Helga Einarsdóttir: Vantaði metnaðinn hjá öllum KR-ingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2015 17:00 Helga Einarsdóttir í leik með KR. Vísir/Vilhelm Helga Einarsdóttir, fráfarandi fyrirliði kvennaliðs KR í körfubolta, var í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu í dag en stjórn körfuknattleiksdeildar KR hefur ákveðið að draga kvennaliðið úr keppni í Dominos-deild kvenna á komandi tímabili. Það hefur gengið illa að manna meistaraflokkinn og margir leikmenn höfðu yfirgefið félagið þar á meðal fyrirliðinn Helga Einarsdóttir. Stjórn körfuknattleiksdeildar KR telur það þjóni hagsmunum liðsins betur að þær ungu stelpur sem eftir standa spili í 1. deildinni en ekki í Dominos-deildinni. Hjörtur spurði Helgu fyrstu um ástæðu þess að hún fór frá KR í sumar. „Þetta var í fyrsta lagi hrikalega erfið ákvörðun eins og hjá mörgum því það er erfitt að yfirgefa KR. Ég taldi þetta bara vera orðið gott eftir átta ár," segir Helga. „Það hafa orðið miklar mannabreytingar og þetta hefur verið erfitt síðustu ár. Ég fann það eftir sumarfríið að löngunin var ekki til staðar að vera í körfubolta á þessum forsendum," sagði Helga. En er Helga þá að tala um rótleysi og tíðar manna og þjálfarabreytingar? „Einbeitingin hefur ekki verið nógu mikið á körfubolta. Þetta hefur tekið á andlega. Mér fannst kominn tími á að breyta til," sagði Helga. Var enginn leið til að safna liði enn og aftur? „Ég tók þessa ákvörðun fyrir nokkrum vikum en mér finnst þetta vera sorgleg niðurstaða að draga liðið úr keppni. Vitandi um hvernig ástandið er þarna þá skil ég ákvörðun stjórnarinnar mjög vel," sagði Helga. „Miðað við hvernig staðan er þá er ég sammála þessari ákvörðun en það hefði getað heppnast ágætlega að sameina þetta við Val. Það varð ekki úr því og þá tel ég að þetta hafi verið besta niðurstaðan," sagði Helga. En á hverju strandaði það að Valur og KR yrðu með sameiginlegt lið? „Ég veit það ekki en ég hef heyrt sögur af því. Það er ekki mitt að fara með það sem ég heyrði," segir Helga. Kvennalið KR hefur verið eitt af stóru félögunum í kvennakörfunni og því kemur það mörgum á óvart hvernig komið er fyrir liðinu núna. „Það eru bara tvö ár síðan að kvennalið KR var í úrslitunum á móti Keflavík. Kannski hefur utanumhaldið ekki verið nógu gott eins og staðan sýnir í dag. Ég held að það sé ekkert hægt að fara í felur með það," sagði Helga. „Ég ætla alls ekki að kenna stjórninni um það. Það hefur verið erfitt að fá fólk til að starfa í kringum þetta og þá sérstaklega í kringum okkur stelpurnar. Það vantaði kannski metnaðinn hjá KR-ingum öllum að koma kvennastarfinu á toppinn, bæði í körfunni og í fótboltanum," sagði Helga. Það gengur mjög vel hjá karlaliðum KR í bæði fótbolta og körfubolta sem eru bæði að berjast um gullið í öllum keppnum ár eftir ár. Kvennafótboltinn og kvennakörfuboltinn sitja hinsvegar á hakanum. Er það ekki dæmigert fyrir það sem er að gerast í íþróttum á Íslandi í dag. „Mér finnst þetta bara sorglegt en það þarf að horfa raunsætt á stöðuna. Ég varð Íslandsmeistari í 2. flokki með Stjörnunni í fótbolta 2006 og þar var tekin sú ákvörðun að liðið yrði Íslandsmeistari í meistaraflokki eftir fimm ár. Ég held að það þurfi bara einhver slík vinna að fara gang í Vesturbænum, að byggja liðið upp og gera það markvisst," sagði Helga. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Vinna heimamenn líka hitt liðið úr Reykjanesbæ? Í beinni: Keflavík - Höttur | Keflvíkingar þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Tindastóll - ÍR | Komast Stólarnir á toppinn? Í beinni: Grindavík - Haukar | Hvað gera gestirnir eftir fyrstu tvo sigrana? Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Sjá meira
Helga Einarsdóttir, fráfarandi fyrirliði kvennaliðs KR í körfubolta, var í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu í dag en stjórn körfuknattleiksdeildar KR hefur ákveðið að draga kvennaliðið úr keppni í Dominos-deild kvenna á komandi tímabili. Það hefur gengið illa að manna meistaraflokkinn og margir leikmenn höfðu yfirgefið félagið þar á meðal fyrirliðinn Helga Einarsdóttir. Stjórn körfuknattleiksdeildar KR telur það þjóni hagsmunum liðsins betur að þær ungu stelpur sem eftir standa spili í 1. deildinni en ekki í Dominos-deildinni. Hjörtur spurði Helgu fyrstu um ástæðu þess að hún fór frá KR í sumar. „Þetta var í fyrsta lagi hrikalega erfið ákvörðun eins og hjá mörgum því það er erfitt að yfirgefa KR. Ég taldi þetta bara vera orðið gott eftir átta ár," segir Helga. „Það hafa orðið miklar mannabreytingar og þetta hefur verið erfitt síðustu ár. Ég fann það eftir sumarfríið að löngunin var ekki til staðar að vera í körfubolta á þessum forsendum," sagði Helga. En er Helga þá að tala um rótleysi og tíðar manna og þjálfarabreytingar? „Einbeitingin hefur ekki verið nógu mikið á körfubolta. Þetta hefur tekið á andlega. Mér fannst kominn tími á að breyta til," sagði Helga. Var enginn leið til að safna liði enn og aftur? „Ég tók þessa ákvörðun fyrir nokkrum vikum en mér finnst þetta vera sorgleg niðurstaða að draga liðið úr keppni. Vitandi um hvernig ástandið er þarna þá skil ég ákvörðun stjórnarinnar mjög vel," sagði Helga. „Miðað við hvernig staðan er þá er ég sammála þessari ákvörðun en það hefði getað heppnast ágætlega að sameina þetta við Val. Það varð ekki úr því og þá tel ég að þetta hafi verið besta niðurstaðan," sagði Helga. En á hverju strandaði það að Valur og KR yrðu með sameiginlegt lið? „Ég veit það ekki en ég hef heyrt sögur af því. Það er ekki mitt að fara með það sem ég heyrði," segir Helga. Kvennalið KR hefur verið eitt af stóru félögunum í kvennakörfunni og því kemur það mörgum á óvart hvernig komið er fyrir liðinu núna. „Það eru bara tvö ár síðan að kvennalið KR var í úrslitunum á móti Keflavík. Kannski hefur utanumhaldið ekki verið nógu gott eins og staðan sýnir í dag. Ég held að það sé ekkert hægt að fara í felur með það," sagði Helga. „Ég ætla alls ekki að kenna stjórninni um það. Það hefur verið erfitt að fá fólk til að starfa í kringum þetta og þá sérstaklega í kringum okkur stelpurnar. Það vantaði kannski metnaðinn hjá KR-ingum öllum að koma kvennastarfinu á toppinn, bæði í körfunni og í fótboltanum," sagði Helga. Það gengur mjög vel hjá karlaliðum KR í bæði fótbolta og körfubolta sem eru bæði að berjast um gullið í öllum keppnum ár eftir ár. Kvennafótboltinn og kvennakörfuboltinn sitja hinsvegar á hakanum. Er það ekki dæmigert fyrir það sem er að gerast í íþróttum á Íslandi í dag. „Mér finnst þetta bara sorglegt en það þarf að horfa raunsætt á stöðuna. Ég varð Íslandsmeistari í 2. flokki með Stjörnunni í fótbolta 2006 og þar var tekin sú ákvörðun að liðið yrði Íslandsmeistari í meistaraflokki eftir fimm ár. Ég held að það þurfi bara einhver slík vinna að fara gang í Vesturbænum, að byggja liðið upp og gera það markvisst," sagði Helga. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Vinna heimamenn líka hitt liðið úr Reykjanesbæ? Í beinni: Keflavík - Höttur | Keflvíkingar þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Tindastóll - ÍR | Komast Stólarnir á toppinn? Í beinni: Grindavík - Haukar | Hvað gera gestirnir eftir fyrstu tvo sigrana? Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Sjá meira