Alþingi

Fréttamynd

Rembihnútur á raflínurnar að Bakka

Línulagnir frá virkjunum í Kröflu og á Þeistareykjum til atvinnusvæðisins á Bakka við Húsavík eru í hnút eftir úrskurð úrskurðarnefndar um umhverfismál. Lítill tími er til stefnu ef framkvæmdir eiga að hefjast í vetur.

Innlent
Fréttamynd

Sjö flokkar næðu mönnum inn á þing

Vinstri græn bæta við sig 2,5 prósentustiga fylgi mili vikna. Sjálfstæðisflokkur og Píratar álíka stórir og Framsóknarflokkurinn, Björt framtíð, Viðreisn og Samfylkingin álíka stór. Hlutfall þeirra sem afstöðu taka eykst mikið milli kannana.

Innlent
Fréttamynd

Árni Páll íhugar að kvarta til ÖSE

Til greina kemur að kvarta til Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, ef ríkisstjórnarflokkarnir halda áfram kosningabaráttu á meðan minnihlutinn sinnir þingstörfum.

Innlent
Fréttamynd

20 prósent auglýsinga fara til Facebook og Google

Skipuð verður þverpóli­tísk nefnd sem á að gera úttekt á stöðu einkarekinna fjölmiðla á Íslandi í ljósi aðstæðna á auglýsingamarkaði, tæknibreytinga á undanförnum árum og aukinnar sóknar erlendra aðila inn á íslenskan fjölmiðlamarkað.

Innlent
Fréttamynd

Björt framtíð fengi kjörinn þingmann

Björt framtíð hefur ekki mælst með meira fylgi í könnun Fréttablaðsins síðan í mars í fyrra. Þingmaður flokksins segist finna jákvæð viðbrögð við þeim málum sem flokkurinn hefur unnið í.

Innlent
Fréttamynd

Tekist á um framtíð þjóðar

Eldhúsdagsumræður á Alþingi voru haldnar í gær. Þrír þingmenn allra flokka sem sæti eiga á þingi ræddu stöðu lands og þjóðarbús þegar tæpar fimm vikur eru til kosninga.

Innlent
Fréttamynd

Segir Ögmund vera verkkvíðinn

Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina ekki geta tekið skýrslu Vigdísar Hauksdóttur til umfjöllunar fyrir þinglok. Vigdís segir formanninn vera verkkvíðinn og vanhæfan til að fjalla um málið.

Innlent
Fréttamynd

Óvíst um þinglok

Almennar stjórnmálaumræður, eldhúsdagsumræður, fara fram klukkan 19.40 í kvöld og verða sendar út í útvarpi og sjónvarpi. Starfsáætlun Alþingis gerir svo ráð fyrir að síðasti þingfundur fyrir kosningar fari fram á fimmtudaginn. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, er ekki tilbúinn til þess að fullyrða að sú starfsáætlun standist.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarandstaðan mun koma í veg fyrir LÍN-frumvarp

Stjórnarandstaðan mun koma í veg fyrir að LÍN-frumvarp menntamálaráðherra verði samþykkt enda málið ekki nógu gott. Þetta segir þingmaður Pírata en frumvarpið var afgreitt úr allsherjar- og menntamálanefnd í dag.

Innlent