Mætti með skopparabolta á blaðamannafund Kolbeinn Tumi Daðason í Ósló skrifar 14. október 2013 07:30 Frá æfingu norska landsliðsins á Ullevaal-leikvanginum í gær. Mynd/Vilhelm Blaðamenn frá Íslandi notuðu augu meir en eyru á fundi með Per-Mathias Högmo, þjálfara norska landsliðsins, í Ósló í gær. Norskir blaðamenn spurðu spurninga sem Högmo svaraði að bragði. Það var ekki fyrr en Högmo tók upp skopparabolta sem fulltrúar Íslands skildu um hvað var rætt. 3-0 tap á útivelli gegn Slóveníu var ekki óskabyrjunin sem þeir norsku vonuðust eftir. Sjálfstraust leikmanna er lítið og vonleysi stuðningsmanna lýsir sér í hve illa miðasala gengur á leikinn. Með boltanum vildi nýi landsliðsþjálfarinn sýna fram á að þótt liðið væri langt niðri núna gætu hlutirnir breyst á skömmum tíma. Líkt og þegar skopparabolti lendir og kastast um leið upp á ný. Nokkrir blaðamenn brostu en enginn hló. „Við eigum marga góða unga leikmenn og staða okkar er ekki ósvipuð og hjá íslenska liðinu fyrir tveimur árum,“ sagði Högmo. Vísaði sá norski í þann kjarna íslenska liðsins sem komst á Evrópumót 21 árs landsliða í Danmörku fyrir tveimur árum. „Íslenska liðið ætti að vera innblástur fyrir Noreg og aðrar minni þjóðir,“ bætti Högmo við. Aðspurður hvort það væri innblástur fyrir leikinn að vita að sigur gæti gert út um vonir Íslands um sæti á HM sagði Högmo: „Það er í sjálfu sér ekki markmið að eyðileggja fyrir Íslandi. Hins vegar viljum við eðlilega vinna leikinn.“ Norðmenn hafa að engu að keppa í sjálfu sér. Tapi liðið getur það hafnað í fimmta sæti í riðlinum vinni Albanir sigur á Kýpur. Árangurinn yrði sá versti í undankeppni síðan fyrir Evrópumótið í Vestur-Þýskalandi 1988. „Auðvitað erum við vonsviknir að geta ekki farið á HM. Þú færð hins vegar bara tíu leiki með landsliðinu á ári og því er auðvelt að gíra sig upp fyrir þá,“ sagði fyrirliðinn Brede Hangeland við Fréttablaðið í gær. Miðvörðurinn stæðilegi var um tíma liðsfélagi Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Fulham. Mohammed Abdellaoue, sem skoraði sigurmark þeirra norsku úr vítaspyrnu í viðureign liðanna í undankeppni EM 2012 fyrir sléttum tveimur árum, er meðvitaður um hve sterkt íslenska liðið er. „Á heimavelli eigum við hins vegar að vera ákveðnir. Við höfum trú á okkur og stefnum ótrauðir á þrjú stig,“ sagði Moa. Hann skilur vel viðhorf íslenskra stuðningsmanna að þeirra landslið sé ekki síðra og mögulega betur mannað en það norska. Það gæti hins vegar hjálpað að pressan á liðinu sé lítil enda möguleikinn á sæti á HM úti. „Við höfum ekki að neinu að keppa nema heiðrinum þannig að við verðum bara að fara út á völl, skemmta okkur og klára dagsverkið. Það skiptir máli að gefa tóninn fyrir næstu undankeppni.“ Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira
Blaðamenn frá Íslandi notuðu augu meir en eyru á fundi með Per-Mathias Högmo, þjálfara norska landsliðsins, í Ósló í gær. Norskir blaðamenn spurðu spurninga sem Högmo svaraði að bragði. Það var ekki fyrr en Högmo tók upp skopparabolta sem fulltrúar Íslands skildu um hvað var rætt. 3-0 tap á útivelli gegn Slóveníu var ekki óskabyrjunin sem þeir norsku vonuðust eftir. Sjálfstraust leikmanna er lítið og vonleysi stuðningsmanna lýsir sér í hve illa miðasala gengur á leikinn. Með boltanum vildi nýi landsliðsþjálfarinn sýna fram á að þótt liðið væri langt niðri núna gætu hlutirnir breyst á skömmum tíma. Líkt og þegar skopparabolti lendir og kastast um leið upp á ný. Nokkrir blaðamenn brostu en enginn hló. „Við eigum marga góða unga leikmenn og staða okkar er ekki ósvipuð og hjá íslenska liðinu fyrir tveimur árum,“ sagði Högmo. Vísaði sá norski í þann kjarna íslenska liðsins sem komst á Evrópumót 21 árs landsliða í Danmörku fyrir tveimur árum. „Íslenska liðið ætti að vera innblástur fyrir Noreg og aðrar minni þjóðir,“ bætti Högmo við. Aðspurður hvort það væri innblástur fyrir leikinn að vita að sigur gæti gert út um vonir Íslands um sæti á HM sagði Högmo: „Það er í sjálfu sér ekki markmið að eyðileggja fyrir Íslandi. Hins vegar viljum við eðlilega vinna leikinn.“ Norðmenn hafa að engu að keppa í sjálfu sér. Tapi liðið getur það hafnað í fimmta sæti í riðlinum vinni Albanir sigur á Kýpur. Árangurinn yrði sá versti í undankeppni síðan fyrir Evrópumótið í Vestur-Þýskalandi 1988. „Auðvitað erum við vonsviknir að geta ekki farið á HM. Þú færð hins vegar bara tíu leiki með landsliðinu á ári og því er auðvelt að gíra sig upp fyrir þá,“ sagði fyrirliðinn Brede Hangeland við Fréttablaðið í gær. Miðvörðurinn stæðilegi var um tíma liðsfélagi Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Fulham. Mohammed Abdellaoue, sem skoraði sigurmark þeirra norsku úr vítaspyrnu í viðureign liðanna í undankeppni EM 2012 fyrir sléttum tveimur árum, er meðvitaður um hve sterkt íslenska liðið er. „Á heimavelli eigum við hins vegar að vera ákveðnir. Við höfum trú á okkur og stefnum ótrauðir á þrjú stig,“ sagði Moa. Hann skilur vel viðhorf íslenskra stuðningsmanna að þeirra landslið sé ekki síðra og mögulega betur mannað en það norska. Það gæti hins vegar hjálpað að pressan á liðinu sé lítil enda möguleikinn á sæti á HM úti. „Við höfum ekki að neinu að keppa nema heiðrinum þannig að við verðum bara að fara út á völl, skemmta okkur og klára dagsverkið. Það skiptir máli að gefa tóninn fyrir næstu undankeppni.“
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira