Fjallamennska

Fréttamynd

Sækja slasaðan göngumann á Strandir

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð laust eftir klukkan hálf eitt vegna göngumanns sem rann niður fjallshlíð í Norðurfirði á Ströndum og slasaðist. Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.

Innlent
Fréttamynd

„Ég fór eiginlega óvart inn í þetta“

„Þetta er eiginlega mitt lyf, þetta eru einu mómentin sem ég er chillaður í höfðinu. Þetta er mitt zen, ég er eiginlega bara í hugleiðslu í sautján tíma,“ segir hlauparinn og þjálfarinn Davíð Rúnar Bjarnason, sem um helgina tók þátt í krefjandi 112 kílómetra fjallahlaupi í Lúxemborg.

Heilsa
Fréttamynd

„Hornstrandirnar lokka mann að sér“

„Það er magnað að sigla út frá Ísafirði. Fjöllin á sjóndeildarhringnum virka mjög smá og lítilfjörleg,“ segir Steve Lewis, ævintýramaður og kvikmyndaframleiðandi.

Lífið
Fréttamynd

Göngumaðurinn fannst látinn

Göngumaður sem leitað var að á Seyðisfirði í dag fannst látinn í hlíðum Strandartinds á áttunda tímanum í kvöld. Um erlendan ferðamann er að ræða sem talið er að hafi fallið í klettum.

Innlent
Fréttamynd

Telur að lykkja á línu John Snorra hafi reynst örlagarík

Úkraínski fjallgöngugarpurinn Valentyn Sypavin telur að John Snorri Sigurjónsson hafi lent í eins konar sjálfheldu eftir að línan sem hann hékk í á niðurleið niður K2 hafi verið föst í lykkju. Hann telur ólíklegt að John Snorri hafi haft þrek til þess að koma sér úr þessum aðstæðum.

Innlent
Fréttamynd

Banaslys í Fljótsdal

Kona sem var í fjallgöngu í suðurdal Fljótsdals á Austurlandi í dag slasaðist og lést hún af völdum áverka sem hún varð fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Fingralauss fjallagarps saknað

Umfangsmikil leit að suður-kóreska fjallagarpinum Kim Hong-bin er í bígerð. Hans er saknað eftir að hann komst upp á topp hins 8.407 metra háa Broad Peak á landamærum Pakistans og Kína.

Erlent
Fréttamynd

„Ég hélt að þetta væri búið hjá mér“

“Ég hélt þetta væri búið hjá mér. Ég sá svipinn hjá Heimi og Ank og ég sagði að þetta væri mjög slæmt,“ segir Everestfarinn og göngugarpurinn Sigurður Barni Sveinsson í hlaðvarpinu 24/7 með Begga Ólafs. 

Lífið
Fréttamynd

Leitin að John Snorra og sam­ferða­mönnum mikil á­skorun

Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vann að gerð heimildarmyndar um leiðangur Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, segir það mikla áskorun að standa í leitarleiðangri upp á fjallið og framleiða heimildarmynd á sama tíma. Hann er nú á leið upp fjallið til að leita að John Snorra og samferðamönnum hans.

Erlent
Fréttamynd

Hefja leit að John Snorra og Sadpara

Sonur Sajid Sadpara sem fórst á K2 með John Snorra Sigurjónssyni í vetur og kanadísku vinur þeirra eru komnir til Pakistan til þess að hefja leit að líkum þeirra á fjallinu.

Innlent
Fréttamynd

Látin eftir slys í Hval­firði

Konan sem féll í skriðu í Hvalfirði síðastliðið þriðjudagskvöld lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi í morgun. Hún hét Sólveig Katrín Hallgrímsdóttir og var fædd árið 1977.

Innlent
Fréttamynd

Útför Johns Snorra í næstu viku

Útför Johns Snorra Sigurjónssonar fjallgöngumanns verður þriðjudaginn 22. júní. Lína Móey eiginkona hans greinir frá þessu í færslu á Facebook.

Innlent
Fréttamynd

Fagnaði sigri á gigtinni á toppi Hvannadalshnjúks

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur gekk á topp Hvannadalshnjúks um helgina, hæsta tind Íslands. Dagur þjáist af gigt og þarf vikulega á lyfjagjöf að halda. Hann segir ólýsanlegt að hafa náð þessum áfanga eftir óvissuna vegna veikindanna síðustu ár. 

Lífið
Fréttamynd

Ís­­lendingur á gjör­­gæslu eftir Co­vid-smit á E­verest

Ís­lensk-kúb­verski fjall­göngu­maðurinn Y­an­dy Nu­nez Martinez, sem reyndi að klífa að toppi E­verest í síðasta mánuði, er nú á gjör­gæslu í Katmandú í Nepal eftir að hafa fengið blóð­tappa í lungu ofan í Co­vid-19 smit. Eigin­kona hans segir hann heppinn að vera á lífi en hann er nú á bata­vegi.

Innlent
Fréttamynd

Voru Covid-smitaðir á toppi Everest

Sigurður B. Sveinsson og Heimir F. Hallgrímsson, íslensku fjallagarparnir sem náðu á topp Everest um síðustu helgi, greindust með Covid-19 í Nepal gær. Þeir byrjuðu að finna fyrir einkennum í efstu búðum Everest, áður en þeir komust á toppinn, og eru nú í einangrun í grunnbúðum Everest.

Innlent