Landslið kvenna í handbolta

Fréttamynd

Tap hjá Ís­landi í lokaleik fyrir HM

Ísland mætti Angóla í dag í lokaleik sínum á Posten Cup mótinu sem haldið er í Noregi. Liðin eru saman í D-riðli á heimsmeistaramótinu og mætast þar einnig í lokaleik riðilsins.

Handbolti
Fréttamynd

Sjokk að fá þessar fréttir

Íslenska landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir verður ekki með landsliðinu á HM í handbolta sem hefst í lok mánaðarins. Meiðsli urðu til þess að hún varð að gefa eftir sæti sitt í hópnum daginn áður en íslensku stelpurnar flugu út.

Handbolti
Fréttamynd

„Það mun reyna á hópinn á margan hátt“

Lands­liðs­hópur ís­lenska kvenna­lands­liðsins fyrir komandi heims­meistara­mót í hand­bolta hefur nú verið opin­beraður. Arnar Péturs­son, lands­liðs­þjálfari, hefur valið þá á­tján leik­menn sem halda til Noregs á mót sem hann segir gríðar­lega mikil­vægt fyrir þá veg­ferð sem liðið er á.

Handbolti
Fréttamynd

Svona var HM-fundurinn hans Arnars

Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem lands­liðs­hópur ís­lenska kvenna­lands­liðsins, fyrir komandi heims­meistara­mót, var opin­beraður.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Lúxemborg 32-14 | Öruggur sigur í fyrsta leik undankeppni EM

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tók á móti Lúxemborg í forkeppni EM 2024 sem haldið verður Austurríki, Ungverjalandi og Sviss á næsta ári. Þetta var fyrsti leikur liðsins í riðlinum en ásamt Íslandi og Lúxemborg eru það Færeyjar og Svíþjóð sem mynda riðilinn. Svo fór að lokum að Ísland vann feikilega öruggan sigur á liði Lúxemborgar. Lokatölur 32-14 fyrir Ísland.

Handbolti
Fréttamynd

Öruggur sigur strákanna en stelpurnar töpuðu í lokin

Strákarnir í U19-landsliði karla í handbolta mæta Svíþjóð á fimmtudag og spila um sæti 17-20, á heimsmeistaramótinu sem nú stendur yfir í Króatíu. Stelpurnar í U17-landsliði Íslands spila væntanlega um 13.-16. sæti á EM í Svartfjallalandi.

Handbolti
Fréttamynd

Sáu aldrei til sólar gegn Portúgal

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 19 ára og yngri steinlá gegn Portúgal í B-riðli Evrópumótsins sem fram fer í Rúmeníu. Lokatölur 44-27 Portúgal í vil.

Handbolti
Fréttamynd

Grát­legt tap gegn Þýska­landi

Íslenska U-19 ára landslið kvenna í handbolta mátti þola grátlegt eins marks tap í öðrum leik sínum í B-riðli Evrópumótsins sem nú fer fram í Rúmeníu. Lokatölur 31-30 Þýskalandi í vil eftir að Ísland hafði leidd með fjórum mörkum um tíma í síðari hálfleik.

Handbolti
Fréttamynd

Stemning hjá stelpunum á Snapchat meðan dregið var

Í dag kom í ljós hverjir mótherjar Íslands verða í riðlakeppni HM kvenna í handbolta í desember. Landsliðskonan Thea Imani Sturludóttir kveðst ekki geta beðið eftir sumarfríslokum svo hún geti hafið undirbúning fyrir mótið.

Handbolti
Fréttamynd

„Þar hefðum við getað verið heppnari“

„Við vissum fyrir fram að þetta yrði alvöru verkefni og það hefur ekkert breyst,“ segir Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í handbolta, eftir að dregið var í riðla fyrir HM í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Ísland í riðli með Frökkum og spilað í Stavanger

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta dróst í riðil með Frakklandi, Slóveníu og Angóla, þegar dregið var í riðla fyrir heimsmeistaramótið í dag. HM fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð dagana 29. nóvember til 17. desember.

Handbolti
Fréttamynd

ÓL-smuga opnast fyrir stelpurnar okkar

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk ekki aðeins sæti á HM upp í hendurnar frá IHF á mánudaginn, heldur einnig möguleika á að komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári.

Handbolti