Fréttir Dæmdur fyrir að myrða bróður sinn í útför Karlmaður hefur verið sakfelldur fyrir að myrða eldri bróður sinn í útför í Kerry-sýslu á Írlandi. Patrick Dooley er sá fjórði til að verða dæmdur fyrir að hafa orðið Thomas Dooley að bana þann 5. október 2022. Erlent 19.7.2024 19:34 „Við vorum bara eins og blindur köttur“ Flugsamgöngur, greiðslukerfi og sjónvarpsútsendingar lágu niðri þegar algjört hrun varð í tölvukerfum Microsoft í dag. Tekið gæti talsverðan tíma að vinda ofan af afleiðingum bilunarinnar á heimsvísu, sem hafði einnig áhrif á Íslandi. Kerfi Landsbankans, allra bókasafna landsins og húðmeðferðarstofu í Vegmúla lágu niðri um tíma í dag. Innlent 19.7.2024 19:01 Vandræði á heimsvísu og berskjaldaðir íbúar hjólhýsabyggðar Kerfisbilun olli vandræðum um allan heim í dag. Flugsamgöngur og greiðslukerfi lágu niðri en íslensk fyrirtæki virðast hafa sloppið vel. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við sérfræðing í netöryggismálum í beinni. Innlent 19.7.2024 18:11 Handtekinn eftir fimm metra fall til jarðar Maður var fluttur á bráðamóttöku Landspítala í dag eftir vinnuslys þar sem hann féll úr fjögurra til fimm metra hæð til jarðar í miðborg Reykjavíkur. Við athugun kom í ljós að hann og samstarfsmaður hans væru á Íslandi í ólöglegri dvöl og höfðu þar að auki ekki tilskilin vinnuréttindi, að sögn lögreglu. Voru þeir báðir handteknir og mál þeirra tekið til skoðunar. Innlent 19.7.2024 17:30 Umræða um ábyrgð starfsfólks MAST eigi ekki rétt á sér Matvælaráðherra segir umræðu um persónulega ábyrgð starfsfólks Matvælastofnunar á veitingu rekstrarleyfis til fiskeldis í Ísafjarðardjúpi ekki eiga rétt á sér. Innlent 19.7.2024 16:56 Bandarískur blaðamaður fær sextán ára dóm í Rússlandi Evan Gershkovich, bandarískur blaðamaður Wall Street Journal, hlaut sextán ára fangelsisdóm í Rússlandi í dag fyrir meintar njósnir. Erlent 19.7.2024 16:45 Hundur fyrir norðan var hætt kominn eftir fjörutíu mínútur í bíl „Þetta er ekki bara eitthvað útlandavandamál,“ segir Elva Ágústsdóttir, dýralæknir hjá Dýraspítalanum Lögmannshlíð á Akureyri um ofhitnun hunda, en slíkt getur gerst á Íslandi þrátt fyrir að hitinn hér á landi sé talsvert lægri en erlendis. Innlent 19.7.2024 16:24 Landtaka Ísraela í Palestínu ólögmæt Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur gefið út ráðgefandi álit þess efnis að landtaka Ísraela í Palestínu sé ólögmæt. Dómstóllinn kallar eftir því að Ísraelsmenn yfirgefi Palestínu en harla ólíklegt er að þeir verði við því ákalli, enda er álitið óbindandi og óframfylgjanlegt. Erlent 19.7.2024 15:30 Bjarni fór á fund konungs Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór á fund Karls III Bretakonungs að loknum fundi Evrópuleiðtoga í Blenheimhöll. Karl Bretakonungur bauð leiðtogum til móttöku í höllinni. Innlent 19.7.2024 14:56 Mikilvægt að tilkynna alvarleg atvik Fjarskiptastofa, sem samhæfingarstjórnvald á grundvelli netöryggislaga, og CERT-IS, minna á mikilvægi þess að mikilvægar innviðir tilkynni um öll alvarleg atvik og áhættu sem tengjast þjónustuútföllum hjá Microsoft. Innlent 19.7.2024 13:51 Fær ekki að sjá sjálfsvígsbréf sonar síns Tómas Ingvason fær ekki afhent sjálfsvígsbréf sonar síns sem lést á Litla-Hrauni í maí á þessu ári. Lögreglunni á Suðurlandi er gert að útskýra ákvörðun sína að sýna honum ekki bréfið. Innlent 19.7.2024 13:48 Bendir íbúum á tjaldsvæði í grennd við borgina „Ég hef ekki verið hlynntur þessari þróun að Reykjavíkurborg búi til hjólhýsagarð sem sérstakt húsnæðisúrræði. Aðal atriðið er það að byggja nóg til þess að allir geti fundið þak yfir höfuðið og mæta sérstaklega lágtekjuhópum með sérstökum úrræðum og það erum við að gera.“ Innlent 19.7.2024 13:00 Bretar hefja aftur greiðslur til UNRWA Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að hefja aftur greiðslu fjárframlaga til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Erlent 19.7.2024 11:57 Stærsta atvikið í „mörg, mörg ár“ Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft hefur valdið hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapað öngþveiti á flugvöllum og víðar. Lagfæring á biluninni virðist komin vel á veg en áhrifa kann að gæta í einhverja daga. Netöryggissérfræðingur segir um að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára, sem sýni fram á mikilvægi góðra viðbragðsáætlana. Innlent 19.7.2024 11:56 Björguðu barni föstu í klósettsetu Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því sem það kallar „sérstaklega áhugavert verkefni.“ Ungum einstaklingi tókst að festa sig í klósettsetu. Innlent 19.7.2024 11:53 Farmenn felldu kjarasamning Farmenn innan Félags skipstjórnarmanna felldu nýjan kjarasamning í atkvæðagreiðslu á dögunum. Innlent 19.7.2024 11:51 Bilun á heimsvísu og aðstæður hjólhýsabúa Bilun í hugbúnaði öryggiskerfis hefur valdið miklum erfiðleikum á starfsemi fyrirtækja og stofnana víða um heim. Greint verður ítarlega frá málinu í hádegisfréttum Bylgjunnar og rætt við Guðmund Arnar Sigmundsson, sviðsstjóra hjá CERT-IS netöryggissveit. Hann segir tölvur hreinlega hrynja og að ekki sé hægt að koma þeim aftur í gang án flókinna, tæknilegra og tímafrekra aðgerða. Innlent 19.7.2024 11:41 Veiðimenn með ný heimilsföng valda vandræðum Hreindýraveiðitímabilið er hafið, en minni kvóti hefur ekki verið gefinn út í meira en 20 ár. Sérfræðingur í hreindýraveiðum hvetur veiðimenn til að fresta ekki veiðiferðum langt fram á haustið. Hann hefur fengið þónokkur veiðileyfi endursend vegna búferlaflutninga veiðimanna. Innlent 19.7.2024 11:39 Enginn liggur undir grun vegna sprengingarinnar Enginn hefur verið handtekinn og enginn liggur undir grun vegna sprengju sem sprakk á salerni í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á fjórða tímanum í gær. Innlent 19.7.2024 11:30 Leggur til atkvæðagreiðslu um Evrópusambandið fyrir kosningar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, leggur til að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Vilji þjóðin sækja um myndi hún svo fá að greiða atkvæði um endanlega niðurstöðu samningaviðræðna. Innlent 19.7.2024 11:10 „Hún er bara heiðarlegur rasisti“ Bragi Páll Sigurðsson rithöfundur fer hörðum orðum um fyrirkomulag Ásgerðar Jónu Flosadóttur formanns Fjölskylduhjálpar við matargjöf. Ásgerður gefur Íslendingum forgang í matargjöf fram yfir fólk af erlendum uppruna. Bragi segir það að vissu leyti gott að Ásgerður sé „heiðarleg í sínum rasisma“. Innlent 19.7.2024 11:06 Óeirðir brutust út í Leeds þegar flytja átti börn í fóstur Óeirðir brutust út í Harehills í Leeds á Englandi í gær eftir að yfirvöld komu og sóttu börn sem flytja átti í fóstur. Lögreglubifreið var meðal annars velt á hliðina og kveikt í strætisvagni. Erlent 19.7.2024 10:35 Vaktin: Vandræði um allan heim Tæknileg vandamál eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum miklum vandræðum um allan heim. Innlent 19.7.2024 09:18 Blaðamaður sektaður fyrir að segja Meloni litla Ítalskur blaðamaður hefur verið dæmdur til að greiða Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, 5.000 evrur í miskabætur eftir að hafa gert grín að hæð hennar. Erlent 19.7.2024 08:35 Tæknilegir örðugleikar til skoðunar á Keflavíkurflugvelli Tæknilegra örðugleika sem hafa valdið því að flugvélar hafi verið kyrrsettar um allan heim gætir einnig á Keflavíkurflugvelli. Flugferðum hefur verið frestað og aflýst í Sydney, Edinborg, Amsterdam og um öll Bandaríkin. Ekki liggur fyrir hversu víðtækur vandinn er og enn sem komið er hefur engum flugferðum verið aflýst til og frá Keflavík. Innlent 19.7.2024 08:00 Skúradembur víða um land Óstöðugt loft er enn þá yfir landinu og má búast við skúradembum nokkuð víða, einkum síðdegis og í kvöld. Hiti ætti að ná um og yfir fimmtán stig þar sem best lætur. Veður 19.7.2024 07:29 Flugvélar kyrrsettar, lestir fastar og greiðslukerfi niðri um allan heim vegna tæknivandræða Tæknileg vandamál eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum miklum vandræðum um allan heim. Erlent 19.7.2024 07:06 Ákærð vegna amfetamínsbasa í áfengisflöskum og snyrtivörum Þrír karlmenn og ein kona hafa verið ákærð fyrir innflutning á samtals 6,8 lítrum af amfetamínbasa sem er talin hafa verið ætlaður til söludreifingar hér á landi. Innlent 19.7.2024 07:00 Sagði guðlega forsjá hafa bjargað sér og lofaði stuðningsmenn sína Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var fagnað eins og rokkstjörnu þegar hann steig á svið á landsþingi Repúblikanaflokksins í gær. Hann sagði guðlega forsjá hafa bjargað sér frá banatilræði um helgina og lofaði hugrekki stuðningsmanna sinna. Erlent 19.7.2024 06:43 Selenskí tilbúinn að vinna með Trump Volodímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir það gæti orðið erfitt að vinna með Donald Trump, verði hann endurkjörinn forseti Bandaríkjanna, en hann óttist ekki erfiði. Hann kveðst tilbúinn til að vinna með hverjum sem er við völd í Bandaríkjunum. Erlent 18.7.2024 23:52 « ‹ 143 144 145 146 147 148 149 150 151 … 334 ›
Dæmdur fyrir að myrða bróður sinn í útför Karlmaður hefur verið sakfelldur fyrir að myrða eldri bróður sinn í útför í Kerry-sýslu á Írlandi. Patrick Dooley er sá fjórði til að verða dæmdur fyrir að hafa orðið Thomas Dooley að bana þann 5. október 2022. Erlent 19.7.2024 19:34
„Við vorum bara eins og blindur köttur“ Flugsamgöngur, greiðslukerfi og sjónvarpsútsendingar lágu niðri þegar algjört hrun varð í tölvukerfum Microsoft í dag. Tekið gæti talsverðan tíma að vinda ofan af afleiðingum bilunarinnar á heimsvísu, sem hafði einnig áhrif á Íslandi. Kerfi Landsbankans, allra bókasafna landsins og húðmeðferðarstofu í Vegmúla lágu niðri um tíma í dag. Innlent 19.7.2024 19:01
Vandræði á heimsvísu og berskjaldaðir íbúar hjólhýsabyggðar Kerfisbilun olli vandræðum um allan heim í dag. Flugsamgöngur og greiðslukerfi lágu niðri en íslensk fyrirtæki virðast hafa sloppið vel. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við sérfræðing í netöryggismálum í beinni. Innlent 19.7.2024 18:11
Handtekinn eftir fimm metra fall til jarðar Maður var fluttur á bráðamóttöku Landspítala í dag eftir vinnuslys þar sem hann féll úr fjögurra til fimm metra hæð til jarðar í miðborg Reykjavíkur. Við athugun kom í ljós að hann og samstarfsmaður hans væru á Íslandi í ólöglegri dvöl og höfðu þar að auki ekki tilskilin vinnuréttindi, að sögn lögreglu. Voru þeir báðir handteknir og mál þeirra tekið til skoðunar. Innlent 19.7.2024 17:30
Umræða um ábyrgð starfsfólks MAST eigi ekki rétt á sér Matvælaráðherra segir umræðu um persónulega ábyrgð starfsfólks Matvælastofnunar á veitingu rekstrarleyfis til fiskeldis í Ísafjarðardjúpi ekki eiga rétt á sér. Innlent 19.7.2024 16:56
Bandarískur blaðamaður fær sextán ára dóm í Rússlandi Evan Gershkovich, bandarískur blaðamaður Wall Street Journal, hlaut sextán ára fangelsisdóm í Rússlandi í dag fyrir meintar njósnir. Erlent 19.7.2024 16:45
Hundur fyrir norðan var hætt kominn eftir fjörutíu mínútur í bíl „Þetta er ekki bara eitthvað útlandavandamál,“ segir Elva Ágústsdóttir, dýralæknir hjá Dýraspítalanum Lögmannshlíð á Akureyri um ofhitnun hunda, en slíkt getur gerst á Íslandi þrátt fyrir að hitinn hér á landi sé talsvert lægri en erlendis. Innlent 19.7.2024 16:24
Landtaka Ísraela í Palestínu ólögmæt Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur gefið út ráðgefandi álit þess efnis að landtaka Ísraela í Palestínu sé ólögmæt. Dómstóllinn kallar eftir því að Ísraelsmenn yfirgefi Palestínu en harla ólíklegt er að þeir verði við því ákalli, enda er álitið óbindandi og óframfylgjanlegt. Erlent 19.7.2024 15:30
Bjarni fór á fund konungs Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór á fund Karls III Bretakonungs að loknum fundi Evrópuleiðtoga í Blenheimhöll. Karl Bretakonungur bauð leiðtogum til móttöku í höllinni. Innlent 19.7.2024 14:56
Mikilvægt að tilkynna alvarleg atvik Fjarskiptastofa, sem samhæfingarstjórnvald á grundvelli netöryggislaga, og CERT-IS, minna á mikilvægi þess að mikilvægar innviðir tilkynni um öll alvarleg atvik og áhættu sem tengjast þjónustuútföllum hjá Microsoft. Innlent 19.7.2024 13:51
Fær ekki að sjá sjálfsvígsbréf sonar síns Tómas Ingvason fær ekki afhent sjálfsvígsbréf sonar síns sem lést á Litla-Hrauni í maí á þessu ári. Lögreglunni á Suðurlandi er gert að útskýra ákvörðun sína að sýna honum ekki bréfið. Innlent 19.7.2024 13:48
Bendir íbúum á tjaldsvæði í grennd við borgina „Ég hef ekki verið hlynntur þessari þróun að Reykjavíkurborg búi til hjólhýsagarð sem sérstakt húsnæðisúrræði. Aðal atriðið er það að byggja nóg til þess að allir geti fundið þak yfir höfuðið og mæta sérstaklega lágtekjuhópum með sérstökum úrræðum og það erum við að gera.“ Innlent 19.7.2024 13:00
Bretar hefja aftur greiðslur til UNRWA Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að hefja aftur greiðslu fjárframlaga til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Erlent 19.7.2024 11:57
Stærsta atvikið í „mörg, mörg ár“ Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft hefur valdið hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapað öngþveiti á flugvöllum og víðar. Lagfæring á biluninni virðist komin vel á veg en áhrifa kann að gæta í einhverja daga. Netöryggissérfræðingur segir um að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára, sem sýni fram á mikilvægi góðra viðbragðsáætlana. Innlent 19.7.2024 11:56
Björguðu barni föstu í klósettsetu Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því sem það kallar „sérstaklega áhugavert verkefni.“ Ungum einstaklingi tókst að festa sig í klósettsetu. Innlent 19.7.2024 11:53
Farmenn felldu kjarasamning Farmenn innan Félags skipstjórnarmanna felldu nýjan kjarasamning í atkvæðagreiðslu á dögunum. Innlent 19.7.2024 11:51
Bilun á heimsvísu og aðstæður hjólhýsabúa Bilun í hugbúnaði öryggiskerfis hefur valdið miklum erfiðleikum á starfsemi fyrirtækja og stofnana víða um heim. Greint verður ítarlega frá málinu í hádegisfréttum Bylgjunnar og rætt við Guðmund Arnar Sigmundsson, sviðsstjóra hjá CERT-IS netöryggissveit. Hann segir tölvur hreinlega hrynja og að ekki sé hægt að koma þeim aftur í gang án flókinna, tæknilegra og tímafrekra aðgerða. Innlent 19.7.2024 11:41
Veiðimenn með ný heimilsföng valda vandræðum Hreindýraveiðitímabilið er hafið, en minni kvóti hefur ekki verið gefinn út í meira en 20 ár. Sérfræðingur í hreindýraveiðum hvetur veiðimenn til að fresta ekki veiðiferðum langt fram á haustið. Hann hefur fengið þónokkur veiðileyfi endursend vegna búferlaflutninga veiðimanna. Innlent 19.7.2024 11:39
Enginn liggur undir grun vegna sprengingarinnar Enginn hefur verið handtekinn og enginn liggur undir grun vegna sprengju sem sprakk á salerni í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á fjórða tímanum í gær. Innlent 19.7.2024 11:30
Leggur til atkvæðagreiðslu um Evrópusambandið fyrir kosningar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, leggur til að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Vilji þjóðin sækja um myndi hún svo fá að greiða atkvæði um endanlega niðurstöðu samningaviðræðna. Innlent 19.7.2024 11:10
„Hún er bara heiðarlegur rasisti“ Bragi Páll Sigurðsson rithöfundur fer hörðum orðum um fyrirkomulag Ásgerðar Jónu Flosadóttur formanns Fjölskylduhjálpar við matargjöf. Ásgerður gefur Íslendingum forgang í matargjöf fram yfir fólk af erlendum uppruna. Bragi segir það að vissu leyti gott að Ásgerður sé „heiðarleg í sínum rasisma“. Innlent 19.7.2024 11:06
Óeirðir brutust út í Leeds þegar flytja átti börn í fóstur Óeirðir brutust út í Harehills í Leeds á Englandi í gær eftir að yfirvöld komu og sóttu börn sem flytja átti í fóstur. Lögreglubifreið var meðal annars velt á hliðina og kveikt í strætisvagni. Erlent 19.7.2024 10:35
Vaktin: Vandræði um allan heim Tæknileg vandamál eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum miklum vandræðum um allan heim. Innlent 19.7.2024 09:18
Blaðamaður sektaður fyrir að segja Meloni litla Ítalskur blaðamaður hefur verið dæmdur til að greiða Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, 5.000 evrur í miskabætur eftir að hafa gert grín að hæð hennar. Erlent 19.7.2024 08:35
Tæknilegir örðugleikar til skoðunar á Keflavíkurflugvelli Tæknilegra örðugleika sem hafa valdið því að flugvélar hafi verið kyrrsettar um allan heim gætir einnig á Keflavíkurflugvelli. Flugferðum hefur verið frestað og aflýst í Sydney, Edinborg, Amsterdam og um öll Bandaríkin. Ekki liggur fyrir hversu víðtækur vandinn er og enn sem komið er hefur engum flugferðum verið aflýst til og frá Keflavík. Innlent 19.7.2024 08:00
Skúradembur víða um land Óstöðugt loft er enn þá yfir landinu og má búast við skúradembum nokkuð víða, einkum síðdegis og í kvöld. Hiti ætti að ná um og yfir fimmtán stig þar sem best lætur. Veður 19.7.2024 07:29
Flugvélar kyrrsettar, lestir fastar og greiðslukerfi niðri um allan heim vegna tæknivandræða Tæknileg vandamál eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum miklum vandræðum um allan heim. Erlent 19.7.2024 07:06
Ákærð vegna amfetamínsbasa í áfengisflöskum og snyrtivörum Þrír karlmenn og ein kona hafa verið ákærð fyrir innflutning á samtals 6,8 lítrum af amfetamínbasa sem er talin hafa verið ætlaður til söludreifingar hér á landi. Innlent 19.7.2024 07:00
Sagði guðlega forsjá hafa bjargað sér og lofaði stuðningsmenn sína Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var fagnað eins og rokkstjörnu þegar hann steig á svið á landsþingi Repúblikanaflokksins í gær. Hann sagði guðlega forsjá hafa bjargað sér frá banatilræði um helgina og lofaði hugrekki stuðningsmanna sinna. Erlent 19.7.2024 06:43
Selenskí tilbúinn að vinna með Trump Volodímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir það gæti orðið erfitt að vinna með Donald Trump, verði hann endurkjörinn forseti Bandaríkjanna, en hann óttist ekki erfiði. Hann kveðst tilbúinn til að vinna með hverjum sem er við völd í Bandaríkjunum. Erlent 18.7.2024 23:52