
Verkföll 2019

Aðilar vinnumarkaðar bíða eftir pakka stjórnvalda
Nítján félög innan Starfsgreinasambandsins og aðildafélög Landssambands verslunarmanna komust að samkomulagi um nýja kjarasamninga til þriggja ára við Samtök atvinnulífsins í gærkvöldi.

Verkfalli bílstjóra aflýst en akstur þó stöðvaður seinnipartinn
Búið er að aflýsa Verkfallsaðgerðum hjá almenningsvögnum Kynnisferða, sem keyra strætó, en ákvörðunin var tekin í samráði við starfsmenn og forsvarsmenn fyrirtækisins, ásamt forystu Eflingar.

Vonar að samningar klárist í dag
Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambands Íslands segist vona að gengið verði frá samningum í dag.

Samkomulagið „ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslína“
Þá hafi félagsmenn Eflingar síðasta orðið um það hvort kjarasamningur verði samþykktur.

Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air
Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld.

Komust að samkomulagi upp úr miðnætti
Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022.

Verkföllum aflýst
SA og VR hafa náð samkomulagi um að aflýsa verkföllum.

Strætóbílstjórar segjast ekki geta lifað á launum sínum
Strætóbílstjórar Kynnisferða segjast ekki geta lifað á launum sínum. Þeir lögðu niður störf í fjórar klukkustundir í dag.

Enn fundað stíft í Karphúsinu
Fundurinn hófst klukkan 9:30 í morgun og er bókaður til klukkan 17.

Reyna að landa samningum í dag
Fundur verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins hófst klukkan 9:30 í húsakynnum sáttasemjara í morgun.

Segir flesta meðvitaða um verkfallsaðgerðirnar
Fjölmargar ferðir Strætó féllu niður í morgun vegna verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar.

Limmósínur fyrir strætó
Eðalvagnar Haraldar munu í dag aka á leið 14 sem fer frá Granda að Versló með viðkomu í Langholtshverfi og Bústaðahverfi. Einnig á leið 16 sem fer frá Hlemmi að Hádegismóum. Ferðirnar eru ókeypis.

Samningafundi slitið og verkfall hefst á morgun
Samningafundi verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara lauk nú á ellefta tímanum.

Verkfallið hefur áhrif á tíu strætóleiðir strax í fyrramálið
Boðað verkfall bílstjóra Kynnisferða, sem eru félagsmenn í Eflingu, mun hafa mikil áhrif á leiðir Strætó sem umræddir bílstjórar aka.

Funda enn í Karphúsinu og gefa ekkert upp um stöðuna
Fundur hefur staðið yfir síðan klukkan tíu í morgun.

Samningsaðilar ræða launaliðinn mjög stíft
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að steytt hafi á umræðunni um launaliðinn í kjaraviðræðum sex stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins en deiluaðilar hafa fundað stíft í dag.

Landið mun betur undirbúið fyrir skell í efnahagslífinu en áður
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir það vera í höndum aðila vinnumarkaðarins hvernig efnahagslífið hérlendis mun þróast næstu mánuði og jafnvel ár. Hann segir landið vera of dýrt og því þurfi að fara varlega í launahækkanir.

Samningaviðræður gangi vel en samninga ekki að vænta í dag
Skýrst gæti á næstu dögum hvort gangi saman á milli SA og sex verkalýðsfélaga. Verkföll hafa að óbreyttu áhrif á strætósamgöngur frá og með morgundeginum.

„Þetta er viðkvæm staða, gríðarlega viðkvæm“
Fundi stéttarfélaganna Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), Verkalýðsfélags Grindavíkur (VLFG), Framsýnar, Landssambands íslenskra verslunaramanna (LÍV) og Samtaka atvinnulífsins (SA) lauk um sexleytið í dag.

Verkföll munu hafa töluverð áhrif á tíu strætóleiðir
Fari svo að ekkert komi út úr viðræðum Samtaka atvinnulífsins og Eflingar munu hefjast verkföll hjá Almenningsvögnum Kynnisferða á tímabilinu 1. til 30. apríl.

Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman
Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjuddag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus.

Tíðindalítill fundur í dag en líta til helgarinnar
Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir lítið hafa gerst í dag á fyrsta fundi í kjaradeilu sambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir viðræðuslit.

Frekari uppsagnir í ferðaþjónustu ekki ólíklegar
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar hvetur verkalýðsfélög til að endurskoða verkfallsaðgerðir í ljósi alvarlegrar stöðu eftir fall Wow air.

Þétt dagskrá í húsakynnum ríkissáttasemjara
Fyrsti fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir að SGS sleit viðræðum við SA hófst klukkan 09:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara í morgun.

Funda stíft næstu daga
Samtök atvinnulífsins og stéttarfélögin sex sem eru í samfloti funduðu í gær hjá ríkissáttasemjara, sem hefur boðað deiluaðila á vinnufundi í dag og á laugardag og sunnudag.

Reyna að ná samkomulagi hjá ríkissáttasemjara
Fulltrúar sex verkalýðsfélaga og þar á meðal eflingar og VR reyna þessa stundina að ná samkomulagi við Samtök atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara. Fundurinn hófst klukkan 13.00 í dag.

Samningsvilji en langt í land
Verkföllum sem standa áttu í dag og á morgun er aflýst. Leiðtogar eru í senn bjartsýnir á árangur og hófstilltir. Aðkoma stjórnvalda hefur verið dýrmæt segir formaður VR.

„Verkfallsvopnið, það bítur“
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að verkfall sem félagsmenn Eflingar og VR fóru í í síðustu viku og boðuð verkföll sem áttu að hefjast á miðnætti hafi gert það að verkum að nú sé kominn umræðugrundvöllur við Samtök atvinnulífsins sem lokið geti með gerð kjarasamnings.

Verkföllum aflýst
Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst.

Framkvæmdastjóri SA vonast eftir löngum fundi hjá sáttasemjara
Fundur í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga, þar á meðal Eflingar og VR, og Samtaka atvinnulífsins hófst núna klukkan 14 í húsakynnum ríkissáttasemjara.