í dag, hún segist kveðja með trega og þakklæti eftir tuttugu og tvö ár hjá fyrirtækinu.

Innlent
Fréttamynd

Sprite kveður grænu flöskuna

Frá og með fyrsta ágúst verður gosdrykkurinn Sprite aðeins fáanlegur í glærum flöskum í stað þeirra grænu, þessi breyting er gerð til þess að gera flöskurnar endurvinnanlegri. 

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sonur GDRN og Árna Steins er kominn í heiminn

Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, einnig þekkt undir listamannsnafninu GDRN og sambýlismaður hennar Árni Steinn Steinþórsson hafa tekið á móti syni sínum í þennan heim. „Hann er mættur og hann er fullkominn,“ segir í tilkynningu á Instagram miðlum þeirra.

Lífið
Fréttamynd

Trúlofuðu sig á hótelherbergi í New York

„Átti vissulega að gerast á fancy rooftop-bar en ekkert er meira týpískt við en að það plan Tomma hafi ekki gengið upp. Sagan er líka betri svona!“ Segir Sunna Kristín Hilmarsdóttir í færslu sinni á Facebook þar sem hún tilkynnir trúlofunina. 

Lífið
Fréttamynd

Hættur í Vogum eftir rúm tíu ár

Ásgeir Eiríksson, fráfarandi bæjarstjóri Voga á Vatnsleysuströnd, hefur ákveðið að segja það gott eftir ellefu ár í starfinu. Sveitarfélagið auglýsir nú eftir nýjum bæjarstjóra til að leiða „áframhaldandi uppbyggingu í ört stækkandi sveitarfélagi.“

Innlent
Fréttamynd

Ó­metan­legt að fagna fjöru­tíu ára af­mælinu

Fjörutíu ár eru í dag síðan starfsemi hófst á Hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum í Reykjavík. Heimilismenn, starfsfólk og gestir fögnuðu afmælinu við hátíðlega athöfn í garði heimilisins, þar sem boðið var upp á veitingar og fjölbreytt tónlistaratriði. 

Innlent
Fréttamynd

Nótt tekur við Grænvangi

Nótt Thorberg hefur verið ráðin forstöðumaður Grænvangs. Hún hefur að undanförnu starfað sem forstöðumaður vara og viðskiptahollustu hjá Icelandair.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Linda stýrir Kvennaathvarfinu

Linda Dröfn Gunnarsdóttir hefur verið ráðin til að gegna starfi framkvæmdastýru Samtaka um kvennaathvarf. Hún tekur við starfinu af Sigþrúði Guðmundsdóttur, sem stýrt hefur athvarfinu síðastliðin sextán ár.

Innlent