Reykjavík

Fréttamynd

Á­reitti fólk við verslunar­kjarna og stal bíl

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í gær tilkynningu um mann sem var að áreita fólk við verslunarkjarna. Stuttu síðar stal sami maður bíl sem hafði verið skilinn eftir í gangi fyrir utan veitingastað. Lögreglunni tókst að finna bílinn og stöðvuðu för mannsins. Var hann handtekinn og vistaður í fangaklefa, grunaður um nytjastuldur, akstur undir áhrifum, eignaspjöll og akstur án réttinda. 

Innlent
Fréttamynd

Skúr í ljósum logum í Gufu­nesi

Skúr stóð í ljósum logum í Gufunesi í Reykjavík á tólfta tímanum í kvöld. Tveir dælubílar fóru á vettvang en slökkviliðið segir útkallið hafa verið umfangsminna en talið var í upphafi.

Innlent
Fréttamynd

Rán í Breið­holti

Lögreglu barst í dag tilkynning um að þrír einstaklingar hafi verið rændir í Breiðholti. Málið er í rannsókn, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Stakk af eftir að hafa ekið á hjól­reiða­mann

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um að ekið hafi verið á hjólreiðamann. Ökumaðurinn stakk af vettvangi en hjólreiðamaðurinn viðbeinsbrotnaði. Er málið nú til rannsóknar hjá lögreglu. 

Innlent
Fréttamynd

Dönsuðu í sex klukkutíma til að safna fyrir vatnsdælum

Nemendur á miðstigi í Fossvogsskóla dönsuðu í sex klukkustundir til að safna fyrir vatnsdælum hjá Unicef. Börnin ætluðu upphaflega að safna fyrir þremur dælum en þau hafa nú safnað þrefalt hærri upphæð en þau ætluðu sér og það bætist enn í.

Innlent
Fréttamynd

Féllust í faðma þegar ráðherra fól þeim lykilinn að Eddu

Hús íslenskunnar var vígt síðdegis við hátíðlega athöfn. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og viðskiptaráðherra, greindi gestum frá því að nýja húsið hefði hlotið nafnið Edda. Nafnið var valið úr hópi 1580 tillagna í sérstakri nafnasamkeppni. Sex ára stúlka sem ber sama nafn og nýja húsið er hæstánægð með valið.

Innlent
Fréttamynd

Hús íslenskunnar heitir Edda

Hús íslenskunnar, nýtt húsnæði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Háskóla Íslands, hefur fengið nafnið Edda. Nafnið var afhjúpað við hátíðlega athöfn í dag. Alls bárust rúmlega þrjú þúsund tillögur í nafnasamkeppni um húsið sem hefur verið í byggingu frá 2019.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Hús íslenskunnar vígt og nafnið afhjúpað

Vígsla á Húsi íslenskunnar fer fram í dag. Sýnt verður frá vígslunni í beinni útsendingu. Á meðal þess sem fram fer á vígslunni er að nafn hússins verður afhjúpað. Alls bárust rúmlega þrjú þúsund tillögur í samkeppni um nafn á húsinu.

Innlent
Fréttamynd

Er gott að búa í Túnunum?

Vinkona mín skutlaði mér heim um daginn og kvaddi mig með þessum orðum: „Já, býrðu hér? Ég hef alltaf átt erfitt með að ímynda mér þetta hverfi sem íbúðarhverfi, hvað þá fjölskylduhverfi.“

Skoðun
Fréttamynd

Var nær dauða en lífi en á­rásar­mennirnir ganga lausir

Frelsissvipting og pyntingar tveggja manna á þeim þriðja sem ollu óhug í íslensku samfélagi voru ekki vegna skuldar, heldur var um rán að ræða. Mennirnir tveir, sem hafa verið lausir úr gæsluvarðhaldi síðan 3. apríl, þekktu þolandann. Faðir brotaþola segir galið að mennirnir gangi lausir.

Innlent
Fréttamynd

Einar verði ekki borgar­stjóri heldur skipta­stjóri

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bendir á það í umræðum um fjármál borgarinnar í dag að borgarstarfsmönnum hafi fjölgað um 25 prósent á síðustu fimm árum. Samhliða hafi íbúum borgarinnar aðeins fjölgað um 10 prósent. Það segir hún birtingarmynd af bæði ofvöxnu kerfi og slæmum rekstri. Borgarstjóri segir fjölgunina nauðsynlega vegna uppbyggingar og vegna þjónustu við fatlað fólk. 

Innlent
Fréttamynd

Einka­væðing Ljós­leiðarans

Í þessari grein ætla ég að renna yfir þá atburðarrás sem olli því að nú stefnir meirihluti borgarstjórnar á það að einkavæða stóran hlut í Ljósleiðaranum. Hvernig enduðum við hér? Hvers vegna er Ljósleiðarinn rekinn eins og hagnaðardrifið fyrirtæki?

Skoðun
Fréttamynd

Leggja gervi­gras í Hljóm­skála­garðinum

Framkvæmdir við að byggja upp viðburðarsvæðið í Hljómskálagarðinum hefjast á næstu dögum. Meðal þess sem verður gert er að leggja gervigras á völlinn. Búist er við því að framkvæmdum verði lokið fyrir menningarnótt. 

Innlent