Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar 15. mars 2025 20:30 Sá sem fjármagnar vopnakaup mun dag einn þurfa að horfast í augu við hlaðið vopn sem beinist að honum sjálfum. Íslenskt skattfé má aldrei nota til að fjármagna vopn, af þeirri einföldu ástæðu að íslenskir skattborgarar eiga engan möguleika á að verja sig verði á þá ráðist. Hins vegar vilja íslenskir skattborgarar styðja og hjálpa fórnarlömbum stríða, sem eru fyrst og fremst almennir óvopnaðir borgarar eins og við sjálf erum. Við viljum fjármagna hjálpargögn, lyf, læknisaðstoð, sjúkraskýli, matvæli, fatnað og vatn og allt það annað sem almennir borgarar í stríðshrjáðu landi þurfa á að halda. Íslendingar vilja ekki fjármagna vopn sem drepa almenna borgara, heldur veita almennum borgurum stuðning og aðstoð í neyð. Stærsta framlag Íslands til heimsmenningarinnar, Íslendingasögur, fjalla um hatur og deilur, átök, hefndir og svik, enda ritaðar á þeim tíma þegar á Íslandi ríkti blóðug borgarastyrjöld, Sturlungaöld. Sögurnar eru niðurstaða þjóðarinnar eftir þessa einu styrjöld sem þjóðin hefur staðið í innanlands. Sögurnar eru allar á sama máli og lokaniðurstaða þeirra allra er sú sama: að stríðandi aðilar skuli sættast, greiða hvor öðrum bætur, og halda þessa sátt um aldur og ævi. Sögurnar eru líka sammála um að allir skuli rísa upp í sameiningu gegn svikurum og lygurum og hverjum þeim sem reynir að rjúfa þá sátt sem góðir menn hafa gjört, og dæma slíka aðila samkvæmt réttum lögum. Íslendingasögur segja: Haldið friðinn, hvað sem það kostar, því ef friðurinn er rofinn mun öllu og öllum verða tortímt - og jafnan þeim er síst skyldi. Þetta er það eina sem rödd Íslands á að segja á alþjóðavettvangi; þetta er lokasvar þjóðarinnar til allra stríðandi aðila, því þetta svar byggir á reynslu okkar sjálfra og er rödd okkar eigin þjóðarsálar. Innanum öskrandi stríðsherra heimsins verður þessi rödd að hljóma hrein og skýr og sterk. Íslenskum ráðamönnum ber að tala einungis fyrir sáttum og friði. Og íslenskir ráðamenn eiga eingöngu að leggja skattfé þjóðarinnar í aðgerðir, vörur og búnað sem styðja við almenna borgara í stríðshrjáðum löndum – en ekki í útbúnað eða vopn hermanna - því besta og öruggasta vörn okkar sjálfra er sú, að hafa ekki sett vopn í hendur neins annars. Það vill svo til að við Íslendingar eigum okkar eigin öfluga her, en munurinn á honum og herjum annarra landa er sá, að okkar her bjargar mannslífum en tortímir þeim ekki. Sjálfboðaliðasveitir björgunarsveitanna um allt land – það eru hersveitir sem berjast fyrir lífinu – lífi annarra – og leggja sjálfar sig í hættu til þess. Hvar í veröldinni er hægt að finna betra fordæmi friðarþjóðar, en okkar litlu þjóð, sem hefur öflugan her þrautþjálfaðra sjálfboðaliða - sem bjarga mannslífum; þjóð sem á merkustu bókmenntir miðalda sem allar segja einni röddu: Haldið friðinn; þjóð sem sjálf hefur aldrei farið með ófriði á hendur annarri þjóð – utan einu sinni - þegar íslenskir ráðamenn vildu spila sig stóra menn innan um stríðsherra heimsins. Öll vitum við hvernig þeirri sögu lauk. Á máli Íslendingasagna gætu þau endalok hafa verið orðuð með þessum hætti: „Höfðu þeir vansæmd mikla af málinu og voru að fullu rúnir heiðri sínum og virðingu. Bar alþýða jafnan lítt traust til þeirra síðan. Og eru þeir úr sögunni.“ Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Erlingsson Hernaður Öryggis- og varnarmál Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Viljum við deyja út? Friðrik Snær Björnsson Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Sá sem fjármagnar vopnakaup mun dag einn þurfa að horfast í augu við hlaðið vopn sem beinist að honum sjálfum. Íslenskt skattfé má aldrei nota til að fjármagna vopn, af þeirri einföldu ástæðu að íslenskir skattborgarar eiga engan möguleika á að verja sig verði á þá ráðist. Hins vegar vilja íslenskir skattborgarar styðja og hjálpa fórnarlömbum stríða, sem eru fyrst og fremst almennir óvopnaðir borgarar eins og við sjálf erum. Við viljum fjármagna hjálpargögn, lyf, læknisaðstoð, sjúkraskýli, matvæli, fatnað og vatn og allt það annað sem almennir borgarar í stríðshrjáðu landi þurfa á að halda. Íslendingar vilja ekki fjármagna vopn sem drepa almenna borgara, heldur veita almennum borgurum stuðning og aðstoð í neyð. Stærsta framlag Íslands til heimsmenningarinnar, Íslendingasögur, fjalla um hatur og deilur, átök, hefndir og svik, enda ritaðar á þeim tíma þegar á Íslandi ríkti blóðug borgarastyrjöld, Sturlungaöld. Sögurnar eru niðurstaða þjóðarinnar eftir þessa einu styrjöld sem þjóðin hefur staðið í innanlands. Sögurnar eru allar á sama máli og lokaniðurstaða þeirra allra er sú sama: að stríðandi aðilar skuli sættast, greiða hvor öðrum bætur, og halda þessa sátt um aldur og ævi. Sögurnar eru líka sammála um að allir skuli rísa upp í sameiningu gegn svikurum og lygurum og hverjum þeim sem reynir að rjúfa þá sátt sem góðir menn hafa gjört, og dæma slíka aðila samkvæmt réttum lögum. Íslendingasögur segja: Haldið friðinn, hvað sem það kostar, því ef friðurinn er rofinn mun öllu og öllum verða tortímt - og jafnan þeim er síst skyldi. Þetta er það eina sem rödd Íslands á að segja á alþjóðavettvangi; þetta er lokasvar þjóðarinnar til allra stríðandi aðila, því þetta svar byggir á reynslu okkar sjálfra og er rödd okkar eigin þjóðarsálar. Innanum öskrandi stríðsherra heimsins verður þessi rödd að hljóma hrein og skýr og sterk. Íslenskum ráðamönnum ber að tala einungis fyrir sáttum og friði. Og íslenskir ráðamenn eiga eingöngu að leggja skattfé þjóðarinnar í aðgerðir, vörur og búnað sem styðja við almenna borgara í stríðshrjáðum löndum – en ekki í útbúnað eða vopn hermanna - því besta og öruggasta vörn okkar sjálfra er sú, að hafa ekki sett vopn í hendur neins annars. Það vill svo til að við Íslendingar eigum okkar eigin öfluga her, en munurinn á honum og herjum annarra landa er sá, að okkar her bjargar mannslífum en tortímir þeim ekki. Sjálfboðaliðasveitir björgunarsveitanna um allt land – það eru hersveitir sem berjast fyrir lífinu – lífi annarra – og leggja sjálfar sig í hættu til þess. Hvar í veröldinni er hægt að finna betra fordæmi friðarþjóðar, en okkar litlu þjóð, sem hefur öflugan her þrautþjálfaðra sjálfboðaliða - sem bjarga mannslífum; þjóð sem á merkustu bókmenntir miðalda sem allar segja einni röddu: Haldið friðinn; þjóð sem sjálf hefur aldrei farið með ófriði á hendur annarri þjóð – utan einu sinni - þegar íslenskir ráðamenn vildu spila sig stóra menn innan um stríðsherra heimsins. Öll vitum við hvernig þeirri sögu lauk. Á máli Íslendingasagna gætu þau endalok hafa verið orðuð með þessum hætti: „Höfðu þeir vansæmd mikla af málinu og voru að fullu rúnir heiðri sínum og virðingu. Bar alþýða jafnan lítt traust til þeirra síðan. Og eru þeir úr sögunni.“ Höfundur er rithöfundur.
Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder Skoðun
Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar
Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder Skoðun
Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir Skoðun