Ekkert hnjask og ekkert vesen Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2016 06:00 Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson og íslensku stelpurnar eru klár í leikinn mikilvæga á móti Skotlandí í undankeppni EM 2017. mynd/Hilmar Þór Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fær sitt erfiðasta verkefni í undankeppni EM 2017 þegar það mætir Skotlandi í Falkirk í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:00 að íslenskum tíma. Liðin berjast um efsta sætið í riðli 1 en yfirlýst markmið íslenska liðsins er að vinna hann. Bæði Skotland og Ísland eru með fullt hús stiga í riðlinum; Skotar eftir fimm leiki og Íslendingar eftir fjóra. Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson segir að æfingar síðustu daga hafi gengið vel og allir leikmenn íslenska liðsins séu klárir í bátana fyrir leikinn í kvöld.Höfum farið yfir marga hluti „Við erum mjög ánægðir með æfingarnar, ekkert hnjask, ekkert vesen og taktísk innleiðing hefur gengið mjög vel. Við höfum náð að fara yfir marga hluti og það gengur vel að koma skilaboðunum til skila,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið í gær. En hvað ætlar hann að leggja áherslu á í leiknum í kvöld? „Við munum halda áfram með það sem við höfum unnið í síðastliðið eitt og hálft ár. Við ætlum að loka á þeirra styrkleika. Vinstri vængurinn hjá þeim er mjög sterkur og við reynum að beina þeim frá honum eins og við getum. Hvað sóknina varðar höfum við lagt mesta áherslu á að halda ágætis hraða í leiknum og sækja í svæðin sem eru veik hjá þeim,“ sagði landsliðsþjálfarinn.Spila góðan fótbolta Skoska liðið er sterkt og hefur skorað hvorki fleiri né færri en 27 mörk í leikjunum fimm í undankeppninni. Það gera 5,4 mörk að meðaltali í leik sem er það mesta í undankeppninni. Aðalstjarna Skota er hin 25 ára gamla Kim Little, sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur verið afar drjúg í undankeppninni. Little, sem var á dögunum valinn besti leikmaður heims af lesendum BBC, hefur skorað fimm mörk og gefið sjö stoðsendingar. Framherjinn Jane Ross er hins vegar markahæst í skoska liðinu í undankeppninni með átta mörk. „Þær spila góðan fótbolta,“ sagði Freyr um skoska liðið sem er í 21. sæti á heimslista FIFA, einu sæti neðar en Ísland. „Þegar þær geta blandað saman hápressu og lágpressu þegar þær verjast, eru ákveðnar og með líkamlega sterka leikmenn. Þær eru reynslumiklar og klókar og hafa leikmenn sem geta gert mikið úr litlu í sókninni.“ Skotland er sterkasta liðið sem Ísland mætir í undankeppninni en íslensku stelpurnar hafa unnið sína fjóra leiki með markatölunni 17-0. Freyr hefur ekki áhyggjur af því að íslenska liðið eigi í vandræðum með aðlagast sterkari mótherjum.Skemmtilegt verkefni „Ég held það verði ekkert vandamál fyrir okkur. Við spiluðum fjóra æfingaleiki á Algarve-mótinu í mars og þekkjum hvernig það er að spila á móti andstæðingum sem eru af svipuðum styrkleika og við,“ sagði Freyr en íslenska liðið endaði í 3. sæti á Algarve-mótinu. Síðan þá hefur Ísland spilað einn landsleik, gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM. Hann vannst örugglega með fimm mörkum gegn engu. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu í leiknum en hún er markahæst í íslenska liðinu í undankeppninni með sex mörk. „Ég er miklu frekar spenntur því þetta er virkilega skemmtilegt verkefni að takast á við,“ sagði um leikinn í kvöld. „Leikmennirnir hlakka til að máta sig á móti þessu liði á þeirra heimavelli,“ bætti þjálfarinn við að lokum. Fótbolti Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fær sitt erfiðasta verkefni í undankeppni EM 2017 þegar það mætir Skotlandi í Falkirk í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:00 að íslenskum tíma. Liðin berjast um efsta sætið í riðli 1 en yfirlýst markmið íslenska liðsins er að vinna hann. Bæði Skotland og Ísland eru með fullt hús stiga í riðlinum; Skotar eftir fimm leiki og Íslendingar eftir fjóra. Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson segir að æfingar síðustu daga hafi gengið vel og allir leikmenn íslenska liðsins séu klárir í bátana fyrir leikinn í kvöld.Höfum farið yfir marga hluti „Við erum mjög ánægðir með æfingarnar, ekkert hnjask, ekkert vesen og taktísk innleiðing hefur gengið mjög vel. Við höfum náð að fara yfir marga hluti og það gengur vel að koma skilaboðunum til skila,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið í gær. En hvað ætlar hann að leggja áherslu á í leiknum í kvöld? „Við munum halda áfram með það sem við höfum unnið í síðastliðið eitt og hálft ár. Við ætlum að loka á þeirra styrkleika. Vinstri vængurinn hjá þeim er mjög sterkur og við reynum að beina þeim frá honum eins og við getum. Hvað sóknina varðar höfum við lagt mesta áherslu á að halda ágætis hraða í leiknum og sækja í svæðin sem eru veik hjá þeim,“ sagði landsliðsþjálfarinn.Spila góðan fótbolta Skoska liðið er sterkt og hefur skorað hvorki fleiri né færri en 27 mörk í leikjunum fimm í undankeppninni. Það gera 5,4 mörk að meðaltali í leik sem er það mesta í undankeppninni. Aðalstjarna Skota er hin 25 ára gamla Kim Little, sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur verið afar drjúg í undankeppninni. Little, sem var á dögunum valinn besti leikmaður heims af lesendum BBC, hefur skorað fimm mörk og gefið sjö stoðsendingar. Framherjinn Jane Ross er hins vegar markahæst í skoska liðinu í undankeppninni með átta mörk. „Þær spila góðan fótbolta,“ sagði Freyr um skoska liðið sem er í 21. sæti á heimslista FIFA, einu sæti neðar en Ísland. „Þegar þær geta blandað saman hápressu og lágpressu þegar þær verjast, eru ákveðnar og með líkamlega sterka leikmenn. Þær eru reynslumiklar og klókar og hafa leikmenn sem geta gert mikið úr litlu í sókninni.“ Skotland er sterkasta liðið sem Ísland mætir í undankeppninni en íslensku stelpurnar hafa unnið sína fjóra leiki með markatölunni 17-0. Freyr hefur ekki áhyggjur af því að íslenska liðið eigi í vandræðum með aðlagast sterkari mótherjum.Skemmtilegt verkefni „Ég held það verði ekkert vandamál fyrir okkur. Við spiluðum fjóra æfingaleiki á Algarve-mótinu í mars og þekkjum hvernig það er að spila á móti andstæðingum sem eru af svipuðum styrkleika og við,“ sagði Freyr en íslenska liðið endaði í 3. sæti á Algarve-mótinu. Síðan þá hefur Ísland spilað einn landsleik, gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM. Hann vannst örugglega með fimm mörkum gegn engu. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu í leiknum en hún er markahæst í íslenska liðinu í undankeppninni með sex mörk. „Ég er miklu frekar spenntur því þetta er virkilega skemmtilegt verkefni að takast á við,“ sagði um leikinn í kvöld. „Leikmennirnir hlakka til að máta sig á móti þessu liði á þeirra heimavelli,“ bætti þjálfarinn við að lokum.
Fótbolti Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Sjá meira