Fótbolti á Norðurlöndum Hannes lætur þjálfara sinn heyra það Íslenski landsliðsmaðurinn Hannes Sigurðsson lætur nýjan þjálfara sinn Tom Kolhert fá það óþvegið í viðtali við danska Expressen í morgun. Sem kunnugt er hefur Kolhert tilkynnt Hannesi að hann muni ekki spila undir sinni stjórn og sagt honum að leita sér að nýju liði. Hannes sakar Kolhert um algjör virðingarleysi. Fótbolti 9.2.2007 13:10 GAIS hefur áhuga á Eyjólfi Hörður Antonsson, formaður meistaraflokksráðs Fylkis, staðfesti við Fréttablaðið í gær að forráðamenn sænska úrvalsdeildarliðsins GAIS hefðu sett sig í samband við félagið vegna Eyjólfs Héðinssonar. Eyjólfur æfði með GAIS í síðustu viku og hreif forráðamenn liðsins. Hann er samningsbundinn Fylki næstu tvö árin en Hörður segir málið vera á byrjunarstigi. Fótbolti 16.1.2007 21:08 Kári samdi við AGF Eins og fram kom hér á Vísi á dögunum hefur landsliðsmaðurinn Kári Árnason nú gengið frá samningi við danska félagið AGF. Kári hefur verið á mála hjá sænska liðinu Djurgarden, en er nú samningsbundinn danska liðinu til ársins 2010. Fótbolti 12.1.2007 12:18 Kári Árnason til Danmerkur Landsliðsmaðurinn Kári Árnason hjá Djurgarden í Svíþjóð gengur í raðir danska liðsins AGF í Árósum um helgina ef marka má fréttir frá Danmörku. Langt er síðan ljóst varð að Kári yrði ekki áfram í herbúðum sænska liðsins og nú er útlit fyrir að leikmaðurinn gangi í raðir hins fornfræga danska liðs á næstu dögum. Fótbolti 10.1.2007 19:14 Ronny Johnsen íhugar að hætta Norski varnarjaxlinn Ronny Johnsen er að íhuga að leggja skóna á hilluna ef marka má fréttir frá Svíþjóð í kvöld. Johnsen leikur með Árna Gauti Arasyni hjá Valerenga í Noregi, en fór ekki með liðinu í æfingabúðir á Kanaríeyjum sem standa nú yfir. Johnsen er 37 ára gamall og gerði garðinn frægan hjá Manchester United á árum áður. Fótbolti 9.1.2007 20:57 Kári orðaður við Álasund Landsliðsmaðurinn Kári Árnason hefur verið orðaður við norska úrvalsdeildarliðið Álasund sem Haraldur Freyr Guðmundsson leikur með. Kári er samningsbundinn sænska liðinu Djurgården til 2008. Fótbolti 22.11.2006 22:18 Uwe Rosler tekinn við Viking Þýski þjálfarinn Uwe Rosler var í dag ráðinn þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Vikings í Stavangri, en hann var rekinn frá Lilleström nokkrum dögum og varð þar með áttundi þjálfarinn í deildinni tila ð taka pokann sinn á leiktíðinni. Rosler hefur skrifað undir þriggja ára samning við Viking. Fótbolti 22.11.2006 18:44 Jóhann samdi við GAIS til tveggja ára Jóhann B. Guðmundsson hefur endurnýjað samning sinn við sænska úrvalsdeildarfélagið GAIS til næstu tveggja ára en það staðfesti Ólafur Garðarsson, umboðsmaður hans, við Fréttablaðið í gær. Sjálfur segist hann vera hæstánægður með samninginn sem og veruna hjá GAIS sem er staðsett í Gautaborg. Fótbolti 15.11.2006 21:48 Draumur í dós að fá Sigurð Sölvi Geir Ottesen er annar íslenskra leikmanna hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Djurgården. Hinn er Kári Árnason en báðir voru þeir keyptir frá Víkingi árið 2004 þegar Sigurður Jónsson var þjálfari félagsins. Hann var í gær ráðinn aðalþjálfari Djurgården og hittir hann því fyrir gamla lærisveina sína. Fótbolti 14.11.2006 19:42 Sigurður nýr aðalþjálfari Djurgården Sigurður Jónsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Djurgården. Liðið varð tvöfaldur meistari í fyrra en lenti í sjötta sæti í deildinni í ár. Með liðinu leika þeir Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason sem voru báðir keyptir frá Víkingi í Reykjavík þegar Sigurður þjálfaði meistaraflokk félagsins. Fótbolti 14.11.2006 19:43 Sigurður Jónsson tekur við Djurgården Sigurður Jónsson, fyrrum þjálfari Víkings og Grindavíkur í Landsbankadeild karla, hefur verið ráðinn þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Djurgården og tekur formlega við starfi sínu 1. desember nk. Djurgården er sterkt lið og varð t.a.m. sænskur meistari á síðasta ári. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins, en Sigurður er nú kominn hingað til lands eftir að hafa skrifað undir þriggja ára samning við sænska félagið. Fótbolti 14.11.2006 14:21 Solskjær knattspyrnumaður ársins Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United var í gær kosinn knattspyrnumaður ársins í Noregi og landi hans Steffen Iversen hjá Rosenborg var kjörinn besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar. Þeir Kristján Örn Sigurðsson hjá Brann og Veigar Páll Gunnarsson hjá Stabæk voru valdir í lið ársins í úrvalsdeildinni. Fótbolti 13.11.2006 15:22 Veigar tilnefndur sem besti leikmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson hjá norska liðinu Stabæk er einn þriggja leikmanna sem tilnefndir hafa verið sem leikmaður ársins í norsku úrvalsdeildinni. Þeir Robert Koren hjá Lilleström og Steffen Iversen hjá Rosenborg eru einnig tilnefndir sem leikmenn ársins. Fótbolti 8.11.2006 17:24 Ibrahimovic ekki í hópnum Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Svía, hefur valið landsliðshópinn sem mætir Fílabeinsströndinni í næstu viku og það sem mesta athygli vakti var að Zlatan Ibrahimovic var ekki valinn í liðið. Fótbolti 7.11.2006 21:09 Í viðræðum við Dynamo Kiev Sænski skrautfuglinn Sven Göran Eriksson, fyrrum þjálfari enska landsliðsins, hefur átt í viðræðum við forráðamenn Dynamo Kiev í Úkraínu um að taka við þjálfun liðsins. Fótbolti 6.11.2006 15:02 Elfsborg vann Elfsborg tryggði sér meistaratitilinn í sænska fótboltanum í fimmta sinn í sögunni með því að sigra Djurgarden, meistarana frá því í fyrra, í lokaumferðinni sem fram fór í gær, 1-0. Fótbolti 5.11.2006 19:31 Zlatan gefur kost á sér á nýjan leik Zlatan Ibrahimovich hefur náð sáttum við Lars Lagerback, þjálfara sænska landsliðsins í fótbolta, og aðra forkólfa sænska knattspyrnusambandsins, og mun hann snúa aftur í sænska liðið í næsta leik þess. Fjölmiðlar á Ítalíu greindu frá þessu í gær. Fótbolti 4.11.2006 20:04 Ágætt að það sé skap í mönnum Tveir leikmenn danska stórliðsins Bröndby lentu í slagsmálum á æfingu liðsins á miðvikudaginn. Með liðinu leikur íslenski framherjinn Hannes Þorsteinn Sigurðsson en gengi liðsins á þessu tímabili hefur ekki verið sem skyldi. Liðið er sem stendur í sjöunda sæti dönsku deildarinnar. Fótbolti 2.11.2006 22:00 Aldrei lent í öðru eins Marel Baldvinsson var í tapliði Molde í norsku úrvalsdeildinni en þá tapaði liðið fyrir Veigar Páli Gunnarssyni og félögum í Stabæk, 8-0. Veigar skoraði tvö markanna og var að sögn Marels óstöðvandi. „Hann svoleiðis rúllaði vörninni okkar upp," sagði Marel. Fótbolti 30.10.2006 22:14 Ásthildur varð þriðja markahæst Íslenski landsliðsfyrirliðinn Ásthildur Helgadóttir varð þriðja markahæst í sænsku úrvalsdeildinni sem lauk í gær. Ásthildur skoraði 19 mörk en Lotta Schelin varð markahæst með 21 mark og hin brasilíska Marta varð næstmarkahæst með 20 mörk. Fótbolti 29.10.2006 19:35 Hammarby ræður þjálfara til starfa Sænska úrvalsdeildarliðið Hammarby réð í gær hinn 33 ára gamla Tony Gustavsson sem nýjan aðalþjálfara liðsins. Hann tekur við starfinu að tímabilinu loknu en tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Tveir Íslendingar eru hjá liðinu, þeir Pétur Marteinsson og Gunnar Þór Gunnarsson. Fótbolti 28.10.2006 14:16 Silkeborg rekur þjálfarann Viggo Jensen hefur verið rekinn úr starfi þjálfara hjá danska úrvalsdeildarliðinu Silkeborg. Með liðinu leika þrír Íslendingar; þeir Bjarni Ólafur Eiríksson, Hólmar Örn Rúnarsson og Hörður Sveinsson. Fótbolti 26.10.2006 21:40 Tímabilið hugsanlega búið Kári Árnason á enn við meiðsli að stríða en hann meiddist í landsleik Lettlands og Íslands fyrr í mánuðinum. Hann hefur ekkert leikið með Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni síðan þá og missti af leik liðsins gegn Örgryte í gær. Fótbolti 25.10.2006 19:29 Liðum fjölgað árið 2008? Sænska knattspyrnusambandið hefur borið fram tillögu um að liðum í sænsku úrvalsdeildinni verði fjölgað úr fjórtán í sextán árið 2008. Málið hefur verið víða rætt og vill stór meirihluti innan hreyfingarinnar sem fjölgun. Fótbolti 25.10.2006 19:29 Loftpúðanum var stolið úr nýja bílnum Knattspyrnumaðurinn ungi, Ari Freyr Skúlason, er hægt og sígandi að aðlagast lífinu í Svíþjóð en hann gekk í raðir Häcken frá Val í sumar. Ari Freyr hefur ekki fengið mikið að spreyta sig í liði Häcken frá því að hann kom til liðsins en strákurinn er þó ekki að örvænta. Fótbolti 25.10.2006 19:29 Vill fá Zlatan í næsta leik Roland Andersson, aðstoðarþjálfari sænska landsliðsins, sagði í sjónvarpsviðtali í vikunni að óskað yrði eftir því að Zlatan Ibrahimovic kæmi í sænska landsliðið á nýjan leik fyrir næsta leik. Fótbolti 25.10.2006 19:29 Emil skoraði fyrir Malmö Emil Hallfreðsson skoraði mark Malmö í kvöld þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Östers í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þá skyldu Örgryte og Djurgarden jöfn 1-1 þar sem Sölvi Geir Ottesen spilaði fyrri hálfleikinn fyrir Djurgarden. Fótbolti 25.10.2006 19:08 Ásthildur tilnefnd sem framherji ársins Knattspyrnukonan Ásthildur Helgadóttir sem leikur með Malmö í Svíþjóð er ein þriggja kvenna sem tilnefndar eru sem framherji ársins í sænsku knattspyrnunni. Ásthildur átti frábært tímabil með liði sínu í ár og hefur raunar skorað fleiri mörk en þær Victoria Svensson og Lotta Schelin sem einnig eru tilnefndar þegar aðeins ein umferð er eftir af deildarkeppninni. Fótbolti 25.10.2006 18:53 Kristján og Veigar tilnefndir í lið ársins Kristján Örn Sigurðsson hjá Brann og Veigar Páll Gunnarsson hjá Stabæk eru tilnefndir sem varnar- og sóknarmaður ársins í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þetta árið, en venja er að veita leikmönnum sem þykja hafa skarað framúr í hverri stöðu verðlaun eftir hvert tímabil. Fótbolti 24.10.2006 17:18 Rosenborg með níu fingur á titlinum Fótbolti 22.10.2006 21:37 « ‹ 113 114 115 116 117 118 … 118 ›
Hannes lætur þjálfara sinn heyra það Íslenski landsliðsmaðurinn Hannes Sigurðsson lætur nýjan þjálfara sinn Tom Kolhert fá það óþvegið í viðtali við danska Expressen í morgun. Sem kunnugt er hefur Kolhert tilkynnt Hannesi að hann muni ekki spila undir sinni stjórn og sagt honum að leita sér að nýju liði. Hannes sakar Kolhert um algjör virðingarleysi. Fótbolti 9.2.2007 13:10
GAIS hefur áhuga á Eyjólfi Hörður Antonsson, formaður meistaraflokksráðs Fylkis, staðfesti við Fréttablaðið í gær að forráðamenn sænska úrvalsdeildarliðsins GAIS hefðu sett sig í samband við félagið vegna Eyjólfs Héðinssonar. Eyjólfur æfði með GAIS í síðustu viku og hreif forráðamenn liðsins. Hann er samningsbundinn Fylki næstu tvö árin en Hörður segir málið vera á byrjunarstigi. Fótbolti 16.1.2007 21:08
Kári samdi við AGF Eins og fram kom hér á Vísi á dögunum hefur landsliðsmaðurinn Kári Árnason nú gengið frá samningi við danska félagið AGF. Kári hefur verið á mála hjá sænska liðinu Djurgarden, en er nú samningsbundinn danska liðinu til ársins 2010. Fótbolti 12.1.2007 12:18
Kári Árnason til Danmerkur Landsliðsmaðurinn Kári Árnason hjá Djurgarden í Svíþjóð gengur í raðir danska liðsins AGF í Árósum um helgina ef marka má fréttir frá Danmörku. Langt er síðan ljóst varð að Kári yrði ekki áfram í herbúðum sænska liðsins og nú er útlit fyrir að leikmaðurinn gangi í raðir hins fornfræga danska liðs á næstu dögum. Fótbolti 10.1.2007 19:14
Ronny Johnsen íhugar að hætta Norski varnarjaxlinn Ronny Johnsen er að íhuga að leggja skóna á hilluna ef marka má fréttir frá Svíþjóð í kvöld. Johnsen leikur með Árna Gauti Arasyni hjá Valerenga í Noregi, en fór ekki með liðinu í æfingabúðir á Kanaríeyjum sem standa nú yfir. Johnsen er 37 ára gamall og gerði garðinn frægan hjá Manchester United á árum áður. Fótbolti 9.1.2007 20:57
Kári orðaður við Álasund Landsliðsmaðurinn Kári Árnason hefur verið orðaður við norska úrvalsdeildarliðið Álasund sem Haraldur Freyr Guðmundsson leikur með. Kári er samningsbundinn sænska liðinu Djurgården til 2008. Fótbolti 22.11.2006 22:18
Uwe Rosler tekinn við Viking Þýski þjálfarinn Uwe Rosler var í dag ráðinn þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Vikings í Stavangri, en hann var rekinn frá Lilleström nokkrum dögum og varð þar með áttundi þjálfarinn í deildinni tila ð taka pokann sinn á leiktíðinni. Rosler hefur skrifað undir þriggja ára samning við Viking. Fótbolti 22.11.2006 18:44
Jóhann samdi við GAIS til tveggja ára Jóhann B. Guðmundsson hefur endurnýjað samning sinn við sænska úrvalsdeildarfélagið GAIS til næstu tveggja ára en það staðfesti Ólafur Garðarsson, umboðsmaður hans, við Fréttablaðið í gær. Sjálfur segist hann vera hæstánægður með samninginn sem og veruna hjá GAIS sem er staðsett í Gautaborg. Fótbolti 15.11.2006 21:48
Draumur í dós að fá Sigurð Sölvi Geir Ottesen er annar íslenskra leikmanna hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Djurgården. Hinn er Kári Árnason en báðir voru þeir keyptir frá Víkingi árið 2004 þegar Sigurður Jónsson var þjálfari félagsins. Hann var í gær ráðinn aðalþjálfari Djurgården og hittir hann því fyrir gamla lærisveina sína. Fótbolti 14.11.2006 19:42
Sigurður nýr aðalþjálfari Djurgården Sigurður Jónsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Djurgården. Liðið varð tvöfaldur meistari í fyrra en lenti í sjötta sæti í deildinni í ár. Með liðinu leika þeir Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason sem voru báðir keyptir frá Víkingi í Reykjavík þegar Sigurður þjálfaði meistaraflokk félagsins. Fótbolti 14.11.2006 19:43
Sigurður Jónsson tekur við Djurgården Sigurður Jónsson, fyrrum þjálfari Víkings og Grindavíkur í Landsbankadeild karla, hefur verið ráðinn þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Djurgården og tekur formlega við starfi sínu 1. desember nk. Djurgården er sterkt lið og varð t.a.m. sænskur meistari á síðasta ári. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins, en Sigurður er nú kominn hingað til lands eftir að hafa skrifað undir þriggja ára samning við sænska félagið. Fótbolti 14.11.2006 14:21
Solskjær knattspyrnumaður ársins Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United var í gær kosinn knattspyrnumaður ársins í Noregi og landi hans Steffen Iversen hjá Rosenborg var kjörinn besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar. Þeir Kristján Örn Sigurðsson hjá Brann og Veigar Páll Gunnarsson hjá Stabæk voru valdir í lið ársins í úrvalsdeildinni. Fótbolti 13.11.2006 15:22
Veigar tilnefndur sem besti leikmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson hjá norska liðinu Stabæk er einn þriggja leikmanna sem tilnefndir hafa verið sem leikmaður ársins í norsku úrvalsdeildinni. Þeir Robert Koren hjá Lilleström og Steffen Iversen hjá Rosenborg eru einnig tilnefndir sem leikmenn ársins. Fótbolti 8.11.2006 17:24
Ibrahimovic ekki í hópnum Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Svía, hefur valið landsliðshópinn sem mætir Fílabeinsströndinni í næstu viku og það sem mesta athygli vakti var að Zlatan Ibrahimovic var ekki valinn í liðið. Fótbolti 7.11.2006 21:09
Í viðræðum við Dynamo Kiev Sænski skrautfuglinn Sven Göran Eriksson, fyrrum þjálfari enska landsliðsins, hefur átt í viðræðum við forráðamenn Dynamo Kiev í Úkraínu um að taka við þjálfun liðsins. Fótbolti 6.11.2006 15:02
Elfsborg vann Elfsborg tryggði sér meistaratitilinn í sænska fótboltanum í fimmta sinn í sögunni með því að sigra Djurgarden, meistarana frá því í fyrra, í lokaumferðinni sem fram fór í gær, 1-0. Fótbolti 5.11.2006 19:31
Zlatan gefur kost á sér á nýjan leik Zlatan Ibrahimovich hefur náð sáttum við Lars Lagerback, þjálfara sænska landsliðsins í fótbolta, og aðra forkólfa sænska knattspyrnusambandsins, og mun hann snúa aftur í sænska liðið í næsta leik þess. Fjölmiðlar á Ítalíu greindu frá þessu í gær. Fótbolti 4.11.2006 20:04
Ágætt að það sé skap í mönnum Tveir leikmenn danska stórliðsins Bröndby lentu í slagsmálum á æfingu liðsins á miðvikudaginn. Með liðinu leikur íslenski framherjinn Hannes Þorsteinn Sigurðsson en gengi liðsins á þessu tímabili hefur ekki verið sem skyldi. Liðið er sem stendur í sjöunda sæti dönsku deildarinnar. Fótbolti 2.11.2006 22:00
Aldrei lent í öðru eins Marel Baldvinsson var í tapliði Molde í norsku úrvalsdeildinni en þá tapaði liðið fyrir Veigar Páli Gunnarssyni og félögum í Stabæk, 8-0. Veigar skoraði tvö markanna og var að sögn Marels óstöðvandi. „Hann svoleiðis rúllaði vörninni okkar upp," sagði Marel. Fótbolti 30.10.2006 22:14
Ásthildur varð þriðja markahæst Íslenski landsliðsfyrirliðinn Ásthildur Helgadóttir varð þriðja markahæst í sænsku úrvalsdeildinni sem lauk í gær. Ásthildur skoraði 19 mörk en Lotta Schelin varð markahæst með 21 mark og hin brasilíska Marta varð næstmarkahæst með 20 mörk. Fótbolti 29.10.2006 19:35
Hammarby ræður þjálfara til starfa Sænska úrvalsdeildarliðið Hammarby réð í gær hinn 33 ára gamla Tony Gustavsson sem nýjan aðalþjálfara liðsins. Hann tekur við starfinu að tímabilinu loknu en tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Tveir Íslendingar eru hjá liðinu, þeir Pétur Marteinsson og Gunnar Þór Gunnarsson. Fótbolti 28.10.2006 14:16
Silkeborg rekur þjálfarann Viggo Jensen hefur verið rekinn úr starfi þjálfara hjá danska úrvalsdeildarliðinu Silkeborg. Með liðinu leika þrír Íslendingar; þeir Bjarni Ólafur Eiríksson, Hólmar Örn Rúnarsson og Hörður Sveinsson. Fótbolti 26.10.2006 21:40
Tímabilið hugsanlega búið Kári Árnason á enn við meiðsli að stríða en hann meiddist í landsleik Lettlands og Íslands fyrr í mánuðinum. Hann hefur ekkert leikið með Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni síðan þá og missti af leik liðsins gegn Örgryte í gær. Fótbolti 25.10.2006 19:29
Liðum fjölgað árið 2008? Sænska knattspyrnusambandið hefur borið fram tillögu um að liðum í sænsku úrvalsdeildinni verði fjölgað úr fjórtán í sextán árið 2008. Málið hefur verið víða rætt og vill stór meirihluti innan hreyfingarinnar sem fjölgun. Fótbolti 25.10.2006 19:29
Loftpúðanum var stolið úr nýja bílnum Knattspyrnumaðurinn ungi, Ari Freyr Skúlason, er hægt og sígandi að aðlagast lífinu í Svíþjóð en hann gekk í raðir Häcken frá Val í sumar. Ari Freyr hefur ekki fengið mikið að spreyta sig í liði Häcken frá því að hann kom til liðsins en strákurinn er þó ekki að örvænta. Fótbolti 25.10.2006 19:29
Vill fá Zlatan í næsta leik Roland Andersson, aðstoðarþjálfari sænska landsliðsins, sagði í sjónvarpsviðtali í vikunni að óskað yrði eftir því að Zlatan Ibrahimovic kæmi í sænska landsliðið á nýjan leik fyrir næsta leik. Fótbolti 25.10.2006 19:29
Emil skoraði fyrir Malmö Emil Hallfreðsson skoraði mark Malmö í kvöld þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Östers í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þá skyldu Örgryte og Djurgarden jöfn 1-1 þar sem Sölvi Geir Ottesen spilaði fyrri hálfleikinn fyrir Djurgarden. Fótbolti 25.10.2006 19:08
Ásthildur tilnefnd sem framherji ársins Knattspyrnukonan Ásthildur Helgadóttir sem leikur með Malmö í Svíþjóð er ein þriggja kvenna sem tilnefndar eru sem framherji ársins í sænsku knattspyrnunni. Ásthildur átti frábært tímabil með liði sínu í ár og hefur raunar skorað fleiri mörk en þær Victoria Svensson og Lotta Schelin sem einnig eru tilnefndar þegar aðeins ein umferð er eftir af deildarkeppninni. Fótbolti 25.10.2006 18:53
Kristján og Veigar tilnefndir í lið ársins Kristján Örn Sigurðsson hjá Brann og Veigar Páll Gunnarsson hjá Stabæk eru tilnefndir sem varnar- og sóknarmaður ársins í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þetta árið, en venja er að veita leikmönnum sem þykja hafa skarað framúr í hverri stöðu verðlaun eftir hvert tímabil. Fótbolti 24.10.2006 17:18
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent