Benedikt ánægður með kvenþjálfarana í deildinni sinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2017 16:00 Hildur Sigurðadóttir, Benedikt Guðmundsson og Heiðrún Kristmundsdóttir. Vísir/Samsett Benedikt Guðmundsson er einn allra reyndasti körfuboltaþjálfari landsins og einn af fáum sem hafa unnið bæði Íslandsmeistaratitil karla og kvenna sem þjálfari. Benedikt gerði frábæra hluti með nýliða Þórs í vetur og kom Akureyrarliðinu alla leið í úrslitakeppnina á fyrsta ári. Benedikt þjálfaði einnig kvennalið Þórs í 1. deildinni og þar voru hans konur aðeins hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í Domino´s deild kvenna á næsta tímabili. Þór varð deildarmeistari en tapaði í oddaleik á móti Breiðabliki í úrslitakeppninni. Benedikt tapaði þar fyrir liði sem var undir stjórn Hildar Sigurðardóttur. Hildur Sigurðardóttir var fyrirliði KR-liðsins sem Benedikt gerði að Íslandsmeisturum vorið 2010. Hildar var á sínu fyrsta ári sem meistaraflokksþjálfari og skilaði Blikum upp í Domino´s deildina í fyrstu tilraun. Benedikt Guðmundsson hrósar frammistöðu Hildar í vetur í pistil sínum á fésbókinni. Það er ekki slæmt að fá hrós frá slíkum reynslubolta sem gjörþekkir körfuboltann frá öllum hliðum enda búinn að ná flottum árangri sem þjálfari karlaliða, kvennaliða og svo í yngri flokkunum líka. Benedikt segir að Hildur hafi stýrt liðinu með miklum myndarskap og að hún hafi vaxið mikið sem þjálfari á þessu fyrsta tímabili sínu. „Metnaðarfullt og skemmtilegt lið sem á klárlega heima þar,“ segir Benedikt. Benedikt ánægður með kvenþjálfarana í deildinni sinni. „Einnig fannst mér algjörlega frábært að mæta henni og Heiðrúnu Kristmundsdóttur í vetur og hvet ég fleiri komur til að skella sér í þjálfun. Þær eiga jafn mikið erindi í þjálfun við kallarnir eins og þessar tvær drottningar sýndu í vetur. Það er fullt af konum sem búa yfir mikilli þekkingu í íþróttum og skora ég á þær að miðla þeirri þekkingu til leikmanna í gegnum þjálfarastarfið,“ skrifaði Benedikt. Benedikt skorar á fleiri konur að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa í íþróttahreyfingunni. „Ef ekki í gegnum þjálfarastarfið þá eru fleiri leiðir til að láta gott af sér leiða og hafa jákvæð áhrif. Formaður Breiðabliks er kona,eins og hjá KR og Þór Þorlákshöfn, og á hún örugglega ekki minni þátt í þessu afreki liðsins. Ég tala af reynslu þegar ég segi að konur eru ekki síðri formenn eða stjórnarfólk en karlar,“ skrifar Benedikt og það er svo sannarlega hægt að taka undir þessi orð. Dominos-deild kvenna Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Fleiri fréttir New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur Sjá meira
Benedikt Guðmundsson er einn allra reyndasti körfuboltaþjálfari landsins og einn af fáum sem hafa unnið bæði Íslandsmeistaratitil karla og kvenna sem þjálfari. Benedikt gerði frábæra hluti með nýliða Þórs í vetur og kom Akureyrarliðinu alla leið í úrslitakeppnina á fyrsta ári. Benedikt þjálfaði einnig kvennalið Þórs í 1. deildinni og þar voru hans konur aðeins hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í Domino´s deild kvenna á næsta tímabili. Þór varð deildarmeistari en tapaði í oddaleik á móti Breiðabliki í úrslitakeppninni. Benedikt tapaði þar fyrir liði sem var undir stjórn Hildar Sigurðardóttur. Hildur Sigurðardóttir var fyrirliði KR-liðsins sem Benedikt gerði að Íslandsmeisturum vorið 2010. Hildar var á sínu fyrsta ári sem meistaraflokksþjálfari og skilaði Blikum upp í Domino´s deildina í fyrstu tilraun. Benedikt Guðmundsson hrósar frammistöðu Hildar í vetur í pistil sínum á fésbókinni. Það er ekki slæmt að fá hrós frá slíkum reynslubolta sem gjörþekkir körfuboltann frá öllum hliðum enda búinn að ná flottum árangri sem þjálfari karlaliða, kvennaliða og svo í yngri flokkunum líka. Benedikt segir að Hildur hafi stýrt liðinu með miklum myndarskap og að hún hafi vaxið mikið sem þjálfari á þessu fyrsta tímabili sínu. „Metnaðarfullt og skemmtilegt lið sem á klárlega heima þar,“ segir Benedikt. Benedikt ánægður með kvenþjálfarana í deildinni sinni. „Einnig fannst mér algjörlega frábært að mæta henni og Heiðrúnu Kristmundsdóttur í vetur og hvet ég fleiri komur til að skella sér í þjálfun. Þær eiga jafn mikið erindi í þjálfun við kallarnir eins og þessar tvær drottningar sýndu í vetur. Það er fullt af konum sem búa yfir mikilli þekkingu í íþróttum og skora ég á þær að miðla þeirri þekkingu til leikmanna í gegnum þjálfarastarfið,“ skrifaði Benedikt. Benedikt skorar á fleiri konur að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa í íþróttahreyfingunni. „Ef ekki í gegnum þjálfarastarfið þá eru fleiri leiðir til að láta gott af sér leiða og hafa jákvæð áhrif. Formaður Breiðabliks er kona,eins og hjá KR og Þór Þorlákshöfn, og á hún örugglega ekki minni þátt í þessu afreki liðsins. Ég tala af reynslu þegar ég segi að konur eru ekki síðri formenn eða stjórnarfólk en karlar,“ skrifar Benedikt og það er svo sannarlega hægt að taka undir þessi orð.
Dominos-deild kvenna Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Fleiri fréttir New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur Sjá meira