Lög og regla Frávísun stendur í máli lækna Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Félagsdóms frá 15. apríl þar sem máli Læknafélags Íslands á hendur íslenska ríkinu var vísað frá dómi. Læknafélagið, sem kærði úrskurðinn 20. apríl, þarf að greiða ríkinu 150 þúsund krónur í kærumálskostnað. Innlent 13.10.2005 19:11 Vinnupallur hrundi við Kárahnjúka Fjórir menn slösuðust þegar vinnupallur í nokkurra metra hæð féll til jarðar á virkjansvæðinu við Kárahnjúka um klukkan eitt í dag. Óstaðfestar fréttir herma að pallurinn hafi verið í rúmlega tíu metra hæð. Tveir mannanna voru fluttir alvarlega slasaðir með sjúkrabílum á sjúkrahúsið á Egilsstöðum. Athugað er með áverka hinna tveggja í sjúkraskýlinu á svæðinu. Innlent 13.10.2005 19:11 Kókaínkaupin undu upp á sig Sjö sæta ákæru fyrir innflutning á rúmum 130 grömmum af kókaíni og þúsund e-töflum í ársbyrjun í fyrra. Við sögu koma blómasali, dóttir konu hans og kærastinn hennar, frænka blómasalans, marokkóskur maður hennar og tveir til viðbótar sem áttu pening til kaupanna. Innlent 13.10.2005 19:11 Nokkuð lífleg nótt Þó nokkrir bíða nú skýrslutöku hjá lögreglunni í Reykjavík eftir atburði næturinnar. Í tvígang stöðvaði lögregla bíla, annan á Suðurlandsvegi og hinn á Sæbraut, þar sem undir stýri voru réttindalausir ökumenn með fíkniefni í fórum sínum. Innlent 13.10.2005 19:10 Út af geðdeild og rændi bílum Ungur karlmaður, nýkominn af geðdeild Landsspítalans, stofnaði lífi vegfarenda í hættu um hádegisbil í gær. Hann rændi tveimur bílum með því að ógna ökumönnum þeirra. Innlent 13.10.2005 19:11 Geðsjúkur maður rændi bifreiðum Tvítugur maður rændi tveimur bifreiðum með skömmu millibili í dag með því að ógna ökumönnum og draga þá út. Hann var útskrifaður af geðdeild um hádegi í dag eftir að hafa verið fluttur þangað með alvarlegt þunglyndi og ranghugmyndir í gærkvöld. Litlu mátti muna að stórslys yrði. Innlent 13.10.2005 19:10 Krufning bendir til drukknunar Réttarkrufning á líki Brasilíumannsins Dantas, sem leitað var í síðasta mánuði og fannst á skeri undan Stokkseyri fyrir viku, bendir til að hann hafi drukknað. Lögreglan telur ekki ástæðu til frekari rannsókna á orsökum andláts hans. Innlent 13.10.2005 19:10 Innbrotum og þjófnuðum fækkar Innbrotum, þjófnuðum og umferðarslysum í umdæmi Hafnarfjarðarlögreglunnar hefur fækkað á fyrstu fjórum mánuðum ársins samanborið við sama tímabil áranna 2000 til 2004. Innlent 13.10.2005 19:10 Með 12 lítra af landa og fíkniefni Tveir piltar, innan við tvítugt, voru gripnir af lögreglu með tólf lítra af landa og fíkniefni á Laugaveginum um klukkan þrjú í nótt. Þessa stundina er verið að yfirheyra mennina en lögregla komst á snoðir um landann og fíkniefnin í bifreið þeirra við hefðbundið eftirlit. Innlent 13.10.2005 19:10 Ástþór sýknaður af eignaspjöllum Ástþór Magnússon, sem þekktastur er sem forsetaframbjóðandi, var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna ákæru um eignaspjöll. Honum var gefið að sök að hafa á síðasta ári tekið myndavél úr höndum annars gests á skemmtistaðnum Glaumbar, slegið henni nokkrum sinnum í barborð og síðan hent henni frá sér þannig að hún týndist. Innlent 13.10.2005 19:10 Lést eftir aðsvif undir stýri Karlmaður á sjötugsaldri fékk aðsvif undir stýri á Breiðholtsbraut í morgun, missti stjórn á bílnum og ók út af veginum. Hann var úrskurðaður látinn skömmu síðar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Innlent 13.10.2005 19:10 Tekinn á 160 Bifhjólamaður gerði tilraun til að stinga lögregluna af þegar hún reyndi að stöðva hann þar sem hann ók á 118 kílómetra hraða eftir Reykjanesbrautinni. Ók hann á meira en 160 kílometra hraða þegar eltingaleikurinn stóð sem hæst. Innlent 13.10.2005 19:10 Veittu vélhjólamanni eftirför Lögreglan í Hafnarfirði veitti ökumanni vélhjóls eftirför í nótt eftir að hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum hennar en hann ók á 118 kílómetra hraða á Reykjanesbraut. Reyndar hvarf hann úr augsýn um tíma og er talið að hann hafi þá ekið á yfir 160 kílómetra hraða. Innlent 13.10.2005 19:10 Banaslys á Breiðholtsbraut Ung kona beið bana í bílslysi á Breiðholtsbraut í morgun. Vegfarandi tilkynnti slysið til lögreglu klukkan níu í morgun en ekki er vitað nákvæmlega hvenær það átti sér stað. Konan, sem er á tvítugsaldri, ók bíl sínum í norðaustur eftir Breiðholtsbraut. Skammt frá Norðlingaholti virðist sem hún hafi ekið á vegrið og farið eftir því öfugum megin og bíllinn síðan oltið fram af veginum, en nokkur halli er þar niður þar sem reiðgöng eru undir veginum á þessum stað. Innlent 13.10.2005 19:10 Lögregla göbbuð að höfn í Gróf Lögreglan í Keflavík fékk hringingu rétt fyrir hálfþrjú í nótt og kvaðst sá sem hringdi vera við smábátahöfnina í Gróf og ætlaði hann að henda sér í sjóinn. Var lögreglan send á staðinn en þetta reyndist þó vera gabb og var sá sem hringdi staddur á öldurhúsi í Reykjavík að skemmta sér. Ekki er vitað hver hringdi en lögreglan segir málið vera í rannsókn. Innlent 13.10.2005 19:10 Rengir ekki Hróbjart "Það er veigamikill munur hvað löggjöfina varðar á tóbaki annars vegar og áfengis hins vegar," segir Höskuldur Jónsson, forstjóri Áfengis og tóbaksverslunar ríkisins. Innlent 13.10.2005 19:10 Harður árekstur á Akureyri Harður árekstur varð á gatnamótum Gránufélagsgötu og Glerárgötu á Akureyri laust eftir hádegi í gær. Þar rákust saman jeppabifreið og fólksbíll með þeim afleiðingum að ökumaður fólksbílsins slasaðist nokkuð. Var hann fluttur til aðhlynningar á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri en slapp þó við alvarleg meiðsli. Innlent 13.10.2005 19:10 Ekið á stúlku á Akureyri Ekið var á 10 ára stúlku á Hörgárbraut á Akureyri um fjögurleytið í dag en slysið átti sér stað þegar stúlkan var að fara yfir gangbraut. Meiðsl stúlkunnar eru talin minni háttar en hún var þó flutt á slysadeild til skoðunar. Lögreglan á Akureyri segir að stúlkan muni að öllum líkindum fara heim að skoðun lokinni. Innlent 13.10.2005 19:10 Gripnir fyrir akstur utan vega Þrír mótorhjólamenn voru gripnir fyrir akstur utan vega á norðanverðu Snæfellsnesi í gærkvöldi. Lögreglumenn á eftirlitsferð veittu athygli mannlausri bifreið með eftirvagn fyrir mótorhjól við Grákúlu, sem er eldgígur skammt frá Stykkishólmi. Frá bifreiðinni lágu hjólför sem lögreglumennirnir röktu meðal annars yfir mosavaxna hraunmöl. Innlent 13.10.2005 19:10 Eldur í fiskikörum á Stokkseyri Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning um eld í þremur fiskikörum við frystihúsið á Stokkseyri rétt eftir klukkan tvö í nótt. Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða. Samkvæmt lögreglunni á Selfossi urðu litlar skemmdir á frystihúsinu sjálfu en körin eru þó talin ónýt. Brunavarnir Árnessýslu komu á staðinn og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Innlent 13.10.2005 19:10 Myndavél rænt af leikskóla Lögreglunni í Reykjavík barst tilkynning um hádegi í dag um að brotist hefði verið inn í leikskólann Hólaborg í Breiðholti og þaðan stolið stafrænni myndavél. Lögreglan segir að engin ummerki hafi verið um að brotist hafi verið inn í leikskólann og ekki ólíklegt að einhver hafi gleymt að læsa eftir á eftir sér í gær. Lögreglan biður þá sem urðu varir við eitthvað grunsamlegt í kringum leikskólann í morgun að hafa samband. Innlent 13.10.2005 19:10 Flýðu eftir að hafa velt bíl Bíll valt á aðrein af Miklubraut niður á Reykjanesbraut í nótt. Ökumaður og farþegi komust út úr bílnum og tóku til fótanna. Lögreglan hafði nokkru síðar uppi á ökumanninum sem reyndist vera ölvaður og nokkru síðar uppi á farþeganum. Þeir verða látnir sofa úr sér í fangageymslum og yfirheyrðir í dag. Innlent 13.10.2005 19:09 Lagði hald á 4 tonn af marijúana Fíkniefnalögreglan í Mexíkó lagði á mánudaginn hald á meira en fjögur tonn af marijúana sem falin voru í stórum tankbíl sem var á leiðinni til Bandaríkjanna. Efnið fannst eftir að lögregla hafði stöðvað bílinn vegna þess að afturljósin á honum voru biluð. Við nánari athugun kom í ljós að inni í tanknum hafði verið komið fyrir átta hundruð pökkum með marijúana. Innlent 13.10.2005 19:09 Vissi ekki af fíkniefnunum Skipverjarnir á Hauki ÍS, sem handteknir voru í Þýskalandi í byrjun janúar eftir að sjö kíló af fíkniefnum fundust í farangri þeirra, hafa verið látnir lausir. Annar mannanna segist ekki hafa vitað af fíkniefnunum um borð í skipinu. Innlent 13.10.2005 19:09 Slapp ómeiddur frá veltu og eldi Ökumaður slapp ómeiddur þegar vörubíll hans valt út af veginum upp í Kárahnjúka í gær og eldur kviknaði í bílnum. Hann var að mæta öðrum stórum bíl þegar vegkanturinn gaf sig undan þunganum. Vörubíllinn er talinn ónýtur, bæði vegna skemmda við veltuna og vegna eldsins. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem eldur kviknar í bíl við veltu en fyrra tilvikið var í Norðurárdal í Borgarfirði. Innlent 13.10.2005 19:09 Bannað að brenna sinu Frá og með 1. maí var bannað að brenna sinu en sýslumenn geta veitt bændum undanþágu frá banninu fram til 15. maí, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Innlent 13.10.2005 19:09 Óttast um lítinn fiskibát í gær Óttast var að lítill fiskibátur hefði sokkið suður af Krísuvík á ellefta tímanum í gærkvöldi þegar hann hvarf út af sjálfvirka tilkynningarskyldukerfinu og svaraði ekki kalli. Búið var að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir þegar bátsverjinn svaraði loks kalli og tilkynnti að rafmagnsbilun hefði orðið um borð þannig að öll fjarskiptatæki urðu óvirk. Þurfti hann engrar aðstoðar við og voru þá aðgerðir blásnar af. Innlent 13.10.2005 19:09 Hefur lýst kröfu í þrotabú bræðra Síminn hefur þegar lýst yfir kröfum í þrotabú bræðranna Sveinbjörns Kristjánssonar og Kristjáns Ragnars Kristjánssonar vegna Landssímamálsins svokallaða. Innlent 13.10.2005 19:09 Ekki sóttir til saka vegna klúðurs Klúður þýskra yfirvalda og ónógur rökstuðningur íslensku lögreglunnar veldur því að tveir Íslendingar sem handteknir voru vegna smygls á miklu magni af marijúana og kókaíni verða ekki sóttir til saka. Innlent 13.10.2005 19:09 Fyrir dóm vegna skattsvika Fjórmenningarnir úr Landssímamálinu, sem dæmdir voru í Hæstarétti á dögunum, þurfa enn að mæta í dómsal. Þeir eru ásamt fimmta manni ákærðir fyrir skattsvik upp á tugi milljóna króna og verður málið tekið fyrir í dag. Innlent 13.10.2005 19:09 « ‹ 67 68 69 70 71 72 73 74 75 … 120 ›
Frávísun stendur í máli lækna Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Félagsdóms frá 15. apríl þar sem máli Læknafélags Íslands á hendur íslenska ríkinu var vísað frá dómi. Læknafélagið, sem kærði úrskurðinn 20. apríl, þarf að greiða ríkinu 150 þúsund krónur í kærumálskostnað. Innlent 13.10.2005 19:11
Vinnupallur hrundi við Kárahnjúka Fjórir menn slösuðust þegar vinnupallur í nokkurra metra hæð féll til jarðar á virkjansvæðinu við Kárahnjúka um klukkan eitt í dag. Óstaðfestar fréttir herma að pallurinn hafi verið í rúmlega tíu metra hæð. Tveir mannanna voru fluttir alvarlega slasaðir með sjúkrabílum á sjúkrahúsið á Egilsstöðum. Athugað er með áverka hinna tveggja í sjúkraskýlinu á svæðinu. Innlent 13.10.2005 19:11
Kókaínkaupin undu upp á sig Sjö sæta ákæru fyrir innflutning á rúmum 130 grömmum af kókaíni og þúsund e-töflum í ársbyrjun í fyrra. Við sögu koma blómasali, dóttir konu hans og kærastinn hennar, frænka blómasalans, marokkóskur maður hennar og tveir til viðbótar sem áttu pening til kaupanna. Innlent 13.10.2005 19:11
Nokkuð lífleg nótt Þó nokkrir bíða nú skýrslutöku hjá lögreglunni í Reykjavík eftir atburði næturinnar. Í tvígang stöðvaði lögregla bíla, annan á Suðurlandsvegi og hinn á Sæbraut, þar sem undir stýri voru réttindalausir ökumenn með fíkniefni í fórum sínum. Innlent 13.10.2005 19:10
Út af geðdeild og rændi bílum Ungur karlmaður, nýkominn af geðdeild Landsspítalans, stofnaði lífi vegfarenda í hættu um hádegisbil í gær. Hann rændi tveimur bílum með því að ógna ökumönnum þeirra. Innlent 13.10.2005 19:11
Geðsjúkur maður rændi bifreiðum Tvítugur maður rændi tveimur bifreiðum með skömmu millibili í dag með því að ógna ökumönnum og draga þá út. Hann var útskrifaður af geðdeild um hádegi í dag eftir að hafa verið fluttur þangað með alvarlegt þunglyndi og ranghugmyndir í gærkvöld. Litlu mátti muna að stórslys yrði. Innlent 13.10.2005 19:10
Krufning bendir til drukknunar Réttarkrufning á líki Brasilíumannsins Dantas, sem leitað var í síðasta mánuði og fannst á skeri undan Stokkseyri fyrir viku, bendir til að hann hafi drukknað. Lögreglan telur ekki ástæðu til frekari rannsókna á orsökum andláts hans. Innlent 13.10.2005 19:10
Innbrotum og þjófnuðum fækkar Innbrotum, þjófnuðum og umferðarslysum í umdæmi Hafnarfjarðarlögreglunnar hefur fækkað á fyrstu fjórum mánuðum ársins samanborið við sama tímabil áranna 2000 til 2004. Innlent 13.10.2005 19:10
Með 12 lítra af landa og fíkniefni Tveir piltar, innan við tvítugt, voru gripnir af lögreglu með tólf lítra af landa og fíkniefni á Laugaveginum um klukkan þrjú í nótt. Þessa stundina er verið að yfirheyra mennina en lögregla komst á snoðir um landann og fíkniefnin í bifreið þeirra við hefðbundið eftirlit. Innlent 13.10.2005 19:10
Ástþór sýknaður af eignaspjöllum Ástþór Magnússon, sem þekktastur er sem forsetaframbjóðandi, var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna ákæru um eignaspjöll. Honum var gefið að sök að hafa á síðasta ári tekið myndavél úr höndum annars gests á skemmtistaðnum Glaumbar, slegið henni nokkrum sinnum í barborð og síðan hent henni frá sér þannig að hún týndist. Innlent 13.10.2005 19:10
Lést eftir aðsvif undir stýri Karlmaður á sjötugsaldri fékk aðsvif undir stýri á Breiðholtsbraut í morgun, missti stjórn á bílnum og ók út af veginum. Hann var úrskurðaður látinn skömmu síðar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Innlent 13.10.2005 19:10
Tekinn á 160 Bifhjólamaður gerði tilraun til að stinga lögregluna af þegar hún reyndi að stöðva hann þar sem hann ók á 118 kílómetra hraða eftir Reykjanesbrautinni. Ók hann á meira en 160 kílometra hraða þegar eltingaleikurinn stóð sem hæst. Innlent 13.10.2005 19:10
Veittu vélhjólamanni eftirför Lögreglan í Hafnarfirði veitti ökumanni vélhjóls eftirför í nótt eftir að hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum hennar en hann ók á 118 kílómetra hraða á Reykjanesbraut. Reyndar hvarf hann úr augsýn um tíma og er talið að hann hafi þá ekið á yfir 160 kílómetra hraða. Innlent 13.10.2005 19:10
Banaslys á Breiðholtsbraut Ung kona beið bana í bílslysi á Breiðholtsbraut í morgun. Vegfarandi tilkynnti slysið til lögreglu klukkan níu í morgun en ekki er vitað nákvæmlega hvenær það átti sér stað. Konan, sem er á tvítugsaldri, ók bíl sínum í norðaustur eftir Breiðholtsbraut. Skammt frá Norðlingaholti virðist sem hún hafi ekið á vegrið og farið eftir því öfugum megin og bíllinn síðan oltið fram af veginum, en nokkur halli er þar niður þar sem reiðgöng eru undir veginum á þessum stað. Innlent 13.10.2005 19:10
Lögregla göbbuð að höfn í Gróf Lögreglan í Keflavík fékk hringingu rétt fyrir hálfþrjú í nótt og kvaðst sá sem hringdi vera við smábátahöfnina í Gróf og ætlaði hann að henda sér í sjóinn. Var lögreglan send á staðinn en þetta reyndist þó vera gabb og var sá sem hringdi staddur á öldurhúsi í Reykjavík að skemmta sér. Ekki er vitað hver hringdi en lögreglan segir málið vera í rannsókn. Innlent 13.10.2005 19:10
Rengir ekki Hróbjart "Það er veigamikill munur hvað löggjöfina varðar á tóbaki annars vegar og áfengis hins vegar," segir Höskuldur Jónsson, forstjóri Áfengis og tóbaksverslunar ríkisins. Innlent 13.10.2005 19:10
Harður árekstur á Akureyri Harður árekstur varð á gatnamótum Gránufélagsgötu og Glerárgötu á Akureyri laust eftir hádegi í gær. Þar rákust saman jeppabifreið og fólksbíll með þeim afleiðingum að ökumaður fólksbílsins slasaðist nokkuð. Var hann fluttur til aðhlynningar á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri en slapp þó við alvarleg meiðsli. Innlent 13.10.2005 19:10
Ekið á stúlku á Akureyri Ekið var á 10 ára stúlku á Hörgárbraut á Akureyri um fjögurleytið í dag en slysið átti sér stað þegar stúlkan var að fara yfir gangbraut. Meiðsl stúlkunnar eru talin minni háttar en hún var þó flutt á slysadeild til skoðunar. Lögreglan á Akureyri segir að stúlkan muni að öllum líkindum fara heim að skoðun lokinni. Innlent 13.10.2005 19:10
Gripnir fyrir akstur utan vega Þrír mótorhjólamenn voru gripnir fyrir akstur utan vega á norðanverðu Snæfellsnesi í gærkvöldi. Lögreglumenn á eftirlitsferð veittu athygli mannlausri bifreið með eftirvagn fyrir mótorhjól við Grákúlu, sem er eldgígur skammt frá Stykkishólmi. Frá bifreiðinni lágu hjólför sem lögreglumennirnir röktu meðal annars yfir mosavaxna hraunmöl. Innlent 13.10.2005 19:10
Eldur í fiskikörum á Stokkseyri Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning um eld í þremur fiskikörum við frystihúsið á Stokkseyri rétt eftir klukkan tvö í nótt. Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða. Samkvæmt lögreglunni á Selfossi urðu litlar skemmdir á frystihúsinu sjálfu en körin eru þó talin ónýt. Brunavarnir Árnessýslu komu á staðinn og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Innlent 13.10.2005 19:10
Myndavél rænt af leikskóla Lögreglunni í Reykjavík barst tilkynning um hádegi í dag um að brotist hefði verið inn í leikskólann Hólaborg í Breiðholti og þaðan stolið stafrænni myndavél. Lögreglan segir að engin ummerki hafi verið um að brotist hafi verið inn í leikskólann og ekki ólíklegt að einhver hafi gleymt að læsa eftir á eftir sér í gær. Lögreglan biður þá sem urðu varir við eitthvað grunsamlegt í kringum leikskólann í morgun að hafa samband. Innlent 13.10.2005 19:10
Flýðu eftir að hafa velt bíl Bíll valt á aðrein af Miklubraut niður á Reykjanesbraut í nótt. Ökumaður og farþegi komust út úr bílnum og tóku til fótanna. Lögreglan hafði nokkru síðar uppi á ökumanninum sem reyndist vera ölvaður og nokkru síðar uppi á farþeganum. Þeir verða látnir sofa úr sér í fangageymslum og yfirheyrðir í dag. Innlent 13.10.2005 19:09
Lagði hald á 4 tonn af marijúana Fíkniefnalögreglan í Mexíkó lagði á mánudaginn hald á meira en fjögur tonn af marijúana sem falin voru í stórum tankbíl sem var á leiðinni til Bandaríkjanna. Efnið fannst eftir að lögregla hafði stöðvað bílinn vegna þess að afturljósin á honum voru biluð. Við nánari athugun kom í ljós að inni í tanknum hafði verið komið fyrir átta hundruð pökkum með marijúana. Innlent 13.10.2005 19:09
Vissi ekki af fíkniefnunum Skipverjarnir á Hauki ÍS, sem handteknir voru í Þýskalandi í byrjun janúar eftir að sjö kíló af fíkniefnum fundust í farangri þeirra, hafa verið látnir lausir. Annar mannanna segist ekki hafa vitað af fíkniefnunum um borð í skipinu. Innlent 13.10.2005 19:09
Slapp ómeiddur frá veltu og eldi Ökumaður slapp ómeiddur þegar vörubíll hans valt út af veginum upp í Kárahnjúka í gær og eldur kviknaði í bílnum. Hann var að mæta öðrum stórum bíl þegar vegkanturinn gaf sig undan þunganum. Vörubíllinn er talinn ónýtur, bæði vegna skemmda við veltuna og vegna eldsins. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem eldur kviknar í bíl við veltu en fyrra tilvikið var í Norðurárdal í Borgarfirði. Innlent 13.10.2005 19:09
Bannað að brenna sinu Frá og með 1. maí var bannað að brenna sinu en sýslumenn geta veitt bændum undanþágu frá banninu fram til 15. maí, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Innlent 13.10.2005 19:09
Óttast um lítinn fiskibát í gær Óttast var að lítill fiskibátur hefði sokkið suður af Krísuvík á ellefta tímanum í gærkvöldi þegar hann hvarf út af sjálfvirka tilkynningarskyldukerfinu og svaraði ekki kalli. Búið var að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir þegar bátsverjinn svaraði loks kalli og tilkynnti að rafmagnsbilun hefði orðið um borð þannig að öll fjarskiptatæki urðu óvirk. Þurfti hann engrar aðstoðar við og voru þá aðgerðir blásnar af. Innlent 13.10.2005 19:09
Hefur lýst kröfu í þrotabú bræðra Síminn hefur þegar lýst yfir kröfum í þrotabú bræðranna Sveinbjörns Kristjánssonar og Kristjáns Ragnars Kristjánssonar vegna Landssímamálsins svokallaða. Innlent 13.10.2005 19:09
Ekki sóttir til saka vegna klúðurs Klúður þýskra yfirvalda og ónógur rökstuðningur íslensku lögreglunnar veldur því að tveir Íslendingar sem handteknir voru vegna smygls á miklu magni af marijúana og kókaíni verða ekki sóttir til saka. Innlent 13.10.2005 19:09
Fyrir dóm vegna skattsvika Fjórmenningarnir úr Landssímamálinu, sem dæmdir voru í Hæstarétti á dögunum, þurfa enn að mæta í dómsal. Þeir eru ásamt fimmta manni ákærðir fyrir skattsvik upp á tugi milljóna króna og verður málið tekið fyrir í dag. Innlent 13.10.2005 19:09