Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“

Vinirnir Guðmundur Benediktsson (Gummi Ben) og Sigurvin Ólafsson (Venni) voru lengi vel samherjar en hafa einnig mæst nokkrum sinnum á knattspyrnuvellinum. Nýverið mættust þeir á golfvellinum ásamt Steve dagskrá bræðrum og úr varð kostuleg keppni.

Golf
Fréttamynd

Hareide fámall varðandi fram­tíð sína í starfi

Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og stjórn KSÍ hafa ekki rætt um framhaldið á samstarfi sínu. Uppsagnarákvæði er í samningi Hareide sem hægt er að virkja í lok þessa mánaðar og sjálfur er Norðmaðurinn fámall aðspurður hvort hann vilji halda áfram með liðið.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við ræðum það ekki við fjöl­miðla“

Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide vildi hafa Gylfa Þór Sigurðsson í landsliðshópi Íslands fyrir komandi verkefni í Þjóðadeild karla í fótbolta. Gylfi komst hins vegar að samkomulagi við KSÍ um að hann myndi hvíla í leikjunum tveimur.

Fótbolti
Fréttamynd

Henry harð­orður í garð Mbappé

Franska goðsögnin Thierry Henry gagnrýndi landa sinn Kylian Mbappé eftir frammistöðu hans með Real Madríd tapi liðsins fyrir AC Milan í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Hann auðveldi liðsfélögum sínum ekki lífið.

Fótbolti