
Hælisleitendur

64 teljast týndir á síðustu tveimur árum
Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur 64 á skrá hjá sér sem ekki hafa fundist þegar til stóð að vísa þeim úr landi á síðustu tveimur árum.

Toshiki Toma hættur við að hætta að vera Vinstri grænn
Toshkiki Toma, prestur innflytjenda, segist ætla að vera áfram í Vinstri hreyfingunni grænu framboði eftir hálftímalangt samtal við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í gær.

Prestur innflytjenda ekki lengur Vinstri grænn
Toshiki Toma, prestur innflytjenda, er genginn úr Vinstri hreyfingunni grænu framboði. Presturinn greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi.

„Fráleit hugmynd sem kemur ekki til greina“
Hugmyndin um afmarkað svæði fyrir flóttmenn sem bíða brottvísunar er fráleit og kemur ekki til greina að sögn þingmanns Vinstri grænna. Dómsmálaráðherra vísaði í gær til slíkrar framkvæmdar erlendis.

Reiði vegna ummæla um brottvísunarsvæði: „Hér er verið að ruglast all skelfilega“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, viðraði í óundirbúnum fyrirspurnartíma í morgun hugmyndir um að vista fólk á afmörkuðu svæði eftir að ákveðið hefur verið að vísa því úr landi.

Ræðir möguleikann á afmörkuðu svæði fyrir fólk sem á að vísa á úr landi
Endurskoðun á verklagi stoðdeildar ríkislögreglustjóra við brottvísanir er nú til skoðunar að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra.

„Við erum alls ekki öll á sama báti“
Málefni innflytjenda og þeirra sem minna mega sín voru í forgrunni í ræðu Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns utan flokka, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld.

Plássið í plássinu
Hvernig má það vera að á meðan við horfum upp á lítil þorp leggjast í eyði vegna fámennis og fólksflótta standi ráðherrar okkar í pontu erlendis og haldi því fram að við séum ekki í aðstöðu til að taka við fleira fólki? Sérstaklega ekki fólki á hrakhólum vegna grimmdar og harðneskju í eigin heimalandi.

Ofsafengin vandlæting færir þeim vopn í hendur sem spjót beinast að
Ásmundur Friðriksson segist hafa fengið yfir sig holskeflu svívirðinga vegna nýlegar Facebook-færslu en ekki síður stuðningsyfirlýsingar.

Hælisleitendamál í ólestri
Í gær ritaði Birgir Þórarinsson athyglisverða grein í Morgunblaðið þar sem hann bendir á að meðan nágrannaþjóðir okkar hafa verið að undirbúa varnir við flóðbylgju hælisleitenda hefur íslenska ríkisstjórnin látið reka á reiðanum vegna doða og sundurlyndis.

Kallar eftir stefnu sem byggir á mannúð en ekki „ískaldri skilvirkni“
„En umfram allt þá þarf Ísland að axla siðferðislega skyldu sína og alþjóðlegar skuldbindingar sínar í málefnum flóttafólks og við þurfum að móta hér alvöru stefnu í málefnum flóttafólks sem byggir á mannúð en ekki ískaldri skilvirkni.“

Stjórnmálamenn með yfirlýsingar um afskiptaleysi hafi síst hjálpað
Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður egypsku fjölskyldunnar sem nú er komin með dvalarleyfi segir að mat á hagsmunum barnanna hafi verið í mýflugumynd. Það sé hans von að málið verði til þess að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu. Egypsku krakkarnir hlakka til að komast í skólann eftir að hafa verið í felum á Íslandi.

Katrín og Svandís glaðar fyrir hönd egypsku fjölskyldunnar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segjast báðar hafa glaðst fyrir hönd Khedr-fjölskyldunnar eftir að henni var veitt hæli af mannúðarástæðum hér á landi í gær.

Tíðindin komu Bjarna á óvart en Áslaug tjáir sig ekki um einstök mál
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vildi ekki tjá sig um mál Khedr-fjölskyldunnar að loknum löngum ríkisstjórnarfundi í hádeginu. Fjölskyldunni var veitt hæli af mannúðarástæðum í gær eftir að hafa verið í felum í rúma viku hér á landi.

Eftirlifandi sprengjuárásarinnar í Brussel fær ekki alþjóðlega vernd
Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum manns sem kært hafði niðurstöðu stjórnvalda um þriðju umsókn hans um alþjóðlega vernd hér á landi.

Telja ekki hættu á ofsóknum en málsmeðferðartíminn varð of langur
Ákvörðun kærunefndar útlendingamála um að veita Khedr-fjölskyldunni egypsku dvalarleyfi hér á landi er byggð á því að of langur tími hafi liðið frá því að sótt var um alþjóðlega vernd þar til endanleg niðurstaða lá fyrir í málinu.

Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi
Egypska Khedr fjölskyldan fékk rétt í þessu dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.

Áslaug Arna má sæta hótunum
Búið að líma miða í anddyri fjölbýlishúss þar sem dómsmálaráherra býr.

Sýndu samstöðu með Khedr-fjölskyldunni fyrir utan dómsmálaráðuneytið
Hópur mótmælenda safnaðist saman á samstöðufundi fyrir utan dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu í Reykjavík um hádegi í dag.

Múslímska bræðralagið og fóbían
Sverrir Agnarsson fjallar um og svarar ýmsum ranghugmyndum sem hann hefur hnotið um varðandi Egyptaland og Múslímska bræðralagið.

Hafi aldrei tjáð ótta við kynfæralimlestingar í Egyptalandi
Útlendingastofnun segir að á engu stigi máls egypskrar fjölskyldu, sem vísa átti úr landi í síðustu viku, hafi því verið borið við að fjölskyldumeðlimir óttuðust limlestingar á kynfærum, yrði þeim gert að snúa aftur til heimalands síns.

Tugir ábendinga um dvalarstað fjölskyldunnar: Flestar standast ekki skoðun
Lögreglu hefur borist tugir ábendinga um dvalarstað egypsku fjölskyldunnar sem stendur til að vísa úr landi og hefur nokkrum verið fylgt eftir. Talið er öruggt að einhver sé að aðstoða fólkið.

Samfélagsmiðlar loga: „Þau eru hjá mér“
Stuðningsyfirlýsingum rignir yfir egypsku Khedr-fjölskylduna.

Lýsa formlega eftir Khedr-fjölskyldunni
Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér tilkynningu þar sem formlega er lýst eftir Khedr-fjölskyldunni.

Krafa um flýtimeðferð á borði Símonar dómstjóra
Lögmaður egypsku Khedr-fjölskyldunnar lagði í dag fram stefnu og beiðni um flýtimeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hönd egypsku fjölskyldunnar. Þetta staðfestir lögmaðurinn Magnús Davíð Norðdahl í samtali við Vísi.

Til: Ríkisstjórnarinnar allrar en þó einkum Katrínar og Áslaugar Örnu
Egypsku systkinin Abdalla, Rewida, Hamza og Mustafa eru nú ásamt foreldrum sínum, þeim Dooa og Ibrahim ekki einungis á flótta undan egypskum stjórnvöldum heldur íslenskum líka.

Fylgja eftir ábendingum um dvalarstað fjölskyldunnar
Staðan á máli egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi í síðustu viku er enn óbreytt á borði stoðdeildar ríkislögreglustjóra.

Forsætisráðherra sagður flytja falsfréttir til að fegra frammistöðu VG í málefnum flóttafólks
Fullyrt að Katrín Jakobsdóttir stundi blekkingar til að friðþægja stuðningsmenn Vinstri grænna. Sótt er að henni úr öllum áttum.

Blekkingarleikur forsætisráðherra
Fyrir helgi birti forsætisráðherra færslu á Facebook þar sem hún fjallaði um þróunina á fjölda samþykktra umsókna um alþjóðlega vernd undanfarin ár. Færslunni fylgdi línurit sem sýndi mikla hækkun á hlutfalli samþykktra umsókna milli ára.

Líkir barnamálaráðherra við íþróttamann sem fallið hefur á lyfjaprófi
Þingmaður Viðreisnar gagnrýndi félags- og barnamálaráðherra harðlega fyrir að hafa ekki kynnt sér mál egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi á miðvikudag en er nú í felum. Að hennar mati hafi hann staðið sig í þessu máli eins og íþróttamaður sem hefði fallið á lyfjaprófi.