Fótbolti

Fréttamynd

Sjáðu tvennu Arnórs sem skaut Norr­köping á toppinn

Það er mikil ábyrgð á herðum landsliðsmannsins Arnórs Sigurðssonar þessa dagana en sparkspekingar í Svíþjóð telja hann með betri leikmönnum sænsku úrvalsdeildarinnar. Arnór stóð undir væntingum í dag þegar hann skoraði tvívegis í 2-1 sigri Norrköping á Värnamo.

Fótbolti
Fréttamynd

Hefur átta leiki til að bæta marka­metið

Erling Braut Håland skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Manchester City á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni á laugardag. Hann hefur nú jafnað markamet deildarinnar í 20 liða deild þegar enn eru átta umferðir eftir.

Enski boltinn
Fréttamynd

Barcelona unnið sex­tíu leiki í röð

Barcelona vann 4-0 sigur á Atlético Madríd í spænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í dag. Það væri ekki frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að Barcelona hefur nú unnið 60 deildarleiki í röð.

Fótbolti
Fréttamynd

Real marði sigur á Cá­diz | PSG vann toppslaginn

Real Madríd vann 2-0 útisigur á Cádiz í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Mörkin tvö komu undir lok leiks. Þá vann París Saint-Germain toppslaginn í Frakklandi á meðan toppliðin á Ítalíu misstigu sig.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þetta var þolin­mæðis­verk“

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum ánægður með 2-0 sigur á Keflavík í dag. KR var sterkari aðilinn í leiknum í Keflavík í dag og er liðið komið með fjögur stig eftir tvær fyrstu umferðirnar í Bestu deild karla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gylfi geti sótt bætur vilji hann það

Hæstaréttarlögmaður segir að Gylfi Þór Sigurðsson geti að öllum líkindum fengið skaðabætur úr hendi breska ríkisins nú þegar hann er laus allra mála þar í landi. 

Fótbolti
Fréttamynd

Fótboltakonur borði of lítið

Ný rannsókn í Háskóla norðurslóða í Noregi sýnir fram á að margar knattspyrnukonur sem spila á hæsta stigi borða of lítið til að geta náð fram sínu besta í leikjum og á æfingum.

Fótbolti
Fréttamynd

Fastan og fótboltinn fari vel saman

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands samþykkti í gær að leyfa leikmönnum að óska eftir drykkjarhléi í fótboltaleikjum á Íslandi á meðan á Ramadan, heilagasti mánuður múslima, stendur. Mánuðinum fylgir fasta og Sami Kamel, leikmaður Keflavíkur, fastar þessa dagana og fagnar reglubreytingunni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Man Utd missti báða mið­verðina af velli og henti frá sér unnum leik

Það má segja að Sevilla sé með tak á Manchester United en þrátt fyrir að lenda 0-2 undir á Old Trafford í kvöld tókst liðinu að jafna metin. Það er því allt jafnt fyrir síðari leik liðanna sem fram fer í Andalúsíu eftir viku. Það sem meira er, bæði Raphaël Varane og Lisandro Martínez fóru meiddir af velli. Sá síðari virtist alvarlega meiddur.

Fótbolti
Fréttamynd

Hamrarnir í brasi í Belgíu

West Ham United náði aðeins jafntefli gegn Gent i fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Lokatölur 1-1 og allt í járnum fyrir síðari leik liðanna í Lundúnum eftir viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Vindurinn stendur undir nafni

Landsliðsmaðurinn fyrrverandi Birkir Már Sævarsson er með gælunafnið „Vindurinn“ vegna þess gríðarlega hraða sem hann býr yfir. Þrátt fyrir að vera orðinn 38 ára gamall virðist ekkert farið að hægjast á Birki Má sem var fljótasti leikmaður Vals í 1. umferð Bestu deildar karla.

Íslenski boltinn