Íslenski handboltinn

Fréttamynd

Anna Úrsula: Fannst við alltaf betri aðilinn

„Við erum ekkert smá sáttar, markmiðið var allan tímann að komast í úrslitin og við náðum því," sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, eftir 25-15 sigur á Fylki í undanúrslitum Eimskips-bikarsins í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Sunna María : Súrt að detta út

„Það er frekar súrt að detta út svona rétt fyrir úrslitin," sagði Sunna María Einarsdóttir leikmaður Fylkis eftir 15-25 tap fyrir Valsstúlkum í Eimskipsbikarnum í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Valdimar: Magnaður karakterssigur

Valdimar Fannar Þórsson, leikmaður Vals, var kátur í leikslok eftir að Valsmenn tryggðu sér sæti í úrslitum Eimskipsbikarsins í handbolta eftir 33-31 sigur gegn Fram í framlengdum leik að Hlíðarenda í dag. Valdimar fór fyrir liði Vals og skoraði átta mörk.

Handbolti
Fréttamynd

Valsmenn í bikarúrslitaleikinn fjórða árið í röð

Valsmenn tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum fjórða árið röð eftir 33-31 sigur á Fram eftir framlengingu í undanúrslitaleik liðanna í Eimskipsbikar karla í Vodafonehöllinni í dag. Staðan var 25-25 eftir venjulegan leiktíma. Valsmenn voru þremur mörkum undir um miðja seinni hálfeiks en komu til baka og náðu síðan fjögurra marka forskoti í framlenginunni.

Handbolti
Fréttamynd

Stella: Við eigum fullt erindi í þetta lið

„Við byrjuðum alveg hræðilega í kvöld en sýndum síðan þegar leið á leikinn að við erum með ekkert verra lið en þær,“ sagði Stella Sigurðardóttir, leikmaður Framara, eftir leikinn í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Einar: Spiluðum virkilega vel síðustu 45 mínúturnar

Einar Jónsson, þjálfari Fram, var eftir allt saman nokkuð ánægður með leikinn í kvöld. Framarar þurftu að sætta sig við tveggja marka tap gegn Blomberg-Lippe í 16-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Fram var á tímabili tíu mörkum undir í leiknum en náðu með harðfylgni að komast aftur inn í leikinn.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Framstelpur eiga enn möguleika þrátt fyrir skelfilega byrjun

HSG Blomberg-Lippe sigraði Fram, 26-24, í fyrri viðureign liðina í Evrópukeppni-bikarhafa í kvöld en leikurinn fór fram í Safamýri. Heimastúlkur byrjuðu leikinn skelfilega og voru á tímabili tíu mörkum undir. Framstúlkur sýndu gríðarlega mikinn karakter í síðari hálfleiknum og náðu hægt og bítandi að komast inn í leikinn. Stella Sigurðardóttir lék frábærlega fyrir Fram en hún skoraði níu mörk.

Handbolti
Fréttamynd

Sex silfurstrákar í besta handboltaliði Íslands frá upphafi

Núverandi leikmenn íslenska handboltalandsliðsins voru áberandi í kosningu RÚV á besta handboltaliði Íslands frá upphafi en sex af átta leikmönnum liðsins voru að spila á nýloknu Heimsmeistaramóti í Svíþjóð og tóku þátt í að vinna silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og brons á Evrópumótinu í Austurríki 2010.

Handbolti
Fréttamynd

Akureyri og FH drógust saman í bikarnum

Það var dregið í undanúrslit Eimskipsbikars karla og kvenna í þættinum hjá Þorsteini J. á Stöð 2 Sport í kvöld þar sem stórleikurinn er á milli Akureyringa og FH-inga sem þegar eru búin að leika einn úrslitaleik á þessu tímabili.

Handbolti
Fréttamynd

Íris Ásta: Alltaf gaman að vinna Fram

„Þetta er mjög sætur sigur og það er alltaf gaman að vinna Fram,“ sagði Íris Ásta Pétursdóttir úr liði Vals eftir sigur liðsins á Fram í úrslitum deildarbikar kvenna í handbolta, 22-23, í kvöld. Íris Ásta fór fyrir liði Vals og skoraði alls sex mörk í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Ásbjörn: Sýndum úr hverju við erum gerðir

„Við lendum mest fjórum mörkum undir í síðari hálfleik og það er sú staða þar sem við höfum verið að brotna í vetur. Í kvöld sýndum við karakter og sýndum úr hverju við erum gerðir.“

Handbolti
Fréttamynd

Akureyri slátraði Haukum

Akureyri er komið í úrslit deildarbikarkeppni karla eftir sigur á Haukum, 29-16, og mætir þar FH en hvorugur undanúrslitaleikurinn í kvöld reyndist spennandi viðureign.

Handbolti
Fréttamynd

FH fór illa með Fram

FH er komið í úrslitaleik deildarbikarkeppni karla eftir öruggan sigur á Fram í undanúrslitum í kvöld, 40-31.

Handbolti