Evrópudeild UEFA

Fréttamynd

Í beinni: Fulham - OB

Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Fulham og danska liðsins OB í K-riðli Evrópudeildar UEFA.

Fótbolti
Fréttamynd

Kristinn dæmir í Madrid á fimmtudaginn

Kristinn Jakobsson verður í eldlínunni í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. Hann dæmir þá leik Atletico Madrid frá Spáni og Rennes frá Frakklandi en leikurinn er í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildar UEFA.

Fótbolti
Fréttamynd

Tottenham tapaði án Redknapp í Rússlandi

Tottenham varð að sætta sig við sitt fyrsta tap í Evrópudeildinni á tímabilinu þegar liðið lá 0-1 á útivelli á móti rússneska liðinu Rubin Kazan. Sigurmark Rússanna kom úr aukaspyrnu á 56. mínútu.

Fótbolti
Fréttamynd

AEK Aþena lá í Moskvu án Eiðs Smára - AZ náði jafntefli en OB tapaði

AEK Aþena tapaði 3-1 á móti Lokomotiv Moskvu í L-riðli Evrópudeildarinnar í dag en gríska liðið lék þarna sinn fyrsta leik síðan að Eiður Smári Guðjohnsen fótbrotnaði. Þetta var ekki alltof gott kvöld fyrir Íslendingaliðin því OB frá Óðinsvéum tapaði líka sínum leik en AZ Alkmaar náði hinsvegar jafntefli með því að skora tvö í lokin.

Fótbolti
Fréttamynd

Bara tveir miðverðir leikfærir hjá Tottenham

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, má ekki við fleiri meiðslum í miðvarðarhópi sínum því aðeins tveir miðverðir eru leikfærir fyrir leik Tottenham á móti Rubin Kazan í Evrópudeildinni á White Hart Lane á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Reif sig úr að ofan með strákunum

Það eru ekki bara karlmenn sem rífa sig úr að ofan á fótboltaleikjum því ung stúlka sem styður Dynamo Kiev gerði slíkt hið sama í Evrópuleik liðsins gegn Stoke.

Fótbolti
Fréttamynd

Celtic gæti komist í Evrópudeildina eftir allt saman

Það vakti athygli á drættinum í riðla Evrópudeildarinnar í dag að fyrirvari var settur á þátttöku Sion frá Sviss. Celtic, sem beið lægri hlut gegn Sion í forkeppninni, hefur lagt fram kvörtun vegna þess að félagið telur Svisslendingana hafa notast við ólöglega leikmenn.

Fótbolti