Besta deild karla

Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-ÍBV 1-3 | Eyjamenn unnu fyrsta útisigurinn

Keflavík og ÍBV mættust í fjórðu umferð Bestu deildar karla á heimavelli Keflvíkinga á gervigrasvellinum við Nettó-höllina. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust Keflvíkingar yfir 1-0 en Eyjamenn voru fljótir að svara fyrir sig og komust í 1-3 sem urðu lokatölur leiksins. ÍBV vann sinn annan sigur í röð í deildinni og lyfti sér upp í sjötta sæti með sex stig. Keflvíkingar sitja hins vegar enn í áttunda sæti með fjögur stig.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Við stækkuðum um helming“

Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV í Bestu deild karla í knattspyrnu, lét vel í sér heyra á hliðarlínunni þegar hans lið heimsótti Keflavík í fjórðu umferð deildarinnar. Eyjamenn unnu 1-3 sigur eftir að hafa lent undir og Hermann fór ekki leynt með ánægju sína að leik loknum þegar hann ræddi við fréttamann Vísis.

Fótbolti
Fréttamynd

Segja ákvörðun KSÍ íslenskri knattspyrnu ekki til heilla

Stjórn knattspyrnudeildar FH sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem félagið gagnrýnir vinnubrögð Knattspyrnusambands Íslands í kjölfar þess að KSÍ varð ekki við ósk félagsins um að fresta leik FH og KR sem átti að fara fram á Kaplakrikavelli í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Oliver til ÍBV

Fótboltamaðurinn Oliver Heiðarsson er genginn í raðir ÍBV frá FH. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við ÍBV.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KSÍ hafnaði beiðni FH um frestun

„Leikurinn verður á föstudaginn. Mótanefnd KSÍ hafnaði ósk FH um frestun á leiknum,“ segir Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, varðandi ósk FH um að fresta leik liðsins gegn KR í Bestu deild karla.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ekkert séð frá honum“

Stefán Ingi Sigurðarson kom inn á sem varamaður Breiðabliks í 2-1 tapi liðsins á móti ÍBV. Sérfræðingar Stúkunnar ræddu frammistöðu hans í leiknum.

Fótbolti