Spænski boltinn Ronaldinho verður klár gegn Stuttgart Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að Brasilíumaðurinn Ronaldinho hafi lofað sér að verða orðinn klár í slaginn á ný þegar liðið mætir Stuttgart í Meistaradeildinni í næstu viku. Ronaldinho er meiddur á kálfa og missir væntanlega af leikjum gegn Zaragoza annað kvöld og Levante um helgina. Fótbolti 25.9.2007 11:49 Samsæri í gangi gegn Ronaldinho Roberto de Assis, bróðir og umboðsmaður Ronaldinho hjá Barcelona, segir samsæri vera í gangi hjá félaginu gegn bróður sínum. Ronaldinho er einn þeirra sem kennt hefur verið um slappa byrjun liðsins á tímabilinu. Fótbolti 24.9.2007 12:03 Börsungar unnu án Eiðs Smára Barcelona vann í gær góðan 2-1 sigur á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni. Fótbolti 23.9.2007 11:23 Eiður Smári í hópnum Eiður Smári Guðjohnsen er í hópi Barcelona sem mætir Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni um helgina. Fótbolti 21.9.2007 13:04 Juventus á eftir Eiði Smára? Eiður Smári Guðjohnsen hefur nú verið orðaður við enn eitt stórliðið, Juventus á Ítalíu. Fótbolti 21.9.2007 11:04 Eiður fékk þungt högg á æfingu Eiður Smári Guðjohnsen fékk þungt högg á æfingu með Barcelona og var ráðlagt að hvíla sig. Fótbolti 20.9.2007 16:07 Pires: Skilnaðurinn hefur áhrif á Henry Robert Pires, fyrrum félagi Thierry Henry frá því hjá Arsenal, segir hjónaskilnaðinn vera ástæðu þess að stuðningsmenn Barcelona hafi enn ekki fengið að sjá hinn sanna Henry. Fótbolti 19.9.2007 23:07 Saviola í skýjunum með fyrsta markið Argentínski framherjinn Javier Saviola skoraði sitt fyrsta mark fyrir Real Madrid í gær þegar liðið vann sigur á Almeria í spænsku deildinni. Saviola var keyptur til Real frá Barcelona í sumar og var ekki lengi að launa forráðamönnum félagsins traustið. Fótbolti 16.9.2007 16:26 Heppnin með Valencia Stórlið Real Madrid og Valencia á Spáni voru ekki sérstaklega sannfærandi í kvöld þegar þau unnu sigra á lægra skrifuðum andstæðingum sínum. Valenca hafði heppnina með sér þegar slysalegt mark tryggði sigurinn gegn Valladolid. Fótbolti 15.9.2007 20:06 Eiður Smári: Hef enn ekki sýnt hvað í mér býr Eiður Smári Guðjohnsen segir það aldrei hafa komið til greina fyrir sig að fara frá Barcelona fyrir lokun félagaskiptagluggans og segist ætla að gera allt sem í hans valdi stendur til að sanna sig hjá félaginu. Fótbolti 14.9.2007 15:59 Laporta hótar að banna leikmönnum að spila landsleiki Joan Laporta, forseti spænska knattspyrnufélagsins Barcelona, segir að réttast væri að landsliðin greiddu félagsliðunum fyrir afnot af leikmönnum í landsleikjum. Hann segir tíma til kominn fyrir FIFA og UEFA að bregðast við þessu. Fótbolti 11.9.2007 16:33 Sneijder meiddur Hollenski landsliðsmaðurinn Wesley Sneijder hjá Real Madrid gæti misst af leik Hollendinga við Albani annað kvöld og hugsanlega leik Real gegn Almeria um helgina eftir að hann meiddist á ökkla á æfingu með landsliðinu. Snejder hefur verið í frábæru formi með Real síðan hann gekk í raðir liðsins í sumar. Fótbolti 11.9.2007 12:55 Navarro laus úr banni Varnarmaðurinn David Navarro hjá Real Mallorca verður væntanlega í leikmannahópi Real Mallorca fyrir leik liðsins gegn Villarreal á sunnudaginn, en þá verður hann búinn að ljúka sex mánaða keppnisbanninu sem hann fékk fyrir slagsmál á sínum tíma. Navarro er samningsbundinn Valencia en er lánsmaður hjá Mallorca. Hann var einn aðalmaðurinn í ólátunum sem urðu á leik Valencia og Inter Milan í mars. Fótbolti 10.9.2007 13:55 Oleguer gæti farið í fangelsi Spænski knattspyrnumaðurinn Oleguer gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi ef hann verður fundinn sekur um að hafa komist í kast við lögreglu í átökum sem brutust út fyrir utan krá í grennd við Barcelona fyrir tæpum þremur árum. Fótbolti 7.9.2007 16:17 Vicente frá í mánuð Spænski landsliðsmaðurinn Vicente hjá Valencia verður frá keppni í mánuð vegna meiðsla á læri. Þetta kom í ljós eftir að hann fór til sérfræðinga í Madrid í gær sem fengnir voru til að skoða hann eftir að hann hélt því fram í fjölmiðlum að læknar Valencia væru vanhæfir. Hann á yfir höfði sér sekt vegna þeirrar yfirlýsingar, en læknar Valencia höfðu áður dæmt að meiðsli hans væru af sálrænum toga. Fótbolti 7.9.2007 13:38 Segir Eið Smára kominn út í kuldann hjá Barcelona Spænska blaðið Sport í Katalóníu segir að Eiður Smári Guðjohnsen sé kominn út í kuldann hjá forráðamönnum Barcelona fyrir að neita að ganga í raðir West Ham á síðustu dögum félagaskiptagluggans í sumar. Fótbolti 7.9.2007 13:23 Dos Santos er ekki á förum frá Barcelona Faðir mexíkóska undrabarnsins Giovani Dos Santos hjá Barcelona segir ekkert til í blaðaskrifum á Englandi þar sem fullyrt hefur verið að Chelsea sé að undirbúa kauptilboð í drenginn. Dos Santos hefur náð að komast í aðallið Barcelona og þykir eitt mesta efni í Evrópu. Faðir hans segir drenginn ánægðan hjá Barcelona og bendir á að hann sé í viðræðum um nýjan samning við Katalóníufélagið. Fótbolti 7.9.2007 11:06 Riquelme byrjaður að æfa með Villarreal á ný Argentínski leikstjórnandinn Juan Roman Riquelme mætti í dag á sína fyrstu æfingu með spænska liðinu Villarreal í langan tíma. Riquelme var í sumar tjáð að krafta hans væri ekki lengur óskað hjá félaginu eftir ósætti hans við þjálfarann, en hann hefur nú snúið til æfinga á ný með liðinu eftir að hafa æft einn í tvær vikur. Fótbolti 4.9.2007 13:59 Henry er enn að venjast gömlu stöðunni Franski framherjinn Thierry Henry hefur verið látinn í sína gömlu stöðu á vinstri vængnum í fyrstu leikjum sínum með Barcelona á Spáni. Henry viðurkennir að hann sé enn að venjast stöðunni sem hann spilaði þegar hann var hjá Juventus, reyndar með misjöfnum árangri. Fótbolti 4.9.2007 13:42 Schuster kannast vel við takta Sneijder Bernd Schuster, þjálfari Real Madrid, var að vonum ánægður með frábæran leik Hollendingsins Wesley Sneijder um helgina þegar Real Madrid burstaði Villarreal 5-0 á útivelli. Sneijder skoraði tvö mörk og lagði upp eitt og sagði Schuster hann hafa minnt sig á annan glókoll sem lék með Real á árum áður. Fótbolti 3.9.2007 15:45 Dýr skilnaður í vændum hjá Thierry Henry Franski framherjinn Thierry Henry skildi í dag við konu sína til fjögurra ára, fyrirsætuna Claire Merry. Gengið var frá skilnaðinum í réttarsal í Lundúnum í morgun en hvorugt þeirra hjóna var viðstatt. Talið er að skilnaðurinn gæti átt eftir að kosta markaskorara Barcelona vænar fúlgur. Fótbolti 3.9.2007 14:58 Gio er leynivopn Franks Rijkaard Átján ára mexíkóskur strákur sló í gegn á undirbúningstímabilinu hjá Barcelona og eykur enn við sóknarþunga snillinganna og samkeppnina hjá Eiði Smára Guðjohnsen í framlínu liðsins. Fótbolti 2.9.2007 22:05 Verður Cannavaro seldur til AC Milan áður en glugginn lokar? Vaxandi orðrómur er bæði á Ítalíu og á Spáni um að Fabio Cannavaro, varnarmaður Real Madrid, gæti verið seldur til AC Milan áður en leikmannaglugginn lokar á föstudaginn. Þessi 33 ára gamli Ítali hefur margoft sagt að hugur hans sé hjá Spánarmeisturunum en oðrómur er um að hann sé falur fyrir sjö milljónir evra. Fótbolti 29.8.2007 17:55 Riguelme til Madríd? Juan Roman Riquelme, miðjumaður Villareal, hefur samþykkt að skrifa undir tveggja ára samning við Atletico Madrid samkvæmt spænsku útvarpsstöðinni Cadena Ser. Engin opinber tilkynning hefur komið frá klúbbunum en útvarpsstöðin segist hafa heimildarmann sem er náinn leikmanninum. Fótbolti 29.8.2007 17:17 Uppfært: Puerta er látinn Spænski landsliðsmaðurinn Antonio Puerta lést í dag á Virgen del Rocio sjúkrahúsinu í Sevilla. Puerta, sem lék með knattspyrnuliði borgarinnar, hneig niður í leik við Getafe um helgina. Læknar segja að hann hafi fengið hjartaáfall. Enski boltinn 28.8.2007 13:41 Spænskur landsliðsmaður fékk hjartaáfall í miðjum leik Jose Maria del Nido, forseti Sevilla, hefur staðfest að Antonio Puerta, leikmaður liðsins, hafi fengið hjartaáfall í miðjum leik liðsins gegn Getafé í gær. Líðan Puerta er stöðug en hann er þó ennþá undir eftirliti en leikmaðurinn féll niður í eigin teig í leiknum í gær á 35. mínútu leiksins. Spænski landsliðsmaðurinn stóð þó upp og gekk af velli, en þegar í búningsherbegið var komið féll hann aftur niður og var fluttur á sjúkrahús nálægt vellinum. Fótbolti 27.8.2007 15:54 Robben og Heinze búnir að skrifa undir hjá Real Madrid Real Madrid er búið að ganga frá kaupunum á Gabriel Heinze frá Manchester United og Arjen Robben frá Chelsea. Leikmennirnir skrifuðu báðir undir samning í dag eftir að hafa staðist læknisskoðun hjá félaginu. Madrid borgaði 24 milljónir punda fyrir Robben sem skrifaði undir fimm ára samning, en Heinze kostaði félagið átta milljónir punda og skrifaði hann undir fjögurra ára samning. Fótbolti 23.8.2007 16:21 Van Nistelrooy valinn á ný Ruud van Nistelrooy, framherji Real Madrid, hefur verið valinn í hollenska landsliðið á ný eftir að hafa verið úti í kuldanum frá því á HM í fyrra. Fótbolti 17.8.2007 17:33 Eiður Smári hefur áhyggjur af meiðslum sínum Miklar vangaveltur hafa verið um framtíð Eiðs Smára Guðjohnsens hjá Barcelona en þær eru allar í biðstöðu vegna hnémeiðsla hans. Eiður Smári hefur áhyggjur af meiðslunum því að bati er enginn og sprautumeðferð hefur ekki skilað neinum árangri. Eiður Smári vonast til að þurfa ekki að fara undir hnífinn. Fótbolti 13.8.2007 20:02 Barcelona hafnar 40 milljón pundum frá AC Milan Umboðsmaður Ronaldinho, Roberto Assis, sagði í viðtali við blaðið Gazzetta della Sport um helgina að Barcelona hefði hafnað 40 milljón punda tilboði í leikmanninn. Assis sem er einnig bróðir leikmannsins segir að svo virðist sem Barcelona ætli í staðinn að leggja fram nýtt samningstilboð sem haldi Ronaldinho hjá Barcelona til ferill hans er enda. Fótbolti 13.8.2007 09:13 « ‹ 233 234 235 236 237 238 239 240 241 … 268 ›
Ronaldinho verður klár gegn Stuttgart Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að Brasilíumaðurinn Ronaldinho hafi lofað sér að verða orðinn klár í slaginn á ný þegar liðið mætir Stuttgart í Meistaradeildinni í næstu viku. Ronaldinho er meiddur á kálfa og missir væntanlega af leikjum gegn Zaragoza annað kvöld og Levante um helgina. Fótbolti 25.9.2007 11:49
Samsæri í gangi gegn Ronaldinho Roberto de Assis, bróðir og umboðsmaður Ronaldinho hjá Barcelona, segir samsæri vera í gangi hjá félaginu gegn bróður sínum. Ronaldinho er einn þeirra sem kennt hefur verið um slappa byrjun liðsins á tímabilinu. Fótbolti 24.9.2007 12:03
Börsungar unnu án Eiðs Smára Barcelona vann í gær góðan 2-1 sigur á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni. Fótbolti 23.9.2007 11:23
Eiður Smári í hópnum Eiður Smári Guðjohnsen er í hópi Barcelona sem mætir Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni um helgina. Fótbolti 21.9.2007 13:04
Juventus á eftir Eiði Smára? Eiður Smári Guðjohnsen hefur nú verið orðaður við enn eitt stórliðið, Juventus á Ítalíu. Fótbolti 21.9.2007 11:04
Eiður fékk þungt högg á æfingu Eiður Smári Guðjohnsen fékk þungt högg á æfingu með Barcelona og var ráðlagt að hvíla sig. Fótbolti 20.9.2007 16:07
Pires: Skilnaðurinn hefur áhrif á Henry Robert Pires, fyrrum félagi Thierry Henry frá því hjá Arsenal, segir hjónaskilnaðinn vera ástæðu þess að stuðningsmenn Barcelona hafi enn ekki fengið að sjá hinn sanna Henry. Fótbolti 19.9.2007 23:07
Saviola í skýjunum með fyrsta markið Argentínski framherjinn Javier Saviola skoraði sitt fyrsta mark fyrir Real Madrid í gær þegar liðið vann sigur á Almeria í spænsku deildinni. Saviola var keyptur til Real frá Barcelona í sumar og var ekki lengi að launa forráðamönnum félagsins traustið. Fótbolti 16.9.2007 16:26
Heppnin með Valencia Stórlið Real Madrid og Valencia á Spáni voru ekki sérstaklega sannfærandi í kvöld þegar þau unnu sigra á lægra skrifuðum andstæðingum sínum. Valenca hafði heppnina með sér þegar slysalegt mark tryggði sigurinn gegn Valladolid. Fótbolti 15.9.2007 20:06
Eiður Smári: Hef enn ekki sýnt hvað í mér býr Eiður Smári Guðjohnsen segir það aldrei hafa komið til greina fyrir sig að fara frá Barcelona fyrir lokun félagaskiptagluggans og segist ætla að gera allt sem í hans valdi stendur til að sanna sig hjá félaginu. Fótbolti 14.9.2007 15:59
Laporta hótar að banna leikmönnum að spila landsleiki Joan Laporta, forseti spænska knattspyrnufélagsins Barcelona, segir að réttast væri að landsliðin greiddu félagsliðunum fyrir afnot af leikmönnum í landsleikjum. Hann segir tíma til kominn fyrir FIFA og UEFA að bregðast við þessu. Fótbolti 11.9.2007 16:33
Sneijder meiddur Hollenski landsliðsmaðurinn Wesley Sneijder hjá Real Madrid gæti misst af leik Hollendinga við Albani annað kvöld og hugsanlega leik Real gegn Almeria um helgina eftir að hann meiddist á ökkla á æfingu með landsliðinu. Snejder hefur verið í frábæru formi með Real síðan hann gekk í raðir liðsins í sumar. Fótbolti 11.9.2007 12:55
Navarro laus úr banni Varnarmaðurinn David Navarro hjá Real Mallorca verður væntanlega í leikmannahópi Real Mallorca fyrir leik liðsins gegn Villarreal á sunnudaginn, en þá verður hann búinn að ljúka sex mánaða keppnisbanninu sem hann fékk fyrir slagsmál á sínum tíma. Navarro er samningsbundinn Valencia en er lánsmaður hjá Mallorca. Hann var einn aðalmaðurinn í ólátunum sem urðu á leik Valencia og Inter Milan í mars. Fótbolti 10.9.2007 13:55
Oleguer gæti farið í fangelsi Spænski knattspyrnumaðurinn Oleguer gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi ef hann verður fundinn sekur um að hafa komist í kast við lögreglu í átökum sem brutust út fyrir utan krá í grennd við Barcelona fyrir tæpum þremur árum. Fótbolti 7.9.2007 16:17
Vicente frá í mánuð Spænski landsliðsmaðurinn Vicente hjá Valencia verður frá keppni í mánuð vegna meiðsla á læri. Þetta kom í ljós eftir að hann fór til sérfræðinga í Madrid í gær sem fengnir voru til að skoða hann eftir að hann hélt því fram í fjölmiðlum að læknar Valencia væru vanhæfir. Hann á yfir höfði sér sekt vegna þeirrar yfirlýsingar, en læknar Valencia höfðu áður dæmt að meiðsli hans væru af sálrænum toga. Fótbolti 7.9.2007 13:38
Segir Eið Smára kominn út í kuldann hjá Barcelona Spænska blaðið Sport í Katalóníu segir að Eiður Smári Guðjohnsen sé kominn út í kuldann hjá forráðamönnum Barcelona fyrir að neita að ganga í raðir West Ham á síðustu dögum félagaskiptagluggans í sumar. Fótbolti 7.9.2007 13:23
Dos Santos er ekki á förum frá Barcelona Faðir mexíkóska undrabarnsins Giovani Dos Santos hjá Barcelona segir ekkert til í blaðaskrifum á Englandi þar sem fullyrt hefur verið að Chelsea sé að undirbúa kauptilboð í drenginn. Dos Santos hefur náð að komast í aðallið Barcelona og þykir eitt mesta efni í Evrópu. Faðir hans segir drenginn ánægðan hjá Barcelona og bendir á að hann sé í viðræðum um nýjan samning við Katalóníufélagið. Fótbolti 7.9.2007 11:06
Riquelme byrjaður að æfa með Villarreal á ný Argentínski leikstjórnandinn Juan Roman Riquelme mætti í dag á sína fyrstu æfingu með spænska liðinu Villarreal í langan tíma. Riquelme var í sumar tjáð að krafta hans væri ekki lengur óskað hjá félaginu eftir ósætti hans við þjálfarann, en hann hefur nú snúið til æfinga á ný með liðinu eftir að hafa æft einn í tvær vikur. Fótbolti 4.9.2007 13:59
Henry er enn að venjast gömlu stöðunni Franski framherjinn Thierry Henry hefur verið látinn í sína gömlu stöðu á vinstri vængnum í fyrstu leikjum sínum með Barcelona á Spáni. Henry viðurkennir að hann sé enn að venjast stöðunni sem hann spilaði þegar hann var hjá Juventus, reyndar með misjöfnum árangri. Fótbolti 4.9.2007 13:42
Schuster kannast vel við takta Sneijder Bernd Schuster, þjálfari Real Madrid, var að vonum ánægður með frábæran leik Hollendingsins Wesley Sneijder um helgina þegar Real Madrid burstaði Villarreal 5-0 á útivelli. Sneijder skoraði tvö mörk og lagði upp eitt og sagði Schuster hann hafa minnt sig á annan glókoll sem lék með Real á árum áður. Fótbolti 3.9.2007 15:45
Dýr skilnaður í vændum hjá Thierry Henry Franski framherjinn Thierry Henry skildi í dag við konu sína til fjögurra ára, fyrirsætuna Claire Merry. Gengið var frá skilnaðinum í réttarsal í Lundúnum í morgun en hvorugt þeirra hjóna var viðstatt. Talið er að skilnaðurinn gæti átt eftir að kosta markaskorara Barcelona vænar fúlgur. Fótbolti 3.9.2007 14:58
Gio er leynivopn Franks Rijkaard Átján ára mexíkóskur strákur sló í gegn á undirbúningstímabilinu hjá Barcelona og eykur enn við sóknarþunga snillinganna og samkeppnina hjá Eiði Smára Guðjohnsen í framlínu liðsins. Fótbolti 2.9.2007 22:05
Verður Cannavaro seldur til AC Milan áður en glugginn lokar? Vaxandi orðrómur er bæði á Ítalíu og á Spáni um að Fabio Cannavaro, varnarmaður Real Madrid, gæti verið seldur til AC Milan áður en leikmannaglugginn lokar á föstudaginn. Þessi 33 ára gamli Ítali hefur margoft sagt að hugur hans sé hjá Spánarmeisturunum en oðrómur er um að hann sé falur fyrir sjö milljónir evra. Fótbolti 29.8.2007 17:55
Riguelme til Madríd? Juan Roman Riquelme, miðjumaður Villareal, hefur samþykkt að skrifa undir tveggja ára samning við Atletico Madrid samkvæmt spænsku útvarpsstöðinni Cadena Ser. Engin opinber tilkynning hefur komið frá klúbbunum en útvarpsstöðin segist hafa heimildarmann sem er náinn leikmanninum. Fótbolti 29.8.2007 17:17
Uppfært: Puerta er látinn Spænski landsliðsmaðurinn Antonio Puerta lést í dag á Virgen del Rocio sjúkrahúsinu í Sevilla. Puerta, sem lék með knattspyrnuliði borgarinnar, hneig niður í leik við Getafe um helgina. Læknar segja að hann hafi fengið hjartaáfall. Enski boltinn 28.8.2007 13:41
Spænskur landsliðsmaður fékk hjartaáfall í miðjum leik Jose Maria del Nido, forseti Sevilla, hefur staðfest að Antonio Puerta, leikmaður liðsins, hafi fengið hjartaáfall í miðjum leik liðsins gegn Getafé í gær. Líðan Puerta er stöðug en hann er þó ennþá undir eftirliti en leikmaðurinn féll niður í eigin teig í leiknum í gær á 35. mínútu leiksins. Spænski landsliðsmaðurinn stóð þó upp og gekk af velli, en þegar í búningsherbegið var komið féll hann aftur niður og var fluttur á sjúkrahús nálægt vellinum. Fótbolti 27.8.2007 15:54
Robben og Heinze búnir að skrifa undir hjá Real Madrid Real Madrid er búið að ganga frá kaupunum á Gabriel Heinze frá Manchester United og Arjen Robben frá Chelsea. Leikmennirnir skrifuðu báðir undir samning í dag eftir að hafa staðist læknisskoðun hjá félaginu. Madrid borgaði 24 milljónir punda fyrir Robben sem skrifaði undir fimm ára samning, en Heinze kostaði félagið átta milljónir punda og skrifaði hann undir fjögurra ára samning. Fótbolti 23.8.2007 16:21
Van Nistelrooy valinn á ný Ruud van Nistelrooy, framherji Real Madrid, hefur verið valinn í hollenska landsliðið á ný eftir að hafa verið úti í kuldanum frá því á HM í fyrra. Fótbolti 17.8.2007 17:33
Eiður Smári hefur áhyggjur af meiðslum sínum Miklar vangaveltur hafa verið um framtíð Eiðs Smára Guðjohnsens hjá Barcelona en þær eru allar í biðstöðu vegna hnémeiðsla hans. Eiður Smári hefur áhyggjur af meiðslunum því að bati er enginn og sprautumeðferð hefur ekki skilað neinum árangri. Eiður Smári vonast til að þurfa ekki að fara undir hnífinn. Fótbolti 13.8.2007 20:02
Barcelona hafnar 40 milljón pundum frá AC Milan Umboðsmaður Ronaldinho, Roberto Assis, sagði í viðtali við blaðið Gazzetta della Sport um helgina að Barcelona hefði hafnað 40 milljón punda tilboði í leikmanninn. Assis sem er einnig bróðir leikmannsins segir að svo virðist sem Barcelona ætli í staðinn að leggja fram nýtt samningstilboð sem haldi Ronaldinho hjá Barcelona til ferill hans er enda. Fótbolti 13.8.2007 09:13