Evrópudeild UEFA

Fréttamynd

Hernandez: Viljum vinna alla bikara

Það er óhætt að segja að Evrópudeildin hafi aldrei áður verið eins áhugaverð og í vetur með tilkomu Man. Utd og Man. City. Man. Utd mun spila gegn Ajax á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Jóhann Berg og félagar í AZ fóru áfram í Evrópudeildinni

Hollenska félagið AZ Alkmaar tryggði sér sæti í 32 liða úrslitum Evróudeildarinnar með því að gera 1-1 jafntefli á heimavelli á móti úkraínska liðinu Metalist Kharkiv í kvöld. Metalist var þegar búið að tryggja sigur í riðlinum en AZ náði öðru sætinu á markatölu.

Fótbolti
Fréttamynd

Birmingham og Tottenham úr leik - úrslitin í Evrópudeildinni í kvöld

Ensku liðin Birmingham og Tottenham duttu bæði út úr Evrópudeildinni í kvöld og fóru því sömu leið og Fulham í gær. Stoke var því eina enska liðið sem komst upp úr sínum riðli. Rubin Kazan, Club Brugge, AZ Alkmaar og Udinese voru síðustu liðin til þess að tryggja sæti í 32 liða úrslitunum í lokaumferðinni í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Stórsigur Tottenham dugði ekki - úr leik í Evrópudeildinni

Fyrri leikjapakka kvöldsins í Evrópudeildinni er lokið og þar var aðeins eitt laust sæti í boði í 32 liða úrslitin. Standard Liege og Hannover voru komin áfram úr B-riðli og sömu sögu er að segja af PSV Eindhoven og Legia Varsjá í C-riðli. Spennan var hinsvegar í A-riðlinum þar sem Tottenham þurfti á hálfgerðu kraftaverki að halda. Tottenham vann 4-0 útisigur á Shamrock Rovers en það dugði ekki því Rubin Kazan náði 1-1 jafntefli á móti PAOK.

Fótbolti
Fréttamynd

Fimmti leikurinn í röð án sigurs hjá FCK

FC Kaupmannahöfn náði ekki að enda á sigri í síðasta leik sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kövld það var þegar ljóst fyrir lokaumferðina að FCK sæti eftir í B-riðlinum og að Standard Liege og Hannover 96 færu í sextán liða úrslitin. FCK tapaði 0-1 á heimavelli á móti belgíska félaginu Standard Liege.

Fótbolti
Fréttamynd

Í beinni: Fulham - OB

Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Fulham og danska liðsins OB í K-riðli Evrópudeildar UEFA.

Fótbolti
Fréttamynd

Kristinn dæmir í Madrid á fimmtudaginn

Kristinn Jakobsson verður í eldlínunni í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. Hann dæmir þá leik Atletico Madrid frá Spáni og Rennes frá Frakklandi en leikurinn er í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildar UEFA.

Fótbolti
Fréttamynd

Tottenham tapaði án Redknapp í Rússlandi

Tottenham varð að sætta sig við sitt fyrsta tap í Evrópudeildinni á tímabilinu þegar liðið lá 0-1 á útivelli á móti rússneska liðinu Rubin Kazan. Sigurmark Rússanna kom úr aukaspyrnu á 56. mínútu.

Fótbolti
Fréttamynd

AEK Aþena lá í Moskvu án Eiðs Smára - AZ náði jafntefli en OB tapaði

AEK Aþena tapaði 3-1 á móti Lokomotiv Moskvu í L-riðli Evrópudeildarinnar í dag en gríska liðið lék þarna sinn fyrsta leik síðan að Eiður Smári Guðjohnsen fótbrotnaði. Þetta var ekki alltof gott kvöld fyrir Íslendingaliðin því OB frá Óðinsvéum tapaði líka sínum leik en AZ Alkmaar náði hinsvegar jafntefli með því að skora tvö í lokin.

Fótbolti
Fréttamynd

Bara tveir miðverðir leikfærir hjá Tottenham

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, má ekki við fleiri meiðslum í miðvarðarhópi sínum því aðeins tveir miðverðir eru leikfærir fyrir leik Tottenham á móti Rubin Kazan í Evrópudeildinni á White Hart Lane á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Reif sig úr að ofan með strákunum

Það eru ekki bara karlmenn sem rífa sig úr að ofan á fótboltaleikjum því ung stúlka sem styður Dynamo Kiev gerði slíkt hið sama í Evrópuleik liðsins gegn Stoke.

Fótbolti