Íþróttir Vítið var mér að kenna Portúgalski varnarmaðurinn Ricardo Carvalho hefur viðurkennt að hann hafi gert mistök þegar hann felldi Thierry Henry í leiknum gegn Frökkum í undanúrslitunum á HM á dögunum, en eins og flestir muna var dæmd vítaspyrna í kjölfarið og úr henni skoraði Zinedine Zidane og tryggði Frökkum sigurinn. Sport 7.7.2006 16:50 Mendieta farinn að æfa Spænski miðjumaðurinn Gaizka Mendieta hjá enska úrvalsdeildarliðinu Middlesbrough er nú farinn að æfa létt á ný eftir að hann fótbrotnaði undir lok síðustu leiktíðar. Ekki er þó búist við því að Mendieta verði klár í slaginn í upphafi næstu leiktíðar, en hann hefur verið ótrúlega óheppinn með meiðsli allar götur síðan hann gekk í raðir félagsins á sínum tíma. Sport 7.7.2006 16:40 Federer í úrslit fjórða árið í röð Gamla kempan Jonas Björkman varð Roger Federer lítil fyrirstaða í undanúrslitaviðureign þeirra á Wimbledon-mótinu í tennis í dag. Federer, sem verið hefur í ógnarformi undanfarið, vann frekar auðveldan sigur 6-2, 6-0 og 6-2 og mætir annað hvort Rafael Nadal eða Marcos Baghdatis í úrslitum mótsins. Sport 7.7.2006 16:07 Ekkert mál að skora gegn ítölsku vörninni Franski framherjinn Thierry Henry segist ekki hafa áhyggjur af því að hann og félagar hans geti ekki skorað gegn sterkri vörn Ítala í úrslitaleiknum á HM á sunnudaginn. Ítalska vörnin hefur verið mjög traust á mótinu til þessa, þar sem þeir Cannavaro og Zambrotta frá Juventus hafa verið sérstaklega áberandi. Þá hefur Marco Materazzi staðið sig frábærlega í fjarveru Alessandro Nesta. Sport 7.7.2006 15:19 Mikil gagnkvæm virðing í leiknum á morgun Luiz Felipe Scolari segist eiga von á skemmtilegum leik um þriðja sætið á HM á morgun, þar sem hans menn Portúgalar mæta heimamönnum Þjóðverjum. Scolari segir þessi lið bera mikla virðingu fyrir hvort öðru. Sport 7.7.2006 15:07 Hefur meiri áhyggjur af bronsinu en gullskónum Þýski framherjinn Miroslav Klose segir að fyrir sér sé það miklu mikilvægara að vinna til bronsverðlauna á HM en að vinna gullskóinn fyrir að verða markahæsti leikmaður mótsins. Klose er sem stendur markahæsti leikmaður keppninnar með fimm mörk og hefur náð sér af meiðslum sem hrjáðu hann í síðasta leik. Sport 7.7.2006 15:00 Búið að velja úrvalslið leikmanna á HM Aðeins einn leikmaður úr enska landsliðinu er í 23-manna úrvalsliði HM sem tilkynnt var nú áðan, en það er varnarmaðurinn John Terry frá Chelsea. Sjö leikmenn úr ítalska landsliðinu eru í úrvalinu, fjórir Frakkar, en enginn Afríku- eða Asíumaður. Sport 7.7.2006 14:43 Hefur engar áhyggjur af gömlu mönnunum Raymond Domenech hefur orðið fyrir talsverðri gagnrýni fyrir að velja fremur gamla leikmenn í flestar stöður í franska landsliðið, en hann hefur nú varið þá ákvörðun sína og segir þá alla klára í slaginn þegar kemur að úrslitaleiknum á sunnudag. Sport 7.7.2006 14:02 Zidane er besti leikmaður síðustu 20 ára Marcello Lippi, landsliðsþjálfari Ítala, segir að frábær leikur fyrirliðans Zinedine Zidane sé lykillinn að frábærum spretti franska landsliðsins í úrsláttarkeppninni á HM. Frakkarnir voru alls ekki sannfærandi í riðlakeppninni og um tíma leit út fyrir að liðið færi aftur heim með skottið á milli lappanna líkt og á síðasta HM. Sport 7.7.2006 13:55 Ætlar ekki að taka við Bandaríkjamönnum Jurgen Klinsmann hefur farið þess á leit við fjölmiðla sem aðra, að vera ekki settur undir pressu til að ákveða framtíð sína. Klinsmann hefur mikið verið orðaður við stöðu landsliðsþjálfara Bandaríkjanna, en öfugt við almenningsálitið fyrir HM, virðist hann nú njóta stuðnings bæði þýsku þjóðarinnar og landsliðsins um að halda áfram í starfi. Sport 7.7.2006 13:48 Podolski besti ungi leikmaðurinn Sóknarmaðurinn Lukas Podolski hjá þýska landsliðinu var í dag kjörinn besti ungi leikmaðurinn á HM og hafði naumlega betur en Portúgalinn Cristiano Ronaldo í kjörinu. Podolski er aðeins tvítugur og hefur skorað þrjú mörk í þeim sex leikjum sem hann hefur spilað á mótinu til þessa, en Þjóðverjar mæta einmitt Portúgölum í leik um þriðja sætið á morgun. Sport 7.7.2006 13:43 FH lagði KR 2-0 Íslandsmeistarar FH halda sínu striki í titilvörninni eftir að liðið vann góðan 2-0 sigur á KR-ingum á heimavelli sínum í Kaplakrika í kvöld. Fyrra mark FH var sjálfsmark Bjarnólfs Lárussonar á 61. mínútu og Ásgeir Gunnar Ásgeirsson innsiglaði svo sigur Hafnfirðinga með marki skömmu fyrir leikslok. Varamanninum Tryggva Bjarnasyni var svo vikið af velli í uppbótartíma fyrir glórulausa tæklingu. Sport 6.7.2006 21:46 Keflavík mætir ÍA Það verða Keflvíkingar sem mæta Skagamönnum í 8-liða úrslitum Visa-bikars karla í knattspyrnu eftir 3-0 sigur liðsins á Leikni í Breiðholtinu í kvöld. Stefán Örn Arnarsson skoraði tvö mörk fyrir Suðurnesjamenn og Guðmundur Steinarsson skoraði eitt mark úr vítaspyrnu. Jafnræði var með liðnum í fyrri hálfleik, en gestirnir voru sterkari í síðari hálfleiknum og nýttu færin sín betur. Sport 6.7.2006 21:25 Larsson spilaði sinn fyrsta leik á heimavelli í kvöld Helsingborg vann í kvöld lið Péturs Hafliða Marteinssonar og félaga hans í Hammarby 3-1 ísænska bikarnum. Þetta var fyrsti leikur Henke Larsson á heimavelli með Helsingborg. Fótbolti 6.7.2006 21:21 FH-ingar komnir yfir Íslandsmeistarar FH hafa náð forystu gegn KR í Kaplakrika. Mark FH var sjálfsmark Bjarnólfs Lárussonar, en knötturinn hrökk af honum og í markið eftir að Hafnfirðingarnir höfðu átt bylmingsskot í þverslána á marki KR. Skömmu áður höfðu KR-ingar átt skot í stöngina á marki FH. Sport 6.7.2006 21:16 Jafnt í Kaplakrika í hálfleik Fyrsti leikurinn í 10. umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu stendur nú yfir í Kaplakrika í Hafnarfirði. Þar taka Íslandsmeistarar FH á móti KR og skemmst er frá því að segja að ekkert mark hefur litið dagsins ljós í fyrri hálfleiknum. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. Sport 6.7.2006 20:47 Hefur fulla trú á stjörnunum Fabio Capello hefur þegar hafið störf hjá nýja félaginu sínu Real Madrid og segist standa fullkomlega við bakið á leikmönnum á borð við Raul, David Beckham og Ronaldo. Sport 6.7.2006 20:37 Breyta á reglum um styrkleikalistann Vegna fjölda áskorana hefur Alþjóða knattspyrnusambandið ákveðið að breyta reglum sem notast hefur verið við til að raða þjóðum á styrkleikalista sambandsins. Helstu áherslubreytingar verða þær að þegar raðað verður á listann verður framvegis tekið mið af árangri liða fjögur ár aftur í tímann í stað átta ára áður. Sport 6.7.2006 19:39 Birgir Leifur á pari í Skotlandi Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson byrjaði ágætlega á Áskorendamótaröðinni í Skotlandi í dag þegar hann lauk fyrsta hringnum á 71 höggi, sem er par vallarins. Sport 6.7.2006 19:20 Keisarinn vill taka á leikaraskap "Keisarinn" Franz Beckenbauer hefur óskað eftir fundi með dómurum, leikmönnum og forráðamönnum þeirra þar sem umræðuefnið verður leikaraskapur á knattspyrnuvellinum. Nokkuð hefur borið á því á HM að leikmenn reyni að fiska gul spjöld hver á annan með því að ýkja viðbrögð sín við minniháttar brotum og þetta þykir Beckenbauer afar neikvæð þróun. Sport 6.7.2006 19:00 Mido sagði nei við Blackburn Framherjinn Mido hjá Roma, sem lék með enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham á síðustu leiktíð, neitaði að ganga til liðs við Blackburn í dag ef marka má fregnir í ítölskum fjölmiðlum í dag. Roma samþykkti 3 milljón punda tilboð enska félagsins í framherjann í gær, en Mido á að hafa neitað að fara til Blackburn og segist staðráðinn í að vinna sér sæti í liði Roma í vetur. Sport 6.7.2006 18:54 Navratilova lýkur keppni Martina Navratilova náði ekki að slá metið yfir flesta sigra á Wimbledon mótinu í tennis í dag þegar ljóst var að hún væri úr leik í bæði tvíliða- og tvenndarleiknum. Þetta er síðasta Wimbledon mótið sem hin nær fimmtuga Navratilova tekur þátt í, en hún vann síðast titil þar árið 2003 sem var hennar 20. titill á mótinu á ferlinum. Sport 6.7.2006 18:22 Emile Heskey til Wigan Enska úrvalsdeildarliðið Wigan hefur fengið 5,5 milljón punda kauptilboð sitt í framherjann Emile Heskey samþykkt. Birmingham féll sem kunnugt er úr úrvalsdeildinni í vor, en Wigan ætlar sér stóra hluti á sínu öðru ári á meðal þeirra bestu. Emile Heskey er fyrrum enskur landsliðsmaður og er nú í viðræðum við Wigan um kaup og kjör. Wigan hefur einnig verið að reyna að lokka til sín miðjumanninn Robbie Savage frá Blackburn, en hefur ekki haft árangur sem erfiði í þeim efnum. Sport 6.7.2006 18:00 Mauresmo í úrslit í fyrsta sinn Tenniskonan Amelie Mauresmo tryggði sér nú síðdegis sæti í úrslitaleiknum á Wimbledon mótinu í fyrsta sinn á ferlinum. Þessi stigahæsta tenniskona heims vann baráttusigur á Mariu Sharapovu í undanúrslitunum 6-3, 3-6 og 6-2 og mætir belgísku stúlkunni Justine Henin Hardenne í úrslitaleiknum. Sport 6.7.2006 17:16 Lehmann vill að Kahn spili lokaleikinn Markvörðurinn Jens Lehmann sem varið hefur mark Þjóðverja á HM, segist ekkert hafa á móti því þó Jurgen Klinsmann landsliðsþjálfari leyfi Oliver Kahn að standa í markinu í leiknum um þriðja sætið á HM á laugardag. Lehmann segir að það yrði vel við hæfi að Kahn fengi að spila sinn síðasta HM leik með landsliðinu um helgina. Sport 6.7.2006 16:08 Elizondo dæmir úrslitaleikinn Argentínski dómarinn Horacio Elizondo mun dæma úrslitaleik Frakka og Ítala á HM á sunnudaginn. Elizondo hefur dæmt fjóra leiki í keppninni til þessa, þar af opnunarleikinn milli Þjóðverja og Kosta Ríka og þá var það Elizondo sem rak Wayne Rooney nokkuð umdeilt af velli í leiknum gegn Portúgal í átta liða úrslitunum. Sport 6.7.2006 15:57 Nesta missir af úrslitaleiknum Varnarmaðurinn sterki Alessandro Nesta verður ekki í leikmannahópi Ítala í úrslitaleiknum gegn Frökkum á sunnudaginn vegna meiðsla. Nesta er meiddur á nára og hefur misst af síðustu leikjum ítalska liðsins. Vonir stóðu til um að hann næði sér fyrir úrslitaleikinn en læknar hafa nú ráðlagt honum að taka ekki áhættu á að spila leikinn. Sport 6.7.2006 15:47 Tyson Chandler á leið til New Orleans Undanfarna daga hafa lið í NBA-deildinni verið dugleg að skoða leikmannamarkaðinn. Lið Chicago Bulls og New Orleans Hornets hafa þar verið fremst í flokki. Chicago fékk miðherjann Ben Wallace frá Detroit til liðs við sig á dögunum og hefur nú skipt framherja sínum Tyson Chandler til New Orleans fyrir þá PJ Brown og JR Smith. Ekki er langt síðan serbneska skyttan Peja Stojakovic gekk í raðir New Orleans frá Indiana. Sport 6.7.2006 15:06 Nadal í undanúrslitin Spænski tenniskappinn Rafael Nadal komst nú áðan í undanúrslitin á Wimbledon mótinu í tennis þegar hann lagði Jarkko Nieminen frá Finnlandi 6-3, 6-4 og 6-4. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær en var frestað vegna veðurs. Nadal mætir því spútnikspilaranum Marcos Baghdatis frá Kýpur í undanúrslitunum á morgun. Sport 6.7.2006 14:56 Zidane þykir líklegur Gamla kempan Zinedine Zidane þykir einn þeirra leikmanna sem líklegast er talið að gætu hreppt Gullboltann á HM í þetta sinn, en viðurkenningin er veitt fyrir mikilvægasta leikmanninn í keppninni. Það var Oliver Kahn sem hlaut þennan heiður í keppninni fyrir fjórum árum og þar áður var það brasilíski framherjinn Ronaldo. Sport 6.7.2006 14:25 « ‹ 181 182 183 184 185 186 187 188 189 … 334 ›
Vítið var mér að kenna Portúgalski varnarmaðurinn Ricardo Carvalho hefur viðurkennt að hann hafi gert mistök þegar hann felldi Thierry Henry í leiknum gegn Frökkum í undanúrslitunum á HM á dögunum, en eins og flestir muna var dæmd vítaspyrna í kjölfarið og úr henni skoraði Zinedine Zidane og tryggði Frökkum sigurinn. Sport 7.7.2006 16:50
Mendieta farinn að æfa Spænski miðjumaðurinn Gaizka Mendieta hjá enska úrvalsdeildarliðinu Middlesbrough er nú farinn að æfa létt á ný eftir að hann fótbrotnaði undir lok síðustu leiktíðar. Ekki er þó búist við því að Mendieta verði klár í slaginn í upphafi næstu leiktíðar, en hann hefur verið ótrúlega óheppinn með meiðsli allar götur síðan hann gekk í raðir félagsins á sínum tíma. Sport 7.7.2006 16:40
Federer í úrslit fjórða árið í röð Gamla kempan Jonas Björkman varð Roger Federer lítil fyrirstaða í undanúrslitaviðureign þeirra á Wimbledon-mótinu í tennis í dag. Federer, sem verið hefur í ógnarformi undanfarið, vann frekar auðveldan sigur 6-2, 6-0 og 6-2 og mætir annað hvort Rafael Nadal eða Marcos Baghdatis í úrslitum mótsins. Sport 7.7.2006 16:07
Ekkert mál að skora gegn ítölsku vörninni Franski framherjinn Thierry Henry segist ekki hafa áhyggjur af því að hann og félagar hans geti ekki skorað gegn sterkri vörn Ítala í úrslitaleiknum á HM á sunnudaginn. Ítalska vörnin hefur verið mjög traust á mótinu til þessa, þar sem þeir Cannavaro og Zambrotta frá Juventus hafa verið sérstaklega áberandi. Þá hefur Marco Materazzi staðið sig frábærlega í fjarveru Alessandro Nesta. Sport 7.7.2006 15:19
Mikil gagnkvæm virðing í leiknum á morgun Luiz Felipe Scolari segist eiga von á skemmtilegum leik um þriðja sætið á HM á morgun, þar sem hans menn Portúgalar mæta heimamönnum Þjóðverjum. Scolari segir þessi lið bera mikla virðingu fyrir hvort öðru. Sport 7.7.2006 15:07
Hefur meiri áhyggjur af bronsinu en gullskónum Þýski framherjinn Miroslav Klose segir að fyrir sér sé það miklu mikilvægara að vinna til bronsverðlauna á HM en að vinna gullskóinn fyrir að verða markahæsti leikmaður mótsins. Klose er sem stendur markahæsti leikmaður keppninnar með fimm mörk og hefur náð sér af meiðslum sem hrjáðu hann í síðasta leik. Sport 7.7.2006 15:00
Búið að velja úrvalslið leikmanna á HM Aðeins einn leikmaður úr enska landsliðinu er í 23-manna úrvalsliði HM sem tilkynnt var nú áðan, en það er varnarmaðurinn John Terry frá Chelsea. Sjö leikmenn úr ítalska landsliðinu eru í úrvalinu, fjórir Frakkar, en enginn Afríku- eða Asíumaður. Sport 7.7.2006 14:43
Hefur engar áhyggjur af gömlu mönnunum Raymond Domenech hefur orðið fyrir talsverðri gagnrýni fyrir að velja fremur gamla leikmenn í flestar stöður í franska landsliðið, en hann hefur nú varið þá ákvörðun sína og segir þá alla klára í slaginn þegar kemur að úrslitaleiknum á sunnudag. Sport 7.7.2006 14:02
Zidane er besti leikmaður síðustu 20 ára Marcello Lippi, landsliðsþjálfari Ítala, segir að frábær leikur fyrirliðans Zinedine Zidane sé lykillinn að frábærum spretti franska landsliðsins í úrsláttarkeppninni á HM. Frakkarnir voru alls ekki sannfærandi í riðlakeppninni og um tíma leit út fyrir að liðið færi aftur heim með skottið á milli lappanna líkt og á síðasta HM. Sport 7.7.2006 13:55
Ætlar ekki að taka við Bandaríkjamönnum Jurgen Klinsmann hefur farið þess á leit við fjölmiðla sem aðra, að vera ekki settur undir pressu til að ákveða framtíð sína. Klinsmann hefur mikið verið orðaður við stöðu landsliðsþjálfara Bandaríkjanna, en öfugt við almenningsálitið fyrir HM, virðist hann nú njóta stuðnings bæði þýsku þjóðarinnar og landsliðsins um að halda áfram í starfi. Sport 7.7.2006 13:48
Podolski besti ungi leikmaðurinn Sóknarmaðurinn Lukas Podolski hjá þýska landsliðinu var í dag kjörinn besti ungi leikmaðurinn á HM og hafði naumlega betur en Portúgalinn Cristiano Ronaldo í kjörinu. Podolski er aðeins tvítugur og hefur skorað þrjú mörk í þeim sex leikjum sem hann hefur spilað á mótinu til þessa, en Þjóðverjar mæta einmitt Portúgölum í leik um þriðja sætið á morgun. Sport 7.7.2006 13:43
FH lagði KR 2-0 Íslandsmeistarar FH halda sínu striki í titilvörninni eftir að liðið vann góðan 2-0 sigur á KR-ingum á heimavelli sínum í Kaplakrika í kvöld. Fyrra mark FH var sjálfsmark Bjarnólfs Lárussonar á 61. mínútu og Ásgeir Gunnar Ásgeirsson innsiglaði svo sigur Hafnfirðinga með marki skömmu fyrir leikslok. Varamanninum Tryggva Bjarnasyni var svo vikið af velli í uppbótartíma fyrir glórulausa tæklingu. Sport 6.7.2006 21:46
Keflavík mætir ÍA Það verða Keflvíkingar sem mæta Skagamönnum í 8-liða úrslitum Visa-bikars karla í knattspyrnu eftir 3-0 sigur liðsins á Leikni í Breiðholtinu í kvöld. Stefán Örn Arnarsson skoraði tvö mörk fyrir Suðurnesjamenn og Guðmundur Steinarsson skoraði eitt mark úr vítaspyrnu. Jafnræði var með liðnum í fyrri hálfleik, en gestirnir voru sterkari í síðari hálfleiknum og nýttu færin sín betur. Sport 6.7.2006 21:25
Larsson spilaði sinn fyrsta leik á heimavelli í kvöld Helsingborg vann í kvöld lið Péturs Hafliða Marteinssonar og félaga hans í Hammarby 3-1 ísænska bikarnum. Þetta var fyrsti leikur Henke Larsson á heimavelli með Helsingborg. Fótbolti 6.7.2006 21:21
FH-ingar komnir yfir Íslandsmeistarar FH hafa náð forystu gegn KR í Kaplakrika. Mark FH var sjálfsmark Bjarnólfs Lárussonar, en knötturinn hrökk af honum og í markið eftir að Hafnfirðingarnir höfðu átt bylmingsskot í þverslána á marki KR. Skömmu áður höfðu KR-ingar átt skot í stöngina á marki FH. Sport 6.7.2006 21:16
Jafnt í Kaplakrika í hálfleik Fyrsti leikurinn í 10. umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu stendur nú yfir í Kaplakrika í Hafnarfirði. Þar taka Íslandsmeistarar FH á móti KR og skemmst er frá því að segja að ekkert mark hefur litið dagsins ljós í fyrri hálfleiknum. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. Sport 6.7.2006 20:47
Hefur fulla trú á stjörnunum Fabio Capello hefur þegar hafið störf hjá nýja félaginu sínu Real Madrid og segist standa fullkomlega við bakið á leikmönnum á borð við Raul, David Beckham og Ronaldo. Sport 6.7.2006 20:37
Breyta á reglum um styrkleikalistann Vegna fjölda áskorana hefur Alþjóða knattspyrnusambandið ákveðið að breyta reglum sem notast hefur verið við til að raða þjóðum á styrkleikalista sambandsins. Helstu áherslubreytingar verða þær að þegar raðað verður á listann verður framvegis tekið mið af árangri liða fjögur ár aftur í tímann í stað átta ára áður. Sport 6.7.2006 19:39
Birgir Leifur á pari í Skotlandi Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson byrjaði ágætlega á Áskorendamótaröðinni í Skotlandi í dag þegar hann lauk fyrsta hringnum á 71 höggi, sem er par vallarins. Sport 6.7.2006 19:20
Keisarinn vill taka á leikaraskap "Keisarinn" Franz Beckenbauer hefur óskað eftir fundi með dómurum, leikmönnum og forráðamönnum þeirra þar sem umræðuefnið verður leikaraskapur á knattspyrnuvellinum. Nokkuð hefur borið á því á HM að leikmenn reyni að fiska gul spjöld hver á annan með því að ýkja viðbrögð sín við minniháttar brotum og þetta þykir Beckenbauer afar neikvæð þróun. Sport 6.7.2006 19:00
Mido sagði nei við Blackburn Framherjinn Mido hjá Roma, sem lék með enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham á síðustu leiktíð, neitaði að ganga til liðs við Blackburn í dag ef marka má fregnir í ítölskum fjölmiðlum í dag. Roma samþykkti 3 milljón punda tilboð enska félagsins í framherjann í gær, en Mido á að hafa neitað að fara til Blackburn og segist staðráðinn í að vinna sér sæti í liði Roma í vetur. Sport 6.7.2006 18:54
Navratilova lýkur keppni Martina Navratilova náði ekki að slá metið yfir flesta sigra á Wimbledon mótinu í tennis í dag þegar ljóst var að hún væri úr leik í bæði tvíliða- og tvenndarleiknum. Þetta er síðasta Wimbledon mótið sem hin nær fimmtuga Navratilova tekur þátt í, en hún vann síðast titil þar árið 2003 sem var hennar 20. titill á mótinu á ferlinum. Sport 6.7.2006 18:22
Emile Heskey til Wigan Enska úrvalsdeildarliðið Wigan hefur fengið 5,5 milljón punda kauptilboð sitt í framherjann Emile Heskey samþykkt. Birmingham féll sem kunnugt er úr úrvalsdeildinni í vor, en Wigan ætlar sér stóra hluti á sínu öðru ári á meðal þeirra bestu. Emile Heskey er fyrrum enskur landsliðsmaður og er nú í viðræðum við Wigan um kaup og kjör. Wigan hefur einnig verið að reyna að lokka til sín miðjumanninn Robbie Savage frá Blackburn, en hefur ekki haft árangur sem erfiði í þeim efnum. Sport 6.7.2006 18:00
Mauresmo í úrslit í fyrsta sinn Tenniskonan Amelie Mauresmo tryggði sér nú síðdegis sæti í úrslitaleiknum á Wimbledon mótinu í fyrsta sinn á ferlinum. Þessi stigahæsta tenniskona heims vann baráttusigur á Mariu Sharapovu í undanúrslitunum 6-3, 3-6 og 6-2 og mætir belgísku stúlkunni Justine Henin Hardenne í úrslitaleiknum. Sport 6.7.2006 17:16
Lehmann vill að Kahn spili lokaleikinn Markvörðurinn Jens Lehmann sem varið hefur mark Þjóðverja á HM, segist ekkert hafa á móti því þó Jurgen Klinsmann landsliðsþjálfari leyfi Oliver Kahn að standa í markinu í leiknum um þriðja sætið á HM á laugardag. Lehmann segir að það yrði vel við hæfi að Kahn fengi að spila sinn síðasta HM leik með landsliðinu um helgina. Sport 6.7.2006 16:08
Elizondo dæmir úrslitaleikinn Argentínski dómarinn Horacio Elizondo mun dæma úrslitaleik Frakka og Ítala á HM á sunnudaginn. Elizondo hefur dæmt fjóra leiki í keppninni til þessa, þar af opnunarleikinn milli Þjóðverja og Kosta Ríka og þá var það Elizondo sem rak Wayne Rooney nokkuð umdeilt af velli í leiknum gegn Portúgal í átta liða úrslitunum. Sport 6.7.2006 15:57
Nesta missir af úrslitaleiknum Varnarmaðurinn sterki Alessandro Nesta verður ekki í leikmannahópi Ítala í úrslitaleiknum gegn Frökkum á sunnudaginn vegna meiðsla. Nesta er meiddur á nára og hefur misst af síðustu leikjum ítalska liðsins. Vonir stóðu til um að hann næði sér fyrir úrslitaleikinn en læknar hafa nú ráðlagt honum að taka ekki áhættu á að spila leikinn. Sport 6.7.2006 15:47
Tyson Chandler á leið til New Orleans Undanfarna daga hafa lið í NBA-deildinni verið dugleg að skoða leikmannamarkaðinn. Lið Chicago Bulls og New Orleans Hornets hafa þar verið fremst í flokki. Chicago fékk miðherjann Ben Wallace frá Detroit til liðs við sig á dögunum og hefur nú skipt framherja sínum Tyson Chandler til New Orleans fyrir þá PJ Brown og JR Smith. Ekki er langt síðan serbneska skyttan Peja Stojakovic gekk í raðir New Orleans frá Indiana. Sport 6.7.2006 15:06
Nadal í undanúrslitin Spænski tenniskappinn Rafael Nadal komst nú áðan í undanúrslitin á Wimbledon mótinu í tennis þegar hann lagði Jarkko Nieminen frá Finnlandi 6-3, 6-4 og 6-4. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær en var frestað vegna veðurs. Nadal mætir því spútnikspilaranum Marcos Baghdatis frá Kýpur í undanúrslitunum á morgun. Sport 6.7.2006 14:56
Zidane þykir líklegur Gamla kempan Zinedine Zidane þykir einn þeirra leikmanna sem líklegast er talið að gætu hreppt Gullboltann á HM í þetta sinn, en viðurkenningin er veitt fyrir mikilvægasta leikmanninn í keppninni. Það var Oliver Kahn sem hlaut þennan heiður í keppninni fyrir fjórum árum og þar áður var það brasilíski framherjinn Ronaldo. Sport 6.7.2006 14:25
Sigurjón minnist David Lynch: Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið Bíó og sjónvarp