Lífið Hamfarasálmar Svik, harmur og dauði er stórkostleg plata á svo margan hátt að það er erfitt að útskýra það. Ég ætla samt að reyna. Fyrir utan að vera stórskemmtileg í þungarokklegu tilliti er svo margt við plötuna sem kemur spánskt fyrir sjónir að ég get eiginlega ekki beðið eftir að koma því í orð. Gagnrýni 31.8.2011 22:02 Framleiðir mynd með Hollywood-stjörnum „Við virðumst hafa hitt naglann með þessu hlutverkavali og höfum verið með puttann á púlsinum. Svartur á leik er alvöru,“ segir Þórir Snær Sigurjónsson kvikmyndaframleiðandi. Lífið 31.8.2011 22:02 Íbúar fastir í lofthjúpi Fyrirtæki Stevens Spielberg, DreamWorks Television, ætlar að framleiða nýja sjónvarpsþáttaröð byggða á vísindaskáldsögu Stephens King, Under the Dome. King sjálfur tekur þátt í framleiðslunni. Þættirnir fjalla um íbúa smábæjarins Chester’s Mill í Maine sem festast inni í einhvers konar lofthjúpi sem ekkert kemst í gegnum, þar á meðal flugvélar. Enginn skilur hvernig þessi hjúpur varð til eða hvaðan hann kom. Dale Barbara, fyrrverandi hermaður í Írak, og aðrir hugrakkir bæjarbúa gera hvað þeir geta til að losa sig við hjúpinn áður en það verður of seint. Lífið 31.8.2011 22:02 Hathaway í Vesalinga Hoopers Tom Hooper, sem síðast gerði The King‘s Speech, er nú að safna liði fyrir sína mynd. Hooper ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur því hann hyggst gera mynd eftir söngleiknum Vesalingunum sem er byggður á skáldsögu Victors Hugo. Hooper hefur auðvitað ótakmarkaðan aðgang að fjármagni eftir velgengni The King‘s Speech og hefur fengið Anne Hathaway til að leika aðalkvenhlutverkið. Hathaway hefur haft í nægu að snúast eftir að hafa staðið sig með stakri prýði sem kynnir Óskarsverðlaunanna, en hún mun meðal annars leika kattarkonuna í The Dark Knight Rises, síðustu Batman-mynd Christopher Nolan. Lífið 31.8.2011 22:02 Ísfólkið verður Ísþjóðin Lausn er fundin á deilu norska rithöfundarins Margit Sandemo og Ríkissjónvarpsins vegna sjónvarpsþáttarins Ísfólkið með Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur. Þátturinn mun heita Ísþjóðin með Ragnhildi Steinunni. Innlent 31.8.2011 22:02 Litríkur hljóðheimur Beirut Þriðja breiðskífa Beirut, The Rip Tide, er komin út. Sterk áhrif frá Balkanskaganum, Frakklandi og Mexíkó eru sem fyrr til staðar. Tónlist 31.8.2011 22:02 Reyktu ösku Tupac Shakur Meðlimir rappsveitarinnar Outlawz sem Tupac Shakur stofnaði segjast hafa reykt ösku rapparans sáluga. Þetta gerðist á minningarathöfn um Tupac, sem var skotinn til bana í Las Vegas 1996. „Við héldum litla minningar-athöfn fyrir hann með mömmu hans og fjölskyldu hans. Við fórum á ströndina með alls konar dót sem hann fílaði, eins og gras, kjúklingavængi og appelsín,“ sagði rapparinn Young Noble. Það var svo rapparinn EDI Mean sem ákvað að aska Tupac yrði reykt. Hugmyndina fékk hann úr laginu Black Jesus, þar sem Tupac biður félaga sína um að reykja ösku sína þegar hann deyr. Lífið 31.8.2011 22:02 Skandínavar sjúkir í ljósblátt sjónvarpsefni Skandínavískir sjónvarpsþættir hafa alltaf notið mikilla vinsælda hér á landi og margir eru eflaust þeirrar skoðunar að Norðmenn, Svíar og Danir ættu að vera fyrirmyndir íslenskra sjónvarpsstöðva. Þeir eiga sér hins vegar sínar dökku hliðar. Lífið 31.8.2011 22:02 Slapp með skrekkinn Popparinn Justin Bieber slapp með skrekkinn þegar hann lenti í árekstri í Los Angeles. Atvikið átti sér stað í bílastæðahúsi neðanjarðar þegar ökumaður Hondu-bifreiðar ók lítillega utan í svarta Ferrari-glæsikerru Biebers. Enginn slasaðist og hvorugur bíllinn skemmdist. Atvikið átti sér stað innan við tveimur sólarhringum eftir að Bieber hlaut MTV-verðlaun fyrir myndband sitt við lagið U Smile. Popparinn, sem var uppgötvaður af söngvaranum Usher, er um þessari mundir að fylgja eftir sinni fyrstu plötu, My World, sem kom út í fyrra. Lífið 31.8.2011 22:02 Smile lítur dagsins ljós Hinar „týndu“ Smile-upptökur The Beach Boys frá árunum 1966-67 líta loksins dagsins ljós 31. október. Lífið 31.8.2011 22:02 Britney vill eignast barn Britney Spears er sögð vilja eignast barn með kærasta sínum Jason Trawick. Söngkonan á fyrir tvo syni, hinn fimm ára Sean Preston og hinn fjögurra ára Jayden James, með fyrrverandi eiginmanni sínum Kevin Federline. Fregnir herma að Spears vilji reyna að búa til systkini handa þeim eftir að tónleikaferð hennar um heiminn lýkur í lok ársins. „Hún hefur alltaf viljað eignast stóra fjölskyldu en vill líka sanna fyrir sjálfri sér og fjölskyldu sinni að hún sé góð móðir. Hún vill annað tækifæri til að sýna hvað í henni býr,“ sagði heimildarmaður. Lífið 31.8.2011 22:02 Brjálaðir bankaræningjar Jesse Eisenberg leikur aðalhlutverkið í gamanhasarmyndinni 30 Minutes or Less sem frumsýnd verður um helgina. Eisenberg sló auðvitað fyrst í gegn í kvikmyndinni Zombieland og fylgdi þeirri velgengni eftir með hinni frábæru The Social Network. Lífið 31.8.2011 22:02 The Vaccines hætt við Airwaves „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt,“ segir Kamilla Ingibergsdóttir hjá Iceland Airwaves. Breska rokksveitin The Vaccines, með Íslendinginn Árna Hjörvar Árnason á bassanum, er hætt við að koma fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem fer fram í Reykjavík í október. Ástæðan er hálsaðgerð sem söngvarinn Justin Young þarf að gangast undir, sú þriðja á þessu ári. Fyrir vikið hefur sveitin aflýst fyrirhuguðum tónleikum sínum víða um heim í september og fram til 26. október, skömmu eftir að Airwaves-hátíðinni lýkur. Lífið 31.8.2011 22:02 Toppurinn á ferlinum Tónlistarmaðurinn Lou Reed segir að samstarf hans við rokkarana í Metallica sé toppurinn á hans ferli. „Við spiluðum saman og þá vissi ég það strax,“ sagði hann. „Þetta var algjör draumur.“ Reed og Metallica hófu óvænt samstarf og tóku upp plötuna Lulu sem kemur út 31. október. Lífið 31.8.2011 22:02 Svakaleg óvissuferð kvikmyndaáhugafólks „Ég get lofað því að þetta verður svakalegasta bíóupplifun sem fólk hefur séð á landinu. Ég held að það komist ekkert í hálfkvisti við þetta,“ segir Sigurður Kjartan Kristinsson. Lífið 31.8.2011 22:02 Friðrik V hættur á Kexinu „Það er engin dramatík í kringum þetta, við ætluðum alltaf að hafa þetta samstarf svona,“ segir Pétur Hafliði Marteinsson, einn eigenda veitinga- og gistihússins KEX. Lífið 30.8.2011 22:06 Látin leika vondar konur af því ég er svo góð manneskja „Ég er nú vön þessu, er yfirleitt fengin til að leika ráðríku, leiðinlegu og freku eiginkonuna,“ segir Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona. Lífið 30.8.2011 22:05 Áfengislaus tónleikaröð Arnars Kaffi, kökur & rokk & ról nefnist ný tónleikaröð sem hefst í Vonar-húsi SÁÁ þriðjudaginn 6. september. Fram koma Benni Hemm Hemm og Prins Póló. Lífið 30.8.2011 22:05 Valinn maður í hverju rúmi Sigurður Flosason saxófónleikari hefur verið afkastamikill í plötuútgáfu undanfarin ár og hefur ráðist í mjög ólík verkefni, m.a. spunakonserta með Sinfóníuhljómsveit Íslands, stórsveitartónlist og margs konar annan djass. Lífið 30.8.2011 22:05 Þrjár plötur og tveir söngleikir á árinu Tónlistarmaðurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson hefur unnið að gerð þriggja ólíkra hljómplatna að undanförnu og hefur því haft í nógu að snúast. Lífið 30.8.2011 22:05 Bjóða fram sverð sín og skildi „Ef kallið kemur þá erum við tilbúnir,“ segir Hafsteinn Pétursson, jarl og forsvarsmaður skylmingafélagsins Rimmugýgjar í Hafnarfirði. Lífið 28.8.2011 20:07 Krúserfólk í góðum gír Árlegt mót Krúserklúbbsins var haldið við verslun N1 á Bíldshöfða á dögunum. Bílaáhugafólk lét sig ekki vanta. Lífið 28.8.2011 20:07 Með slökkviliði á Ólympíuleika „Við munum fylgja þeim eftir eins og skugginn þarna úti,“ segir Garðar Örn Arnarson, nemi í Kvikmyndaskóla Íslands. Lífið 28.8.2011 20:07 Símanördar skrifa tækniblogg "Við höfum lengi fylgst með tækniumfjöllun á netinu og okkur fannst vanta tækniblogg á íslensku,“ segir Atli Stefán G. Yngvason. Lífið 28.8.2011 20:07 Verður aldrei FM-afinn „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegur tími. Og ég sé ekki fram á að hætta þessu á næstunni,“ segir útvarpsmaðurinn Sigvaldi Kaldalóns, betur þekktur sem Svali á FM 957. Í gær fagnaði Svali merkum tímamótum í sínu lífi því þá voru liðin tuttugu ár frá því að hann fór að vinna fyrir sér sem útvarpsmaður þrátt fyrir að hafa orðið aðeins 37 ára í apríl á þessu ári. Lífið 28.8.2011 20:07 Bauð Lively í veislu Leonardo DiCaprio bauð kærustu sinni, leikkonunni Blake Lively, í afmæli Ben Affleck um daginn. Affleck og Lively þekkjast ágætlega því hann leikstýrði og lék móti henni í kvikmyndinni The Town. Lífið 28.8.2011 20:07 Ítalska Vogue sakað um kynþáttahatur Á vefsíðu tískutímaritsins ítalska Vogue er að finna tískuþátt sem vakið hefur hörð viðbrðgð lesenda. Um er að ræða tískuþátt sem fjallar um nýja tískubylgju í eyrnalokkatísku, eða gullhringi. Höfundur tískuþáttarins ákvað að nota fyrirsögnina „Þrælalokkar“ og í textanum er lögð áhersla á að gullhringir hafi í gegnum tíðina verið mest notaðir af „lituðum konum sem komu til suðurhluta Bandaríkjanna gegnum þrælaverslun“. Lífið 26.8.2011 20:39 Konungar og drottningar Hollywood-hæða Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian gekk í það heilaga fyrir viku. Fréttamiðlar hið vestra halda því fram að körfuboltamaðurinn Kris Humphries hafi þar með kvænst inn í konungsfjölskyldu Hollywood-hæða. Lífið 26.8.2011 20:39 Leggja konum lið Samtökin UN Women skipuleggja Fiðrildaviku sem fram fer um miðjan september. Markmið átaksins er að hvetja Íslendinga til að standa með „systrum“ sínum í fátækustu löndum heims. Þetta er í annað sinn sem Fiðrildavikan er haldin, en hún fór fyrst fram árið 2008 og söfnuðust þá um hundrað milljónir króna. Lífið 26.8.2011 20:39 María fékk nóg af ónæði frá leikurum María Sigurðardóttir, hárgreiðslunemi í Reykjavík, er skráð til heimilis á Akureyri og hefur gefist upp á því að vera ruglað saman við nöfnu sína, Maríu Sigurðardóttur, leikhússtjóra hjá Leikfélagi Akureyrar. Hún brá því á það ráð að setja "ekki leikhússtjóri“ fyrir aftan nafnið sitt á vefsíðunni já.is. Jólakort frá þjóðþekktum leikara gerði útslagið en hann þakkaði Maríu kærlega fyrir samstarfið á árinu sem var að líða. Lífið 26.8.2011 20:39 « ‹ 43 44 45 46 47 48 49 50 51 … 102 ›
Hamfarasálmar Svik, harmur og dauði er stórkostleg plata á svo margan hátt að það er erfitt að útskýra það. Ég ætla samt að reyna. Fyrir utan að vera stórskemmtileg í þungarokklegu tilliti er svo margt við plötuna sem kemur spánskt fyrir sjónir að ég get eiginlega ekki beðið eftir að koma því í orð. Gagnrýni 31.8.2011 22:02
Framleiðir mynd með Hollywood-stjörnum „Við virðumst hafa hitt naglann með þessu hlutverkavali og höfum verið með puttann á púlsinum. Svartur á leik er alvöru,“ segir Þórir Snær Sigurjónsson kvikmyndaframleiðandi. Lífið 31.8.2011 22:02
Íbúar fastir í lofthjúpi Fyrirtæki Stevens Spielberg, DreamWorks Television, ætlar að framleiða nýja sjónvarpsþáttaröð byggða á vísindaskáldsögu Stephens King, Under the Dome. King sjálfur tekur þátt í framleiðslunni. Þættirnir fjalla um íbúa smábæjarins Chester’s Mill í Maine sem festast inni í einhvers konar lofthjúpi sem ekkert kemst í gegnum, þar á meðal flugvélar. Enginn skilur hvernig þessi hjúpur varð til eða hvaðan hann kom. Dale Barbara, fyrrverandi hermaður í Írak, og aðrir hugrakkir bæjarbúa gera hvað þeir geta til að losa sig við hjúpinn áður en það verður of seint. Lífið 31.8.2011 22:02
Hathaway í Vesalinga Hoopers Tom Hooper, sem síðast gerði The King‘s Speech, er nú að safna liði fyrir sína mynd. Hooper ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur því hann hyggst gera mynd eftir söngleiknum Vesalingunum sem er byggður á skáldsögu Victors Hugo. Hooper hefur auðvitað ótakmarkaðan aðgang að fjármagni eftir velgengni The King‘s Speech og hefur fengið Anne Hathaway til að leika aðalkvenhlutverkið. Hathaway hefur haft í nægu að snúast eftir að hafa staðið sig með stakri prýði sem kynnir Óskarsverðlaunanna, en hún mun meðal annars leika kattarkonuna í The Dark Knight Rises, síðustu Batman-mynd Christopher Nolan. Lífið 31.8.2011 22:02
Ísfólkið verður Ísþjóðin Lausn er fundin á deilu norska rithöfundarins Margit Sandemo og Ríkissjónvarpsins vegna sjónvarpsþáttarins Ísfólkið með Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur. Þátturinn mun heita Ísþjóðin með Ragnhildi Steinunni. Innlent 31.8.2011 22:02
Litríkur hljóðheimur Beirut Þriðja breiðskífa Beirut, The Rip Tide, er komin út. Sterk áhrif frá Balkanskaganum, Frakklandi og Mexíkó eru sem fyrr til staðar. Tónlist 31.8.2011 22:02
Reyktu ösku Tupac Shakur Meðlimir rappsveitarinnar Outlawz sem Tupac Shakur stofnaði segjast hafa reykt ösku rapparans sáluga. Þetta gerðist á minningarathöfn um Tupac, sem var skotinn til bana í Las Vegas 1996. „Við héldum litla minningar-athöfn fyrir hann með mömmu hans og fjölskyldu hans. Við fórum á ströndina með alls konar dót sem hann fílaði, eins og gras, kjúklingavængi og appelsín,“ sagði rapparinn Young Noble. Það var svo rapparinn EDI Mean sem ákvað að aska Tupac yrði reykt. Hugmyndina fékk hann úr laginu Black Jesus, þar sem Tupac biður félaga sína um að reykja ösku sína þegar hann deyr. Lífið 31.8.2011 22:02
Skandínavar sjúkir í ljósblátt sjónvarpsefni Skandínavískir sjónvarpsþættir hafa alltaf notið mikilla vinsælda hér á landi og margir eru eflaust þeirrar skoðunar að Norðmenn, Svíar og Danir ættu að vera fyrirmyndir íslenskra sjónvarpsstöðva. Þeir eiga sér hins vegar sínar dökku hliðar. Lífið 31.8.2011 22:02
Slapp með skrekkinn Popparinn Justin Bieber slapp með skrekkinn þegar hann lenti í árekstri í Los Angeles. Atvikið átti sér stað í bílastæðahúsi neðanjarðar þegar ökumaður Hondu-bifreiðar ók lítillega utan í svarta Ferrari-glæsikerru Biebers. Enginn slasaðist og hvorugur bíllinn skemmdist. Atvikið átti sér stað innan við tveimur sólarhringum eftir að Bieber hlaut MTV-verðlaun fyrir myndband sitt við lagið U Smile. Popparinn, sem var uppgötvaður af söngvaranum Usher, er um þessari mundir að fylgja eftir sinni fyrstu plötu, My World, sem kom út í fyrra. Lífið 31.8.2011 22:02
Smile lítur dagsins ljós Hinar „týndu“ Smile-upptökur The Beach Boys frá árunum 1966-67 líta loksins dagsins ljós 31. október. Lífið 31.8.2011 22:02
Britney vill eignast barn Britney Spears er sögð vilja eignast barn með kærasta sínum Jason Trawick. Söngkonan á fyrir tvo syni, hinn fimm ára Sean Preston og hinn fjögurra ára Jayden James, með fyrrverandi eiginmanni sínum Kevin Federline. Fregnir herma að Spears vilji reyna að búa til systkini handa þeim eftir að tónleikaferð hennar um heiminn lýkur í lok ársins. „Hún hefur alltaf viljað eignast stóra fjölskyldu en vill líka sanna fyrir sjálfri sér og fjölskyldu sinni að hún sé góð móðir. Hún vill annað tækifæri til að sýna hvað í henni býr,“ sagði heimildarmaður. Lífið 31.8.2011 22:02
Brjálaðir bankaræningjar Jesse Eisenberg leikur aðalhlutverkið í gamanhasarmyndinni 30 Minutes or Less sem frumsýnd verður um helgina. Eisenberg sló auðvitað fyrst í gegn í kvikmyndinni Zombieland og fylgdi þeirri velgengni eftir með hinni frábæru The Social Network. Lífið 31.8.2011 22:02
The Vaccines hætt við Airwaves „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt,“ segir Kamilla Ingibergsdóttir hjá Iceland Airwaves. Breska rokksveitin The Vaccines, með Íslendinginn Árna Hjörvar Árnason á bassanum, er hætt við að koma fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem fer fram í Reykjavík í október. Ástæðan er hálsaðgerð sem söngvarinn Justin Young þarf að gangast undir, sú þriðja á þessu ári. Fyrir vikið hefur sveitin aflýst fyrirhuguðum tónleikum sínum víða um heim í september og fram til 26. október, skömmu eftir að Airwaves-hátíðinni lýkur. Lífið 31.8.2011 22:02
Toppurinn á ferlinum Tónlistarmaðurinn Lou Reed segir að samstarf hans við rokkarana í Metallica sé toppurinn á hans ferli. „Við spiluðum saman og þá vissi ég það strax,“ sagði hann. „Þetta var algjör draumur.“ Reed og Metallica hófu óvænt samstarf og tóku upp plötuna Lulu sem kemur út 31. október. Lífið 31.8.2011 22:02
Svakaleg óvissuferð kvikmyndaáhugafólks „Ég get lofað því að þetta verður svakalegasta bíóupplifun sem fólk hefur séð á landinu. Ég held að það komist ekkert í hálfkvisti við þetta,“ segir Sigurður Kjartan Kristinsson. Lífið 31.8.2011 22:02
Friðrik V hættur á Kexinu „Það er engin dramatík í kringum þetta, við ætluðum alltaf að hafa þetta samstarf svona,“ segir Pétur Hafliði Marteinsson, einn eigenda veitinga- og gistihússins KEX. Lífið 30.8.2011 22:06
Látin leika vondar konur af því ég er svo góð manneskja „Ég er nú vön þessu, er yfirleitt fengin til að leika ráðríku, leiðinlegu og freku eiginkonuna,“ segir Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona. Lífið 30.8.2011 22:05
Áfengislaus tónleikaröð Arnars Kaffi, kökur & rokk & ról nefnist ný tónleikaröð sem hefst í Vonar-húsi SÁÁ þriðjudaginn 6. september. Fram koma Benni Hemm Hemm og Prins Póló. Lífið 30.8.2011 22:05
Valinn maður í hverju rúmi Sigurður Flosason saxófónleikari hefur verið afkastamikill í plötuútgáfu undanfarin ár og hefur ráðist í mjög ólík verkefni, m.a. spunakonserta með Sinfóníuhljómsveit Íslands, stórsveitartónlist og margs konar annan djass. Lífið 30.8.2011 22:05
Þrjár plötur og tveir söngleikir á árinu Tónlistarmaðurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson hefur unnið að gerð þriggja ólíkra hljómplatna að undanförnu og hefur því haft í nógu að snúast. Lífið 30.8.2011 22:05
Bjóða fram sverð sín og skildi „Ef kallið kemur þá erum við tilbúnir,“ segir Hafsteinn Pétursson, jarl og forsvarsmaður skylmingafélagsins Rimmugýgjar í Hafnarfirði. Lífið 28.8.2011 20:07
Krúserfólk í góðum gír Árlegt mót Krúserklúbbsins var haldið við verslun N1 á Bíldshöfða á dögunum. Bílaáhugafólk lét sig ekki vanta. Lífið 28.8.2011 20:07
Með slökkviliði á Ólympíuleika „Við munum fylgja þeim eftir eins og skugginn þarna úti,“ segir Garðar Örn Arnarson, nemi í Kvikmyndaskóla Íslands. Lífið 28.8.2011 20:07
Símanördar skrifa tækniblogg "Við höfum lengi fylgst með tækniumfjöllun á netinu og okkur fannst vanta tækniblogg á íslensku,“ segir Atli Stefán G. Yngvason. Lífið 28.8.2011 20:07
Verður aldrei FM-afinn „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegur tími. Og ég sé ekki fram á að hætta þessu á næstunni,“ segir útvarpsmaðurinn Sigvaldi Kaldalóns, betur þekktur sem Svali á FM 957. Í gær fagnaði Svali merkum tímamótum í sínu lífi því þá voru liðin tuttugu ár frá því að hann fór að vinna fyrir sér sem útvarpsmaður þrátt fyrir að hafa orðið aðeins 37 ára í apríl á þessu ári. Lífið 28.8.2011 20:07
Bauð Lively í veislu Leonardo DiCaprio bauð kærustu sinni, leikkonunni Blake Lively, í afmæli Ben Affleck um daginn. Affleck og Lively þekkjast ágætlega því hann leikstýrði og lék móti henni í kvikmyndinni The Town. Lífið 28.8.2011 20:07
Ítalska Vogue sakað um kynþáttahatur Á vefsíðu tískutímaritsins ítalska Vogue er að finna tískuþátt sem vakið hefur hörð viðbrðgð lesenda. Um er að ræða tískuþátt sem fjallar um nýja tískubylgju í eyrnalokkatísku, eða gullhringi. Höfundur tískuþáttarins ákvað að nota fyrirsögnina „Þrælalokkar“ og í textanum er lögð áhersla á að gullhringir hafi í gegnum tíðina verið mest notaðir af „lituðum konum sem komu til suðurhluta Bandaríkjanna gegnum þrælaverslun“. Lífið 26.8.2011 20:39
Konungar og drottningar Hollywood-hæða Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian gekk í það heilaga fyrir viku. Fréttamiðlar hið vestra halda því fram að körfuboltamaðurinn Kris Humphries hafi þar með kvænst inn í konungsfjölskyldu Hollywood-hæða. Lífið 26.8.2011 20:39
Leggja konum lið Samtökin UN Women skipuleggja Fiðrildaviku sem fram fer um miðjan september. Markmið átaksins er að hvetja Íslendinga til að standa með „systrum“ sínum í fátækustu löndum heims. Þetta er í annað sinn sem Fiðrildavikan er haldin, en hún fór fyrst fram árið 2008 og söfnuðust þá um hundrað milljónir króna. Lífið 26.8.2011 20:39
María fékk nóg af ónæði frá leikurum María Sigurðardóttir, hárgreiðslunemi í Reykjavík, er skráð til heimilis á Akureyri og hefur gefist upp á því að vera ruglað saman við nöfnu sína, Maríu Sigurðardóttur, leikhússtjóra hjá Leikfélagi Akureyrar. Hún brá því á það ráð að setja "ekki leikhússtjóri“ fyrir aftan nafnið sitt á vefsíðunni já.is. Jólakort frá þjóðþekktum leikara gerði útslagið en hann þakkaði Maríu kærlega fyrir samstarfið á árinu sem var að líða. Lífið 26.8.2011 20:39