Íslenski handboltinn

Fréttamynd

Fram mætir Val í úrslitunum

Það verða Fram og Valur sem mætast í úrslitum deildarbikarkeppni kvenna eftir sigur fyrrnefnda liðsins á Fylki í undanúrslitum í dag, 29-25.

Handbolti
Fréttamynd

Kristinn spáir Akureyri og Fram í úrslitaleikinn

Vísir fékk Kristinn Guðmundsson, annan þjálfara karlaliðs HK til þess að spá í undanúrslitaleiki í deildarbikar karla í handbolta sem fara fram í Strandgötu í Hafnarfirði í dag. Kristinn spáir jöfnun og spennandi leikjunum en býst við því að Akureyri og Fram mætist í úrslitaleiknum.

Handbolti
Fréttamynd

Alexander og Anna Úrsúla handknattleiksfólk ársins

Stjórn Handknattleikssambands Íslands hefur útnefnt Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur og Alexander Petersson Handknattleiksmann og Handknattleikskonu ársins 2010 en bæði átti þau flott ár bæði með sínum félagsliðum sem og með íslensku landsliðunum. Þetta kemur fram á heimasíðu HSÍ.

Handbolti
Fréttamynd

Undanúrslit deildarbikarsins í Strandgötu í dag

Deildarbikar HSÍ fer fram fjórða árið í röð milli jóla og nýárs og í dag fara undanúrslitin fram í Íþróttahúsinu Strandgötu í Hafnarfirði. Fjögur efstu lið í N1 deildum karla og kvenna komust að venju í keppnina og er þá miðað við stöðu liðanna eftir seinustu umferð fyrir jól þar sem öll lið hafa leikið jafn marga í leiki.

Handbolti
Fréttamynd

Þriggja marka tap í síðasta leiknum á móti Norðmönnum

Íslenska 21 árs landsliðið tapaði 32-35 á móti Noregi í þriðja og síðasta æfingaleik þjóðanna sem fram fór á Selfossi í kvöld. Ísland vann fyrsta leikinn 29-29 á laugardaginn en liðin gerðu síðan 25-25 jafntefli í gær. Selfyssingurinn Ragnar Jóhannsson var markahæstur en hann skoraði 7 mörk einu meira en Akureyringarnir Guðmundur Hólmar Helgason og Oddur Gretarsson.

Handbolti
Fréttamynd

Ísland hafði betur gegn Noregi

U-21 landslið Íslands í handbolta vann í kvöld sigur á Noregi, 29-27, í æfingaleik sem fór fram í íþróttahúsinu í Strandgötu í Hafnarfirði.

Handbolti
Fréttamynd

Guðmundur: Var köflótt hjá okkur

„Við minnkuðum muninn í eitt mark í seinni hálfleiknum og áttum alla möguleika en það þurfti meira í kjölfarið. Það þurfti betri vörn og það þurfti betri sóknarleik eftir þennan góða kafla," sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Svíþjóð í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Búið að velja U-21 árs landsliðið

Þeir Einar Guðmundsson og Einar Andri Einarsson, þjálfarar U-21 árs liðs karla í handbolta, hafa valið 18 manna æfingahóp sem mun leika þrjá vináttulandsleiki í desember.

Handbolti
Fréttamynd

Hrafnhildur: Búin að bíða eftir þessu í ansi mörg ár

Hrafnhildur Skúladóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu eru nú á lokasprettinum í undirbúningi sínum fyrir Evrópumótið sem hefst eftir viku. Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari tilkynnti lokahóp sinn á blaðamannafundi í dag.

Handbolti
Fréttamynd

EM-hópur Júlíusar tilbúinn

Júlíus Jónasson, landsliðsþálfari kvenna í handknattleik valdi í dag leikmannahóp sinn sem fer á EM í Danmörku í næsta mánuði.

Handbolti
Fréttamynd

Flenging á norska vísu

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik var kjöldregið af frábæru norsku liði er þau mættust í dag. Lokatölur 35-14 fyrir Noreg en staðan í leikhléi var 19-7.

Handbolti
Fréttamynd

Einar: Allt getur gerst í bikarnum

Dregið var í fjórðungsúrslit Eimskipsbikarkeppni kvenna í dag og neitaði Einar Jónsson, þjálfari Fram, því ekki að niðurstaðan hafi verið góð fyrir keppnina sjálfa.

Handbolti
Fréttamynd

Framkonur komnar áfram í sextán liða úrslitin

Kvennalið Fram er komið í sextán liða úrslit Evrópukeppni bikarhafa eftir sjö marka sigur, 31-24, í seinni leiknum á móti úkraínska liðinu Podatkova í dag. Fram vann fimmtán marka sigur í fyrri leiknum í gær og náði mest tíu marka forskoti í leiknum í dag. Sætið í sextán liða úrslitunum var því aldrei í hættu.

Handbolti
Fréttamynd

Ekki ónýtt að setja heimsmet fyrir hádegi

Einar Hólmgeirsson stórskytta er aftur kominn á ferðina með félagi sínu Ahlen Hamm. Hann mun spila sinn fyrsta leik með félaginu í háa herrans tíð um helgina þegar það mætir Aroni Kristjánssyni og lærisveinum hans í Hannover Burgdorf.

Handbolti
Fréttamynd

Eðlilegt að einhverjar sitji svekktar heima

Júlíus Jónasson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur valið nítján leikmenn í íslenska lands­liðið sem fer á æfingamót í Noregi um þarnæstu helgi. Svo verður fækkað um þrjá í hópnum og fara sextán leikmenn Evrópumeistara­mótið í Danmörku og Noregi í næsta mánuði. Allir leikir Íslands verða í Danmörku.

Handbolti