Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur

Fréttamynd

„Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“

Daði Már Kristófersson er frjálslyndur maður sem vill að ríkið skipti sér ekki af fólki. Hann er nýr fjármálaráðherra og hitti Sindri Sindrason hann í morgunkaffi í Íslandi í dag í síðustu viku.

Lífið
Fréttamynd

Satt eða logið um stefnu­ræðu for­sætis­ráð­herra?

„Þjóðin kaus breytingar og breytingarnar byrja strax,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í umræðum á Alþingi í gær. Hann skaut föstum skotum að formanni Framsóknarflokksins og stjórnarandstöðunni en sitt sýnist hverjum um hvort gagnrýnin hafi verið verðskulduð.

Innlent
Fréttamynd

Segir fullan ein­hug um öll mál hjá sam­hentri ríkis­stjórn

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti sína fyrstu stefnuræðu á Alþingi í kvöld. Í ræðunni sagði hún fulla einingu í ríkisstjórn um þau málefni sem fram komi í þingmálaskrá og kynnti næstu skref stjórnarinnar. Hún sagði þjóðina í senn vera heppna með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir, og mega vera stolta af Ingu Sæland, samráðherra hennar í ríkisstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Stefnuræða for­sætis­ráðherra

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flytur sína fyrstu stefnuræðu í embætti í kvöld. Hægt er að fylgjast með ræðunni og umræðum um hana í beinni útsendingu hér á Vísi. 

Innlent
Fréttamynd

Mið­flokkurinn gagn­rýnir að Daði Már flytji tölu

Stefnuræða Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra er á dagskrá í kvöld. Svo virðist sem Miðflokkurinn sé kominn í stjórnarandstöðuham nú þegar því hann gerir athugasemd við það að meðal ræðumanna sé Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Svona verða um­ræður um stefnu­ræðu Krist­rúnar í kvöld

Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana fara fram á Alþingi í kvöld, fimm dögum síðar en áætlað var. Kristrún Frostadóttir átti að flytja fyrstu stefnuræðu sína í embætti forsætisráðherra á fimmtudaginn í síðustu viku en því var frestað vegna veðurs.

Innlent
Fréttamynd

Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu

Póstinum hefur verið falið það hlutverk fyrir hönd ríkisins að sinna alþjónustu á Íslandi til ársins 2030, fyrir póstsendingar bæði innanlands og til annarra landa. Undir alþjónustu fellur öll bréfaumsýsla upp að tveimur kílóum og pakkaumsýsla upp að 10 kílóum innanlands og 20 kílóum erlendis frá.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Að vinna launa­laust

Það var áhugavert að hlusta á viðtal í Íslandi í dag við Daníel Má Magnússon, síðasta skósmið miðborgarinnar, sem um mánaðarmótin lokaði skóvinnustofu sinni fyrir fullt og allt, eftir þungan rekstur síðustu ár.

Skoðun
Fréttamynd

Krefja þurfi flokkana um endur­greiðslu þó að það þýði gjald­þrot

Hæstaréttarlögmaður er ósammála tveimur lögfræðiálitum sem hafi verið útbúin að beiðni fjármála- og efnahagsráðuneytisins um framlög til stjórnmálaflokka. Hann telur ótvírætt að ráðherra beri skylda til að innheimta fjármuni sem greiddir voru úr ríkissjóði þrátt fyrir að flokkar hafi ekki uppfyllt skilyrði laga fyrir slíkum greiðslum.

Innlent
Fréttamynd

Endur­greiðsla og mögu­legt gjald­þrot flokkanna and­stætt mark­miðum laganna

Stjórnmálaflokkar verða ekki krafðir um endurgreiðslu á hundruðum milljóna króna styrkjum þrátt fyrir að þeir hafi ekki uppfyllt lagaskilyrði um að vera skráðir sem stjórnmálasamtök. Fjármálaráðherra tók þessa ákvörðun á grunni tveggja álitsgerða en hann segir fjármálaráðuneytið hafa brugðist skyldum sínum og að krafa um endurgreiðslu myndi ganga gegn markmiðum laga um styrkina.

Innlent
Fréttamynd

Að­stoðar­mennirnir og ástin

Ráðherrar ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hafa verið að ráða sér aðstoðarmenn undanfarnar vikur. Í einhverjum tilfellum má segja að ekki sé leitað langt yfir skammt.  Sumir aðstoðarmenn tengjast ráðherrum sökum þess að ástarguðinn Amor skaut örvum sínum og hitti beint í mark.

Lífið
Fréttamynd

Jóhann Páll gengur í stað Ölmu

Ákveðið hefur verið að Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, verði staðgengill Ölmu Möller, heilbrigðisráðherra, í málum sem varða fyrri störf hennar sem landlæknir.

Innlent
Fréttamynd

Verða ekki krafin um endur­greiðslu

Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir að ráðuneytið hafi brugðist vegna styrkveitinga til stjórnmálasamtaka, sem voru ekki rétt skráð samkvæmt lagabreytingum frá 2022. Ekki séu þó forsendur fyrir endurgreiðslukröfu. 

Innlent
Fréttamynd

„Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, segir engan á vegum ráðuneytisins hafa lagt fram launahækkun í kjaraviðræðum kennara og veltir hún fyrir sér hver sé að búa til slíkar sögusagnir. Ráðuneytið hafi þó reynt að liðka fyrir viðræðum með öðrum aðgerðum.

Innlent
Fréttamynd

Skautað fram­hjá ýmsu í til­kynningu mennta­málaráðherra

Þingflokksformenn minnihlutans hafa krafið forsætisráðherra um svör vegna meintra afskipta menntamálaráðuneytisins í kjaraviðræðum kennara. Ráðuneytið þvertekur fyrir að ráðherra eða annar starfsmaður hafi boðið eða gefið vilyrði um launahækkun til kennara.

Innlent
Fréttamynd

Stefnu­ræðu frestað til mánu­dags

Stefnuræðu Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra hefur verið frestað til mánudagsins 10. febrúar og hefjast regluleg þingstörf degi síðar. Ræðuna átti að halda í gærkvöldi en var frestað vegna rauðrar viðvörunar og hættustigs.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin þarf að­hald

Ný ríkisstjórn kappkostar að ná frumkvæði í umræðunni og nú síðast með því að halda blaðamannafund um þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar líkt og um tímamót væri að ræða. Reyndar er það svo samkvæmt þingskapalögum að þingmálaskrá skal dreift um leið og stefnuræðu forsætisráðherra við þingsetningu. 

Skoðun