
Danski boltinn

Mikael spilaði í sigri á FCK
Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði Midtjylland þegar liðið heimsótti FCK í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Misjafnt gengi Íslendinganna í Danmörku og Noregi
Fjölmargir íslenskir knattspyrnumenn voru í eldlínunni í dönsku og norsku úrvalsdeildunum í dag.

Eggert Gunnþór, Glódís og Hörður héldu hreinu
Íslendingar voru í eldlínunni í Danmörku, Svíþjóð og Rússlandi í dag. Glódís Perla Viggósdóttir og Eggert Gunnþór Jónsson voru í sigurliði en Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon gerðu jafntefli.

Kjartan Henry lagði upp mark í sigri
Kjartan Henry Finnbogason hóf leik á varamannabekk Vejle þegar liðið fékk Frederica í heimsókn í dönsku B-deildinni í fótbolta í dag.

Hólmbert tryggði Álasund fyrsta stig tímabilsins | Emil lét reka sig út af
Fjöldi Íslendinga var í eldlínunni í norsku úrvalsdeildinni í dag.

„Þeir munu fá martraðir um hann“
Flestar fyrirsagnirnar eftir leik FC Midtjylland og AGF í dönsku úrvalsdeildinni í gær fjölluðu um Íslendinginn, Jón Dag Þorsteinsson, hann lék á alls oddi í leiknum. HK-ingurinn skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt.

Jón Dagur sá ekki fram á að bæta sig í Englandi og fór til Danmerkur | Sér ekki eftir því í dag
Jón Dagur Þorsteinsson átti magnaðan leik í gær og skoraði þrennu gegn toppliði Midtjylland. Vísir heyrði í honum hljóðið degi eftir fyrstu þrennuna á ferlinum.

Ótrúlegur Jón Dagur fékk 10 í einkunn | „Besti leikurinn á ferlinum“
Jón Dagur Þorsteinsson fékk 10 í einkunn fyrir leik sinn með AGF gegn toppliði Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Jón Dagur skoraði þrennu í 4-3 sigri.

Stórkostleg frammistaða Jóns Dags í sigri á toppliðinu
Jón Dagur Þorsteinsson var algjörlega allt í öllu í seinni stórleik dagsins í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar hann og félagar hans í AGF heimsóttu topplið Midtjylland.

Árbæingarnir sættust á jafnan hlut í stórveldaslagnum í Danmörku
Fylkismennirnir Hjörtur Hermannsson og Ragnar Sigurðsson áttust við í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar stórveldin tvö, FCK og Bröndby, mættust.

Eggert skoraði í mikilvægum sigri - Ísak með í sigri toppliðsins í Svíþjóð
Eggert Gunnþór Jónsson skoraði fyrra mark SönderjyskE í mikilvægum 2-1 útisigri á Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Ragnar staldraði stutt við á Íslandi - Með í grannaslagnum
Ragnar Sigurðsson, landsliðsmiðvörður í fótbolta, verður í leikmannahópi FC Kaupmannahafnar á morgun í grannaslagnum við Bröndby.

Guðlaugur Victor lék allan leikinn í tapi
Guðlaugur Victor Pálsson spilaði 90 mínútur í tapi Darmstadt gegn Arminia Bielefeld. Arnór Ingvi Traustason fékk hálftíma í svekkjandi jafntefli Malmö.

Aron lék allan leikinn í sigri OB á Eggerti og félögum
Aron Elís Þrándarson spilaði allan leikinn þegar lið hans, OB, lagði SönderjyskE af velli í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Eggert Gunnþór Jónsson spilaði tæpan klukkutíma fyrir SönderjyskE.

Fátt um fína drætti hjá Íslendingaliðunum
Nokkur Íslendingalið voru í eldlínunni á Norðurlöndunum í kvöld en Íslendingarnir létu lítið að sér kveða.

Ragnar missir af leik FCK í kvöld af fjölskylduástæðum
Ragnar Sigurðsson hefur þurft að draga sig úr leikmannahópi FCK fyrir leikinn gegn AaB í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld af fjölskylduástæðum.

Arnór fékk ekki tækifæri hjá Jon Dahl | Aron og félagar niðurlægðir
Arnór Ingi Traustason þurfti að sitja allan tímann á varamannabekknum er Malmö vann 2-0 sigur á Mjållby í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

Mikael Anderson hluti af Midtjylland-liði sem setti met í gær
Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Anderson lék allan leikinn er Midtjylland setti met í dönsku úrvalsdeildinni.

Hjörtur og Jón Dagur mættust í markalausu jafntefli
Hjörtur Hermannsson og Jón Dagur Þorsteinsson mættust í leik Bröndby og AGF í dönsku deildinni í fótbolta.

Kjartan Henry lék allan leikinn í sigri toppliðsins
Kjartan Henry Finnbogason lék allan leikinn er Vejle styrkti stöðu sína á toppi dönsku B-deildarinnar.

Búið spil hjá Kristali og FCK
Kristall Máni Ingason mun ekki spila fleiri leiki fyrir danska stórliðið FCK ef marka má fréttir danskra miðla.

Ronaldo fyrirmynd eins okkar efnilegasta leikmanns
Guðjón Guðmundsson hitti einn okkar efnilegasta fótboltamann sem dreymir að feta í fótspor hetjunnar sinnar, Cristianos Ronaldo.

Jón Dagur bjó til tvö mörk en komst ekki í bikarúrslit
Þrátt fyrir frábæra innkomu fyrir AGF í kvöld fær Jón Dagur Þorsteinsson ekki að spila til bikarúrslita í danska fótboltanum en lið hans úr leik í undanúrslitum eftir tap gegn AaB, 3-2.

Eggert og Ísak einum sigri frá fyrsta titli
SönderjyskE, lið Eggerts Gunnþórs Jónssonar og Ísaks Óla Ólafssonar, er komið í úrslitaleik dönsku bikarkeppninnar í fótbolta í fyrsta sinn eftir 2-1 sigur á Horsens í dag.

Kjartan Henry klúðraði „færi ársins“
Kjartan Henry Finnbogason vill væntanlega gleyma sem fyrst færinu sem hann klúðraði í dönsku B-deildinni í knattspyrnu í dag.

Ólafur tekur ekki við Esbjerg
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, verður ekki næsti þjálfari Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni en Esbjerg tilkynnti í morgun að félagið hafði ráðið Troels Bech í starfið.

Nefnir Ólaf sem einn fjögurra sem gætu tekið við Esbjerg
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, gæti komið til greina sem nýr þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Esbjerg sem hefur verið mikið í því að skipta um þjálfara á síðustu árum.

Dramatík í Esbjerg: Búið að reka stjórann sem tók við eftir að Ólafur sagði nei
Lars Olsen var ekki lengi þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Esbjerg. Hann tók við liðinu í október og nú er hann hættur en hann sagði sjálfur upp satrfinu.

Íslandsvinur gat varla andað eftir lokaflautið í Danmörku
Bo Henriksen, þjálfari Horsens, lék hér á Íslandi með Fram, ÍBV og Val, gat varla andað eftir spennandi lokaumferð í deildarkeppninni í Danmörku sem fór fram í gær.

Aron Elís skoraði og gaf stoðsendingu | Jón Dagur lagði einnig upp mark
Íslendingarnir gerðu margir hverjir góða hluti í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar sem fór fram í dag en deildinni verður nú skipt upp í þrjá hluta; úrslitakeppni og svo tvo fallbaráttu-riðla.