Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fréttamynd

Þvingun úr landi og prestar í kisubúning

Fórnarlambið í meintu frelsissviptingarmáli var þvingað til að fara úr landi af meintum gerendum sínum. Hann var sendur til Möltu en maðurinn er þarlendur ríkisborgari. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Vendingar í Euro­vision höllinni og for­seta­kosningar

Miklar vendingar hafa verið í Arena höllinni í Malmö í dag þar sem úrslitakvöld Eurovision fer fram í kvöld. Allt virtist ætla að sjóða upp úr eftir að Hollendingum var vikið úr keppni og fjórar þjóðir neituðu að taka þátt í fánaathöfn. Þá er norski stigakynnirinn hættur við að koma fram.

Innlent
Fréttamynd

Dauð lömb á túni, á­rás á Rafah og Euro­vision

Ísraelsher gerði árás á austurhluta Rafah-borgar í morgun þar sem hundruð þúsunda Palestínumanna hafa undanfarið leitað skjóls. Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær að hann myndi stöðva vopnasendingar til Ísrael ef forsætisráðherra landsins fyrirskipar árás inn á Rhafah.

Innlent
Fréttamynd

Ný könnun, stýrivextir og um­deildasta sjón­varp landsins

Seðlabankastjóri segir að gæta verði hófs í vexti ferðaþjónustunnar og í atvinnulífinu almennt. Seðlabankinn hafi fengið það hlutverk að knýja fram hófsemi með vaxtahækkunum. Miklar verðbólguvæntingar og áframhaldandi þensla séu helstu ástæður þess að vextir séu ekki lækkaðir.

Innlent
Fréttamynd

Júró­visíon í skugga stríðs­reksturs og sárs­auka­fullar upp­sagnir

Skriðdrekar Ísraelshers voru sendir inn í Rafah-borg á Gaza eldsnemma í morgun og tugir féllu í loftárásum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við stjórnmálafræðing sem er svartsýn á að vopnahlé sé í nánd og við verðum í beinni frá samstöðutónleikum með Gaza sem fara fram á sama tíma og Íslendingar keppa í Júrovisíon.

Innlent
Fréttamynd

Jarð­hræringar á Reykja­nesi, flug til Fær­eyja og verkalýðsdagurinn

Enn mælist landris við Svartsengi þrátt fyrir að vísbendingar séu um að hægt hafi á því síðustu daga. Gögn benda til þess að þrýstingur sé að aukast í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Magnús Tuma Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði um stöðuna við Svartsengi.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert eftir­lit með veðmálasíðum, land­ris við Svarts­engi og milljónasektir fyrir eldislax

Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að áhætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskir áhrifavaldar þiggi greiðslur eða hlunnindi frá fyrirtækinu. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Íslandsferðin sem breyttist í mar­tröð

Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. 

Innlent
Fréttamynd

Mikil tíðindi í glæ­nýrri könnun

Við greinum frá niðurstöðum glænýrrar könnunar Maskínu á fylgi forsetaframbjóðenda í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Metfjöldi skilaði meðmælum í Hörpu í morgun, við sýnum svipmyndir frá viðburðaríkum degi og ræðum við frambjóðendur.

Innlent
Fréttamynd

Forsetaslagurinn, leit að eig­anda fjár­muna og rjómablíða

Útlit er fyrir að tíu verði í framboði til embættis forseta Íslands þann 1. júní næstkomandi, eftir að einn bættist í hóp þeirra sem safnað hafa lágmarksfjölda meðmæla nú síðdegis. Frambjóðendur voru á útopnu um alla borg í dag, daginn áður en framboðsfrestur rennur út. Við sjáum frá deginum og ræðum við formann Landskjörstjórnar í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Kári Stefáns­son, á­kall um vaxtalækkun og hin­segin list

Fiskeldisfyrirtæki munu ekki greiða auðlindagjald samkvæmt nýju frumvarpi og verður heimilt að selja eða leigja frá sér laxahlutann án endurgjalds til ríkisins. Í kvöldfréttum verður rætt við matvælaráðherra um umdeilt frumvarp og talsmann Íslenska náttúruverndarsjóðsins sem gagnrýnir málið harðlega.

Innlent
Fréttamynd

Stórfjölgun ofbeldisbrota, firðir í hættu og hönnunarstuldur

Tilkynningum um alvarleg ofbeldisbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um áttatíu og fimm prósent á síðustu tíu árum á sama tíma og lögreglumönnum hefur fækkað um fjörutíu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við lögreglustjóra sem kallar eftir breytingum.

Innlent
Fréttamynd

Mynd­skeið úr Hamra­borg og maður sem heyrir liti með loft­neti

Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Við fjöllum um málið í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Öskrandi húsaskortur, á­tök í þinginu og þung­lyndi í boltanum

Byggja þarf helmingi meira en nú er gert til að mæta húsnæðisþörf og hagfræðingur býst við miklum verðhækkunum á næstunni vegna þessa. Háir stýrivextir hafa hægt á uppbyggingu og samdráttur í framkvæmdum á milli ára nemur þriðjungi. Við fjöllum um varhugaverða þróun á húsnæðismarkaði í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2 í beinni út­sendingu

Veitingamaðurinn Quang Le plataði félaga sinn til að giftast konu sem hann sjálfur eignaðist tvö börn með. Lögmaður segir manninn þurfa að höfða mál til að leiðrétta skráninguna en mikilvægt sé að börn séu rétt feðruð. 

Innlent