Viðskipti

Fréttamynd

FL Group stofnar dótturfélag í Danmörku

FL Group tilkynnir í dag um stofnun dótturfélags í Danmörku, FL Group Denmark Aps. Í tilkynningu frá fyrirtækinu til Kauphallarinnar segir að FL Group hafi á síðustu misserum fjárfest umtalsvert í Danmörku og í ljósi þeirra fjárfestinga hafi félagið ákveðið að koma á fót skrifstofu í Kaupmannahöfn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eimskip kaupir Farmaleiðir

P/F Heri Thomsen, dótturfélag Eimskips í Færeyjum, hefur keypt Farmaleiðir, sem verið hefur landflutningahluti Strandfaraskipa. Strandfaraskip er í eigu færeyska ríkisins og hefur sinnt vöru- og fólksflutningum á sjó og landi í Færeyjum. Sala Farmaleiða er stærsta einkavæðingaverkefni Færeyinga til þessa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíuverð fór yfir 67 dollara

Olíuverð fór yfir 67 Bandaríkjadali á tunnu á helstu mörkuðum í dag eftir að ríkisstjórn Bandaríkjanna greindi frá því að eldsneytisbirgðir í landinu hefðu minnkað.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Visa og FIFA sögð í samningaviðræðum

Líkur er sagðar á að greiðslukortafyrirtækið Visa verði styrktaraðili heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu frá og með næsta ári. Styrktarsamningur Visa er sagður hljóða upp á 150 til 200 milljónir punda, jafnvirði 19 til rúmlega 25 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nálgast metverð á laxi

Verð á laxi á alþjóðlegum fiskmörkuðum hefur hækkað verulega upp á síðkastið og nálgast nú sögulegt hámark. Kíló af laxi er komið í 40 norskar krónur, jafnvirði rúmra 400 íslenskra króna og hefur það ekki verið hærra í sex ár. Verð á laxi getur umtalsverð áhrif á afkomu Alfesca.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,96 prósent

Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hækkaði um 1,96 prósent í viðskiptum dagsins eftir lækkanir síðustu tvo viðskiptadaga. Mest hækkuðu bréf í Flögu, Actavis, FL Group og Glitni. Gengi bréfa í Flögu lækkaði mest í gær, eða um rúm 20 prósent. Eina félagið sem lækkaði í viðskiptum dagsins var Dagsbrún.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

NTL kaupir Virgin Mobile

Stjórn breska fjárfestingafyrirtækisins Virgin Group hefur samþykkt yfirtökutilboð breska kapalfyrirtækisins NTL á farsímasviði fyrirtækisins, Virgin Mobile. Yfirtökutilboðið hljóðar upp á 962,4 milljónir punda, jafnvirði rúmlega 122 milljarða íslenskra króna. Eftir kaupin verður til fyrsta fyrirtækið á Bretlandseyjum sem býður jafn kapalsjónvarpsstöðvar, netveitu, fastlínusamband og farsímaþjónustu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hagnaður Sparisjóðs Vestmannaeyja rúmar 180 milljónir

Hagnaður Sparisjóðs Vestmannaeyja nam 180,4 milljónum króna á síðasta ári. Heildarrekstrartekjur námu 789,2 milljónum króna og gjöld námu 570,6 milljónum króna að meðtöldum afskriftum. Reksturinn gekk vel á árinu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Sparisjóði Vestmannaeyja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Nýsis 1,6 milljarðar króna

Hagnaður Nýsis hf. nam rúmum 1,6 milljörðum króna á síðasta ári. Fastafjármunir voru 15.285 milljónir króna og veltufjármunir 1.064 milljónir kr. Eignir námu 16.349 milljónum króna. Þá námu skuldir og skuldbindingar Nýsis hf. og dótturfélaga 12.464 milljónum kr. en eigið fé var í árslok 3.885 milljónir króna að meðtaldri hlutdeild minnihluta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

FL Group kaupir Dreamliner farþegaþotur

FL Group hefur samið um kaup á tveimur Boeing 787-8 Dreamliner farþegarþotum fyrir hönd Icelandair Group. Flugvélarnar verða afhentar vorið 2012, en tveimur árum fyrr, eða á árinu 2010 fær Icelandair afhentar tvær fyrstu Boeing 787 breiðþoturnar sem pantaðar voru fyrir rúmu ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður FL Group um 12 milljarðar króna

FL Group hefur selt tæplega 17 prósenta hlut sinn í lággjaldaflugfélaginu easyJet fyrir um það bil þrjátíu milljarða króna. Félagið hagnast um 12 milljarða miðað við kaupverð bréfanna á sínum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Bresk skattayfirvöld viðurkenna Kauphöll Íslands

Sameinað embætti ríkisskattstjóra og tollstjóra á Bretlandi (HM Revenue and Customs, HMRC) veitti Kauphöll Íslands viðurkenningu 31. mars síðastliðinn sem kauphöll skv. kafla 841(1)(b) í lögum um tekju- og fyrirtækjaskatt frá 1988 (The Income and Corporation Taxes Act 1988, ICTA).

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi bréfa hækkaði í Taílandi

Hlutabréfavísitalan í Taílandi hækkaði um tæpt 3,1 prósent eftir að Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra landsins, tilkynnti í gær að hann ætli að segja af sér. Hann lét hann af embætti í morgun. Vísitalan hefur hækkað um 7 prósent á árinu og hefur ekki verið hærri síðan í janúar 2004.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Skógræktarfélagið ekki markaðshindrandi

Samkeppniseftirlitið hefur úrskurðað að þrátt fyrir að viss mismunum felist í starfi Skógræktarfélags Íslands þá sé það ekki markaðshindrun þegar nýir aðilar vilja starfa við grisjun sumarhúsalóða og skipulagsvinnu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Starfi félagið ekki á samkeppnismarkaði og vinni það eingöngu að grisjun eða ráðgjöf vegna skógarreita aðildarfélaga Skógræktarfélagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Felldur úr stjórn sparisjóðsins

Magnús Kristinsson, útgerðarmaður og einn stærsti hluthafinn í Straumi-Burðarási, náði ekki endurkjöri í stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja á aðalfundi sparisjóðsins á dögunum. Gísli G. Guðlaugsson, Skæringur Georgsson og Þór Í. Vilhjálmsson voru hins vegar kosnir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kemur Finnum í opna skjöldu

Kaup Roberts Tchenguiz á yfir átta prósenta hlut í finnska fjármálafyrirtækinu Sampo, fyrir 60 milljarða króna, hafa komið verulega á óvart í finnskum fjármálaheimi, enda Tchenguiz algjörlega óþekkt nafn þarlendis. Hollenska eignarhaldsfélagið Exafin, sem er í eigu Tchenguiz, er þar með orðið þriðji stærsti hluthafinn í Sampo á eftir finnska ríkinu og Varma lífeyrissjóði..

Viðskipti erlent
Fréttamynd

FL kaupir í Finnair

FL Group hefur aukið við hlut sinn í finnska flugfélaginu Finnair og á eftir kaupin 10,025 prósenta hlut í félaginu. Að sögn Alberts Jónssonar, framkvæmdastjóra FL Group, hefur fyrirtækið aukið við hlut sinn í Finnair jafnt og þétt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Moodys segir stöðuna góða

Matsfyrirtækið Moody's segir að ekki steðji hætta að greiðsluhæfi og lausafjárstöðu Íslands. Í skýrsku sem fyrirtækið birti í gær er komist að þeirri niðurstöðu að landið standi ekki frammi fyrir óhóflegum greiðsluhæfis- eða lausafjárvandræðum vegna óstöðugleika sem gætt hefur í viðskipta- og fjármálaumhverfinu. Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs er Aaa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óbreytt lánshæfismat Glitnis banka

Lánshæfismatsfyrirtækið Moody´s staðfesti lánshæfiseinkunnir þriggja stærstu banka landsins í dag. Langtímaeinkunn Glitnis banka er A1 en skammtímaeinkunn er P1. Þá segir Moody´s horfur Glitnis banka stöðugar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lánshæfiseinkunnir KB banka staðfestar

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's staðfesti lánshæfiseinkunnir KB banka í dag og gefur langtímaeinkunnina A1 og skammtímaeinkunnina P-1. Einkunn fyrir fjárhagslegan styrkleika C+ verður tekin til endurskoðunar til hugsanlegrar lækkunar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lánshæfiseinkunn Landsbankans staðfest

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Moody’s staðfesti í dag A-2 og P-1 lánshæfismatseinkunnir Landsbankans. Samhliða þessu hefur Moody’s breytt horfum á lánshæfismatseinkunn á fjárhagslegum styrkleika, sem í dag er C, úr stöðugum í neikvæðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

FL Group kaupir í Finnair

FL Group hefur bætt við hlut sinn í finnska flugfélaginu Finnair og á eftir kaupin 10,025 prósent í félaginu. Að sögn Alberts Jónssonar, framkvæmdastjóra FL Group, hefur Finnair skilað góðri afkomu og er það góður fjárfestingakostur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Velti nær fjórfalt meira en fyrir ári

Hlutabréf seldust fyrir nær fjórum sinnum hærri upphæð í Kauphöll Íslands fyrstu þrjá mánuði þessa árs en á fyrsta fjórðungi síðasta árs. Alls jókst veltan í Kauphöllinni um nær 160 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Tryggingamiðstöðin vildi NEMI

Eftir lokun kauphallarinnar í Noregi föstudaginn 31. mars lýsti Tryggingamiðstöðin hf. (TM) formlega við stjórn Nemi forsikring ASA (NEMI) vilja til að gera kauptilboð í allt hlutafé NEMI. TM á 9,77 prósenta hlut í NEMI.

Viðskipti innlent