Ástin á götunni

Fréttamynd

Naumt tap fyrir Evrópumeisturunum

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 0-1 á móti Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik sínum í Algarve-bikarnum en leiknum var að ljúka í Portúgal. Þýskaland hefur þar með unnið alla tólf leiki sína við Ísland hjá A-landsliðum kvenna en síðustu tveir leikir hafa endað með naumum eins marks sigri.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Karalandsliðið í fótbolta í aðalhlutverki í Boltanum á X-inu 977

Íslensku landsliðsmennirnir í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson og Rúrik Gíslason, verða í viðtali í Boltanum á X-inu 977 í dag. Þátturinn er á milli 11 og 12. Ísland mætir Svartfjallalandi í vináttulandsleik í dag kl. 17 og verður rætt um leikinn sem fram fer í bænum Podgorica. Það er Valtýr Björn Valtýsson sem stýrir þættinum í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Hingað er ég komin til að vinna titla

Margrét Lára Viðarsdóttir er nýbyrjuð að spila með þýska liðinu Turbine Potsdam, einu besta félagsliði heims í kvennaknattspyrnunni. Í ítarlegu viðtali segir hún frá áætlunum sínum, bæði innan sem utan fótboltavallarins og langvarandi baráttu hennar við meiðsli.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Japan – Ísland 3-1

Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla beið lægri hlut 3-1 í vináttulandsleik gegn Japan í Osaka í morgun. Mörk Japana komu eftir klaufagang í íslensku vörninni en Arnór Smárason minnkaði muninn úr vítaspyrnu í viðbótartíma.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Förum í leikinn til þess að vinna

Lars Lagerbäck stýrir íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í fyrsta sinn í dag í vináttuleik gegn Japan í Osaka. Sigur er aðalmarkmiðið hjá sænska þjálfaranum. Hann er hrifinn af metnaði leikmannanna sinna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

22 ár síðan þjálfari byrjaði á útisigri

Lars Lagerbäck getur í dag orðið fyrsti landsliðsþjálfari Íslands í rétt tæp 22 ár sem byrjar landsliðsþjálfaraferil sinn með sigri á útivelli. Það hefur ekki gerst síðan Ísland vann 2-1 sigur á Lúxemborg í fyrsta leik Svíans Bo Johansson 28. mars 1990.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hundrað japanskir blaðamenn mættu á fundinn hjá Lagerbäck

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hélt blaðamannafund í morgun að íslenskum tíma fyrir vináttulansleik Íslands og Japans á morgun. Blaðamannafundurinn var fjölmennur samkvæmt frétt á ksi.is en hátt í eitt hundrað fulltrúar fjölmiðla voru mættir til að varpa spurningum til þjálfaranna tveggja. Lagerbäck var spurður fjölmargra spurninga.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Óvíst hver verði fyrirliði Íslands

Íslenska landsliðið í knattspyrnu er komið til Japans og æfði í Osaka í gær. Liðin mætast í fyrramálið kl. 10.20 að íslenskum tíma og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rúnar Már á leiðinni til Aserbaídsjan

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert breytingu á hópnum sínum fyrir leik á móti Aserbaídsjan í undankeppni EM en leikurinn fer fram í Aserbaídsjan 29. febrúar næstkomandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Tryggvi Guðmundsson gestur hjá Mána í Boltanum á X-inu 977

Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, verður gestur í Boltanum á X-inu 977 í dag á milli 11-12. Þorkell Máni Pétursson er umsjónarmaður þáttarins og þar verður farið yfir helstu fréttapunkta dagsins. Meistaradeildin kemur þar við sögu en tveir leikir fara fram í dag og kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigurður valdi tvo nýliða | systurnar úr Eyjum í A-landsliðshópnum

Tveir nýliðar eru í A-landsliðshóp íslenska kvennalandsliðsins tekur þátt á Algarve Cup. Sigurður Ragnar Eyjólfsson tilkynnti val sitt í dag en fyrsti leikur Íslands er gegn Þjóðverjum þann 29.febrúar. Ísland lék til úrslita á þessu móti fyrir ári síðan. Svíþjóð og Kína eru einnig í riðlinum með Íslandi og Þýskalandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Vita ekki hvar þær enda

Landsliðskonurnar Hólmfríður Magnúsdóttir og Katrín Ómarsdóttir hafa ekki enn fundið sér félag eftir að tímabilið í Bandaríkjunum féll niður. Katrín ætlar að nota Algarve-bikarinn sem sýningarglugga og Hólmfríður er opin fyrir öllu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Aron Einar, Þorvaldur og Þorsteinn J í boltaþættinum á X-inu 977

Íþróttafréttamaðurinn Valtýr Björn Valtýsson stjórnar boltaþættinum á X-inu 977 í dag á milli 11-12. Gestur þáttarins verða þeir Þorvaldur Örlygsson og Þorsteinn J. Vilhjálmsson. Valtýr mun einnig slá á þráðinn og ræða við Aron Einar Gunnarsson leikmann enska fótboltaliðsins Coventry.

Fótbolti
Fréttamynd

Lagerbäck valdi 36 leikmenn fyrir tvo leiki í febrúar

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, hefur valið fyrstu landsliðshópa sína en hann tilkynnti á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag hvaða leikmenn munu taka þátt í vináttulandsleikjum við Japan og Svartfjallaland sem fara fram 24. og 29. febrúar næstkomandi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kosið um að fjölga um eina deild og breyta leikbönnum á ársþingi KSÍ

Breiðholtsfélögin Leiknir og KB annarsvegar og KF úr Fjallabyggð hinsvegar eiga athyglisverðustu tillögurnar fyrir 66. ársþing KSÍ sem verður haldið á Hilton Nordica Hótel 11. febrúar næstkomandi. Hér er um að ræða tillaga um að fjölga um eina deild og leyfa fleiri gul spjöld áður en menn fara í leikbann. Grindvíkingar vilja líka að ungt knattspyrnufólk verði ári lengur í yngri flokkum og að aldursskipting verði nær því sem er í gangi hjá landsliðunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Minning um Sigurstein Gíslason

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu og fyrrum samherji Sigursteins Gíslasonar hjá ÍA og KR, hefur sett saman myndband í minningu Sigursteins.

Fótbolti
Fréttamynd

Ísland áfram í 104. sæti á FIFA-listanum

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag. Liðið situr sem fastast í 104. sæti listans, sæti á eftir Makedóníu og sæti á undan Mósambík. Ísland er í 43. sæti af 53 Evrópuþjóðum.

Fótbolti