Verslun

Fréttamynd

Sól­ey og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni

Það ríkti sannkölluð síðsumarstemning í verslun Kormáks & Skjaldar á Laugaveginum á dögunum þegar ný herralína frá Sóley Organics var kynnt til leiks. Fjölmargir lögðu leið sína í miðborgina og skáluðu fyrir samstarfinu í blíðskaparveðri.

Lífið
Fréttamynd

Ný verslun nærri þúsund fer­metrum stærri en sú gamla

Krónan opnar nýja matvöruverslun í dag, laugardag, í nýju verslunarhúsnæði við Fitjabraut 5 í Reykjanesbæ. Hin nýja verslun tekur við af minni verslun Krónunnar Fitjum sem lokaði fyrr í vikunni eftir að hafa þjónustað íbúa Suðurnesja í tíu ár. Í tilkynningu frá Krónunni kemur fram að rýmið er rúmir 2.400 fermetrar að stærð og er á meðal stærstu verslunum Krónunnar, auk þess sem hún er ein stærsta matvöruverslun á Suðurnesjum.

Neytendur
Fréttamynd

Verð­munur getur verið allt að 28 prósent

Verslunin Prís í Kópavogi hefur verið ódýrust í samanburði verðlagseftirlits ASÍ frá opnunardegi verslunarinnar í ágúst í fyrra og verið vel undir verði annarra verslana allan þann tíma. Sem stendur er Prís um 6% ódýrara en Bónus og Krónan að meðaltali og 10% ódýrara en Nettó. Sælgæti frá Nóa Siríus heldur áfram að hækka í verði og áhugavert er að sjá lækkun á vöruverði hjá Krónunni við komu Prís á markaðinn.

Neytendur
Fréttamynd

Valdi hættur að spila í neðri deildunum

Viðskiptavinir í Geisladiskabúð Valda þurfa ekki lengur að draga inn magann og halda niðri í sér andanum þegar þeir mætast í búðinni. Flutningar eru á næsta leiti í sögufrægt húsnæði þar sem verður nóg pláss til að vafra um.

Lífið
Fréttamynd

Klíndu límmiðum á Orms­son sem versla ekki einu sinni við Rapyd

Starfsmönnum í raftækjaversluninni Ormsson brá heldur í brún þegar þeir mættu í vinnuna í morgun þar sem aðgerðarsinnar höfðu klínt límmiðum á inngang verslunarinnar sem á stóð „Rapyd styður þjóðarmorð“. Ormsson er ekki einu sinni í viðskiptum við Rapyd, að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins, sem eru ekki sáttir við óverknaðinn og segja það hafa verið mjög erfitt að fjarlægja „óþverra límmiðana“.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í verslunar­hús­næði á Lauga­vegi

Tilkynnt var um eld sem komið hafði upp í verslunarhúsnæði á horni Laugavegs og Ingólfsstrætis á tólfta tímanum í dag. Um var ræða minniháttar eld og hann hefur þegar verið slökktur.

Innlent
Fréttamynd

Einu verslun Þing­eyringa lokað

Einu verslun Þingeyringa verður lokað að öllu óbreyttu um mánaðamótin. Um ræðir sjoppuna Hammonu sem selur matvæli og ýmislegt nytsamlegt. Eiganda verslunarinnar bauðst starf í vegavinnu.

Innlent
Fréttamynd

„Þurfum að huga að for­vörnum“

Heilbrigðisráðherra segir áform um lagasetningu er varðar heildstæða löggjöf fyrir tóbaks- og nikótínvörur fyrst og fremst sett fram til að vernda börn og ungmenni. 

Innlent
Fréttamynd

Tekjur Haga jukust á fyrsta árs­fjórðungi

Rekstur Haga hf. á fyrsta ársfjórðungi gekk vel og var í samræmi við áætlanir stjórnenda, en tekjur félagsins jukust um sjö prósent og námu 33,2 milljörðum króna. Félagið segir bætta afkomu einkum til komna vegna áhrifa af rekstri færeysku verslunarinnar SMS auk þess sem afkoma stærstu rekstrareininga styrkist milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Í vörn gegn sjálfum sér?

Innlendar kjötafurðastöðvar og tengd fyrirtæki hrepptu vel rúmlega meirihluta heimilda til að flytja inn tollfrjálst nauta-, svína- og alifuglakjöt frá ríkjum Evrópusambandsins, samkvæmt niðurstöðum tollkvótaútboðs sem atvinnuvegaráðuneytið birti fyrr í vikunni. Tollkvótinn fyrir þessar kjöttegundir, samkvæmt tvíhliða samningi Íslands og ESB, er samtals 1.226 tonn á seinni helmingi ársins. Fengu afurðastöðvar og tengd fyrirtæki úthlutað tæplega 745 tonna kvóta, eða 60,8%. Afurðastöðvarnar hafa bætt duglega við sig á fimm árum, en árið 2021 komu 28,73% tollkvóta fyrir þessar kjöttegundir frá ESB í hlut þeirra.

Skoðun