Sextíu til sjötíu prósent af tekjum ÍBV eru í algjöru uppnámi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. apríl 2020 19:45 Mikil óvissa er um hvort hægt verði að halda stórar fjöldasamkomur í sumar. Fiskidagurinn mikli á Dalvík fer ekki fram í ár en margir aðrir hyggjast reyna að halda sínar hátíðir í breyttri mynd. Í minnisblaði sem sóttvarnalæknir sendi heilbrigðisráðherra vegna afléttingar á samkomubanni er lagt til að fjöldasamkomur í sumar verði takmarkaðar við tvö þúsund manns út sumarið. Eftir á að útfæra tillöguna en ljóst er að þetta hefur mikil áhrif á stórar hátíðir sem halda á í sumar. Aðstandendur Fiskidagsins mikla á Dalvík hafa til að mynda ákveðið að fresta hátíðinni um eitt ár. „Fiskidagurinn mikli er stór hátíð með mikla þéttni. Mikið af eldra fólki kemur. Við erum að afhenda mat og í venjulegu árferði þá erum við með mikið af erlendum gestum. Við bara tökum þátt í þessu verkefni sem öll þjóðin er í og hérna við komum sterk inn að ári,“ segir Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík. Þúsundir leggja jafnan leið sína í miðborg Reykjavíkur þegar hátíðarhöld eru vegna 17. júní og þegar Menningarnótt er haldin hátíðleg. Hjá Reykjavíkurborg á að reyna að skipleggja þessar hátíðir en þó með breyttu sniði. „Það eru fullt af hugmyndum í gangi og við erum að vinna úr þeim og ég held að það verði bara gaman að kynna það þegar nær dregur hvernig við hugsum þetta,“ segir Arna Schram sviðstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar. Hún segir til greina koma að dreifa uppákomum um hverfi borgarinnar til að öllum sé ekki stefnt á sama tíma í miðbæinn. Þá kemur líka til greina að dreifa hátíðarhöldunum yfir lengra tímabil. Þá ætla aðstandendur Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum að reyna að finna leið til að halda hana enn er þó óvíst hvernig það verður gert. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV, segir hátíðina og fótboltamót sem haldin eru fyrir börn skipta öllu máli þegar kemur að tekjuöflun fyrir félagið. „Sextíu til sjötíu prósent af tekjum ÍBV eru bara í algjöru uppnámi og við höfum bara velt upp öllu og erum með bara með allt uppi á borðunum. Það er kannski eina sem ég get í raun og veru sagt í dag er að hátíðin verður haldin í Herjólfsdal,“ segir Hörður Orri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Menningarnótt Fiskidagurinn mikli Reykjavík Vestmannaeyjar Dalvíkurbyggð Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Mikil óvissa er um hvort hægt verði að halda stórar fjöldasamkomur í sumar. Fiskidagurinn mikli á Dalvík fer ekki fram í ár en margir aðrir hyggjast reyna að halda sínar hátíðir í breyttri mynd. Í minnisblaði sem sóttvarnalæknir sendi heilbrigðisráðherra vegna afléttingar á samkomubanni er lagt til að fjöldasamkomur í sumar verði takmarkaðar við tvö þúsund manns út sumarið. Eftir á að útfæra tillöguna en ljóst er að þetta hefur mikil áhrif á stórar hátíðir sem halda á í sumar. Aðstandendur Fiskidagsins mikla á Dalvík hafa til að mynda ákveðið að fresta hátíðinni um eitt ár. „Fiskidagurinn mikli er stór hátíð með mikla þéttni. Mikið af eldra fólki kemur. Við erum að afhenda mat og í venjulegu árferði þá erum við með mikið af erlendum gestum. Við bara tökum þátt í þessu verkefni sem öll þjóðin er í og hérna við komum sterk inn að ári,“ segir Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík. Þúsundir leggja jafnan leið sína í miðborg Reykjavíkur þegar hátíðarhöld eru vegna 17. júní og þegar Menningarnótt er haldin hátíðleg. Hjá Reykjavíkurborg á að reyna að skipleggja þessar hátíðir en þó með breyttu sniði. „Það eru fullt af hugmyndum í gangi og við erum að vinna úr þeim og ég held að það verði bara gaman að kynna það þegar nær dregur hvernig við hugsum þetta,“ segir Arna Schram sviðstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar. Hún segir til greina koma að dreifa uppákomum um hverfi borgarinnar til að öllum sé ekki stefnt á sama tíma í miðbæinn. Þá kemur líka til greina að dreifa hátíðarhöldunum yfir lengra tímabil. Þá ætla aðstandendur Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum að reyna að finna leið til að halda hana enn er þó óvíst hvernig það verður gert. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV, segir hátíðina og fótboltamót sem haldin eru fyrir börn skipta öllu máli þegar kemur að tekjuöflun fyrir félagið. „Sextíu til sjötíu prósent af tekjum ÍBV eru bara í algjöru uppnámi og við höfum bara velt upp öllu og erum með bara með allt uppi á borðunum. Það er kannski eina sem ég get í raun og veru sagt í dag er að hátíðin verður haldin í Herjólfsdal,“ segir Hörður Orri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Menningarnótt Fiskidagurinn mikli Reykjavík Vestmannaeyjar Dalvíkurbyggð Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira