Landslið kvenna í fótbolta

Fréttamynd

„Þær eru skít­hræddar við okkur í lokin“

Sveindís Jane Jónsdóttir fékk ekki úr sérlega miklu að moða í leik Íslands og Frakklands í kvöld þar sem Ísland þurfti að sætta sig við 3-2 tap. Hún var með skýr skilaboð um leikina tvo sem framundan eru í vor í Þjóðadeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Setur magnað met gegn Ís­landi og Glódís upp fyrir Katrínu

Eugénie Le Sommer hefur skorað þrjú mörk gegn Íslandi á sínum magnaða ferli. Hún mun slá stórt met með því að spila fyrir Frakka gegn Íslendingum í Þjóðadeild UEFA í fótbolta í kvöld, í Le Mans. Glódís Perla Viggósdóttir spilar jafnframt tímamótaleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir er að gera frábæra hluti á sínu fyrsta tímabili með ítalska stórliðinu Internazionale. Hún hélt hreinu með íslenska landsliðinu í gær eitthvað sem við höfum séð mikið af í leikjum hennar i Seríu A.

Fótbolti
Fréttamynd

Dag­ný byrjar á sama stað og hún endaði síðast

Dagný Brynjarsdóttir er í byrjunarliði Íslands sem mætir Sviss í dag í Þjóðadeildinni en þetta er fyrsti leikurinn í nýjustu útgáfu af keppninni. Þorsteinn Halldórsson hefur gefið út byrjunarliðið sitt fyrir leikinn sem hefst nú klukkan 18.00.

Fótbolti
Fréttamynd

Dag­ný aftur í lands­liðið eftir að hafa lýst ó­á­nægju sinni

Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður West Ham og næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, er komin inn í landsliðshóp Íslands á nýjan leik. Fyrr í vetur lýsti hún óánægju sinni með að hafa ekki fengið sæti í landsliðinu að nýju, og ekki heyrt í landsliðsþjálfaranum Þorsteini Halldórssyni frá því að hún eignaðist sitt annað barn.

Fótbolti
Fréttamynd

Svona var blaða­manna­fundur KSÍ

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem hann kynnti nýjasta landsliðshóp sinn.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þjálfarinn sem að lokum tekur á­kvörðunina um það hver okkar spilar“

Ís­lenski lands­lið­mark­vörðurinn Fann­ey Inga Birkis­dóttir segir það vilja mark­varða ís­lenska lands­liðsins að það sé mikil sam­keppni um stöðuna í markrammanum. Sam­keppnin sé á góðu nótunum en að auðvitað vilji allir á endanum spila. Mikilvægt EM ár fyrir ís­lenska lands­liðið er runnið upp og mark­verðir liðsins hafa verið að gera mjög vel.

Fótbolti
Fréttamynd

„Það er betra að sakna á þennan hátt“

Eftir að hafa slegið í gegn í Dan­mörku, orðið marka­drottning og unnið titla, tekur ís­lenska lands­liðs­konan í fót­bolta. Emilía Kiær Ás­geirs­dóttir nú næsta skref á sínum ferli. Hún hefur samið við þýska liðið RB Leipzig. Hún telur þetta rétta tíma­punktinn á sínum ferli til að opna næsta kafla.

Fótbolti