
Afganistan

Minnst átta létust í jarðskjálfta í Afganistan í nótt
Minnst átta létust þegar gríðarstór jarðskjálfti reið yfir norðausturhluta Afganistan í nótt. Talið er að mun fleiri hafi farist í skjálftanum.

Á þriðja tug látnir eftir sprenginguna í Kabúl
Lögregla í Afganistan segir að 21 maður hið minnsta hafi látið lífið og á fjórða tug særst eftir spreninguna sem varð í mosku í hverfinu Khair Khana í höfuðborginni Kabúl í gærkvöldi.

Tíu látin eftir að moska var sprengd í loft upp í Kabúl
Minnst tíu eru látin og fjöldi særður eftir að sprenging varð í mosku í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í kvöld.

Faldi sprengjuna í gervifæti
Afganski sjeikinn Rahimullah Haqqani var í dag myrtur í sjálfsvígssprengjuárás í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Talið er að morðinginn hafi falið sprengjuna í gervifæti sínum og sprengt sig er hann var við hlið Haqqani.

Leiðtogi Al-Kaída drepinn í árás Bandaríkjamanna
Bandarísk stjórnvöld greindu frá því í gær að Ayman al-Zawahiri, leiðtogi Al Kaída, hefði fallið í árásum Bandaríkjamanna á aðsetur leiðtogans í Kabúl. Al-Zawahiri er sagður hafa verið einn af forsprökkum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001.

Ísland veitir Afganistan 80 milljóna króna styrk
Íslensk stjórnvöld munu veita alls 80 milljónum króna í sérstakan sjóð Sameinuðu þjóðanna fyrir Afganistan (e. Multi Partner Special Trust Fund for Afghanistan) til þess að styðja við þróunarverkefni í landinu samhliða mannúðaraðstoð.

Liðsmenn sérsveita breska hersins sakaðir um skipulögð morð á Afgönum
Liðsmenn sérsveita breska hersins (SAS) drápu ítrekað óvopnaða menn sem þeir höfðu handsamað í aðgerðum í Afganistan, ef marka má niðurstöður rannsóknarvinnu BBC. Þá virðast yfirmenn í hernum hafa þaggað málið niður .

Fjöldi barna á meðal þeirra sem fórust í jarðskjálftanum
Læknar í Afganistan segja að börn séu stór hluti þeirra fleiri en þúsund manna sem fórust í jarðskjálftanum sem reið yfir suðausturhluta landsins í gær. Enn er talið að fólk sé grafið í rústum húsa.

Talibanar óska eftir aðstoð vegna jarðskjálftans mannskæða
Talibanar, sem fara með völd í Afganistan, hafa óskað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins, vegna jarðskjálftans sem reið þar yfir í morgun.

Tala látinna í Afganistan komin í 950 og talin líkleg til að hækka
Öflugur jarðskjálfti reið yfir í Afganistan í morgun með þeim afleiðingum að minnst 950 eru látin og minnst 600 slösuð.

Að minnsta kosti 255 látnir eftir öflugan jarðskjálfta í Afganistan
Að minnsta kosti 255 eru látnir eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir í Afganistan í morgun. Skjálftinn, sem var 6,1 að stærð, átti upptök sín nærri bænum Khost, suður af höfuðborginni Kabúl.

Misst fjögur börn úr vannæringu og komin á spítala með það fimmta
Líklegt er að 1,1 milljón barna í Afganistan undir fimm ára aldri muni þjást af hættulegustu tegund vannæringar á þessu ári, að mati Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Um er að ræða tvöföldun frá árinu 2018 en fjöldinn stóð rétt undir milljón barna á seinasta ári.

Verða að klæðast búrku og eiga helst að vera heima
Talíbanar hafa skipað öllum konum í Afganistan að klæða búrku þegar þær fara út. „Við viljum að konurnar okkar búi við reisn og öryggi,“ segir Khalid Hanafi, ráðherra siðferðismála.

Hæsta framlagið frá landsnefnd UN Women á Íslandi sjötta árið í röð
UN Women á Íslandi jók tekjur sínar um 13 prósent á árinu og sömuleiðis fjárframlög til verkefna um 12 prósent.

Ísland veitir 400 milljónum í neyðaraðstoð í Afganistan
Utanríkisráðherra tilkynnti um samtals 400 milljóna króna framlag Íslands til neyðaraðstoðar í Afganistan á fjáröflunarfundi Sameinuðu þjóðanna í gær.

Nánast öll afganska þjóðin býr við sult
UN Women heldur áfram að starfa í Afganistan, þrátt fyrir valdatöku talíbana. Mikilvægur þáttur alls starfs UN Women í Afganistan er að styðja við starf kvenrekinna grasrótarsamtaka, veita kvenmiðaða neyðaraðstoð þar sem það er hægt og tryggja að raddir afganskra kvenna hljóti hljómgrunn.

Afgönskum konum bannað að fljúga án fylgdar karlmanna
Stjórn Talibana hefur tilkynnt flugfélögum í Afganistan að konur megi ekki fara um borð í flugvélar nema í fylgd með karlkyns ættingja. Bannið á bæði við um innanlands- og millilandaflug.

Bráðavannæring og barnaþrælkun eykst í Afganistan
Allt að fimmtungur fjölskyldna í Afganistan hefur neyðst til þess að senda börn sín til vinnu vegna tekjuhruns síðastliðið hálft ár, frá valdatöku Talibana í landinu. Að mati alþjóðasamtakanna Save the Children – Barnaheill er um ein milljón barna í nauðungarvinnu, barnaþrælkun, og önnur milljón barna býr samkvæmt upplýsingum frá UNICEF við bráðavannæringu.

Reynt að forða algjöru hruni í grunnþjónustu
Afganistan er í heljargreipum og um helmingur barna býr við bráða vannæringu. Framkvæmdastjóri UNICEF segir áherslu lagða á að koma í veg fyrir algjört hrun í grunnþjónustu en samtökin hafa meðal annars nýtt söfnunarfé í að greiða laun hjúkrunarfólks til þess að halda heilsugæslustöðvum gangandi.

UN Women kemur upp griðastöðum fyrir konur í Afganistan
Meira en helmingur afgönsku þjóðarinnar er í brýnni þörf fyrir neyðaraðstoð, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum. UN Women í Afganistan vinnur að því að koma á fót griðarstöðum fyrir konur og börn þeirra og afla gagna um stöðu afganskra kvenna og þarfir þeirra svo hægt sé að veita fjármunum þangað sem þeirra er helst þörf.

Enn bætist á vandræði Borisar
Vandræði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, virðast engan enda ætla að taka. Ný-opinberaðir tölvupóstar sína að hann heimilaði brottflutning gæludýra frá Afganistan í fyrra persónulega, sem forsætisráðherrann hafði áður sagt að væri „þvættingur“.

Styrkur til mannúðaraðstoðar í Afganistan
Hjálparstarf kirkjunnar hlaut á dögunum tuttugu milljóna króna styrk frá utanríkisráðuneytinu til að veita mannúðaraðstoð í Afganistan í samstarfi við Christian Aid.

Talibanar: Kerfisbundin mismunun og ofbeldi í garð kvenna
Leiðtogar Talibana í Afganistan beita sér fyrir kerfisbundinni og umfangsmikilli mismunun og ofbeldi í garð kvenna, að því er hópur mannréttindasérfræðinga Sameinuðu þjóðanna segir í yfirlýsingu.

Stjórnvöld taka á móti 35 til 70 manns til viðbótar frá Afganistan
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka á móti 35 til 70 manns frá Afganistan til viðbótar við þann hóp sem tekið var á móti í haust. Ákvörðunin var tekin í ljósi þeirrar ólgu og upplausnar sem ríkir í landinu í kjölfar valdatöku talibana.

Ákall Sameinuðu þjóðanna um 655 milljarða króna til afgönsku þjóðarinnar
Afganska þjóðin hefur búið við stríðsátök í fjóra áratugi.

Sjötíu milljónir frá Rauða krossinum til Afganistan og Sómalíu
Stuðningurinn skiptir sköpum fyrir þá sem verst standa.

Tvö hundruð milljónir króna í alþjóðlega mannúðaraðstoð
Afganistan, Jemen og Eþíópía eru meðal þeirra landa þar sem þörfin fyrir mannúðaraðstoð er mikil.

Talíbanar banna langferðir kvenna
Talíbanar hafa bannað afgönskum konum, sem ætla að ferðast langar vegalengdir, að ferðast einar. Rútu- og lestarstjórar mega því ekki hleypa konum inn nema þær séu í fylgd karlkyns ættingja sinna.

Útrýmum stríði
Þorláksmessan er fyrir mig ekki bara merkilegur dagur vegna minningar um Þorlák hin helga, heldur líka vegna friðargöngunnar sem samstarfshópur friðarhreyfingar hefur skipulagt síðan 1980. Ég saknaði friðargöngunnar í fyrra og mun sakna hennar í ár, þar sem hefur verið aflýst vegna Covid faraldursins.

66°Norður og UN Women fá styrk til atvinnusköpunar fyrir flóttakonur
Verkefnið snýr að því að vinna að atvinnusköpun fyrir konur á flótta frá Sýrlandi, Afganistan og Írak.