Segir Mourinho að troða bikarsafninu þar sem sólin skín ekki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2023 12:31 Antonio Cassano er ekki hrifinn af José Mourinho og aðferðum hans. Vísir Það verður seint sagt að José Mourinho, knattspyrnustjóra Roma á Ítalíu, og Antonio Cassano, fyrrverandi leikmanni Roma sem og ítalska landsliðsins, sé vel til vina. Þeir hafa skotið á hvorn annan í gegnum fjölmiðla að undanförnu og nú hefur Cassano sagt Mourinho að hann viti hvert hann geti troðið öllum þeim verðlaunagripum sem hann hefur unnið á ferlinum. Þannig er mál með vexti að Cassano hóf leiðindin þegar hann gagnrýndi Mourinho opinberlega. Sagði hann að portúgalski þjálfarinn væri latur og að honum væri „alveg sama um fótbolta.“ Jose Mourinho hits back at Antonio Cassano after the former striker claimed he 'doesn't give a s*** about football' https://t.co/8EJgJjyCcd— MailOnline Sport (@MailSport) April 9, 2023 Mourinho verður seint þekktur fyrir að taka gagnrýni vel og svaraði um hæl. Hann gagnrýndi feril Cassano og sagði hann vera „miðlungs.“ Cassano hóf feril sinn hjá Bari en spilaði með Roma frá 2001 til 2006. Þaðan fór hann til Real Madríd en náði aldrei að festa sig í sessi. Spilaði framherjinn með Sampdoria, AC Milan, Inter Milan, Parma og Verona eftir það. Þá spilaði Cassano 39 A-landsleiki og skoraði 10 mörk. Mourinho passaði sig einnig að nefna þá titla sem hann hefur unnið í gegnum tíðina. Cassano svaraði því svo í síðasta þætti sápuóperu þeirra félaga. „Ég hef aldrei talað illa um persónuna Mourinho. Ég þekki hann ekki og get ekki dæmt persónu hans. Ég mun halda áfram að gagnrýna hann hvað fótbolta varðar. Hann veit hvert hann getur troðið verðlaununum sem hann hefur unnið.“ „Mourinho vann Sambandsdeild Evrópu með Roma en hann hagaði sér skammarlega, var til vandræða og móðgaði leikmenn. Ég þurfti ekki að vinna neitt, ég spilaði til að skemmta áhorfendum. Mér var alveg sama um titla og bikara. Mourinho vinnur með því að spila ógeðfelldan fótbolta, hann verður að skilja að hann er slakur þjálfari,“ sagði Cassano. Mourinho eftir sigur í Sambandsdeildinni.Silvia Lore/Getty Images Mourinho og lærisveinar hans heimsækja Feyenoord í Hollandi í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í dag. Um er að ræða liðin sem mættust í úrslitum Sambandsdeildarinnar á síðustu leiktíð og þá hafði Roma betur 1-0. Leikurinn hefst klukkan 16.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Sjá meira
Þeir hafa skotið á hvorn annan í gegnum fjölmiðla að undanförnu og nú hefur Cassano sagt Mourinho að hann viti hvert hann geti troðið öllum þeim verðlaunagripum sem hann hefur unnið á ferlinum. Þannig er mál með vexti að Cassano hóf leiðindin þegar hann gagnrýndi Mourinho opinberlega. Sagði hann að portúgalski þjálfarinn væri latur og að honum væri „alveg sama um fótbolta.“ Jose Mourinho hits back at Antonio Cassano after the former striker claimed he 'doesn't give a s*** about football' https://t.co/8EJgJjyCcd— MailOnline Sport (@MailSport) April 9, 2023 Mourinho verður seint þekktur fyrir að taka gagnrýni vel og svaraði um hæl. Hann gagnrýndi feril Cassano og sagði hann vera „miðlungs.“ Cassano hóf feril sinn hjá Bari en spilaði með Roma frá 2001 til 2006. Þaðan fór hann til Real Madríd en náði aldrei að festa sig í sessi. Spilaði framherjinn með Sampdoria, AC Milan, Inter Milan, Parma og Verona eftir það. Þá spilaði Cassano 39 A-landsleiki og skoraði 10 mörk. Mourinho passaði sig einnig að nefna þá titla sem hann hefur unnið í gegnum tíðina. Cassano svaraði því svo í síðasta þætti sápuóperu þeirra félaga. „Ég hef aldrei talað illa um persónuna Mourinho. Ég þekki hann ekki og get ekki dæmt persónu hans. Ég mun halda áfram að gagnrýna hann hvað fótbolta varðar. Hann veit hvert hann getur troðið verðlaununum sem hann hefur unnið.“ „Mourinho vann Sambandsdeild Evrópu með Roma en hann hagaði sér skammarlega, var til vandræða og móðgaði leikmenn. Ég þurfti ekki að vinna neitt, ég spilaði til að skemmta áhorfendum. Mér var alveg sama um titla og bikara. Mourinho vinnur með því að spila ógeðfelldan fótbolta, hann verður að skilja að hann er slakur þjálfari,“ sagði Cassano. Mourinho eftir sigur í Sambandsdeildinni.Silvia Lore/Getty Images Mourinho og lærisveinar hans heimsækja Feyenoord í Hollandi í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í dag. Um er að ræða liðin sem mættust í úrslitum Sambandsdeildarinnar á síðustu leiktíð og þá hafði Roma betur 1-0. Leikurinn hefst klukkan 16.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Sjá meira