

Stjórnmálaflokkar eru áhugamannafélög um stjórnmál og hagsmuni. Fulltrúar flokka bjóða sig fram í kosningum til Alþingis. Einhverjir flokkar fá fleiri atkvæði, aðrir færri.
Á næstu vikum fara fjölmiðlar á fyllerí með hópi fólks sem ætlar að æsa sig hvert gegn öðru, ætlar að fara fram með ásakanir, svívirðingar, afhjúpanir, vandlætingar, upphrópanir og áfellsidóma – og margt, margt fleira, um leið og þetta fólk lofar okkur kjósendum öllu fögru, einmitt öllu því sem okkur hefur svo lengi langað til að heyra, svo lengi óskað að komið yrði í framkvæmd – já, einmitt núna lofa þau okkur að þetta muni allt verða að veruleika.
„Hvað vilja börn og unglingar lesa? Á hverju hafa þau áhuga?“ Við þessum ímynduðu spurningum höfunda og útgefanda má finna svar í því úrvali barna- og unglingabóka sem gefnar eru út hér á landi, bæði íslenskum og þýddum.
Kynhneigð fólks er ekki persónan. Kyn, kynhneigð eða kynvitund hafa vissulega áhrif á afstöðu einstaklingsins til mála sem tengjast þeim þáttum, ekki síst ef viðkomandi hefur mætt fordómum. En hver við erum sem kynverur er aðeins brot af hinu flókna vélvirki persónuleikans; hver manneskja er svo miklu meira en bara kyn, kynhneigð eða kynvitund.
Elsta nafnið sem norrænir menn gáfu Íslandi var nafnið „Veiðistöð.“ Það er annars vegar sterk vísbending um að vitneskjuna um landið fengu þeir frá fólki á Bretlandseyjum, sem sótt hafði hingað upp í einhverjar kynslóðir til veiða, og hins vegar vísbending um að erindi þeirra hingað var fyrst og fremst að nýta auðlindir landsins sem verslunarvöru: fugl, fisk, æðardún, sel og rostunga til dæmis, eins og glöggt má ráða af bók Bergsveins Birgissonar, Leitin að svarta víkingnum.
Það er stundum réttlætismál að sitja ekki þegjandi undir vissri tegund af þvaðri, né er hægt að leiða slíkt hjá sér, síst af öllu þegar í hlut eiga aðilar sem gefa sig út fyrir að vera fagmenn og þiggja fyrir það laun frá opinberri stofnun.