Þjóðhátíð í Eyjum

Fréttamynd

Vinsældirnar komu Inga á óvart

Ingi Bauer er einn heitasti "pródúserinn“ í dag og spilar á Stóra sviðinu á Þjóðhátíð í Eyjum í ár. Á morgun gefur hann út lagið Áttavilltur með þeim Chase Anthony og Ezekiel Carl.

Lífið
Fréttamynd

Ólýsanleg töfrastund í Eyjum

Páll Óskar og Stjórnin munu spila á Þjóðhátíð í ár. Sigga Beinteins spilaði síðast fyrir tuttugu árum og er spennt að snúa aftur. Palli hefur spilað óslitið á hátíðinni síðustu tíu árin.

Lífið
Fréttamynd

Jón Jónsson og Sverrir Bergmann á Þjóðhátíð

Síðar í dag verður tilkynnt að þeir Jón Jónsson og Sverrir Bergmann spili á Þjóðhátíð í Eyjum í ár. Þeir hafa báðir farið oftar en tíu sinnum og eiga stórskemmtilegar sögur af fyrri hátíðum. Þeir segja stemninguna ólýsanlega góða.

Tónlist
Fréttamynd

Mögnuð saga Þjóðhátíðar skrásett í nýrri heimildarmynd

Þær eru fáar hátíðirnar sem beðið er eftir með meiri eftirvæntingu en Þjóðhátíð í Eyjum. Í ár eru 145 ár liðin frá allra fyrstu hátíðinni í Herjólfsdal. Þrátt fyrir að Þjóðhátíð í Eyjum hafi þróast í gegnum tíðina eru mörg atriði hennar byggð á áratuga gömlum hefðum. Nú í júlí, fyrir þjóðhátíð í ár, verður frumsýnd heimildarmyndin Fólkið í Dalnum en Eyjapeyjarnir Sighvatur Jónsson og Skapti Örn Ólafsson standa að myndinni.

Lífið
Fréttamynd

Af unglingalandsmóti á stóra sviðið í Eyjum

Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, söngkona bandsins GDNR, er ein þeirra sem tilkynnt var í dag að kæmu fram á Þjóðhátíð í Eyjum nú í ár og segist hún spennt að koma fram á stóra sviðinu.

Lífið
Fréttamynd

Hafa opnað íþróttahúsið í Eyjum vegna veðurs

Slæmt veður gæti sett strik í reikninginn á Þjóðhátíð í kvöld en gul viðvörun er í gildi sunnan til á landinu. Bætt hefur nokkuð í vindinn í Herjólfsdal í dag og hefur íþróttahúsið í Eyjum verið opnað þar sem hátíðargestir geta leitað skjóls ef þarf.

Innlent
Fréttamynd

Færri fíkniefnabrot á Þjóðhátíð

Enginn hefur leitað á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis um helgina til þessa og færri fíkniefnamál hafa komið upp á Þjóðhátíð í Eyjum í ár en í fyrra. Umferðin um verslunarmannahelgina hefur almennt gengið vel.

Innlent
Fréttamynd

Svona var stemningin á Húkkaraballinu

Húkkaraballið var haldið í Vestmannaeyjum í gærkvöldi, en ballið er haldið ár hvert á fimmtudeginum fyrir Þjóðhátíð og hleypir fjörinu rækilega af stað.

Lífið