Stangveiði Veiðin í Reykjadalsá 2011 Veiðin í Reykjadalsá í Borgarfirði þetta árið einnkenndist af miklum vatnsskorti þar sem lítið sem ekkert rigndi í Borgarfirðinum allan veiðitímann. Laxinn var mættur í ána um mánaðamótin júní/júlí og var þó nokkuð af fiski í ánni þótt vatnsskorturinn hefði þau áhrif að fiskurinn tók frekar illa og faldi sig víða undir bökkum og slýi. Undantekningin frá þessu ástandi voru miklar rigningar í lokunarhollinu með tilheyrandi vatnavöxtum. Þótt lítið sem ekkert væri hægt að veiða frá Rauðsgili, sem er veiðstaður nr. 22, og niður úr sökum aurburðar þá náðust á land 23 laxar. Fullt var af fiski á þeim stöðum þar sem hægt var að kasta. Veiði 10.11.2011 09:07 Lokatölur úr ánum og vangaveltur Eins og fram hefur komið þá var laxasumarið 2011 það sjötta besta frá upphafi skráninga skv bráðabirgðatölum frá VMSt. VoV hefur tekið saman allar þær lokatölur sem komist hefur verið yfir. Ekki tæmandi listi, en hér kennir margra grasa. Veiði 10.11.2011 09:03 Nýtt framboð til stjórnar SVFR Í gærkveldi barst skrifstofu SVFR framboð frá Herði Birgi Hafsteinssyni félaga nr. 2127 til stjórnar á aðalfundi félagsins þann 26. nóvember. Veiði 10.11.2011 09:00 Breytingar framundan í Hítará á Mýrum Uppi eru hugmyndur um að breyta svæðaskiptingum við Hítará á Mýrum. Ef þær ganga eftir nær aðalsvæði árinnar upp að Hítarvatni. Veiði 9.11.2011 11:45 Engin rjúpnaveiði næstu helgi Eins og flestir veiðimenn eiga að vita þá er rjúpnaveiði bönnuð næstu helgi samkvæmt úrskurði Umhverfisráðherra en veiðin heldur áfram næstu tvær helgar þar á eftir áður en tímabilinu þetta árið lýkur. Veiði 8.11.2011 10:08 Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði lauk í Víðidalsá þann 24 september og var lokatala úr ánni 747 laxar á land. Oft hafa sést hærri tölur úr þessari rómuðu stóralaxaá en hlutfall stórlaxa var sem fyrr afar hátt. Veiði 8.11.2011 09:59 Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Fimmta tölublað vef-tímaritsins Veiðislóð er komið út. Eitt blað eftir af tilraun þeirra félaga á www.votnogveidi.is og verður fróðlegt að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér með framhald á þessu tímariti. Veiði 8.11.2011 09:57 Sagan endurtekur sig Árið 1999 skrifaði Hilmar Hansson þáverandi formaður Landssambands Stangaveiðifélaga grein í Morgunblaðið um glórulaust laxeldi hérlendis. Greinina mætti nú birta aftur - og það óbreytta. Hana má í það minnsta lesa hér að neðan, og gæti hún allt eins verið rituð nú í morgun: Veiði 8.11.2011 09:52 Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Það voru vægast sagt erfiðar aðstæður til rjúpnaveiða í Breiðdal og á Jöklusvæðinu sl. helgi er veiðar hófust. Engin snjór og nánast sumarhiti niður í dölunum á föstudag og lítið um rjúpu á hefbundnum svæðum. En það var eins gott að nýja svæðið upp á Jökuldalsheiði var með því þar var nægur snjór og rjúpa líka! Veiði 7.11.2011 13:04 Sitjandi stjórnarmenn hafa allir gefið kost á sér Skrifstofa félagsins hefur í dag móttekið framboð Árna Friðleifssonar, Bernhards A. Petersen og Hilmars Jónssonar til stjórnar SVFR. Ljóst er því að þeir munu óska eftir áframhaldandi umboði til starfa fyrir félagið næstu tvö árin. Veiði 7.11.2011 09:35 Fyrsta fluguveiðisumarið í Eldvatnsbotnum Í sumar var í fyrsta sinn var aðeins leyfð fluguveiði í Eldvatnsbotnum í Meðallandi. Það virðist ekki hafa haft áhrif á veiðitölur á svæðinu. Eldvatnsbotnar fara ekki varhluta af bannsettri Steinsugunni, því mikill meirihluti sjóbirtingsins er bitinn og særður. Sérstaklega á þetta við um stærri birtinginn sem virðist, líkt og í Tungufljóti, einfaldlega allur vera soginn. Veiði 7.11.2011 09:29 Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Miðað við þau útboð sem hafa verið síðustu mánuði og vikur er ljóst að einhverjar ár muni hækka næsta sumar og sumar mikið. Nýlegt 111 milljóna tilboð í Þverá kemur þannig út að meðalverð á stöngina er um 100.000 kr, þ.e.a.s. kostnaðarverð leigutaka. Hvernig þetta skilar sér svo í verðum til veiðimanna er ekki útséð ennþá. Veiði 7.11.2011 09:19 Laxveiðisumarið 2011: Haffjarðará og Selá gáfu mest Veiðisumrinu lauk formlega á mánudaginn þegar veiði í Ytri-Rangá var hætt. Þar komu flestir laxar á land eða alls 4.961. Næst flestir laxar veiddust í Eystri-Rangá. Í Haffjarðará og Selá veiddust hins vegar flestir laxar á stöng. Veiðin í Elliðaánum var líka mjög góð. Veiði 4.11.2011 17:13 Fáskrúð var fín á liðnu sumri Veiðitölur eru loks komnar í hús úr Fáskrúð í Dölum frá því í sumar. Veiðin í ánni var með ágætum í sumar þó langur vegur sé frá metveiði fyrra árs. Sumarveiðin hljóðar upp á 247 laxar en veitt er ýmisst á tvær til þrjár dagsstangir. Í fyrra var veiðin hins vegar 523 laxar sem er einhver mesta veiði sem um getur úr Fáskrúð. Veiði 3.11.2011 10:26 Grálúsugir laxar í lok október Hvort sem það stafaði af síðbúnum göngum vegna vor- og snemmsumarskulda eða öðru, þá bar talsvert á sannkölluðum nýgengnum haustlöxum að þessu sinni. Fjórir slíkir í Miðfjarðará toppuðu þó allt. Veiði 3.11.2011 10:23 Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Núna er það helgi númer tvö í rjúpunni og spáin heldur rysjótt nema þá helst á norður og austurlandi. Við erum ennþá að fá fréttir af veiðimönnum sem héldu til veiða síðustu helgi og nokkrir hafa gert það ágætt en aðrir fengið minna. Veiði 3.11.2011 12:55 Bjarni gefur kost á sér áfram til formennsku SVFR Skrifstofu SVFR hefur borist tilkynning frá Bjarna Júlíussyni formanni SVFR um að hann gefi áframkost á sér til formennsku í SVFR Veiði 3.11.2011 10:00 Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Stóra Laxá í Hreppum endaði í 795 löxum í sumar og er það metveiði í Stóru. Sumarið í ár byrjaði hægt og virtist aldrei ætla í gang eins og á mörgum öðrum ám þetta sumarið en hrökk í gang í lok ágúst með mikillri veiði og gekk þannig langt fram í september. Til að myndar voru nokkur tveggja daga holl sem náðu 100 laxa veiði á svæði I&II. Í sumar var í fyrsta skipti innleitt veiða og sleppa reglur í Stóru en á svæðum1-3 má hirða 1 lax en öllu sleppt á svæði 4. Veiði 3.11.2011 09:58 Nær Hróarslækur sér á strik 2012 Engum blöðum er um það að fletta að Hróarslækur var lélegur í sumar og langt undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar. Sér í lagi þar sem sleppingar í fyrra voru í fullu samræmi við fyrri sleppingar samkvæmt okkar heimildum. Veiði 3.11.2011 09:55 Umhverfisvæn skot í Vesturröst Vesturröst er farin að bjóða uppá umhverfisvænni skot frá Hull. Það þekkist mjög víða í heiminum að skot með blýhöglum er bönnuð sökum mengunar sem þau kunna að valda. Hull hefur þess vegna framleitt skot skot með stálhöglum sem ryðga og eyðast í náttúrunni og púður framleitt úr sykrum sem er líka umhverfisvænna. Veiði 2.11.2011 10:17 Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Nú þegar veiðitímabilinu er lokið er um að gera að elda lax, fara með í reyk og síðast en ekki síst að grafa lax. Þetta er svo einfalt að það geta allir gert þetta og það skemmtielga er að finna sitt eigið bragð í kryddblöndunni. En til að fara öruggur af stað þá er hér uppskrift sem er ættuð frá Veislunni á Seltjarnarnesi. Veiði 2.11.2011 09:22 Óstofnað félag með hæsta boð í Þverá/Kjarrá Samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum, þá eru þrír einstaklingar, Halldór Hafsteinsson, Davíð Másson og Ingólfur Ásgeirsson með hæsta tilboð í Þverá/Kjarrá „fyrir hönd óstofnaðs félags“ eins og það er orðað. Upphæðin er 111.700.000 krónur, en áin leigist frá og með 2013 til fimm ára, eða til og með 2017. Veiði 2.11.2011 09:18 111.7 milljóna tilboð á borðinu í Þverá/Kjarrá Við fengum símtal rétt eftir hádegi frá manni sem var viðstaddur þegar tilboðin voru opnuð í Þverá/Kjarrá, en ansi lítið bar á milli tveggja tilboða. Tilboðsgjafarnir voru meðal annars Lax-Á, Davíð Másson, Arnór Diego og SVFR sem var með lægsta tilboðið. Veiði 1.11.2011 15:07 Blanda uppgjör 2011 Blanda gamla hefur verið í fantaformi undanfarin tímabil, þrjú ár í röð hefur hún rofið 2000 laxa múrinn og sem fyrr er lunginn af veiðinni á svæði 1. Sumarið var um margt óvenjulegt fyrir norðan, Blanda rann mjög hrein fram að yfirfalli, nánast eins og bergvatnsá, og var óvenju lítið lituð eftir yfirfall – enda var ágústveiðin 340 laxar á svæði 1. Eins var minna um sveiflur á vatnsmagni í sumar en oft áður, en slíkt hefur mikil áhrif á hegðun laxins – sérstaklega á miðsvæðunum. Veiði 1.11.2011 12:28 Viðtal - Ási og Gunni Helga með nýja veiðimynd og bók Þeir bræður Gunnar og Ásmundur Helgasynir eyddu sumrinu í að taka upp veiðimynd um íslenska stórlaxinn. Myndin, sem ber heitið Leitin að stórlaxinum, verður þó ekki ein á ferð því þeir bræður eru einnig að gera bók með sama nafni – og mun myndin fylgja bókinni á dvd disk. Veiðivísir sat fyrir þeim á dögunum og dældi á þá spurningum. Veiði 1.11.2011 12:21 Fyrsta rjúpnahelgin að baki Þá er fyrsta helgin í rjúpu afstaðin og fréttir farnar að berast af aflabrögðum víða um land. Heldur rólegt var víða og er veðri þá helst kennt um enda var veður afleitt um mest allt land um helgina fyrir skyttur. Veiði 31.10.2011 16:48 Veiðibókin hans Bubba komin út Fyrir helgi kom út bókin "Veiðisögur" eftir Bubba Morthens með myndum Einars Fals Ingólfssonar. Það er Salka forlag sem gefur út þessa eigulegu bók fyrir stangaveiðimenn. Veiði 31.10.2011 15:04 Fróðlegur fyrirlestur um áfrif stíflumannvirkja á göngusvæði laxa Fyrirlestur um stíflur í ám og tilraunir til að greiða för sjógöngufiska á áhrifasvæðum stíflumannvirkja verður haldinn í Háskóla Íslands kl. 12:00, fimmtudaginn 3. nóvember næstkomandi. Veiði 31.10.2011 15:01 Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Samkvæmt þeim bráðabirgðatölum sem fyrir liggja má áætla að stangveiði á laxi sumarið 2011 hafi verið um 53.200 laxar sem er í heild um 19% minni veiði en 2010 þegar heildarstangveiðin var 74.961 lax. Veiði 31.10.2011 14:54 Rjúpnaveiði bönnuð í landi Strandabyggðar Þessa frétt fundum við á vefnum www.bb.is og er hún ekkert sérstakt fagnaðarefni fyrir rjúpnaveiðimenn landsins. Ekki kemur fram á hvaða rökum bannið er reyst né heldur hvort það er vegna lægðar í stofninum á þessu tímabili og hvort því verður aflétt komi stofnin til með að rétta úr kútnum. Veiði 28.10.2011 11:54 « ‹ 73 74 75 76 77 78 79 80 81 … 94 ›
Veiðin í Reykjadalsá 2011 Veiðin í Reykjadalsá í Borgarfirði þetta árið einnkenndist af miklum vatnsskorti þar sem lítið sem ekkert rigndi í Borgarfirðinum allan veiðitímann. Laxinn var mættur í ána um mánaðamótin júní/júlí og var þó nokkuð af fiski í ánni þótt vatnsskorturinn hefði þau áhrif að fiskurinn tók frekar illa og faldi sig víða undir bökkum og slýi. Undantekningin frá þessu ástandi voru miklar rigningar í lokunarhollinu með tilheyrandi vatnavöxtum. Þótt lítið sem ekkert væri hægt að veiða frá Rauðsgili, sem er veiðstaður nr. 22, og niður úr sökum aurburðar þá náðust á land 23 laxar. Fullt var af fiski á þeim stöðum þar sem hægt var að kasta. Veiði 10.11.2011 09:07
Lokatölur úr ánum og vangaveltur Eins og fram hefur komið þá var laxasumarið 2011 það sjötta besta frá upphafi skráninga skv bráðabirgðatölum frá VMSt. VoV hefur tekið saman allar þær lokatölur sem komist hefur verið yfir. Ekki tæmandi listi, en hér kennir margra grasa. Veiði 10.11.2011 09:03
Nýtt framboð til stjórnar SVFR Í gærkveldi barst skrifstofu SVFR framboð frá Herði Birgi Hafsteinssyni félaga nr. 2127 til stjórnar á aðalfundi félagsins þann 26. nóvember. Veiði 10.11.2011 09:00
Breytingar framundan í Hítará á Mýrum Uppi eru hugmyndur um að breyta svæðaskiptingum við Hítará á Mýrum. Ef þær ganga eftir nær aðalsvæði árinnar upp að Hítarvatni. Veiði 9.11.2011 11:45
Engin rjúpnaveiði næstu helgi Eins og flestir veiðimenn eiga að vita þá er rjúpnaveiði bönnuð næstu helgi samkvæmt úrskurði Umhverfisráðherra en veiðin heldur áfram næstu tvær helgar þar á eftir áður en tímabilinu þetta árið lýkur. Veiði 8.11.2011 10:08
Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði lauk í Víðidalsá þann 24 september og var lokatala úr ánni 747 laxar á land. Oft hafa sést hærri tölur úr þessari rómuðu stóralaxaá en hlutfall stórlaxa var sem fyrr afar hátt. Veiði 8.11.2011 09:59
Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Fimmta tölublað vef-tímaritsins Veiðislóð er komið út. Eitt blað eftir af tilraun þeirra félaga á www.votnogveidi.is og verður fróðlegt að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér með framhald á þessu tímariti. Veiði 8.11.2011 09:57
Sagan endurtekur sig Árið 1999 skrifaði Hilmar Hansson þáverandi formaður Landssambands Stangaveiðifélaga grein í Morgunblaðið um glórulaust laxeldi hérlendis. Greinina mætti nú birta aftur - og það óbreytta. Hana má í það minnsta lesa hér að neðan, og gæti hún allt eins verið rituð nú í morgun: Veiði 8.11.2011 09:52
Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Það voru vægast sagt erfiðar aðstæður til rjúpnaveiða í Breiðdal og á Jöklusvæðinu sl. helgi er veiðar hófust. Engin snjór og nánast sumarhiti niður í dölunum á föstudag og lítið um rjúpu á hefbundnum svæðum. En það var eins gott að nýja svæðið upp á Jökuldalsheiði var með því þar var nægur snjór og rjúpa líka! Veiði 7.11.2011 13:04
Sitjandi stjórnarmenn hafa allir gefið kost á sér Skrifstofa félagsins hefur í dag móttekið framboð Árna Friðleifssonar, Bernhards A. Petersen og Hilmars Jónssonar til stjórnar SVFR. Ljóst er því að þeir munu óska eftir áframhaldandi umboði til starfa fyrir félagið næstu tvö árin. Veiði 7.11.2011 09:35
Fyrsta fluguveiðisumarið í Eldvatnsbotnum Í sumar var í fyrsta sinn var aðeins leyfð fluguveiði í Eldvatnsbotnum í Meðallandi. Það virðist ekki hafa haft áhrif á veiðitölur á svæðinu. Eldvatnsbotnar fara ekki varhluta af bannsettri Steinsugunni, því mikill meirihluti sjóbirtingsins er bitinn og særður. Sérstaklega á þetta við um stærri birtinginn sem virðist, líkt og í Tungufljóti, einfaldlega allur vera soginn. Veiði 7.11.2011 09:29
Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Miðað við þau útboð sem hafa verið síðustu mánuði og vikur er ljóst að einhverjar ár muni hækka næsta sumar og sumar mikið. Nýlegt 111 milljóna tilboð í Þverá kemur þannig út að meðalverð á stöngina er um 100.000 kr, þ.e.a.s. kostnaðarverð leigutaka. Hvernig þetta skilar sér svo í verðum til veiðimanna er ekki útséð ennþá. Veiði 7.11.2011 09:19
Laxveiðisumarið 2011: Haffjarðará og Selá gáfu mest Veiðisumrinu lauk formlega á mánudaginn þegar veiði í Ytri-Rangá var hætt. Þar komu flestir laxar á land eða alls 4.961. Næst flestir laxar veiddust í Eystri-Rangá. Í Haffjarðará og Selá veiddust hins vegar flestir laxar á stöng. Veiðin í Elliðaánum var líka mjög góð. Veiði 4.11.2011 17:13
Fáskrúð var fín á liðnu sumri Veiðitölur eru loks komnar í hús úr Fáskrúð í Dölum frá því í sumar. Veiðin í ánni var með ágætum í sumar þó langur vegur sé frá metveiði fyrra árs. Sumarveiðin hljóðar upp á 247 laxar en veitt er ýmisst á tvær til þrjár dagsstangir. Í fyrra var veiðin hins vegar 523 laxar sem er einhver mesta veiði sem um getur úr Fáskrúð. Veiði 3.11.2011 10:26
Grálúsugir laxar í lok október Hvort sem það stafaði af síðbúnum göngum vegna vor- og snemmsumarskulda eða öðru, þá bar talsvert á sannkölluðum nýgengnum haustlöxum að þessu sinni. Fjórir slíkir í Miðfjarðará toppuðu þó allt. Veiði 3.11.2011 10:23
Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Núna er það helgi númer tvö í rjúpunni og spáin heldur rysjótt nema þá helst á norður og austurlandi. Við erum ennþá að fá fréttir af veiðimönnum sem héldu til veiða síðustu helgi og nokkrir hafa gert það ágætt en aðrir fengið minna. Veiði 3.11.2011 12:55
Bjarni gefur kost á sér áfram til formennsku SVFR Skrifstofu SVFR hefur borist tilkynning frá Bjarna Júlíussyni formanni SVFR um að hann gefi áframkost á sér til formennsku í SVFR Veiði 3.11.2011 10:00
Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Stóra Laxá í Hreppum endaði í 795 löxum í sumar og er það metveiði í Stóru. Sumarið í ár byrjaði hægt og virtist aldrei ætla í gang eins og á mörgum öðrum ám þetta sumarið en hrökk í gang í lok ágúst með mikillri veiði og gekk þannig langt fram í september. Til að myndar voru nokkur tveggja daga holl sem náðu 100 laxa veiði á svæði I&II. Í sumar var í fyrsta skipti innleitt veiða og sleppa reglur í Stóru en á svæðum1-3 má hirða 1 lax en öllu sleppt á svæði 4. Veiði 3.11.2011 09:58
Nær Hróarslækur sér á strik 2012 Engum blöðum er um það að fletta að Hróarslækur var lélegur í sumar og langt undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar. Sér í lagi þar sem sleppingar í fyrra voru í fullu samræmi við fyrri sleppingar samkvæmt okkar heimildum. Veiði 3.11.2011 09:55
Umhverfisvæn skot í Vesturröst Vesturröst er farin að bjóða uppá umhverfisvænni skot frá Hull. Það þekkist mjög víða í heiminum að skot með blýhöglum er bönnuð sökum mengunar sem þau kunna að valda. Hull hefur þess vegna framleitt skot skot með stálhöglum sem ryðga og eyðast í náttúrunni og púður framleitt úr sykrum sem er líka umhverfisvænna. Veiði 2.11.2011 10:17
Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Nú þegar veiðitímabilinu er lokið er um að gera að elda lax, fara með í reyk og síðast en ekki síst að grafa lax. Þetta er svo einfalt að það geta allir gert þetta og það skemmtielga er að finna sitt eigið bragð í kryddblöndunni. En til að fara öruggur af stað þá er hér uppskrift sem er ættuð frá Veislunni á Seltjarnarnesi. Veiði 2.11.2011 09:22
Óstofnað félag með hæsta boð í Þverá/Kjarrá Samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum, þá eru þrír einstaklingar, Halldór Hafsteinsson, Davíð Másson og Ingólfur Ásgeirsson með hæsta tilboð í Þverá/Kjarrá „fyrir hönd óstofnaðs félags“ eins og það er orðað. Upphæðin er 111.700.000 krónur, en áin leigist frá og með 2013 til fimm ára, eða til og með 2017. Veiði 2.11.2011 09:18
111.7 milljóna tilboð á borðinu í Þverá/Kjarrá Við fengum símtal rétt eftir hádegi frá manni sem var viðstaddur þegar tilboðin voru opnuð í Þverá/Kjarrá, en ansi lítið bar á milli tveggja tilboða. Tilboðsgjafarnir voru meðal annars Lax-Á, Davíð Másson, Arnór Diego og SVFR sem var með lægsta tilboðið. Veiði 1.11.2011 15:07
Blanda uppgjör 2011 Blanda gamla hefur verið í fantaformi undanfarin tímabil, þrjú ár í röð hefur hún rofið 2000 laxa múrinn og sem fyrr er lunginn af veiðinni á svæði 1. Sumarið var um margt óvenjulegt fyrir norðan, Blanda rann mjög hrein fram að yfirfalli, nánast eins og bergvatnsá, og var óvenju lítið lituð eftir yfirfall – enda var ágústveiðin 340 laxar á svæði 1. Eins var minna um sveiflur á vatnsmagni í sumar en oft áður, en slíkt hefur mikil áhrif á hegðun laxins – sérstaklega á miðsvæðunum. Veiði 1.11.2011 12:28
Viðtal - Ási og Gunni Helga með nýja veiðimynd og bók Þeir bræður Gunnar og Ásmundur Helgasynir eyddu sumrinu í að taka upp veiðimynd um íslenska stórlaxinn. Myndin, sem ber heitið Leitin að stórlaxinum, verður þó ekki ein á ferð því þeir bræður eru einnig að gera bók með sama nafni – og mun myndin fylgja bókinni á dvd disk. Veiðivísir sat fyrir þeim á dögunum og dældi á þá spurningum. Veiði 1.11.2011 12:21
Fyrsta rjúpnahelgin að baki Þá er fyrsta helgin í rjúpu afstaðin og fréttir farnar að berast af aflabrögðum víða um land. Heldur rólegt var víða og er veðri þá helst kennt um enda var veður afleitt um mest allt land um helgina fyrir skyttur. Veiði 31.10.2011 16:48
Veiðibókin hans Bubba komin út Fyrir helgi kom út bókin "Veiðisögur" eftir Bubba Morthens með myndum Einars Fals Ingólfssonar. Það er Salka forlag sem gefur út þessa eigulegu bók fyrir stangaveiðimenn. Veiði 31.10.2011 15:04
Fróðlegur fyrirlestur um áfrif stíflumannvirkja á göngusvæði laxa Fyrirlestur um stíflur í ám og tilraunir til að greiða för sjógöngufiska á áhrifasvæðum stíflumannvirkja verður haldinn í Háskóla Íslands kl. 12:00, fimmtudaginn 3. nóvember næstkomandi. Veiði 31.10.2011 15:01
Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Samkvæmt þeim bráðabirgðatölum sem fyrir liggja má áætla að stangveiði á laxi sumarið 2011 hafi verið um 53.200 laxar sem er í heild um 19% minni veiði en 2010 þegar heildarstangveiðin var 74.961 lax. Veiði 31.10.2011 14:54
Rjúpnaveiði bönnuð í landi Strandabyggðar Þessa frétt fundum við á vefnum www.bb.is og er hún ekkert sérstakt fagnaðarefni fyrir rjúpnaveiðimenn landsins. Ekki kemur fram á hvaða rökum bannið er reyst né heldur hvort það er vegna lægðar í stofninum á þessu tímabili og hvort því verður aflétt komi stofnin til með að rétta úr kútnum. Veiði 28.10.2011 11:54