Fótbolti

Fréttamynd

Jörundur Áki og Vanda um skýrslu Grétars Rafns: „Við treystum okkar félögum“

„Þessi vinna sem Grétar Rafn [Steinsson] lagði á sig skilur eftir sig samantekt á hans starfi. Þar fer hann yfir bæði starf okkar í KSÍ og aðeins inn í starf félaganna,“ segir Jörundur Áki Sveinsson, sviðsstjóri Knattspyrnusviðs KSÍ. Hann og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, mættu í Bítið á Bylgjunni á morgun og ræddu skýrslu Grétars Rafns og málefni tengd KSÍ.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fyrsti deildarsigur Chelsea í rúma tvo mánuði

Eftir að hafa ekki unnið deildarleik síðan þann 16. október síðastliðinn vann Chelsea loksins deildarleik er liðið tók á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-0 og Chelsea situr nú í áttunda sæti deildarinnar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Everton vill Anthony Elanga á láni

Það styttist í að vetrarglugginn á Englandi opni og eru félögin í ensku úrvalsdeildinni farin að líta í kringum sig. Samkvæmt The Athletic er Everton sagt áhugasamt um að fá Anthony Elanga, leikmann Manchester United, á láni.

Sport
Fréttamynd

Totten­ham kom til baka gegn Brent­ford

Enska úrvalsdeildin í fótbolta fór af stað með pompi og prakt eftir nokkurra vikna frí vegna HM í Katar. Fyrsti leikur dagsins var leikur Brentford og Tottenham Hotspur en hann var vægast sagt spennandi, lokatölur 2-2.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fjöldi stór­stjarna getur samið við ný lið í janúar

BT Sport hefur tekið saman hvaða knattspyrnumenn verða samningslausir næsta sumar því það þýðir að í janúar mega þeir hefja samningaviðræður við erlend félög. Á listanum má finna leikmenn á borð við Lionel Messi, Jorginho, Milan Škriniar og Karim Benzema.

Fótbolti
Fréttamynd

Suárez á leið til Brasilíu

Úrúgvæski knattspyrnumaðurinn Luis Suárez er á leið til Gremio í brasilísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Suárez lék seinast með Nacional í heimalandinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Er ein­hver eftir í Kefla­vík?

Finnski miðvörðurinn Dani Hatakka er genginn í raðir FH eftir að hafa spilað með Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta í sumar. Hann er einn af fjölmörgum leikmönnum sem hefur nú yfirgefið Keflavík og því vert að spyrja sig hvort einhver sé eftir í liðinu sem náði góðum árangri á síðustu leiktíð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ör­v­fættir mið­verðir eftir­sóttir

Áherslan á að halda boltanum betur og spila honum hraðar sín á milli í heimsfótboltanum þýðir að nú eru öll félög í óðaönn að leita sér að örvfættum miðvörðum. Það vekur athygli hversu mörg lið geta boðið upp á tvíeyki í miðverði sem innihalda bæði rétt- og örvfættan leikmann í Bestu deild karla á meðan sama er ekki upp á teningnum í Bestu deild kvenna.

Fótbolti