Vatnsaflsvirkjanir

Fréttamynd

Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd

Logi Einarsson hefur, sem staðgengill umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, lagt fram tillögu um flokkun Hamarsvirkjunar í biðflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar. Verkefnisstjórn verndar- og orkunýtingaráætlunar hefur lagt til að virkjunin fari í verndarflokk frekar.

Innlent
Fréttamynd

Bráða­birgða­heimild veitt fyrir Hvamms­virkjun

Umhverfis- og orkustofnun veitti Landsvirkjun bráðabirgðaheimild til undirbúningsframkvæmda við Hvammsvirkjun í dag. Heimildin er sögð varða framkvæmdir sem voru þegar hafnar og að þær hafi engin áhrif á vatnshlot.

Innlent
Fréttamynd

Virkjanir í Skaga­firði úr vernd í bið en Urriða­foss í nýtingu

Virkjanakostir í Héraðsvötnum í Skagafirði, þar á meðal 156 megavatta Skatastaðavirkjun, fara ekki í verndarflokk heldur í biðflokk rammaáætlunar. Þetta er samkvæmt tillögu sem Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra orku- og umhverfismála, hyggst leggja fyrir Alþingi í haust og hann kynnir núna í samráðsgátt stjórnvalda. Ennfremur leggur hann þar til að Urriðafossvirkjun í Þjórsá verði í nýtingarflokki en ekki í biðflokki.

Innlent
Fréttamynd

Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka

Vinnsla hefur verið stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka nálægt inntaksmannvirkjum stöðvarinnar. Verið er að tæma inntakslónið svo hægt sé að greina ástæður lekans. Til skamms tíma mun lokunin ekki hafa áhrif á framboð raforku en langtímaáhrif eru ekki enn ljós.

Innlent
Fréttamynd

Lands­virkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla land­eig­endur

Landeigendur í nágrenni við Þjórsá sem telja sig munu finna fyrir miklum áhrifum af byggingu Hvammsvirjunar segja að Landsvirkjun hafi aldrei samið við sig í tengslum við uppbygginguna og þvertaka fyrir ummæli Þóru Arnórsdóttur, samskiptastjóra Landsvirkjunar, um að löngu sé búið að semja við landeigendur á áhrifasvæði virkjunarinnar. Þóra stendur við ummælin.

Innlent
Fréttamynd

Fram­kvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur samþykkt kröfu landeigenda við Þjórsá um að framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar verði stöðvaðar. Landeigandi fagnar niðurstöðunni en er ekki bjartsýnn á framhaldið. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun er úrskurðurinn til bráðabirgða og fyrirséð að virkjanaleyfi verði gefið út í ágúst. 

Innlent
Fréttamynd

Hafa sótt um bráða­birgða­leyfi

Landsvirkjun hefur óskað eftir því að Umhverfis- og orkustofnun veiti virkjunarleyfi til bráðabirgða fyrir Hvammsvirkjun, í samræmi við nýlega breytt raforkulög og lög um stjórn vatnamála.

Innlent
Fréttamynd

Aftur á byrjunar­reit

Hvammsvirkjun er föst í eilífðar borðspili. Stundum hnikast verkefnið áfram um nokkra reiti, en þess á milli gerist ekkert. Nú þegar aldarfjórðungur er liðinn frá því að fyrst var áformað að virkja við Hvamm og 4 ár eru frá því að sótt var um sjálft virkjunarleyfið hefur verkefninu verið kippt aftur á byrjunarreit.

Skoðun
Fréttamynd

„Það er engin á­stæða til að gefast upp“

Hæstiréttur staðfesti í dag ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. Undirbúningsframkvæmdir vegna virkjunarinnar eru nú þegar komnar vel á veg en ljóst þykir að niðurstaðan muni fresta virkjuninni enn frekar. 

Innlent
Fréttamynd

Davíð hafi lagt Golíat

Náttúruverndarsamtök fagna niðurstöðu Hæstaréttar sem staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms og felldi endanlega úr gildi virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, í máli sem landeigendur við Þjórsá höfðuðu gegn ríkinu og Landsvirkjun. Þau segja Davíð hafa lagt Golíat.

Innlent
Fréttamynd

Hvammsvirkjun bíður dóms Hæsta­réttar

Nýsamþykkt lög, sem ætlað var að eyða óvissu um Hvammsvirkjun í Þjórsá, setja framkvæmdir samt ekki á fulla ferð. Forstjóri Landsvirkjunar segir að bíða verði eftir dómi Hæstaréttar.

Innlent
Fréttamynd

Við þurfum hag­kvæmu virkjunarkostina

Við þurfum meiri raforku á næstu árum og áratugum. Víðtæk samstaða hefur náðst um að kerfið okkar verði að vera skilvirkara, svo virkjunarkostir lendi ekki í margra ára, jafnvel áratuga skilvindu stjórnsýslunnar þar sem tímafrestir eru ekki virtir og mörg tækifæri eru til að kæra þau fjölmörgu leyfi sem veitt eru fyrir hverri virkjanaframkvæmd.

Skoðun
Fréttamynd

Héraðs­vötn og Kjalöldu­veitu í nýtingar­flokk

Nú liggur fyrir á alþingi og til umræðu í Umhverfis – og samgöngunefnd tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, nr. 24/152 frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Skoðun
Fréttamynd

Lands­virkjun semur lög um bráða­birgða­virkjanir

Þann 15. janúar síðastliðinn féll sögulegur dómur í máli landeigenda við Þjórsá gegn ríkinu og Landsvirkjun þar sem virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun var ógilt. Aldrei fyrr hafði íslenskur dómstóll ógilt virkjunarleyfi.

Skoðun
Fréttamynd

Blöndu­lón fyllist sögu­lega snemma og staðan góð í lónum

Óvenjuleg hlýindi á hálendinu undanfarið hafa leyst nánast allan snjó á neðra vatnasviði Blöndulóns. Allar líkur eru á að þessar vorleysingar nái að fylla Blöndulón og eitthvað vatn muni renna á yfirfalli þess. Vatnsbúskapur í miðlunarlónum Landsvirkjunar er almennt heldur betri en undanfarin ár.

Innlent