
Alþingiskosningar 2021

Andrés Ingi genginn til liðs við Pírata
Andrés Ingi Jónsson, alþingismaður utan þingflokka sem áður sat á þingi fyrir Vinstri græn, hefur gengið til liðs við þingflokk Pírata. Frá þessu greinir Andrés sjálfur frá nú síðdegis.

Einar vill aftur á þing
Einar A. Brynjólfsson kennari hyggst gefa kost á sér í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi vegna Alþingiskosninganna í haust. Hann sækist eftir að leiða lista flokksins.

Greta Ósk sækist eftir sæti á lista Pírata í Kraganum
Greta Ósk Óskarsdóttir bókmenntafræðingur og bætiefnaráðgjafi sækist eftir sæti á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi. Framundan er prófkjör hjá flokknum.

Flokkurinn, sem gleymdi uppruna sínum og tilgangi og geltist
Í eina tíð var eitt helzta slagorð Sjálfstæðisflokksins „stétt-með-stétt“. Og, þetta var meira en slagorð. Þetta var stefnumörkun, sem var framkvæmd og stóðst. Þingmenn voru með margvíslegan bakgrunn; komu úr ólíkum starfsgreinum, höfðu ólíka menntun og feril að baki. Flokkurinn hafði oft um 40% fylgi. Þjóðarflokkur.

Þórunn mögulega aftur í framboð í Kraganum
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM og fyrrverandi ráðherra og þingmaður, er nú orðuð við þingframboð fyrir Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi.

Nýtum sveigjanleika í skólamálum til að létta á samgöngum
Í sveitarstjórnarkosningum árið 2018 náðum við Píratar í Kópavogi þeim áfanga að ná inn fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs, ég tók í kjölfarið sæti í Umhverfis og samgöngunefnd Kópavogs.

Viðreisn stillir upp á lista
Þrjú landshlutaráð Viðreisnar hafa ákveðið að nota uppstillingu við skipan á framboðslista. Enn á eftir að taka ákvörðun um hvernig skal raðað á lista í tveimur kjördæmum.

Róbert sækist eftir fyrsta sæti á lista Vinstri grænna
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, ætlar að sækjast eftir oddvitasæti í forvali Vinstri grænna í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar sem fram fara í september.

Katrín Sif vill leiða Pírata í Norðvesturkjördæmi
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi formaður kjaranefndar ljósmæðrafélags Íslands vill leiða Pírata í Norðvesturkjördæmi.

Varaformaðurinn sagður nú sækjast eftir sæti á lista
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfrulltrúi og varaformaður Samfylkingar, er sögð hafa látið þau boð berast til uppstillingarnefndar Samfylkingarinnar í Reykjavík að hún sé reiðubúin taka sæti á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar.

Fimm konur og fimm karlar bjóða sig fram fyrir Framsókn í NV-kjördæmi
Fimm konur og fimm karlar sækjast eftir sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Val á listann mun fara fram með póstkosningu dagana 16. febrúar til 13. mars að því er fram kemur í tilkynningu frá kjörstjórn Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.

Ný tækifæri í smærri innlendri áfengisframleiðslu
Mikil gróska hefur verið í innlendri áfengisframleiðslu síðastliðin ár, og þá sérstaklega hjá smærri innlendum framleiðendum á öli og sterku áfengi.

Ofbeldi á Alþingi
„Á Alþingi er ofbeldi. Það er ofbeldisfullur vinnustaður“. Þetta eru orð sem núverandi þingmaður lét falla í kynningu fyrir mögulega frambjóðendur til komandi alþingiskosninga.

Höfum leyft okkur að kalla stjórnmálafólk ónytjunga og aumingja
Forsætisráðherra vonar að hægt verði að taka fyrir dreifingu á kostuðum nafnlausum áróðri á samfélagsmiðlum með nýju frumvarpi. Forrystufólk í stjórnmálum þarf að sammælast um að forðast persónuárásir og ofbeldisfulla umræðu í aðdraganda kosninga, að mati formanns Viðreisnar.

Gunnar Ingiberg vill leiða Pírata í Norðvesturkjördæmi
Gunnar Ingiberg Guðmundsson, fyrrverandi varaþingmaður Pírata í Norðvesturkjördæmi, gefur kost á sér til að leiða lista Pírata í Norðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu Gunnars Ingibergs til fjölmiðla.

Mikilvægt að taka fyrir persónuárásir í aðdraganda kosninga
Forrystufólk í stjórnmálum þarf að senda skýr skilaboð til grasrótarinnar um að ofbeldisfull og meiðandi umræða verði ekki liðin að mati formanns Viðreisnar. Hún telur mikilvægt að bregðast við þróuninni nú í aðdraganda kosninga.

Tvær flugur, eitt kjördæmi
Í viðtali sem Ríkisútvarpið tók á dögunum við Ólaf Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, kom fram að jöfnunarsæti í kosningum til Alþingis séu of fá til að tryggja jöfnuð milli þingflokka í samræmi við atkvæðamagn á landsvísu.

Albertína á von á sínu fyrsta barni og hættir á þingi
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar hyggst ekki gefa kost á sér til að taka sæti ofarlega á lista flokksins fyrir næstu Alþingiskosningar. Hún hyggst einbeita sér að nýju verkefni; fyrsta barni hennar og eiginmannsins.

Spyr hvers vegna 83 prósent vilji Samfylkinguna ekki í stjórn
Fjármálaráðherra segir Ísland skipa sér í flokk með ríkjum þar sem spilling sé minnst. Ísland hefur samt fallið úr ellefta sæti í það sautjánda á viðurkenndum alþjóðlegum mælikvarða.

Róbert liggur undir feldi
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, íhugar nú að bjóða sig fram í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir þingkosningarnar sem fram fara næsta haust.

Segist vanur brekkunum og hefur engar áhyggjur
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segist engar áhyggjur hafa af því að Framsóknarflokkurinn mælist ekki með einn þingmann í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur ef kosið yrði til Alþingis nú. Um er að ræða niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu fyrir fréttastofuna sem fjalla var um í morgun.

Jódís gefur kost á sér í annað sætið
Jódís Skúladóttir, lögfræðingur og oddviti VG í Múlaþingi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti á lista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Jódísi.

Tólf gefa kost á sér í forvali VG í Norðausturkjördæmi
Alls hafa tólf manns gefið kost á sér í forvali Vinstri grænna um fimm efstu sætin á lista flokksins fyrir þingkosningar næsta haust. Forvalið verður rafrænt og haldið 13. til 15. febrúar næstkomandi.

Framsókn næði ekki inn manni í Reykjavík
Framsóknarflokkurinn næði ekki inn þingmanni í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur ef kosið yrði til Alþingis nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Þá mælist Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Fjörutíu prósent ánægð með störf ríkisstjórnarinnar
Tæplega fjörutíu prósent landsmanna segjast ánægð með störf ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir eðlilegt að stuðningur dali nú þegar betur efnaghagskrísan eftir faraldurinn sé farin að bíta.

Kosningar 2021: Stjórnmálaviðhorfið í upphafi kosningaárs
Í haust fara alþingiskosningar fram við sérstæðar aðstæður, líkast til undir lok skæðasta heimsfaraldurs í lifandi manna minnum (vonandi verður hann ekki enn í miklum gangi). Við – ásamt heimsbyggðinni allri – verðum þá væntanlega á fyrstu stigum í uppgjöri við hann og viðbrögðin við honum.

Fjölgar um einn flokk á Alþingi samkvæmt nýrri könnun
Það fjölgar um einn flokk á Alþingi samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á fylgi flokkanna. Sósíalistaflokkurinn kæmi nýr inn á þing og flokkarnir yrðu þá alls níu.

Jóna Þórey vill á þing fyrir Samfylkinguna
Jóna Þórey Pétursdóttir ætlar að gefa kost á sér á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.

Steinunn Ýr segir kvenfyrirlitningu grassera innan Samfylkingarinnar
Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar lista. Logi Einarsson formaður hefur sigið inn í heitar umræður og reynt að lægja öldur.

Rósa Björk vill leiða lista Samfylkingarinnar í Kraganum
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur sóst eftir að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum.