Ástin á götunni

Fréttamynd

Hundrað milljónir evra til evrópskra félagsliða

Um það bil 580 knattspyrnufélög í öllum aðildarlöndum UEFA munu fá skerf af þeim fjármunum sem UEFA hefur aflað með úrslitakeppni EM sem lauk nýlega og fram fór í Póllandi og Úkraínu. Þetta er fjölgun um 400 félög frá árinu 2008, en þá var þessi fjöldi "einungis“ 180. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Fótbolti
Fréttamynd

Þorvaldur dæmir í Meistaradeild UEFA

Þorvaldur Árnason mun dæma seinni leik SP Tre Penne frá San Marínó og F91 Dudelange frá Luxemborg en leikurinn er í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar UEFA. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Fótbolti
Fréttamynd

Eyjamenn rúlluðu Hetti upp

Pepsi-deildarlið ÍBV tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu með 6-1 heimasigri á Hetti sem leikur í 1. deild. Eyjamenn leiddu 4-0 í hálfleik en heimamenn höfðu mikla yfirburði í leiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KA vann Þór og Fjölnismenn fóru á toppinn

Þrír leikir fóru fram í 1. deild karla í fótbolta í kvöld og stórleikur kvöldsins var nágrannaslagur Akureyrarliðanna KA og Þórs. KA vann þar dramatískan 3-2 sigur á nágrönnunum sínum en Þórsliðið missti fyrir vikið toppsætið til Fjölnismanna sem unnu á sama tíma 2-0 sigur á Tindastól.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Færði landsliðsstelpunum rós á kvenréttindadaginn

Guðni Kjartansson, aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, sló í gegn í Búlgaríu í gær þegar hann færði öllum konum í liðinu rós í tilefni af kvenréttindadeginum. Íslenska landsliðið mætir heimastúlkum á morgun í undankeppni EM.

Íslenski boltinn