Evrópudeild UEFA

Fréttamynd

Terry missir aftur af úrslitaleik í Evrópukeppni

John Terry, fyrirliði Chelsea, verður ekki með liðinu á móti Benfica á morgun þegar liðin mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á heimavelli Ajax í Amsterdam. Terry er ekki búinn að ná sér af ökklameiðslum sem hann varð fyrir um síðustu helgi.

Enski boltinn
Fréttamynd

Glæsimark David Luiz

Brasilíumaðurinn David Luiz skoraði mark kvöldsins í leik Chelsea og Basel í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Chelsea í úrslit Evrópudeildarinnar

Evrópumeistarar Chelsea tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í knattspyrnu með 3-1 heimasigri á Basel. Enska liðið fer áfram 5-2 samanlagt.

Fótbolti
Fréttamynd

Benfica mætir Chelsea í Amsterdam

Stuðningsmenn Benfica munu mála Lissabon rauða í nótt enda tryggði liðið sér sæti í úrslitaleik Evróupdeildarinnar í knattspyrnu með 3-1 sigri á Fenerbahce í kvöld. Benfica mætir Chelsea í úrslitaleiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Tottenham tapaði í vítaspyrnukeppni

Gylfi Þór Sigurðsson var eini leikmaður Tottenham sem nýtti spyrnu sína þegar að liðið féll úr leik í Evrópudeild UEFA. Tottenham tapaði fyrir Basel í vítaspyrnukeppni, 4-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Gengur Tottenham betur en KR?

Tottenham sækir Basel heim í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Fyrri leik liðanna á White Hart Lane lauk með 2-2 jafntefli þar sem Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Spurs jafntefli.

Fótbolti
Fréttamynd

Fenerbahce og Benfica áfram

Fenerbahce gerði sér lítið fyrir og sló út ítalska liðið Lazio í fjórðungsúrslitum Evrópudeildar UEFA í kvöld. Þá hafði Benfica betur gegn Newcastle.

Fótbolti
Fréttamynd

Gylfi skoraði en Bale borinn af velli

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mikilvægt mark fyrir Tottenham í kvöld. Hann tryggði þá liðinu 2-2 jafntefli gegn Basel í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildar UEFA.

Fótbolti
Fréttamynd

Villas-Boas vongóður vegna meiðsla Bale

Gareth Bale, leikmaður Tottenham, meiddist illa á ökkla í leiknum gegn Basel í Evrópudeild UEFA í kvöld. Andre Villas-Boas, stjóri Spurs, er vongóður um að meiðslin séu ekki eins slæm og þau litu út fyrir að vera.

Fótbolti
Fréttamynd

UEFA kærir Internazionale

Knattspyrnusamband Evrópu hefur ákveðið að ákæra ítalska félagið Internazionale fyrir kynþáttafordóma stuðningsmanna liðsins í seinni leik Internazionale og Tottenham í Evrópudeildinni. Málið verður tekið fyrir 19. apríl næstkomandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Gylfi og félagar til Sviss

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Tottenham drógust gegn svissneska liðinu Basel í fjórðungsúrslitum Evrópudeildar UEFA.

Fótbolti
Fréttamynd

Basel fyrsta liðið inn í 8 liða úrslit Evrópudeildarinnar

Svissneska liðið Basel varð í dag fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildar UEFA þegar liðið slapp frá Rússlandi með 1-0 tap á móti Zenit St Petersburg þrátt fyrir að missa mann af velli á 45. mínútu. Basel vann samanlagt 2-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Áfengisbann í Mílanó

Lögregluyfirvöld í Mílanó hafa stórar áhyggjur af áhorfendum fyrir leik Inter og Tottenham í Evrópudeildinni. Svo miklar að allsherjar áfengisbann er nú í borginni.

Fótbolti
Fréttamynd

Tottenham áfram í Evrópudeildinni eftir framlengingu

Tottenham missti niður þriggja marka forskot gegn Inter en skreið áfram í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir framlengingu. Spurs vann fyrri leikinn 3-0 og Inter vann það forskot upp. Mark Emmanuel Adebayor í framlengingu kom liðinu áfram.

Fótbolti
Fréttamynd

Villas-Boas: Vonandi klárum við þetta án Bale

Gareth Bale, Gylfi Sigurðsson og Jan Vertonghen tryggði Tottenham 3-0 sigur á Internazionale í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær en það var einn mínus við annars frábært Evrópukvöld á White Hart Land.

Enski boltinn
Fréttamynd

David Luiz: Feimnin heldur aftur af Oscari

David Luiz, brasilíski varnarmaðurinn hjá Chelsea, hefur mikla trú á landa sínum Oscari en segir að miðjumaðurinn ungi þurfi að losna við feimnina ætli hann sér að verða einn af þeim bestu í heimi.

Enski boltinn