Handbolti

Fréttamynd

Didier Dinart spilar með Róberti og Ásgeiri Erni í París

Íslensku landsliðsmennirnir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson verða liðsfélagar franska varnartröllsins Didier Dinart á næstu leiktíð. Didier Dinart hefur gert eins árs samning við franska félagið Paris Saint-Germain Handball sem safnar nú liði fyrir átök vetrarins.

Handbolti
Fréttamynd

EM 2016 verður í Póllandi og Svíþjóð

EHF tilkynnti í dag hvaða þjóð fengi að halda EM í handbolta árið 2016. Þrjár þjóðir sóttu um karlamótið en Pólverjar hrepptu hnossið. Svíar fengu aftur á móti kvennamótið.

Handbolti
Fréttamynd

Larlholm samdi við Pick Szeged

Sænski landsliðsmaðurinn í handbolta, Jonas Larholm, hefur ákveðið að söðla um. Hann er hættur hjá Álaborg í Danmörku og fluttur til Ungverjalands.

Handbolti
Fréttamynd

Brihault nýr forseti EHF

Frakkinn Jean Brihault var í dag kjörinn nýr forseti evrópska handknattleikssambandsins, EHF. Hann tekur við af Norðmanninum og Íslandsvininum Tor Lian.

Handbolti
Fréttamynd

Spænskir tvíburar til Rhein-Neckar Löwen

Guðmundur Guðmundsson fær liðsstyrk fyrir komandi átök í þýsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili en lið hans, Rhein-Neckar Löwen, hefur gengið frá samningum við spænsku bræðurna Gedeon og Isias Guardiola.

Handbolti
Fréttamynd

Helga: Von á ákvörðun fyrir helgi

Helga H. Magnúsdóttir, sem á sæti í mótanefnd EHF, á von á því að ákveðið verði í vikunni hvar EM kvenna í handbolta verði haldið í desember næstkomandi.

Handbolti
Fréttamynd

Pekarskyte íslenskur ríkisborgari

Handboltakonan Ramune Pekarskyte fær senn íslenskt ríkisfang þar sem hún var ein þeirra 36 sem allsherjar- og menntamálanefnd lagði til að fengi íslenskan ríkisborgararétt.

Handbolti
Fréttamynd

Rúmenía bættist í riðil Íslands

Forkeppni EM 2014 í handbolta lauk um helgina og kom þá í ljós hvaða lið verður ásamt Slóveníu og Hvíta-Rússlandi andstæðingur Íslands í undankeppninni sem hefst í haust.

Handbolti
Fréttamynd

AG danskur meistari annað árið í röð

Íslendingaliðið AG frá Kaupmannahöfn varð í kvöld danskur meistari í handknattleik annað árið í röð. AG lagði Bjerringbro-Silkeborg í úrslitaleikjunum. AG vann fyrri leikinn með ellefu marka mun, 30-19, og spennan fyrir leikinn í dag var því lítil AG vann hann með einu marki, 22-21.

Handbolti
Fréttamynd

Andersson fer til AG í sumar

Dönsku meistararnir í AG tilkynntu loks í dag að Svíinn Kim Andersson muni ganga í raðir liðsins í sumar. Þetta hefur legið fyrir í margar vikur.

Handbolti
Fréttamynd

Christiansen leggur skóna á hilluna

Hinn magnaði danski hornamaður Lars Christiansen hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna ferugur að aldri. Christiansen er ekki í Ólympíuhópi Dana og hann tilkynnti í kjölfarið að skórnir væru farnir á hilluna.

Handbolti
Fréttamynd

Draumariðill í Lundúnum

Ísland slapp við gull- og silfurliðin frá EM í Serbíu þegar dregið var í riðla fyrir Ólympíuleikana í Lundúnum – en fékk í staðinn Bretland og Argentínu. Ísland er einnig í riðli með Frakklandi, Svíþjóð og Túnis. Strákarnir hefja leik 29. júlí.

Handbolti
Fréttamynd

Titillinn blasir við AG

Íslendingaliðið AG frá Kaupmannahöfn er komið með níu fingur á danska meistaratitilinn eftir öruggan ellefu marka sigur, 19-30, á Bjerringbro-Silkeborg í fyrri leik liðanna um danska meistaratitilinn.

Handbolti
Fréttamynd

Dominik Klein: Besta tilfinningin á ferlinum

Þýski hornamaðurinn Dominik Klein var greinilega stoltur og hrærður yfir árangri Kiel sem varð í dag Evrópumeistari í handbolta eftir sigur á Atletico Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Handbolti
Fréttamynd

Alfreð: Hrikalega stoltur

"Ég er alveg hrikalega stoltur. Það eina sem ég átti eftir að vinna var þrennan og ég náði henni í dag. Þetta er því stórkostlegt.“

Handbolti
Fréttamynd

Aron: Þakklátur fyrir að vera hluti af þessu liði

Aron Pálmarsson varð í dag Evrópumeistari með Kiel eftir sigur á Atletico Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Hann sagði í viðtali við Vísi í gær að það hafi verið ólýsanleg tilfinning að fá að lyfta styttunni eftirsóttu.

Handbolti