Kópavogur

Fréttamynd

Tjá sig ekkert um gang Hamra­borgar­rann­sóknarinnar

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu vill ekkert tjá sig um gang rannsóknarinnar á þjófnaðarmáli þar sem milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna var stolið úr verðmætaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í mars síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Er keisarinn ekki í neinum fötum?

Fjárhagsleg afkoma allra félaga og fyrirtækja skiptir miklu máli. Til að rekstrareining sé sjálfbær til lengri tíma þarf að skila fjárhagslegum ávinningi. Um það er ekki deilt.

Skoðun
Fréttamynd

Ók á tvö hundruð með lögguna á hælunum

Ökumaður gistir nú fangageymslur lögreglu eftir að hann var handtekinn í kjölfar eftirför lögreglu, meðal annars um íbúðahverfi. Hann ók á allt að tvö hundruð kílómetra hraða og lögregla þurfti að bregða á það ráð að aka utan í bifreið hans.

Innlent
Fréttamynd

„Það er enginn sem verndar son okkar“

Foreldrar níu ára drengs í Kópavogi segjast ráðalausir gagnvart stöðugu líkamlegu og andlegu einelti sem sonur þeirra hafi orðið fyrir í skólanum undanfarið eitt og hálft ár. Þau lýsa alvarlegum barsmíðum af hálfu samnemenda sonarins en segja að skólayfirvöld aðhafist ekkert þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir. Þau bíða svara frá Barnavernd Kópavogs.

Innlent
Fréttamynd

„Ó­skiljan­legt að menn skuli leggjast svona lágt“

Ófögur sjón blasti við mönnum þegar þeir mættu til vinnu á vinnusvæði við línuveg, ekki langt frá Suðurlandsvegi nærri Bláfjallaafleggjara, í morgun þar sem sem búið var að vinna miklar skemmdir á bæði vinnuvél og vörubíl.

Innlent
Fréttamynd

Þjófnaðurinn á­fall fyrir reynslumikla öryggis­verði

Sjö mínútur liðu frá því þjófarnir í Hamraborg brunuðu í burtu með sjö peningatöskur og þar til upp komst um þjófnaðinn. Þjófavarnakerfi í bíl Öryggismiðstöðvarinnar fór ekki í gang og engin melding barst fyrirtækinu um þjófnaðinn. Það var ekki fyrr en öryggisverðirnir komu að bílnum að upp komst um glæpinn. Þeir eru reynslumiklir og í áfalli að sögn framkvæmdastjóra.

Innlent
Fréttamynd

Mynd­band sýnir þjófana í Hamra­borg hafa lítið fyrir hlutunum

Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Margar mínútur liðu áður en upp komst um glæpinn.

Innlent
Fréttamynd

Mynd­band af þjófunum í Hamra­borg í fréttum Stöðvar 2

24 dagar eru liðnir síðan tveir grímuklæddir menn virtust hafa afskaplega lítið fyrir því að framkvæma líklega mesta þjófnað á reiðufé í sögu landsins. Myndbandsupptaka sem fréttastofa hefur undir höndum af þjófnaðinum verður sýnd í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Sjá peningana úr Hamra­borg ekki í um­ferð

Enn hefur enginn verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á þjófnaði á tugum milljóna króna í reiðufé í Hamraborg í Kópavogi í mars síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Þjófarnir leika lausum hala

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala.

Innlent
Fréttamynd

Bíll og bíl­skúr loguðu á sama tíma

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna bíls annars vegar og bílskúrs hins vegar sem loguðu á sama tíma hvor í sínum hluta borgarinnar í kvöld. Engan sakaði á hvorugum staðnum.

Innlent