Norski handboltinn

Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur
Íslendingaliðið Kolstad, stórveldi í norska handboltanum undanfarin ár, var rekið með um 75 milljóna króna tapi á síðasta ári. Tapreksturinn heldur því áfram og nú getur félagið ekki lengur sótt sér stór nöfn.

Dana Björg með níu mörk í stórsigri
Íslenski landsliðshornamaðurinn Dana Björg Guðmundsdóttir og félagar hennar í Volda unnu stórsigur á útivelli í norsku b-deildinni í handbolta í dag.

Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa
Ole Gustav Gjekstad, eftirmaður Þóris Hergeirssonar hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta, er ekki að byrja vel í nýja starfinu.

Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik
Ísak Steinsson var valinn í íslenska A-landsliðið í handbolta í fyrsta sinn í gær en strákurinn náði ekki að fylgja því eftir í kvöld þegar liðið hans spilaði í norsku úrvalsdeildinni.

„Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“
Eftir afar sigursælan tíma með norska kvennalandsliðinu í handbolta gefur Þórir Hergeirsson sér nú árið til þess að sjá hvort þjálfunin kalli enn á hann. Áhuginn á hans kröftum er sem fyrr mikill.

Sveinn spilar í fimmta landinu
Línu- og landsliðsmaðurinn Sveinn Jóhannsson mun spila með Chambéry í Frakklandi frá og með næstu leiktíð. Það verður fimmta landið sem þessi 25 ára handboltamaður iðkar sína íþrótt í.

Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad
Íslendingaliðið Kolstad vann öruggan sigur þegar liðið mætti Follo í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Íslendingar voru í stóru hlutverki hjá Kolstad í dag.

Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð
Dana Björg Guðmundsdóttir og félagar hennar í Volda eru örugglega búnar að gleyma því hvernig það er að tapa. Sigurganga liðsins hélt áfram í dag og íslenska landsliðskonan var í stuði.

Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa
Ísak Steinsson virðist á réttri leið með að verða framtíðarmarkvörður fyrir íslenska A-landsliðið í handbolta. Hann hefði allt eins getað valið norska landsliðið en vildi feta í fótspor afa síns og heillaðist auk þess af handboltafárinu sem skapast á Íslandi í kringum stórmót.

Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu
Hinn 29 ára gamli Sander Sagosen, aðalstjarna norska handboltalandsliðsins, er orðinn leikmaður danska félagsins Álaborg og gildir samningur hans til sumarsins 2029.

Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“
„Þetta risa gluggi til þess að sýna mig og sanna,“ segir handboltamaðurinn Dagur Gautason er óvænt orðinn leikmaður franska stórliðsins Montpellier eftir að hafa slegið í gegn í norsku úrvalsdeildinni með liði Arendal.

Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad
Íslendingaliðið Kolstad byrjar vel eftir HM-fríið en liðið sótti tvö stig á útivöll í norsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði
Handboltamaðurinn Dagur Gautason hefur samið við franska stórveldið Montpellier og kemur inn í liðið til að leysa af hólmi sænska landsliðsmanninn Lucas Pellas, sem sleit hásin.

Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð
Íslenska landsliðskonan Dana Björg Guðmundsdóttir og félagar hennar í Volda héldu sigurgöngu sinni áfram í dag.

Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax
Norðmenn eru mjög spenntir fyrir því að komast að því hvað taki við hjá gullþjálfaranum sínum en Selfyssingurinn er alveg rólegur.

Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“
Norska handboltafélagið Vipers frá Kristiansand er endanlega orðið gjaldþrota. Tilraunir til að bjarga félaginu í haust báru á endanum ekki árangur.

Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök
Dana Björg Guðmundsdóttir og félagar hennar í Volda eru áfram sigurreifar á toppi norsku b-deildarinnar eftir útisigur í dag.

Þórir hefur ekki áhuga
Þórir Hergeirsson hefur ekki áhuga á því að taka við þjálfun danska kvennalandsliðinu í handbolta en hann staðfesti það í viðtali í norsku dagblaði.

Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM
Íslenski landsliðshornamaðurinn Dana Björg Guðmundsdóttir hefur fagnað sigri í öllum leikjum sínum síðan hún kom heim af Evrópumótinu þar sem hún tók þátt í sínu fyrsta stórmóti með íslenska landsliðinu.

„Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“
Hvernig fer maður að því að vinna til 17 verðlauna á stórmótum á 15 árum? Fáir þekkja slíka velgengni en Þórir Hergeirsson gerir það svo sannarlega. Nokkrir þættir þurfa að vera til staðar.

Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka
Norska handknattleiksfélagið Kolstad, sem er með fimm Íslendinga innanborðs, kynnti í dag sænska landsliðsmarkvörðinn Andreas Palicka sem sinn nýjasta leikmann.

Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari
Sigvaldi Björn Guðjónsson var markahæsti maður vallarins er Kolstad vann dramatískan 28-27 sigur gegn Elverum í úrslitum norsku bikarkeppninnar í dag.

Kolstad vann toppslaginn
Íslendingahersveit Kolstad í norsku úrvalsdeildinni í handbolta bar sigur úr býtum í toppslag deildarinnar þegar liðið tók á móti toppliði Elverum en lokatölur leiksins urðu 32-29.

Dana áberandi í síðasta leik ársins
Dana Björg Guðmundsdóttir og félagar hennar í Volda unnu góðan útisigur í dag í norsku b-deildinni en þetta var síðasti leikur liðsins á árinu 2024.

Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands
Einkar sigursælum ferli Þóris Hergeirssonar með norska kvennalandsliðið í handbolta lauk með Evróputitli á sunnudaginn var. Framtíðin er óljós en hann skilur sáttur eftir 23 ára starf fyrir norska handknattleikssambandið.

Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag
Íslenska landsliðskonan Dana Björg Guðmundsdóttir var í lykilhlutverki í mikilvægum sigri Volda í toppbaráttuslag í norsku b-deildinni í handbolta.

„Ég er bara búinn að vera að jafna mig“
Þórir Hergeirsson tekur lífinu rólega eftir að hafa hampað enn einum Evróputitlinum með norska kvennalandsliðinu í handbolta á sunnudaginn var. Tímapunktur mótsins sé góður, nú taki við jólaundirbúningur.

Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag
Sigvaldi Björn Guðjónsson gat ekki spilað með Kolstad í norsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og liðið saknaði augljóslega íslenska fyrirliða síns.

Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“
Eftir að hafa fengið afar lítið að spila hjá Rhein-Neckar Löwen er Arnór Snær Óskarsson kominn í stórt hlutverk hjá Kolstad. Það var að hrökkva eða stökkva þegar norsku meistararnir vildu fá hann strax til sín. Arnór flutti inn á bróður sinn og samherja, Benedikt Gunnar, en þeir eru að koma sér fyrir í nýrri íbúð í Þrándheimi.

Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad
Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæsti maður Kolstad er liðið vann öruggan tíu marka útisigur gegn Haslum HK í norska handboltanum í kvöld, 32-42.