Sport

Everton vill Anthony Elanga á láni

Andri Már Eggertsson skrifar
Anthony Elanga í leik með Manchester United gegn Burnley í Carabao Cup
Anthony Elanga í leik með Manchester United gegn Burnley í Carabao Cup Vísir/Getty

Það styttist í að vetrarglugginn á Englandi opni og eru félögin í ensku úrvalsdeildinni farin að líta í kringum sig. Samkvæmt The Athletic er Everton sagt áhugasamt um að fá Anthony Elanga, leikmann Manchester United, á láni.

Everton er í botnbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Everton hefur leikið sextán leiki í deildinni. Everton hefur aðeins unnið þrjá leiki, gert fimm jafntefli og tapað átta leikjum. Frank Lampard, knattspyrnustjóri Everton, er meðvitaður um að það þurfi að styrkja liðið fram á við í janúar.

Everton hefur verið í vandræðum með að skora mörk en Everton hefur aðeins skorað tólf mörk en aðeins Nottingham Forest og Wolves sem er í fallsæti ensku deildarinnar hafa skorað færri mörk. Anthony Gordon er markahæstur hjá Everton með þrjú mörk en hann er einn af tveimur leikmönnum sem hefur skorað meira en eitt mark fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni.

Samkvæmt heimildum The Athletic ætlar Everton að reyna að sækja leikmenn að láni frekar en að eyða í leikmannakaup. Anthony Elanga, leikmaður Manchester United, hefur fengið fá tækifæri hjá Manchester United og er Everton sagt áhugasamt um að fá hann að láni það sem eftir er leiktíðar. Matheus Cunha, leikmaður Atletico Madrid, er einnig eftirsóttur af bæði Everton og Wolves.

Í síðasta janúar glugga fékk Everton til sín Donny van de Beek á láni frá Manchester United en hann spilaði aðeins sjö deildarleiki fyrir Everton og skoraði í þeim eitt mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×