Stelpurnar töpuðu fyrir Noregi | Myndir Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. mars 2015 19:45 Dagný Brynjarsdóttir reynir að komast fyrir langa spyrnu Norðmanna. mynd/ksí Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Noregi, 1-0, í öðrum leik liðsins í B-riðli Algarve-mótsins í fótbolta sem fram fer í Portúgal. Margrét Lára Viðarsdóttir byrjaði fyrsta leik sinn fyrir Ísland síðan í október 2013 og bar fyrirliðabandið, en Sara Björk Gunnarsdóttir hefur verið fyrirliði í fjarveru hennar. María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar, landsliðsþjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta, var í byrjunarliði Noregs í dag. Eina mark leiksins skoraði Emilie Haavi fyrir Noreg strax á áttundu mínútu leiksins þegar hún komst inn í sendingu íslenska liðsins og renndi knettinum auðveldlega í netið eftir misskilning í varnarleik Ísland. Norsku stúlkurnar voru betri í fyrri hálfleik og áttu skot yfir úr teignum og þá skallaði Haavi boltann framhjá af markteig. Staðan 1-0 í hálfleik.Harpa Þorsteinsdóttir í rennitæklingu og Rakel Hönnudóttir fylgist með.mynd/ksíÍslenska liðið sótti í sig veðrið í seinni hálfleik og var betra framan af. Stelpurnar okkar náðu þó ekki að nýta yfirburðina til að skora mark. Sara Björk Gunnarsdóttir komst þó nálægt því að skora en skallaði boltann framhjá. Þær norsku komust aftur inn í leikinn þegar á leið seinni hálfleikinn og þurfti Guðbjörg Gunnarsdóttir að taka á honum stóra sínum þegar hún varði þrumuskot utarlega úr teignum. Þegar fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fengu íslensku stelpurnar dauðafæri til að jafna leikinn. Hólmfríður Magnúsdóttir skallaði aukaspyrnu Glódísar Perlu Viggósdóttur aftur fyrir sig en boltinn fór rét yfir markið. Meira var ekki skorað í leiknum og annað tap íslenska liðsins á mótinu staðreynd. Það tapaði fyrsta leiknum gegn Sviss, 2-0, á miðvikudaginn. Því miður fyrir stelpurnar okkar stefnir í að þær fari í gegnum riðilinn stigalausar, en þær mæta stórliði Bandaríkjanna í lokaleiknum á mánudaginn. Bandaríkin eru tvöfaldur heimsmeistari og silfurverðlaunahafi frá síðasta heimsmeistaramóti. Auk þess hefur liðið fjórum sinnum orðið Ólympíumeistari. Ísland og Bandaríkin hafa mæst fjórum sinnum á Algarve-mótinu (2009, 2010, 2011 og 2013) og hafa þær bandarísku haft sigur í öll skiptin. Markatalan er 10-2 Bandaríkjunum í vil, en einu tvö mörkin skoraði Ísland í úrslitaleik mótsins árið 2011. Tapi Ísland þeim leik og klári riðlakeppnina án stiga spilar liðið um 11.-12. sæti mótsins. Stelpurnar höfnuðu í þriðja sæti á Algarve-mótinu í fyrra.Ísland (4-3-3): Guðbjörg Gunnarsdóttir - Elísa Viðarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Hallbera G. Gísladóttir - Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir (Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 46.) - Fanndís Friðriksdóttir (Hólmfríður Magnúsdóttir 61.), Rakel Hönnudóttir (Guðný Björk Óðinsdóttir 61.), Harpa Þorsteinsdóttir (Guðmunda Brynja Óladóttir 81.). Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á Facebook-síðu KSÍ.mynd/ksíSara Björk Gunnarsdóttir reynir að komast í boltann.mynd/ksíByrjunarliðið í dag.mynd/ksímynd/ksí Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Sport Fleiri fréttir „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Noregi, 1-0, í öðrum leik liðsins í B-riðli Algarve-mótsins í fótbolta sem fram fer í Portúgal. Margrét Lára Viðarsdóttir byrjaði fyrsta leik sinn fyrir Ísland síðan í október 2013 og bar fyrirliðabandið, en Sara Björk Gunnarsdóttir hefur verið fyrirliði í fjarveru hennar. María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar, landsliðsþjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta, var í byrjunarliði Noregs í dag. Eina mark leiksins skoraði Emilie Haavi fyrir Noreg strax á áttundu mínútu leiksins þegar hún komst inn í sendingu íslenska liðsins og renndi knettinum auðveldlega í netið eftir misskilning í varnarleik Ísland. Norsku stúlkurnar voru betri í fyrri hálfleik og áttu skot yfir úr teignum og þá skallaði Haavi boltann framhjá af markteig. Staðan 1-0 í hálfleik.Harpa Þorsteinsdóttir í rennitæklingu og Rakel Hönnudóttir fylgist með.mynd/ksíÍslenska liðið sótti í sig veðrið í seinni hálfleik og var betra framan af. Stelpurnar okkar náðu þó ekki að nýta yfirburðina til að skora mark. Sara Björk Gunnarsdóttir komst þó nálægt því að skora en skallaði boltann framhjá. Þær norsku komust aftur inn í leikinn þegar á leið seinni hálfleikinn og þurfti Guðbjörg Gunnarsdóttir að taka á honum stóra sínum þegar hún varði þrumuskot utarlega úr teignum. Þegar fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fengu íslensku stelpurnar dauðafæri til að jafna leikinn. Hólmfríður Magnúsdóttir skallaði aukaspyrnu Glódísar Perlu Viggósdóttur aftur fyrir sig en boltinn fór rét yfir markið. Meira var ekki skorað í leiknum og annað tap íslenska liðsins á mótinu staðreynd. Það tapaði fyrsta leiknum gegn Sviss, 2-0, á miðvikudaginn. Því miður fyrir stelpurnar okkar stefnir í að þær fari í gegnum riðilinn stigalausar, en þær mæta stórliði Bandaríkjanna í lokaleiknum á mánudaginn. Bandaríkin eru tvöfaldur heimsmeistari og silfurverðlaunahafi frá síðasta heimsmeistaramóti. Auk þess hefur liðið fjórum sinnum orðið Ólympíumeistari. Ísland og Bandaríkin hafa mæst fjórum sinnum á Algarve-mótinu (2009, 2010, 2011 og 2013) og hafa þær bandarísku haft sigur í öll skiptin. Markatalan er 10-2 Bandaríkjunum í vil, en einu tvö mörkin skoraði Ísland í úrslitaleik mótsins árið 2011. Tapi Ísland þeim leik og klári riðlakeppnina án stiga spilar liðið um 11.-12. sæti mótsins. Stelpurnar höfnuðu í þriðja sæti á Algarve-mótinu í fyrra.Ísland (4-3-3): Guðbjörg Gunnarsdóttir - Elísa Viðarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Hallbera G. Gísladóttir - Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir (Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 46.) - Fanndís Friðriksdóttir (Hólmfríður Magnúsdóttir 61.), Rakel Hönnudóttir (Guðný Björk Óðinsdóttir 61.), Harpa Þorsteinsdóttir (Guðmunda Brynja Óladóttir 81.). Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á Facebook-síðu KSÍ.mynd/ksíSara Björk Gunnarsdóttir reynir að komast í boltann.mynd/ksíByrjunarliðið í dag.mynd/ksímynd/ksí
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Sport Fleiri fréttir „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Sjá meira